Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 9 FRÉTTIR Mynd, Hafnarfirði s. 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 www.ljósmynd.is Tilboðsmyndatökur Jólamyndatökur Hefðbundnar myndatökur Barnamyndatökur Verslið við fagmenn Kringlunni - sími 568 1822. FLÍSPEYSUR 25% afsláttur af flíspeysum þessa viku www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Allar gallabuxur 30% afsláttur þessa viku 22.-27. nóv. Str. 38-60 Mjódd, sími 557 5900 Toppar, buxur, draktir og skyrtur Mikið úrval - Verið velkomnar RÆÐA Roosevelts 11. september 1941 var flutt vegna árásar þýska kafbátsins U-652 á tundurspillinn USS Greer 4. september er hann var staddur rúmlega 100 sjómílur suð- vestur af Reykjanesi á leið til Reykjavíkur með póst og annan smávarning til bandaríska herliðsins sem nýkomið var til landsins. Árás- in gaf forsetanum tilefni til að tilkynna opin- berlega að Bandaríkjaflota yrði falið að hefja fylgd skipalesta á vestanverðu Atlantshafi. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðs- ins í Keflavík, segir að það hafi þá í raun þeg- ar verið ákveðið og hafi verið ástæða þess að Bandaríkjastjórn sendi herlið sitt til Íslands. „Roosevelt hafði þannig farið á svig við ákvæði svokallaðra hlutleysislaga í Bandaríkj- unum sem bönnuðu íhlutun eða siglingar bandarískra skipa inn á átakasvæði. Þegar USS Greer var á siglingu sinni til Ís- lands þennan dag flaug bresk flugvél yfir og tilkynnti að kafbátur væri framundan. Banda- ríkjafloti hafði skýr fyrirmæli um að skjóta ekki að fyrra bragði en fylgjast með og til- kynna öllum sem heyra vildu um ferðir þýskra herskipa og kafbáta svo þau grönduðu ekki vinveittum skipum. USS Greer fann kaf- bátinn í kafi og hóf að fylgja honum eftir en þá varpaði breska flugvélin djúpsprengjum að bátnum án þess þó að hitta nærri. Við þetta styggðist kafbátsforinginn og skaut að end- ingu tveimur tundurskeytum að tundur- spillinum sem svaraði í sömu mynt með djúp- sprengjum. Hvorugt skipanna sakaði þó og Greer lét af frekari aðgerðum og hélt rakleitt til Íslands. Sama dag og Bandaríkjaforseti hélt ræð- una sökkti annar þýskur kafbátur flutn- ingaskipinu Montana undan Suðaustur- Grænlandi. Það var í skipalestinni SC-42 sem undir vernd kanadíska flotans varð fyrir árás kafbátahóps undan suðurodda Grænlands. Skipalestin hraktist undan kafbátunum grunnt norður með Suðaustur-Grænlandi, norður á sömu breiddargráðu og Reykjanes og var samtals 16 kaupskipum sökkt og tveimur kafbátum í viðureigninni sem stóð í nokkra daga.“ USS Greer var á leið til Íslands Bandaríski tundurspillirinn USS Greer. „ÞETTA er stórmerkilegt. Þetta er sami dagurinn og árásin var gerð á tvíbura- turnana [11. september] sem Roosevelt flytur þessa ræðu þegar þýskur kafbátur sökkvir bandarísku kaupfari. Þetta var 11. september 1941. Þá voru Bandaríkjamenn búnir að vera hér í rúma tvo mánuði. Í ræð- unni mistalar hann sig og segir Írland en leiðréttir sig síðan og segir Ísland,“ segir Pétur Pét- ursson þulur en hann fann á dögunum upptöku með ræðu Roosevelts þegar hann var að gramsa í gömlum skjölum. „Mér þótti stórfurðulegt að það var sama dag- setning á fyrstu hernaðarátökunum við Þjóð- verja og árásinni á tvíturnana.