Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ég veit að þetta er synd á svona sætan bossa, Steinunn mín, en R-listinn býður bara
ekki upp á annað.
Tæplega 27% starfandi Ís-lendinga í fullu starfi seg-ist nokkrum sinnum í viku
hafa komið of þreytt heim úr
vinnunni til að geta sinnt þeim
verkefnum sem vinna þarf heima
fyrir, tæp 27% sögðu það hafa
gerst nokkrum sinnum í mánuði,
en 30% að það hefði aldrei gerst.
Þegar dæminu var snúið við sögð-
ust aðeins tæplega 2% aðspurðra
nokkrum sinnum í viku of þreytt í
vinnu til að geta unnið starfið vel
vegna þeirra verkefna sem vinna
þurfti heima fyrir, tæp 7% sögðu
það hafa gerst nokkrum sinnum í
mánuði, en 75% að það hafi aldrei
gerst. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í könnun sem IMG
Gallup gerði meðal Íslendinga í
ágúst sl. Spurt var fjögurra
spurninga um jafnvægi vinnu og
einkalífs og af svörum svarenda
að dæma má sjá að neikvætt flæði
frá vinnu yfir í fjölskyldulífið er
mun algengara en neikvætt flæði
frá fjölskyldu yfir í vinnuna.
Á vef Hins gullna jafnvægis á
slóðinni: www.hgj.is er að finna
grein Tómasar Bjarnasonar hjá
IMG Gallup þar sem hann ber
saman jafnvægi vinnu og einkalífs
fólks í fullu starfi annars vegar á
Íslandi og hins vegar í nokkrum
Evrópulöndum. Að mati greinar-
höfundar bendir samanburður við
aðrar þjóðir til þess að Íslending-
ar standi vel að vígi hvað varðar
jafnvægi vinnu og einkalífs.
Að mati greinarhöfundar er
vaxandi framboð af dagvistar-
rými, fæðingarorlof feðra og
mæðra meðal atriða sem geta
stuðlað að meira jafnvægi vinnu
og einkalífs hér á landi en í ná-
grannalöndum okkar. Einnig hef-
ur verið bent á atriði s.s. meiri
samhjálp og aukinn sveigjanleika
í vinnu sem atriði sem geta haft
jákvæð áhrif á jafnvægið. Aftur á
móti eru meiri frjósemi og langur
vinnutími Íslendinga atriði sem
líkleg eru til að stuðla að aukinni
togstreitu vinnu og einkalífs.
Einnig má nefna að togstreitan
virðist meiri á þeim heimilum þar
sem börn eru yngri en 7 ára og að
marktækur munur kemur fram á
jafnvægið eftir starfsstéttum þar
sem jafnvægið er minnst meðal
stjórnenda, atvinnurekenda og
sérfræðinga. Jafnvægi vinnu og
einkalífs tengist einnig sterkt
aldri og eykst jafnvægið með
hækkandi aldri, hins vegar kom
ekki fram marktækur munur á
jafnvægi karla og kvenna. Í fjöl-
breytigreiningu, þegar tekið er
tillit til margra þátta samtímis,
kemur í ljós að konur upplifa
meiri togstreitu milli vinnu og
einkalífs en karlar.
Vinnutíminn mikilvægur
Aðspurður segir Halldór Grön-
vold, aðstoðarframkvæmdastjóri
ASÍ, niðurstöður könnunarinnar
enn og aftur staðfesta hvað vinnu-
tíminn skipti miklu máli. „Við eig-
um illræmt Evrópumet í vinnu-
tíma og gildir það bæði um karla
og konur. Þannig er meðalvinnu-
tími kvenna á Íslandi tæpar 38
stundir á viku og 49 hjá körlum.
Lengstur er vinnutíminn á aldurs-
skeiðinu 25–54 ára, sem er vænt-
anlega það aldursskeið þar sem er
líklegast að fólk hafi líka ríka fjöl-
skylduábyrgð með börn inni á
heimili.“ Halldór bendir á að Ís-
lendingar eiga met í atvinnuþátt-
töku meðal ESB-landa og telur að
það hljóti einnig að hafa áhrif á
möguleika fólks til að samræma
atvinnuþátttöku og einkalíf.
Ingólfur V. Gíslason, sérfræð-
ingur á Jafnréttisstofu, segir nið-
urstöður könnunarinnar ekki
koma á óvart. Þó segist hann fyr-
irfram hafa átt von á því að konum
fyndist erfiðara að ná jafnvægi
milli vinnu og einkalífs en raunin
er samkvæmt könnuninni, ekki
síst í ljósi stóraukinnar atvinnu-
þátttöku kvenna og langrar vinnu-
viku. Ingólfur bendir á að sam-
kvæmt nýlegum könnunum standi
íslensk fyrirtæki framarlega í því
að nýta sér upplýsingatæknina og
skapa starfsmönnum sínum tæki-
færi til að vinna heima, auk þess
sem mörgum býðst að vinna
sveigjanlegan vinnutíma, sem
ætti að stuðla að meira jafnvægi.
