Morgunblaðið - 18.11.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 18.11.2004, Síða 8
8 B FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR  FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur ráðið sérfræðinga frá bresku örygg- is- og ráðgjafarfyrirtæki til að taka út hótel og borgir þar sem áhafnir Atlanta gista á nokkrum stöðum í heiminum. Bjarni Þór Guðmunds- son, framkvæmdastjóri öryggis- og gæðastjórnunardeildar Atlanta, og Einar Óskarsson, öryggisfulltrúi Atlanta, segja að með auknum um- ræðum og kröfum um öryggisráð- stafanir vegna hugsanlegra hryðju- verka hafi þótt nauðsynlegt að gera sérstaka úttekt á nokkrum stöðum þar sem flugliðar Atlanta gista, m.a. í Saudi Arabíu, Indónesíu og Alsír. Þeir segja kostnað við slíkar úttektir vera umtalsverðan en nauðsynlegan til að tryggja öryggi starfsfólks. Fulltrúar frá breska ráðgjafarfyr- irtækinu Quest hafa heimsótt nokkr- ar borgir þar sem flugliðar Atlanta gista. Kanna þeir aðstæður á hótel- um og á leiðinni milli hótela og flug- valla sem oft séu varasamar. Þá setja þeir fram tillögur er varða öryggis- mál, t.d. leiðaval og hafa þeir m.a. stungið uppá að flugliðar skrái sig í hvert skipti sem þeir fara inn og út af hóteli. Einnig verða þeir með full- trúa á helstu stöðunum starfsfólkinu til halds og trausts. Einar og Bjarni segja þetta til komið bæði vegna óróa og óstöðug- leika í pólitík í þessum löndum svo og vegna aukinna krafna um varúðar- ráðstafanir vegna hryðjuverka. Hlutverk ráðgjafanna er einnig að meta pólitískt ástand í þessum heimshlutum. Segja þeir að þetta séu fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerðir. Auknar kröfur varðandi flug til Bandaríkjanna Burtséð frá öryggisráðstöfunum í áðurnefndum borgum segja Bjarni Þór og Einar mjög miklar og vax- andi öryggiskröfur gerðar varðandi allt flug til Bandaríkjanna. Fram hefur komið að senda þarf lista yfir farþega og áhafnir áður en flugvél leggur af stað áleiðis til Bandaríkj- anna og leita þarf sérstaklega í vél- um. Hafa flugvélög keypt þá þjón- ustu af sérhæfðum fyrirtækjum á því sviði og er slík leit mjög nákvæm, m.a. þreifað á öllum björgunarvest- um undir öllum farþegasætum. „Til marks um aukin verkefni á þessu sviði má nefna að í deildinni hjá okkur starfa núna 10 manns en fyrir fáum árum voru þessi verkefni á herðum fárra starfsmanna ásamt ýmsu öðru,“ segir Einar að lokum. Öryggisfyrirtæki gera úttekt á viðkomustöðum Tíu manns starfa nú í öryggisdeild Atlanta Morgunblaðið/RAX Öryggisráðstafanir Miklar ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi flugflota og áhafna Atlanta. TÉKKNESKA fjarskiptafyrir- tækið Ceske Radiokommunikace (CRa), sem er að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur gert tilboð til yfirtöku á hlutabréfum minni- hlutaeigenda í félaginu. Á hluthafafundi CRa sem haldinn var um miðjan október var ákveðið að afskrá hlutabréf í félaginu af al- mennum hlutabréfamarkaði bæði í Prag og í London. Bivideon, sem Björgólfur Thor Björgólfsson, Landsbanki Íslands og Straumur Fjárfestingarbanki eiga hlut að, á 94,3% hlutafjár í fjarskiptafélaginu. Hluthafafundurinn samþykkti ennfremur að CRa yrði heimilt að kaupa allt að 10% hlutafjár í sjálfu sér á sama verði og yfirtökutilboð Bivideon hljóðaði upp á í september. Þá jók Bivideon hlut sinn úr 72% í rúm 94% í kjölfar yfirtökutilboðs til annarra hluthafa sem hljóðaði upp á jafnvirði rúmlega 1.200 íslenskra króna á hlut. Hið nýja yfirtökutilboð verður samkvæmt samþykktum hluthafa- fundarins fjármagnað af CRa sjálfu og má félagið eiga hlutabréfin í allt að 18 mánuði. