Morgunblaðið - 18.11.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.11.2004, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í gær að Rússar myndu á næstu árum koma sér upp nýjum kjarnorkuvopnakerfum. Forsetinn bætti við að um væri ræða vopna- kerfi sem önnur kjarnorkuveldi réðu ekki yfir og væru ekki líkleg til að þróa fram í nánustu framtíð. Yfirlýsing forsetans þótti mjög óljós en svo virtist sem hann væri að vísa til nýrra burðarkerfa. „Við höf- um ekki einvörðungu gert tilraunir með nýjustu kjarnorkueldflauga- kerfin,“ sagði Pútín er hann ávarpaði herforingja úr hinum ýmsum deild- um heraflans. „Ég er viss um að á næstu árum munum við eignast þau [vopnakerfin],“ sagði hann og bætti við: „Og það sem meira er, þá ræðir hér um hluti sem ekki eru til og ósennilegt er að séu í vopnabúrum annarra kjarnorkuvelda.“ Pútín gerði ekki nánari grein fyrir þeim vopnakerfum sem hann vísaði til. Hins vegar er vitað að Rússar hafa leitast við að uppfæra vopnabúr kjarnorkuheraflans frá því að stjórn- völd í Bandaríkjunum lýstu yfir því árið 2001 að þau hygðust koma upp varnarkerfi gegn langdrægum eld- flaugum sem borið geta kjarna- hleðslur. Þeirri ákvörðun Banda- ríkjamanna fylgir að þeir segja sig einhliða frá ákvæðum ABM- sáttmála Banda- ríkjanna og Sov- étríkjanna sálugu frá árinu 1972 um takmarkanir slíkra varnarkerfa. Bandaríkjamenn halda því fram að slíku varnarkerfi sé einkum ætlað að vernda Banda- ríkin gagnvart eldflaugaárásum „út- lagaríkja“ og að þess háttar „skjöld- ur“ myndi ekki megna að tryggja varnir gagnvart kjarnorkuherafla Rússa. Ef til vill Topol-M Pútín hefur hins vegar látið að því liggja að Rússar kunni einnig að þróa fram slíkt varnarkerfi gegn eldflaug- um. Og hann hefur ennfremur gefið í skyn að Rússar hyggist þróa nýja gerð langdrægra eldflauga sem reynast muni þess megnugar að sigr- ast á þeim varnarkerfum er Banda- ríkjamenn áformi að koma upp. AP-fréttastofan vitnaði í gær til ummæla sem Sergei Ívanov, varnar- málaráðherra Rússlands, lét falla fyrr í mánuðinum þess efnis að Rúss- ar vonuðust til að geta síðar í ár skot- ið á loft í tilraunaskyni hreyfanlegri eldflaug af gerðinni Topol-M. Kann því að vera að Pútín hafi verið að vísa til þessarar eldflaugar sem rússnesk- ir vísindamenn hafa unnið að á und- anliðnum árum. Topol-M-kerfið er fyrsta nýja langdræga eldflaugin sem Rússar hafa unnið að frá endalokum Sovét- ríkjanna. Rússar hafa ráðið yfir Topol-eldflaugum á föstum skotpöll- um frá árinu 1998 en tiltækar heim- ildir herma að þetta vopnakerfi beri einn kjarnaodd. Topol-eldflaug dreg- ur um 10.000 kílómetra og stýrikerf- ið mun þeirrar náttúru að erfitt er að greina flugleið þeirra. AP-fréttastof- an vísaði einnig í fregnir þess efnis að Rússar hygðust þróa fram nýja risa- eldflaug sem borið gæti allt að tíu kjarnaodda og yrði þrisvar sinnum þyngri en Topol-kerfið. Pútín sagði að Rússar teldu hryðjuverk mestu ógnina við öryggi sitt. En þeir myndu bregðast við nýj- um ógnum og þróun þyrfti að eiga sér stað á öllum sviðum heraflans. Pútín boðar nýja tegund kjarnavopna Moskvu. AFP. AP. Vladímír