Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HALLDÓR Ásgrímsson, forsætis-
ráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins, sagði í ræðu sinni á mið-
stjórnarfundi flokksins síðastliðinn
laugardag, að ekki væri ástæða til að
óttast að stöðugleikanum væri ógnað
með þeim skattalækkunum sem rík-
isstjórnin hefur ákveðið að beita sér
fyrir á næstu árum.
55% aukning kaupmáttar frá
1995 til loka kjörtímabilsins
Halldór rakti árangur af stjórnar-
þátttöku Framsóknarflokksins frá
1995 og vakti hann m.a. máls á því að
kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði
aukist um u.þ.b. 40% á þessum tíma.
„Og við sjáum fram á það, að í lok
þessa kjörtímabils, þegar við höfum
verið tólf ár í ríkisstjórn, hafi kaup-
máttur ráðstöfunartekna almenn-
ings aukist um 55%. Þetta hefur
hvergi gerst annars staðar í heim-
inum, í löndum sem geta borið sig
saman við okkur. Hér hafa orðið
meiri og stórstígari framfarir en
nokkurs staðar annars staðar,“ sagði
Halldór.
Hann vísaði harðlega á bug gagn-
rýni formanna stjórnarandstöðu-
flokkanna á ákvarðanir ríkisstjórn-
arinnar um skattalækkanir og að
þær gætu leitt til þess að efnahags-
lífið færi úr böndum.
Halldór sagði að með aðgerðum
ríkisstjórnarinnar á undanförnum
árum m.a. í atvinnumálum og með
uppbyggingu stóriðju hefði verið
lagður grunnur að þeim skattalækk-
unum sem ríkisstjórnin hefur nú náð
samkomulagi um. Hann sagði að það
væri alveg rétt að það reyndi mikið á
efnahagslífið um þessar mundir.
Reynir mikið á efnahagskerfið
„Við vissum að þessi mikla upp-
bygging myndi reyna mikið á okkar
efnahagskerfi, en það er engin
ástæða að mínu mati til að örvænta
um stöðugleikann. Hver er megin-
forsenda stöðugleika? Meginfor-
senda stöðugleika er stjórnmálaleg-
ur stöðugleiki, að fólk viti að landið
búi við trausta stjórn og trausta
efnahagsstöðu. Að landið búi við
traustan fjárhag ríkisins og hér sé
öflugt fjármálakerfi, sem getur stað-
ið undir öllu því sem við erum að
gera. Þessi grunnur er traustur en
auðvitað þurfum við að gæta að okk-
ur.
Ég fullyrði að þessar skattalækk-
anir eru gerðar á traustum grunni.
Þær leggja línur um hvers megi
vænta hér á næstu árum. Þær gera
það kleift fyrir launþega að taka mið
af þessu og samþykkja hógværari
launabreytingar en annars hefði orð-
ið. Þetta er einfaldlega besta leiðin til
að koma þeim fjármunum sem úr er
að spila í þjóðfélaginu til almennings
með réttlátum hætti. Þá á ég sér-
staklega við þá sem hafa lægri laun
og millitekjufólkið,“ sagði Halldór.
Hann sagði aðgerðirnar ekki síst
beinast að því að létta greiðslubyrði
millitekjufólksins. Þar væri aðallega
um ungt fólk að ræða. „Meðaltekjur
hjóna í landinu eru einhvers staðar í
kringum 450 og jafn vel upp í 500
þúsund. Þetta fólk er að borga 10 til
20% af sínum tekjum í afborganir af
húsnæðislánum. Þetta fólk er að
greiða af námslánum sínum í stórum
stíl. Þetta fólk er að greiða fyrir
börnin sín í dagvist og þess vegna
höfum við í þessum skattabreyting-
um sérstaklega tekið mið af þessu
fólki, sem samrýmist algerlega kosn-
ingastefnuskrá Framsóknarflokks-
ins, þar sem við lögðum langmesta
áherslu á hag unga fólksins í land-
inu,“ sagði Halldór.
