Morgunblaðið - 22.11.2004, Page 6
Morgunblaðið/Jón Sig.
Formaður kjörstjórnar Torfalækjarhrepps, Stefán Á. Jónsson, afhendir
Reyni Hallgrímsyndi, bónda á Kringlu í Torfalækjarhreppi, kjörseðil.
!
"
#$
%
&
'
(
!
"
#$
#$
SAMEINING fjögurra sveitar-
hreppa í sunnanverðum Borgarfirði
og austanverðri Húnavatnssýslu var
samþykkt í tvennum sameiningar-
kosningum sem fram fóru um
helgina. Með þessum sameiningum
hefur sveitarfélögum á landinu
fækkað niður fyrir hundraðið. Þeim
hefur fækkað um níu á þessu ári og
verða eftir þessar kosningar 95 tals-
ins.
Greidd voru atkvæði í fjórum
hreppum sunnan Skarðsheiðar á
laugardag og var sameining sam-
þykkt með yfirgnæfandi meirihluta
í þremur þeirra og með tveimur
þriðju hlutum greiddra atkvæða í
einu þeirra, Skilmannahreppi. Sam-
tals voru 382 á kjörskrá í hrepp-
unum fjórum og greiddu 295 at-
kvæði eða 77%. 250 eða 85% sögðu
já og 43 eða 14,6% nei, en einn seðill
var auður og einn ógildur.
Í Hvalfjarðarstrandarhreppi var
þátttakan 73% og sögðu 66 eða 90%
já og 5 eða 7% nei, en einn seðill var
auður og annar ógildur.
Í Innri-Akraneshreppi var þátt-
takan 77% og samþykktu allir sem
greiddu atkvæði 66 talsins samein-
inguna. Í Leirár- og Melahreppi
greiddu 66% atkvæðisbærra kjós-
enda atkvæði og sögðu 53 eða 93%
já og 4 eða 7% nei.
Þátttakan í kosningunum var
mest í Skilmannahreppi þar sem
88% kjósenda tóku þátt. Rúm 65%
samþykktu sameininguna og 34 eða
rúm 34% höfnuðu henni.
Andstaðan mest í
Svínavatnshreppi
Sameining fjögurra hreppa í
Austur-Húnavatnssýslu var einnig
samþykkt með afgerandi hætti. Af
tæplega 300 manns sem voru á kjör-
skrá greiddu tæplega 80% atkvæði.
165 samþykktu sameininguna en 63
voru á móti samanlagt í hreppunum
öllum.
Niðurstöður kosninganna í hverj-
um hreppi fyrir sig voru þær að í
Svínavatnshreppi samþykktu 38
sameiningu en 29 voru á móti, en
þar var mest andstaða við samein-
inguna. Í Bólstaðarhlíðarhreppi
samþykktu: 44 sameiningu og 13
voru á móti. Í Torfalækjarhreppi
samþykktu 38 sameiningu og 15
voru á móti og í Sveinsstaðahreppi
samþykktu 45 sameiningu og 6 voru
á móti.
Samþykktu sameiningu
Sveitarfélögum
fækkar niður
fyrir hundraðið
Gæ astö lu vara
_ Besta ver i
_ Besta jónustan
_ Besta málningin
Fagmenn a sto a
vi efnisval
Velferðarsjóður barna hlýtur viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag í þágu barna
Morgunblaðið/Kristinn
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veitti styrkinum viðtöku fyrir hönd Vel-
ferðarsjóðsins. Ingibjörg Pálmadóttir (l.t.h.), framkvæmdastjóri sjóðsins, fylgist með.
VELFERÐARSJÓÐUR barna á Íslandi hefur
hlotið viðurkenningu Barnaheilla fyrir sér-
stakt framlag í þágu barna og réttinda
þeirra, en viðurkenningin var veitt í Þjóð-
menningarhúsinu á afmælisdegi Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna.Barnaheilla, sem
var fyrst veitt árið 2002.
Í ávarpi sínu sagði Guðbjörg Björnsdóttir,
formaður Barnaheilla, fjölbreytni verkefna
Velferðarsjóðsins verulega og starfsemi hans
stuðlaði að margs konar réttindum barna, en
sjóðurinn hefur bráðum starfað í fimm ár.
Meðal þeirra verkefna má nefna uppbygg-
ingu Rjóðurs, hjúkrunarheimilis fyrir lang-
veik börn, en þar er rými fyrir tíu langveik
börn í einu í endurhæfingu og aðhlynningu,
en alls eru um 30–40 börn hér á landi, sem
talin eru þurfa á slíkri þjónustu að halda. Þá
hefur sjóðurinn styrkt börn sem búa við erfið
kjör með því að styrkja þau til þátttöku í sum-
arnámskeiðum og fleira. Einnig setti Velferð-
arsjóðurinn af stað mentorverkefnið Vináttu
árið 2001, en um 100 börn eru nú þátttak-
endur í því verkefni, sem er í því fólgið að há-
skóla- og framhaldsskólanemendur veita
grunnskólabörnum stuðning og hvatningu.
Sagði Guðbjörg það vekja athygli að fyr-
irtæki kysu í vaxandi mæli að axla hluta af
sinni samfélagsábyrgð með því að styðja við
starfsemi sem bætir aðstæður barna.