Hann veltir því upp hvort slík
fjarvinna sé endilega bara til góðs,
því græðgi atvinnulífsins á tíma
fólks virðist sífellt vera að aukast.
„Með tölvuvæðingunni og út-
breiðslu farsíma þá er klárlega
orðið meira um það að fólk sé ekki
hætt að vinna þó það sé komið
heim til sín. Það er reiðubúið að
taka símann og svara fyrirspurn-
um eða kíkja á vinnutengdan
tölvupóst sinn. Heldur sem sagt
áfram að vinna þó það sé komið
heim til sín. Erlendar rannsóknir
hafa sýnt að þetta hefur slæm
áhrif á fjölskyldulífið og kannski
sérstaklega á sambandið við börn-
in. Þannig sýndi rannsókn þar
sem börn voru spurð álits að þau
kysu heldur að foreldrarnir væru
aðeins lengur í vinnunni ef þau
væru þá örugglega hætt að vinna
þegar þau kæmu heim og einvörð-
ungu til staðar fyrir börnin.“
Fréttaskýring | Jafnvægi vinnu og einkalífs
Evrópumet
í vinnutíma
Meiri frjósemi og langur vinnutími lík-
legt til að stuðla að aukinni togstreitu
!
" "#$ %
! !
""! !
!
#! $ & %
$ Mikill munur er á jafnvægi
milli aldurshópa
Nýleg könnun IMG Gallup sýn-
ir að neikvætt flæði frá vinnu yf-
ir í fjölskyldulífið er mun algeng-
ara en neikvætt flæði frá
fjölskyldu yfir í vinnuna. Sam-
anburður á jafnvægi vinnu og
einkalífs hér á landi og í ná-
grannalöndum okkar bendir til
að Íslendingar standi ágætlega
að vígi hvað varðar jafnvægi
vinnu og einkalífs. Þannig er
jafnvægi hér meira en í Bret-
landi og Portúgal en minna en
hjá Finnum og Norðmönnum.
silja@mbl.is
LÖGREGLUYFIRVÖLD á Norð-
urlöndunum, þar á meðal á Íslandi,
ætla sameiginlega að berjast gegn
nígerísku mafíunni. Í frétt í danska
útvarpinu segir að mafían smygli
konum frá V-Afríku til Norður-
landanna og einnig eiturlyfjum. Í
frétt í Berlingske Tidende segir að
mafían í Nígeríu standi fyrir um-
fangsmikilli kókaínverslun á Norð-
urlöndum. Átak norrænu lögregl-
unnar gegn mafíunni nefnist
Sólarupprás, Projekt Sunrise. Deild
innan dönsku lögreglunnar sem
vinnur gegn skipulagðri glæpastarf-
semi á frumkvæði að átakinu. Fram
kemur í frétt Berlingske Tidende að
þrælasalar frá Nígeríu séu nýlega
teknir til starfa á Norðurlöndunum.
Ætlunin er að hlera síma nígerískra
glæpamanna í eiturlyfja- og þræla-
sölu og að fylgst verði með sérhverri
hreyfingu þeirra frá Íslandi austur
til Finnlands.
Berjast gegn níg-
erísku mafíunni
LOKIÐ er vettvangsrannsókn á
flugslysinu í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum þegar Boeing 747-
200-fraktþota Flugfélagsins Atl-
anta, TF-ARR, rann fram af braut í
flugtaki á flugvellinum í Sharjah.
Samkvæmt upplýsingum frá Rann-
sóknanefnd flugslysa beinist áfram-
haldandi rannsókn að hægri að-
alhjólabúnaði flugvélarinnar.
Hlutir úr hjólabúnaðinum svo sem
dekk, felgur og bremsur verða
fluttir til frekari rannsókna og lesið
verður úr flugritunum í næstu viku
hjá rannsóknarnefnd flugslysa í
Englandi.
Vettvangs-
rannsókn lokið
ÞEIR viðskiptavinir Orkuveitu
Reykjavíkur sem láta skuldfæra
orkureikninga í bönkum með bein-
greiðslum, þar sem færslurnar hafa
verið sundurliðaðar í rafmagn og
heitt vatn, munu framvegis fá
reikninga með einni tölu. Hér eftir
sem hingað til verða reikningarnir
skuldfærðir mánaðarlega. Áfram
munu viðskiptavinir Orkuveitunnar
fá uppgjör sent árlega í pósti.
Skuldfært
í einni tölu