Meiri verðbólga ef allir fengju
sömu hækkanir og kennarar
Halldór vék einnig að kennara-
samningunum og sagði ljóst að kenn-
arar hefðu fengið umtalsverðar
kjarabætur. „Það er jafnframt ljóst
og því verða kennarar að gera sér
grein fyrir, að ef allir ættu að fá
sömu hækkanir, gæti þjóðfélagið
ekki þolað það. Það myndi einfald-
lega leiða til verðbólgu, sem verður
til þess að rýra kjör okkar allra. Þeir
kjarasamningar sem voru gerðir á
almennum vinnumarkaði, tóku mið
af því. Það voru ábyrgir og skynsam-
ir kjarasamningar sem hljóta að
verða leiðandi fyrir aðra kjarasamn-
inga í landinu, enda er ákvæði í þeim
kjarasamningi, að ef aðrir fara þar
langt fram úr, eru þeir kjarasamn-
ingar ekki lengur í gildi. Ég tel að
þær skattalækkanir sem nú hafa
komið fram, ættu ekki síst að gera
mönnum kleift að ná skynsamlegri
niðurstöðu. Þar er mikið í húfi,“
sagði Halldór.
Siglum nokkuð hratt
Hann sagði stöðu Framsóknar-
flokksins um þessar mundir og rík-
isstjórnarinnar í heild sinni, sterka.
Engin önnur ríkisstjórn eða annars
konar ríkisstjórn hefði getað náð
þeim árangri sem ríkisstjórnin hefði
náð á undanförnum árum m.a. þegar
litið væri á atvinnuuppbyggingu og
þá kaupmáttaraukningu sem orðið
hefði. „Það má vel vera að við siglum
nokkuð hratt og mættum sigla að-
eins hægar. En ég vil frekar sigla að-
eins hraðar og ná því að skapa fleiri
störf þannig að færri séu atvinnu-
lausir. Ég vil taka nokkra áhættu í
þágu þeirra sem engin störf hafa. Ég
tel að með því sé Framsóknarflokk-
urinn að lifa eftir meginhugsjón
flokksins í gegnum tíðina. Við skul-
um því halda áfram þessari siglingu,
sem hefur gengið vel,“ sagði Halldór
undir lok ræðu sinnar.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi að
árangurinn í efnahagsmálum væri einstakur í heiminum
Engin ástæða til að ör-
vænta um stöðugleikann
Morgunblaðið/Kristinn
Halldór Ásgrímsson ræðir við Steingrím Hermannsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins.
ÞAÐ ERU ekki kjarabætur til kennara sem
stefna efnahagsmálunum í voða heldur fyrst og
fremst efnahags- og stóriðjustefna ríkisstjórn-
arinnar. Það er hún sem hefur mest áhrif á þá
þenslu, verðbólgu, gengi og vaxtasig sem nú er í
landinu. Það eru mjög viðsjárverðar aðstæður
uppi núna í efnahagsmálunum og mönnum má
takast mjög vel til á næstu misserum ef það á ekki
að fara illa. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar eru
glórulausar við þessar aðstæður. Þetta var meðal
þess sem fram kom í ræðu Steingríms J. Sigfús-
sonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs á haustfundi flokksráðs VG.
Fyrst og fremst neyslulán
Steingrímur tók fram að bankarnir væru dug-
legir að hjálpa til við að kynda undir þenslunni
með 90% og síðan 100% svokölluðum húsnæð-
islánum sem væru þó fyrst og fremst neyslulán
með veði í íbúðarhúsnæði. „55 milljarðar króna
eru farnir út úr bankakerfinu í þessi svokölluðu
húsnæðislán núna á tæpum þremur mánuðum. [–]
Á móti koma auðvitað uppgreiðslur lána hjá
Íbúðalánasjóði en þar er munur á sem nemur
sjálfsagt 15–20 milljörðum sem er nýtt viðbótar-
lánsfé sem hefur farið út í þessum tilboðum bank-
anna. Þetta eru nýeinkavæddu ábyrgu bank-
arnir,“ sagði Steingrímur.