Pútín BÚIÐ er að reisa geysimikið svið við Colosseum, hið forna hringleikahús í Róm. Er ætlunin að nota mannvirkið sem svið vegna út- sendingar á vegum MTV-sjónvarpsstöðvarinnar. Tón- listarverðlaunum stöðvarinnar fyrir Evrópu verður út- hlutað í dag. AP Gamalt og nýtt í Róm KIM Jong-Il, leiðtogi Norður-Kór- eu, hefur fyrirskipað að allar myndir af þjóðarleiðtoganum á opinberum stöðum og á heimilum í landinu skuli teknar niður. Fréttaskýrendur segja þetta benda til að hann vilji draga úr persónudýrkun á sér, að sögn suður- kóresku fréttastofunnar Yonhap. Kim Jong-Il er nú 63 ára gamall og á tvo syni á lífi, annar er 23 ára og hinn 18. Ekki er vitað hvort hann ætlar þeim að taka við af sér. Talið er að hvergi í heiminum hafi á undanförnum áratugum tíðkast jafn mikil persónudýrkun á leiðtoga í kommúnistaríki Kims og þar áður föður hans, Kim Il-Sungs. Hefur Kim að sögn áhyggjur af því að hann sé „orðinn of upphafinn“, að því er fréttastofan hefur eftir heimildar- manni er hafi „góð sambönd“ í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu. Kveðst heimildarmaðurinn hafa rætt við n-kóreskan embættismann er hafi sagt að nú séu einungis hafð- ar uppi myndir af Kim Il-Sung. Heimildarmaðurinn lagði áherslu á að þetta væri á engan hátt til marks um „einhver vandamál“ í N-Kóreuleiðtoginn Kim Jong-Il Myndir af leiðtog- anum fjarlægðar Seoul. AFP. Reuters Norður-kóreskur háskólanemi, í baksýn eru myndir af Kim Jong-Il (t.h.) og föður hans, Kim Il-Sung. tengslum við Kim og s-kóreskir embættismenn segjast ekki hafa greint nein merki um breytingar á stjórnarfarinu í N-Kóreu. TALIÐ er nú nær öruggt að ræn- ingjar Margaret Hassan, hjálpar- starfsmanns í Bagdad af írskum uppruna, hafi myrt hana en ar- abíska sjónvarps- stöðin Al-jazeera hefur undir hönd- um myndband er sýnir karlmann skjóta hana í höf- uðið. Breskir embættismenn telja að mynd- bandið sé ófalsað. Hassan hafði búið í Írak í þrjá áratugi og veitti forstöðu deild mannúðarsamtakanna CARE í Ástralíu sem fjármagnaði starfið í Írak. Eiginmaður Hassan, Tahseen Hassan, sem er Íraki, grátbað í gær mannræningjana um að segja sér hvar líkið væri og ættingjar Hassan sendu frá sér yfirlýsingu. „Við erum harmi lostin. Við reyndum að halda í vonina eins lengi og unnt var en nú verðum við að horfast í augu við að Margaret sé sennilega látin og þján- ingar hennar loks á enda,“ sagði í yf- irlýsingunni. Margir Bretar létu í ljós reiði í garð morðingjanna en þetta er í fyrsta sinn sem íraskir mannræningjar myrða kvenkyns gísl svo vitað sé. Beitti sér gegn innrásinni Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands og Tony Blair, forsætis- ráðherra, lýstu báðir mikilli hryggð sinni yfir örlögum Margaret Hassan sem var rænt 19. október þegar hún var á leið til vinnu í Bagdad. Ekki er vitað hvaða ræningjahópur var að verki. Margaret Hassan fæddist í Dublin og var með ríkisfang á Írlandi, í Bretlandi og Írak. Hafði hún unnið að mannúðarstörfum í Írak í 25 ár, talaði reiprennandi arabísku og snerist til íslamstrúar. Hún var 59 ára gömul, smávaxin en þótti að sögn