Morgunblaðið - 22.11.2004, Page 2

Morgunblaðið - 22.11.2004, Page 2
2 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VEL HEPPNUÐ HROLLVEKJA“ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „... MÆL[I] MEÐ ÞVÍ AÐ SEM FLESTIR HVOLFI SÉR YFIR BÓKINA Í SKAMMDEGINU, EFTIR AÐ HAFA NEGLT AFTUR SKÁPANA ...“ – Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „SKYLDUEIGN HROLLVEKJUAÐDÁANDANS“ – Þorsteinn Mar, kistan.is „(BÓKIN HEFUR) ÖLL ELEMENT SEM GÓÐ HRYLLINGSSAGA ÞARF AÐ HAFA TIL AÐ BERA. ÓGEÐIÐ, SPENNUNA OG MEININGUNA.“ – Melkorka Óskarsdóttir, Fréttablaðið JÚSTSJENKO SPÁÐ SIGRI Útgöngukannanir bentu til þess að forsetaefni stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, Viktor Jústsjenko, hefði sigrað í forsetakosningum í gær. Stuðningsmenn beggja frambjóð- endanna kvörtuðu yfir kosn- ingasvikum og mikil spenna var í landinu. Óttast var að óeirðir bloss- uðu upp. Lægri vaxtabótagreiðslur Hlutfall vaxtagjalda af skuldum sem lagt verður til grundvallar við útreikning á vaxtabótum verði lækk- að úr 5,5% í 5% árið 2006 verði skattalagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar að lögum. Þá er lagt til að greiddar vaxtabætur verði 95% af útreiknuðum vaxtabótum við álagn- ingu á árinu 2005. Talið er að greiðslur ríkissjóðs lækki um nálægt 300 milljónir við þá breytingu. 55 milljarðar í húsnæðislán Alls hafa um það bil 55 milljarðar króna farið úr bankakerfinu í ný hús- næðislán á síðustu tæpum þremur mánuðum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, greindi frá þessu á flokksráðsfundi VG um helgina. Steingrímur sagði að komið væri í ljós að af þessum 55 milljörðum væru 15 til 20 milljarðar hreint við- bótarlánsfé. Steingrímur gagnrýndi bankana harðlega fyrir að kynda undir þenslu með húsnæðislánum. Hreppar sameinast Sameining hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar; Hvalfjarð- arstrandarhrepps, Innri-Akranes- hrepps, Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps, var samþykkt í kosningum sem fram fóru sl. laug- ardag. Þá var sameining fjögurra hreppa í Austur-Húnavatnssýslu; Bólstaðarhlíðarhrepps, Svínavatns- hrepps, Sveinsstaðahrepps og Torfa- lækjarhrepps samþykkt í kosningum sem einnig fóru fram á laugardag- inn. Íbúar allra hreppanna sam- þykktu sameininguna. Kosið í Írak 30. janúar Hlutfall alvarlega vannærðra barna í Írak hefur nær tvöfaldast frá innrásinni í landið fyrir 20 mán- uðum, samkvæmt könnunum Sam- einuðu þjóðanna. Lánardrottnar í Parísarklúbbnum svokallaða náðu í gær samkomulagi um að afskrifa 80% af skuldum Íraks við þá. Til- kynnt var í gær að þingkosningar ættu að fara fram í öllu landinu 30. janúar. Y f i r l i t Í dag Vesturland 12 Dagbók 26 Viðskipti 13 Víkverji 26 Erlent 14 Velvakandi 27 Daglegt líf 15 Staður og stund 27 Listir 16 Menning 29/33 Umræðan 17/21 Ljósvakamiðlar 34 Forystugrein 18 Veður 35 Minningar 22/23 Staksteinar 35 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl STRAX eftir áramótin verður þjón- usta á Vogi dregin saman, starfsfólki verður fækkað um sjö og umfang starfseminnar minnkað. Ráðgjafa- vakt og sú bráðaþjónusta sem veitt hefur verið við göngudeild Sjúkra- hússins Vogs verður lögð af og inn- lögnum verður fækkað úr 2.350 í 2.100 eða um 10% en við það mun svigrúm til bráða- og flýtiinnlagna minka til muna. Í tilkynningu spítalans segir að dregið verði úr viðhaldsmeðferð fyrir ópíumfíkla frá því sem nú er og nýir sjúklingar muni ekki fá þessa með- ferð. Þá muni sjúklingar sem eru yngri en 16 ára ekki verða innritaðir á Vog og þjónusta við vímuefnafíkla sem jafnframt eru með geðsjúkdóma mun minnka. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að með þessum aðgerðum náist 45 milljóna króna sparnaður á 380 milljóna króna árlegum rekstr- arkostnaði á Vogi. Hann tekur hins vegar fram að áfram verði staðið við þjónustusamning sem í gildi er milli heilbrigðisráðuneytisins og SÁÁ. Tilfærslur á þjónustu „Á undanförnum árum hefur þjón- ustan aukist hjá okkur og það er vegna þess að hinir hafa, m.a. Land- spítalinn, dregið úr sinni bráðaþjón- ustu. Síðan er það hitt að það hafa komið til ný lyf og ný vandamál, þ.e.a.s. þessi morfínfíkn og ný lyf hafa komið fram við henni. Það að þjón- usta þetta fólk hefur kostað fólk og fjármuni. Við höfum mætt þessu aukna álagi með því að setja upp bráðavakt á Sjúkrahúsinu Vogi og aukið bráðainnlagnir og umfang okk- ar til þess að mæta þessum brýnu þörfum. Þetta eru bara tilfærslur í heilbrigðiskerfinu sem hljóta alltaf að eiga sér stað.