Hann gerði kjaradeilu kennara að sérstöku um-
talsefni og sagði tilraunir til að kenna grunn-
skólakennurum og kjarasamningi þeirra fyr-
irfram um það ef allt fari úr böndunum í
efnahagsmálunum vera ósmekklegar og ummæli
varaformanns fjárlaganefndar þessa efnis sömu-
leiðis. Steingrímur sagðist sannarlega vonast til
þess að barátta kennara yrði öðrum hvatning –
ekki síst lægra og lægst launaða fólkinu, sem
hefði meiri þörf en nokkrir aðrir fyrir raunveru-
legar kjarabætur – til þess að sækja fram.
Sýnd veiði en ekki gefin
Steingrímur sagði það fagnaðarefni ef hópar á
borð við kennara næðu að brjótast fram, hópur
sem hefði verið orðinn láglaunastétt. Það væri þó
sýnd veiði en ekki gefin því engan veginn væri
víst að prósentuhækkanir á komandi árum skil-
uðu sér raunveruleg kaupmáttaraukning.
„Kennarar eru auðvitað að semja til fjögurra
ára, eru að gera mjög langan samning í verðbólgu
sem er af stærðargráðunni 4%–6% og verðbólgu-
spám á þeim nótum. [–] Svo er reynt að tala eins
og ríkisstjórnin og hennar stefna skipti hér engu
máli og það séu engin áhrif á ástandinu eða því
sem framundan sé í landinu á herðum eins eða
neins nema grunnskólakennara.“
Steingrímur sagði ríkisstjórnina bera höf-
uðábyrgð á þeim aðstæðum sem menn stæðu
frammi fyrir í efnahagsmálunum og í kjaraum-
hverfinu. „Auðvitað er það stóriðjustefnan með
þeim ruðningsáhrifum í atvinnu- og efnahagslíf-
inu, sem núna eru að koma fram og ganga ná-
kvæmlega eftir, eins og við þeim var varað, sem
hefur mest áhrif. Það er stærsti einstaki þátt-
urinn sem skýrir þá þenslu, þá verðbólgu, það
gengisstig og það vaxtastig sem nú er í landinu.“
Hræsni og tvískinningur af hæstu gráðu
Steingrímur sagði að nú líti út fyrir að Kyoto-
samningurinn öðlist gildi í febrúar á næsta ári.
„Það er auðvitað fagnaðarefni. En það er að sama
skapi dapurlegt að einmitt við þau tímamót sest
iðnaðarráðherrann á Íslandi niður og reiknar það
út hvað við getum mengað mikið í viðbót og er að
vonast til þess að það sé pláss fyrir eins og eitt
300 þúsund tonna álver í viðbót við allt sem í
vændum er. [–] Það er ekki bara það að þetta sé
gert sömu dagana og hillir undir gildir töku
Kyoto-bókunarinnar heldur er akkúrat sömu
daga í gangi í Reykjavík ráðstefna um heim-
skautamálefni þar sem verið er að draga ískyggi-
legar upplýsingar um áhrif loftslagbreytinganna
á skilyrði hér á norðurslóðum. [–] Iðnaðarráð-
herra Framsóknarflokksins, Valgerður Sverr-
isdóttir, notaði að sjálfsögðu tækifærið og kom
því í fjölmiðla að sennilega gætum við bætt við
einni 300 þúsund tonna álverksmiðju í viðbót og
mengun hennar yrði innan undanþágunnar sem
við fengjum frá Kyoto. Sé til hræsni og tvískinn-
ungur af hæstu gráðu þá er það þetta,“ sagði
Steingrímur.
