Morgunblaðið - 18.11.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 18.11.2004, Síða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Frábært ræktunarstarf | Hjarðarfells- búinu í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi var veitt viðurkenning fyrir frábært rækt- unarstarf á Sveitateiti Búnaðarsamtaka Vesturlands sem haldið var á Hótel Borg- arnesi. Búið er rekið af bræðrunum Guðbjarti og Högna Gunnarssonum og konum þeirra, Hörpu Jónsdóttur og Báru Katrínu Finn- bogadóttur. Þau reka blandað bú með um það bil 20 mjólkurkýr og 460 fjár. Í fréttabréfi til bænda á Vesturlandi kemur fram að á undanförnum árum hafa komið margir afgerandi kynbótagripir frá Hjarðarfelli, jafnt úr nautgripa- sem sauð- fjárræktinni, auk þess sem lömb þaðan hafa verið seld vítt og breitt um landið til kyn- bóta og endurnýjunar fjárstofna eftir nið- urskurð.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Háhraðanet í sveitir | Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur ákveðið að styrkja uppbyggingu þráðlauss há- hraðanets um allar sínar sveitir. Það verða mikil við- brigði fyrir þá sem nota netið því fram að þessu hefur venjuleg símalína eða ISDN-tenging verið það eina sem boðið hefur verið upp á. Sveitarstjórnin telur þetta vera nauðsynlegt til þess að styrkja búsetu í sveitarfélaginu.    Reynt verði til þrautar | Skólanefnd Garðs skorar á samninganefndir kennara og sveitarfélaga að reyna til þrautar að gera kjarasamning fyrir 20. nóvember næstkomandi. Skólanefndin leggur áherslu á að skólastarf geti orðið eðlilegt sem fyrst en telur hættu á að það gerist ekki nema aðilar nái samkomulagi um nýjan kjara- samning.    Vetrarstarfið er kom-ið í fullan gang hjáfélögum í Karla- kórnum Drífanda á Fljóts- dalshéraði. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æf- ingar fyrir tvenna tónleika á næstunni. Fyrri tónleik- arnir verða í Miklagarði á Vopnafirði, föstudaginn 19. nóvember og hefjast kl. 21. Síðan syngur kór- inn í Egilsstaðakirkju viku síðar, föstudaginn 26. nóv- ember, kl. 20.30. Félagar í Karlakórnum Drífanda koma vítt og breitt af Fljótsdalshéraði. Nýir söngmenn gengu til liðs við kórinn í haust ásamt Sigrúnu Önnu Páls- dóttur, undirleikara. Drífa Sigurðardóttir er stjórn- andi. Frá þessu segir á vefnum egilsstadir.is. Drífandi Vinnu við endur-byggingu á Sam-komuhúsi Sand- gerðis er að ljúka. Af því tilefni verður húsið til sýnis fyrir íbúana í dag, milli kl. 16 og 19. Húsið hefur verið end- urnýjað mikið, jafnt að utan sem innan og um- hverfið þess og aðkoma fært í betra lag. Þá er all- ur húsbúnaður nýr og sett upp nýtt öryggis- og eldvarnarkerfi. Þá var húsið stækkað með 140 fermetra við- byggingu austan við Sam- komuhúsið. Þar er auka salur, eldhús, anddyri og snyrtingar. Hægt er að opna á milli salanna og komast þá um 200 manns í sæti. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Samkomuhús til sýnis Rúnar Kristjánssonfylgist með þjóð-málunum að norð- an frá Skagaströnd og undrast stórum. Undrast ég sem Íslendingur ástand mála nú í dag. Hvernig landsins lengstu fingur leikið hafa þjóðarhag! Afsökun ef ein skal duga óþjóðlegum svikahring, eftir ránskap áratuga, er það skömm og svívirðing! Einu sinni fyrir margt löngu kom Björn Ingólfs- son í Sparisjóð Höfð- hverfinga til að biðja um lán fyrir salti í grautinn. Meðan hann