“ Plakatið með Roosevelt hefur hvergi fundist Pétur segir að þegar Bandaríkjamenn hafi komið hingað 7. júlí 1941 hafi þeir byrjað að hengja upp plakat eða „poster“ eins og þeir hafi kallað það með mynd af Roosevelt og bandaríska fánanum. „Roosevelt segir á þessu plakati, sem hangir enn uppi 1951 þegar Kats- atúrían kemur hingað, að hann heiti því að bandaríski herinn fari héðan strax og núver- andi styrjöld lýkur til þess að íslenska þjóðin geti búið frjáls og óháð í sinu eigin landi. Þarna kemur fram viðurkenning forseta öfl- ugasta ríkis í heimi á því að þjóð sé ekki frjáls ef hún er hersetin.“ Pétur segir þetta plakat hvergi finnast þótt hann hafi víða leitað. Það hafi þó hangið uppi víða um land og vonast Pétur til að þeir sem eiga eintak af því gefi sig fram. „Ég hef verið að spauga með það, ætli Bush forseti leiti það ekki uppi og afhendi Davíð það og segi nú ætl- um við að standa við fyrirheitið um að fara.“ Sama dagsetning og á árásinni á tvíturnana Morgunblaðið/Árni Torfason Pétur segir merkilegt að Roosevelt skuli hafa haldið ræðuna 11. september, réttum 60 árum á undan árásinni á Bandaríkin. LÍFEYRISSJÓÐUR verslunar- manna er með í undirbúningi endur- skoðun á lífeyrisréttindum sem gera það að verkum að 1 prósentustigs hækkun á iðgjöldum til sjóðsins úr 10% í 11% um næstu áramót kemur ekki til með að skapa félögum hærri mánaðarlegar greiðslur í hlutfalli við það þegar lífeyristaka hefst. Tillögur hér að lútandi eru til meðhöndlunar í stjórn sjóðsins, en aukin meðalævilengd Íslendinga hefur gert það að verkum að endur- skoðun af þessu tagi er nauðsynleg. Hefur meðalævi 65 ára Íslendings aukist jafnmikið á síðustu átta árum og hún hafði gert á 25 árum þar á undan, en 65 ára gamall karlmaður á að meðaltali ólifuð 17,7 ár að því er fram kemur á heimasíðu Versl- unarmannafélags Reykjavíkur. Tillögurnar gera ráð fyrir því að margföldunarstuðull lífeyrisréttinda verði lækkaður úr 1,65 í 1,50, en flestir lífeyrissjóðir miða við marg- földunarstuðul sem er 1,4 til 1,5. Gert er ráð fyrir samskonar lækkun á margföldunarstuðli vegna örorku- lífeyris, auk þess sem gert er ráð fyrir að framreikningstími til ör- orku verði færður niður í 65 ára ald- ur úr 67 ára aldri sem er í dag. Þá lækkar margföldunarstuðull maka- lífeyris úr 1 í 0,9, en reiknað er með að réttindi lífeyrisþega við gildis- töku breytinganna muni haldast óbreytt. Fram kemur einnig á vef VR að komi þessar breytingar til fram- kvæmda þýði þær að „hinn dæmi- gerði félagsmaður í VR vinnur sér inn sömu réttindi í lífeyrissjóðnum fyrir 11% iðgjald og hann vinnur sér inn í dag fyrir 10% iðgjald. Með öðr- um orðum margföldunarstuðull hans verður því í raun 1,65% miðað við 11% iðgjald.“ Áunnin stig hækkuð um 7% Fram kemur einnig að tillögurnar fela það í sér að áunnin stig sjóð- félaga verði hækkuð um 7% til að vega að hluta til upp á móti lækkun margföldunarstuðulsins. Þau rétt- indi sem sjóðfélagar hafi þegar áunnið sér fram að gildistöku breyt- inganna lækki því um 2,7%. Lífeyr- isgreiðslur til fimmtugs félags- manns miðað við 200 þús. kr. mán- aðarlaun lækki þannig um 1,7%, um 0,8% hjá þeim sem er 35 ára og um 0,2% hjá þeim sem er 25 ára. Þetta stafi af því að áunnin stig vegi þyngst hjá þeim sem borgað hefur lengst í sjóðinn, en þess ber að geta að sá sem er yngstur greiðir mun lengur 11% iðgjald en sá sem nú er fimmtugur. Tillögur Lífeyrissjóðs verslunarmanna Sömu réttindi fyrir 11% iðgjald Úrslitin úr ítalska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.