“ Þórarinn segir að við þessa til- færslu heilbrigðisþjónustunnar hafi forsendur þjónustusamnings sem í gildi er milli SÁÁ og heilbrigðisráðu- neytisins breyst í veigamiklum atrið- um. „SÁÁ hefur á undanförnum ár- um ítrekað gert grein fyrir þessum breytingum og kostnaðarauka á rekstri Sjúkrahússins Vogs og óskað eftir leiðréttingum. Málið hefur verið kynnt í heilbrigðisráðuneytinu, fjár- laganefnd Alþingis og hjá Landlækn- isembættinu, án þess að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á þjón- ustusamningnum og rekstrargrunni hans,“ segir Þórarinn. Sjúkrahúsið Vogur ætlar að spara 45 milljónir í rekstri Dregið verður úr þjón- ustu strax á næsta ári Sjö starfs- mönnum sagt upp störfum HARRY Belafonte, söngvari og vel- gjörðarsendiherra UNICEF, opn- aði ljósmyndasýningu í Smáralind um helgina og heilsaði upp á fólk þar. Belafonte fékk aðstoð frá ungri stúlku þegar klippt var á borðann. Á sýningunni eru afar áhrifa- miklar ljósmyndir frá ýmsum lönd- um sem sýna aðstæður barna. Þá var í Smáralindinni ungt fólk sem dreifði nýjum bæklingi um Barna- sáttmálann fyrir íslensk börn. UNI- CEF hvetur fólk til að skrá sig sem heimsforeldra. Morgunblaðið/Árni Torfason Belafonte opnaði sýninguna ATVINNULEYSI meðal fé- lagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur minnkaði verulega á milli áranna 2003 og 2004 og á sama tíma fjölgaði félagsmönnum umtals- vert. Að mati VR er þetta merki um að þenslan sé farin að skila sér til höfuðborgarinnar. Atvinnuleysi meðal félagsmanna VR minnkaði um 7% á milli október- mánaðar árið 2003 og sama tíma í ár. Þá var atvinnuleysi meðal fé- lagsmanna í október sl. 27% minna en í mánuðinum þar á undan. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við Morgunblaðið að jafnhliða því að atvinnuleysi hefði minnkað hefði einnig orðið aukning í innborguðum félagsgjöldum, þannig að það væri útlit fyrir að það væri að fjölga störfum í höfuðborginni. Lík- lega væri mikill hagvöxtur að skila sér í auknum umsvifum í verslun og viðskiptum. Gunnar Páll bætti því við að árs- sveifla atvinnuleysisins væri önnur hjá verslunarmönnum en mörgum öðrum stéttum. Þannig væri hefð- bundið að atvinnuleysi minnkaði hjá verslunarmönnum á veturna eftir því sem nær drægi jólum þegar það yfirleitt ykist hjá öðrum stéttum. „Það dregur hraðar úr atvinnu- leysinu heldur en í fyrra og eins sjáum við að það er að fjölga fé- lagsmönnum og það eru jákvæð teikn,“ sagði Gunnar Páll. Hann bætti því við að lengd at- vinnuleysisins hefði einnig styst mjög mikið frá því sem verið hefði samkvæmt tölum sem Hagfræði- stofnun hefði unnið fyrir VR. Fólk væri þannig styttra á atvinnuleysis- skrá en verið hefði. Atvinnuleysi hjá VR minnkar MEIRIHLUTASAMSTARFI Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur formlega verið slitið. Ástæða sam- starfsslitanna er mismunandi áherslur flokkanna um framtíð Húsabakkaskóla. Sjálfstæðismenn hafa staðið fast á því að taka bæri ákvörðun strax um að sameina Húsabakkaskóla og Dalvíkurskóla en framsóknarmenn hafa viljað fara hægar í sakirnar en útiloka þó ekki breytingar. Framsóknarflokkurinn á fjóra fulltrúa í bæjarstjórn, Sjálfstæðis- flokkur þrjá og listi Sameiningar tvo fulltrúa en Sameining vill að Húsabakkaskóli verði rekinn óbreyttur út kjörtímabilið. Nýr meirihluti hefur ekki enn verið myndaður en Sameining fundaði seint í gærkvöldi og var stefnt að því að ákveða á þeim fundi við hvorn aðilann ætti að taka upp formlegar viðræður. Sex kílómetrar á milli skólanna Svanhildur Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, segir afstöðu flokksins mótast af því að gat sé í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins upp á 135 milljónir. „Það gat viljum við reyna að minnka án þess að byrja á því að skerða þjónustu. Við sjáum fram á hagræðingu upp á 20–30 milljónir með því að sameina þessa tvo skóla og flytja gæði skólastarfs- ins á Húsabakka yfir í metnaðarfullt og gott skólastarf sem fer fram hér í Dalvíkurskóla,“ segir Svanhildur og minnir á að sex kílómetrar séu á milli skólanna tveggja. Valdimar Bragason, oddviti Framsóknarflokksins, segir flokk- inn hafa viljað setja í gang samráðs- nefnd til þess að undirbyggja ákvörðun um framtíð Húsabakka- skóla. Valdimar segir áherslumun á stefnu Framsóknar og lista Samein- ingar varðandi Húsabakkaskóla. „Við viljum ekki útiloka að það komi til breytinga á þessu skólahaldi,“ segir Valdimar. Aðspurður segir oddviti Samein- ingar, Óskar Gunnarsson, að það líti út fyrir að listinn eigi meiri samleið með Framsókn en sjálfstæðismönn- um að því er varðar skólamálin. „Við höfum verið afdráttarlausari um það að þessi skóli [Húsabakka- skóli] fái að vera út kjörtímabilið og að mönnum verði gefið ráðrúm til þess að fara yfir málin,“ segir Ósk- ar. Enginn meirihluti í Dalvíkur- byggð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.