Afar fjölbreytt
verkefni í þágu barna
6 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAMTÖK verslunar og þjónustu
og Samtök atvinnulífsins leggja til
sameiginlega að virðisaukaskattur
á öll matvæli verði 12% og að vöru-
gjöld af matvælum verði lögð niður
í sameiginlegri umsögn um frum-
varp til breytinga á lögum um virð-
isaukaskatt, sem lagt hefur verið
fram á Alþingi.
Virðisaukaskattur á matvæli er
nú 14% eða 24,5% eftir matvöru-
tegundum og er í frumvarpinu gert
ráð fyrir að lægra þrepið lækki í
7%. Talið er að það muni kosta rík-
issjóð 5,3 milljarða króna en á vef
SVÞ kemur fram að afnám vöru-
gjaldanna og lækkun þrepsins í
12% myndi hafa sömu áhrif á
tekjur ríkissjóðs.
1,4 milljarðar
vegna vörugjalda
Fram kemur að rök samtakanna
fyrir þessum breytingum eru þau
að með þeim yrðu agnúar sniðnir
af skattkerfinu og það fært nær því
sem tíðkist í nágrannalöndunum.
Þá kæmi slík breyting sér líklega
betur fyrir tekjulægri hópa en að
lækka einungis vörur í lægra þrep-
inu, auk þess sem aukið bil á milli
skattþrepanna eins og gert er ráð
fyrir í frumvarpinu sé líklegt til að
stuðla að auknum undanskotum.
Í umsögn samtakanna kemur
fram að ávaxtasafar, kolsýrt vatn,
maltöl, gosdrykkir, súkkulaði, kök-
ur, sætt kex, kakóduft og ídýfur
eru dæmi um matvæli sem beri
24,5% virðisaukaskatt samkvæmt
núgildandi reglum. Þá kemur fram
að nákvæmar upplýsingar um
vörugjöldin liggi ekki fyrir en sam-
kvæmt lauslegri áætlun fjármála-
ráðuneytisins hafi tekjur ríkissjóðs
af þeim numið um 1,4 milljörðum
króna árið 2002 og skipst nokkurn
veginn til helminga milli innfluttra
og innlendra vara. Vörugjöld af
innfluttum sykri, sykurvörum og
sælgæti hafi numið 640 m.kr. og af
innfluttum drykkjarvörum að með-
töldu kaffi um 140 milljónum.
Vörugjöld af innlendum vörum eins
og sælgæti og kexi hafi numið 160
milljónum og af innlendum
drykkjarvörum 495 milljónum.
Lækka ætti óbeina skatta
Í ljósi þess að heildarneysla mat-
væla hafi numið um 70 milljörðum
króna, án virðisaukaskatts árið
2002, að meðtalinni neyslu á veit-
ingahúsum, láti nærri að vörugjöld
á matvæli hafi numið 2% af vöru-
verðinu.
„Að mati samtakanna væri æski-
legt að fara þá leið í lækkun
óbeinna skatta að ná árangri á öll-
um þeim þremur sviðum sem hér
eru gerð að umtalsefni, þ.e. að af-
nema vörugjöld af matvælum,
skattleggja öll matvæli í sama
þrepi og lækka lægra þrep virð-
isaukaskatts úr 14% í 12%. Slíkar
breytingar myndu leiða til 5,3
milljarða króna tekjulækkunar fyr-
ir ríkissjóð m.v. forsendur ársins
2002, þ.e. þær myndu leiða til jafn
mikillar tekjulækkunar fyrir rík-
issjóð og að lækka skattlagningu á
þá vöruliði sem nú eru í lægra
þrepinu úr 14% í 7%. Rökin fyrir
leið atvinnuvegasamtakanna eru
einkum þau að með slíkum breyt-
ingum yrðu alvarlegir agnúar
sniðnir af skattkerfinu og það fært
nær því sem tíðkast hjá þjóðum
sem við berum okkur saman við.
Þá er líklegt að slík útfærsla kæmi
sér betur fyrir tekjulægri hópa en
að lækka einungis vörurnar sem nú
eru í lægra þrepinu. Loks má
benda á að sú breikkun bils milli
skattþrepanna sem frumvarpið
gerir ráð fyrir myndi að öllum lík-
indum stuðla að auknum undan-
skotum,“ segir enn fremur í um-
sögninni.
Umsögn SVÞ og SA vegna breytinga á virðisaukaskatti
Öll matvara með 12% vsk.
A-sveit
TR með
4 vinninga
forskot
A-SVEIT Taflfélags Reykja-
víkur er með fjögurra vinn-
inga forskot á næstu sveit í
fyrstu deild þegar fyrrihluta
deildarkeppni Íslandsmóts
skákfélaga er lokið. Sveitin
hefur 28,5 vinninga en í öðru
sæti er A-sveit Hellis með
24,5 vinninga.
Efstu sveitir mætast í
síðara hluta mótsins
Úrslit fjórðu umferðarinnar
urðu þau að A-sveit TR vann
B-sveit Skákfélags Akureyrar
með 7 vinningum gegn 1,
Hellir A-sveit vann A-sveit
Taflfélags Vestmannaeyja
með 5,5 vinningum gegn 2,5
vinningum, Skákfélag Akur-
eyrar A vann Helli B með 5,5
vinningum gegn 2,5 vinning-
um og Taflfélag Reykjavíkur
B-sveit vann A-sveit Tafl-
félags Garðabæjar með 4,5
vinningum gegn 3,5 vinning-
um.
Tvær efstu sveitirnar eiga
eftir að mætast í síðari hluta
Íslandsmótsins sem fram fer
4. og 5. mars á næsta ári.