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á rekstri félagsins eða starfsmannafjölda með yfirtökunni, að því er segir í frétt frá Interfax. Antenna selt fyrir mitt ár Einkavæðingarnefnd ríkisstjórnar- innar í Ungverjalandi hefur staðfest að 75% eignarhlutur ungverska ríkisins í útsendingarfyrirtækinu Antenna Hungária verði seldur á næstunni en CRa varð fyrst til að lýsa áhuga sínum á Antenna sl. sum- ar. Óskað verður eftir tilboðum í hlutinn en áætlað söluverð var ekki gefið upp. Stefnt er að því að salan verði frágengin fyrir mitt næsta ár. Ungverska ríkið á um 83% hlut í Antenna, að því er segir í frétt Buda- pest Business Journal. Reynt var að selja 50% árið 2000 en óhagstæð skil- yrði á markaði urðu m.a. til þess að sölunni var slegið á frest. Aðrir en CRa sem taldir eru áhugasamir um kaupin eru Télé- diffusion í Frakklandi, landssíminn í Portúgal, Retevisión á Spáni og Telespazio á Ítalíu. Þá mun fjárfest- ingasjóðurinn Advent International hafa áhuga, en sem kunnugt er fjár- festi Advent í búlgarska símafélag- inu BTC með Björgólfi Thor og fleiri íslenskum fjárfestum. Nýtt yfirtökutilboð í CRa í Tékklandi ÍSLENSKA tæknifyrirtækið Hex Software er komið í undan- úrslit í vali bandaríska tæknitíma- ritsins Red Herring á þeim100 fyr- irtækjum sem blaðið telur standa fremst á sviði nýsköpunar á tækni- sviðinu. 200 fyrirtæki ná í undan- úrslitin. Hex er þriggja ára gamalt fyrir- tæki sem hefur þróað aðferðir til að koma hljóðum, lifandi myndum, tali og texta úr farsímum á Netið eða af Netinu í farsíma. Þórarinn Stefánsson fram- kvæmdastjóri félagsins segir að Hex sé í góðum hópi á listanum, en meðal annarra í undanúrslitunum eru Google, Amazon og Cisco. Eitt íslenskt fyrirtæki, Oz, hefur áður komist í undanúrslit. Spurður um mikilvægi þess að komast á listann segir Þórarinn að listi Red Herring sé eins konar biblía fjárfesta. „Í ljósi þess að það er veruleg uppsveifla í tæknigeir- anum vestanhafs eru fjárfestar farnir að líta aftur á geirann með fjárfestingu í huga, en botninn datt úr fjárfestingu í geiranum eftir að tæknibólan sprakk í kringum síð- ustu aldamót. Aldrei hefur jafn- mikið fé verið sett í fjárfesting- arsjóði í Bandaríkjunum og á þriðja fjórðungi þessa árs og það fé bíður fjárfestingar,“ segir Þórar- inn. Hann segir að tilnefninguna muni Hex nýta sér til kynningar, bæði gagnvart viðskiptavinum sín- um og síðan til að vekja athygli fjárfesta. „Við erum að horfa til þess að taka næstu skref á alþjóða- markað og það kallar á fleira fólk og þar með meira fjármagn.“ Spurður að því hvernig fyrirtæk- ið náði athygli Red Herring segir Þórarinn að meðal annars hafi blaðamenn kynnst Hex á fjárfesta- þingi í Danmörku í haust, og al- mennt noti Hex öll tækifæri til að koma sér á framfæri. Starfsmenn Hex eru sex talsins en stefnt er að fjölgun á næstu vik- um og mánuðum. Eigendur félags- ins eru starfsmenn Hex, en stærstu eigendur eru Þórarinn sjálfur og Helga Waage tækni- stjóri. Þórarinn segir að vörur Hex hafi selst vel, en þær eru allar í sölu hjá Og Vodafone. Dæmi um þær vörur eru hringitónar, skjámyndir, bloggþjónusta og sending lifandi mynda í farsíma. „Þó að þær tekjur sem við erum að skapa séu til þess að gera litlar hér heima þá margfaldast tekjurn- ar í samræmi við höfðatölu. Ef við semjum við farsímafyrirtæki sem er 10 sinnum stærra en Og Voda- fone ætti það að geta skilað 10 sinnum meiri tekjum.“ Þórarinn segir að Hex sé í við- ræðum við farsímafyrirtæki bæði í Danmörku og í Svíþjóð um að þau taki lausnir Hex til dreifingar og sölu. Velta Hex er áætluð 50–60 millj- ónir króna á þessu ári miðað við tímabilið sem hófst 12. maí sl. Á almanaksárinu segir Þórarinn að búist sé við að reksturinn verði á núllinu sem félaginu þyki ágætisár- angur. 100 fyrirtækja listi Red Herring verður kynntur í desember. Spurð- ur að því hvort að Hex geri sér vonir um að ná inn á þann lista, segist Þórarinn ekki búast við því. „Það yrði eins og að vinna í Vík- ingalottóinu, sem menn gera þó stundum,“ segir Þórarinn að lok- um. Hex á topp 200 Komið á blað í „biblíu fjárfesta“ hjá Red Herring Morgunblaðið/Golli Gott fyrir útrásina Sara Kolka, Þórarinn Stefánsson, Helga Waage, Björn Kristinsson og Björn Ingimundarson hjá Hex. Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval HÚSASKILTI Klapparstíg 44, sími 562 3614 18. nóvember er síðasti pöntunar- dagur fyrir jól 4 Síðasti pöntunardagur fyrir jól 13. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.