breskra blaða afar ákveðin og lét ekki hlut sinn fyrir neinum þegar hún sinnti störfum sínum. Hún var eindreginn andstæðingur efnahags- legra þvingana sem Írakar voru beittir í tíð Saddams Husseins og mótmælti einnig kröftuglega innrás- inni í fyrra. Fór hún á fund örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna í janúar 2003 og varaði þá við því að innrás í Írak gæti haft hörmulegar afleiðing- ar fyrir almenning þar. Er henni var rænt brugðust marg- ir Írakar hart við og fordæmdu ræn- ingjana. Var efnt til útifunda í Bagdad og á spjöldum fundarmanna var hún kölluð „Margaret mamma“. Morðið á Margaret Hassan fordæmt Margaret Hassan London, Bagdad, Genf. AP, AFP. LÆKNAR, sem stunduðu Yasser Arafat Pal- estínuleiðtoga á dánarbeðinum í París, telja að banamein hans hafi verið blóðsjúkdómur sem kallast DIC. Engin merki fundust um að Ara- fat hafi verið byrlað eitur, að sögn franska blaðsins Le Monde í gær. Misvísandi fregnir hafa hins vegar borist um banameinið og Ahmed Qurei, forsætisráðherra Palestínu- stjórnar, skipaði í gær nefnd sem á að rann- saka málið. Embættismenn Qureis héldu til Parísar í gær til að leita upplýsinga hjá stjórnvöldum þar í borg. Verða þau m.a. beðin um að afhenda Palestínustjórn sjúkraskýrsluna. Arafat lést á Percy-herspítalanum við París sl. fimmtudag, 75 ára að aldri. Frönsk læknalög kveða á um að læknar geti aðeins veitt nánustu ættingjum látins sjúklings upplýsingar um sjúkdómsgreiningu. Mun Suha Arafat, ekkja leiðtogans, þegar hafa fengið að sjá skýrsluna ekki aðrir. Hefur þetta leitt til þess að hávær orðrómur er um það í arabalöndum að Arafat hafi verið byrlað eitur og segja sumir samsærimenn að Ísraelar hafi verið þar að verki. Ísraelskir leiðtogar gáfu á sínum tíma í skyn að rétt væri að drepa Arafat. Að sögn Le Monde eru afleiðingar DIC að blóðið storknar ekki eðlilega og getur það leitt til mikilla innvortis blæðinga og hugsanlega dauða. Blaðið hefur eftir læknum, að DIC sé ekki eiginlegur sjúkdómur heldur ástand sem geti skapast af völdum sýkingar eða krabbameins í öldruðu fólki. Engin merki um slíka sjúkdóma hafi hins vegar fundist hjá Arafat. Var skorpulifur orsökin? Franska skoptímaritið Le Canard Enchaine sagði í gær að Arafat hefði ef til vill dáið úr skorpulifur. Ritið, sem er þekkt fyrir að hafa góðar heimildir fyrir fréttum af alvarlegum toga, segir hins vegar að sjúkdómurinn hafi ekki stafað af áfengisneyslu eins og oft er þeg- ar um skorpulifur er að ræða. Segist ritið hafa rætt við lækna sem höfðu aðgang að sjúkra- skýrslum Arafats. Le Canard Enchaine segir að dvöl Arafats í stofufangelsi í Ramallah síðustu árin hafi ekki bætt heilsu hans og hann hafi ekki fengið þá meðhöndlun sem þörf hafi verið á. „Líklegast er að margt í senn hafi dregið hann til dauða,“ segir ritið. Óljóst hvert bana- mein Arafats var Palestínustjórn lætur nefnd rannsaka málið París. AFP. Reuters Ahmed Qurei, forsætisráðherra Palest- ínumanna, ræðir við fréttamenn áður en fundur hófst í hinum gömlu aðalstöðvum Yassers Arafats í Ramallah í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.