beið eftir viðtali við sparisjóðsstjór- ann orti hann í bjartsýnis- leysi: Ég hef aldeilis ekkert á prjónunum en illa þó helst mér á krónunum. Svona það gengur, skal ég segja þér drengur hjá ræflunum, mér og rónunum. Af þjóðmálum pebl@mbl.is Reykjavík | Snjór er yfir öllu í Reykjavík eftir að snjó kyngdi niður í borginni í fyrradag. Trén eru skrýdd hvítu og barrtrén óneitanlega jólaleg að sjá. Vetrarveðrið hafði sín áhrif á bílaumferð en börnin tóku í staðinn fram vetr- artækin og renna sér á þeim hvar sem brekku er að finna. Útlit er fyrir ágætis sleðaveður næstu daga þótt kalt verði í veðri því það verð- ur bjart syðra en éljaangur norðanlands og austan. Morgunblaðið/Golli Borgin skrýðist hvítu Vetur Hvalfjörður | Almenn atkvæðagreiðsla um sameiningu fjögurra sveitahreppa sunnan Skarðsheiðar í Borgarfirði fara fram næst- komandi laugardag. Innri-Akraneshreppur, Hvalfjarðar- strandarhreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur hafa með sér mikið samstarf, meðal annars um skólamál en þeir reka saman grunnskólann Heiðar- skóla. Verði sameiningin samþykkt verður til 560 íbúa sveitarfélag með öflugt at- vinnulíf sem byggist meðal annars á verk- smiðjunum á Grundartanga. Að mati Samstarfsnefndar heimamanna um sameiningu er það margt sem styður sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga, s.s. landfræðilegar aðstæður, auk mikilla samskipta í gegnum tíðina og samstarf á fjölmörgum sviðum. Kjörfundir verða frá klukkan 10–18 laugardaginn 20. nóvember, og fer kosning fram í félagsheimilunum Miðgarði, Heið- arborg, Hlöðum og Fannahlíð. Utankjör- fundaratkvæðagreiðsla stendur yfir hjá öllum sýslumönnum. Atkvæða- greiðsla um sameiningu Vestmannaeyjar | Guðrún Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans, verð- ur áfram forseti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja. Arnar Sigurmundsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, tekur hins vegar við for- mennsku í bæjarráði af Andrési Sigmunds- syni fulltrúa Framsóknarflokks og óháðra, í samræmi við málefnasamning Sjálfstæð- isflokks og Vestmannaeyjalista sem kynnt- ur var á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld. Elliði Vignisson (D) kemur inn í bæj- arráð í stað Andrésar, að því er fram kem- ur í frétt á vef Frétta í Eyjum, og þriðji maðurinn í bæjarráði er Lúðvík Berg- vinsson, oddviti Vestmannaeyjalistans. Stefán Jónasson (V) verður formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, Elliði Vignisson formaður menningar- og tómstundaráðs, Guðrún Erlingsdóttir formaður fjölskyldu- ráðs og Elsa Valgeirsdóttir (D) formaður skólamálaráðs. Andrés Sigmundsson hefur óskað eftir að fá sæti í bæjarráði sem áheyrnarfulltrúi en hann er einnig fulltrúi í öllum sjö manna nefndum bæjarins. Arnar tekur við for- mennsku í bæjarráði ♦♦♦ Hversu há verður þín ávísun? e-KORTSHAFAR FÁ ÁVÍSUN Í DESEMBER F í t o n / S Í A Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Ný störf í nýju sveitarfélagi | Fljóts- dalshérað hefur auglýst sex ný störf hjá sveitarfélaginu laus til umsóknar. Um er að ræða störf stjórnenda samkvæmt nýju skipuriti og er um að ræða störf fjár- málastjóra, fræðslufulltrúa, héraðsfulltrúa, menningar- og frístundafulltrúa, skipulags- fulltrúa, umhverfisfulltrúa og verkefnis- og þróunarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.