Viðsjárverðar aðstæður í efnahagslífinu
Morgunblaðið/Kristinn
Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi efnahags-
stefnu ríkisstjórnarinnar harðlega.
15–20 milljarðar af við-
bótarlánsfé hafa komið
úr bankakerfinu
ARI Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir
skattalækkanirnar sem rík-
isstjórnin hefur
ákveðið að komi til
framkvæmda í
áföngum á árunum
2005 til 2007, eðli-
legar breytingar
og í samræmi við
þau fyrirheit sem
gefin hafi verið.
Spurður álits á
þeirri gagnrýni
sem fram hefur komið af hálfu
stjórnarandstöðunnar að skatta-
lækkanirnar muni ýta undir þenslu
í þjóðfélaginu, segir Ari að Samtök
atvinnulífsins hafi lagt á það
áherslu að ekki megi líta á þessar
skattakerfisbreytingar einangrað
og án samhengis við annað í hag-
kerfinu.
„Manni kemur það nokkuð
spánskt fyrir sjónir að sumir telji
það vera mjög glannalegt að auka
almennan kaupmátt á næstu árum
um fjögur og hálft prósent með
skattalækkunum. En sömu aðilar
telja eðlilegt að það verði tuga pró-
senta launahækkanir á vinnumark-
aðinum.
Ég held að það sé alveg augljóst
að sá kaupmáttur sem fólk fær með
skattabreytingum veldur ekki
meiri þenslu heldur en sá kaup-
máttur sem fólk fær út úr kaup-
hækkunum.
Með sama hætti má fjalla um
skattheimtu og ríkisútgjöld. Menn
tala um að það sé mikill þensluvald-
ur ef fleiri krónur eru skildar eftir
hjá fólkinu sem vinnur fyrir þeim
en að þessar krónur muni ekki
valda þenslu ef þær verða teknar í
skatta og nýttar af ríkinu í gælu-
verkefni og áhugamál sem þessir
sömu menn hafa sem gagnrýna
þetta. Mér finnst það vera pólitískt
sjónarmið en ekki hagfræðilegt að
gefa sér slíkt. Það er ekkert hægt
að útiloka að fólkið fari skyn-
samlegar með féð en ríkið. Það
gæti t.d. tekið upp á því að spara
meira eða greiða niður skuldir,“
segir Ari.
Mikil hætta á ofþenslu
Hann segir alveg ljóst að mikil
hætta sé á ofþenslu í íslensku efna-
hagslífi um þessar mundir. „Af því
höfum við áhyggjur. En það er eng-
an veginn hægt að afgreiða skatta-
lækkanirnar einar og sér með þeim
rökum. Það verður að horfa á heild-
armyndina, hvað eru stjórnvöld að
aðhafast í ríkisfjármálunum og
hver er þróunin á vinnumark-
aðinum.
Við hjá Samtökum atvinnulífsins
bindum vonir við að þar sem fólk
veit fyrirfram af þessari stefnu-
mörkun og væntanlegum kaup-
máttarauka vegna þessara breyt-
inga, þá spili þetta inn í þær
niðurstöður sem eiga eftir að verða
á vinnumarkaðinum með jákvæðum
hætti, bæði vegna þeirra samninga
sem eru framundan og við skoðun á
forsendum kjarasamninga þegar
þar að kemur.“
Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri SA
Eðlilegar
breytingar á
skattkerfinu
Ari Edwald
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands
ætlar að fara nákvæmlega yfir
útfærslu þeirra skattalækkana
sem ríkisstjórnin hefur ákveðið
að hrinda í framkvæmd á ár-
unum 2005 til 2007. Talsmenn
ASÍ eru því ekki reiðubúnir að
tjá sig um breytingarnar fyrr
en að þeirri skoðun lokinni en
vænta má viðbragða sambands-
ins fljótlega upp úr helginni.
ASÍ fer í saum-
ana á skatta-
breytingunum