Morgunblaðið - 22.11.2004, Page 12

Morgunblaðið - 22.11.2004, Page 12
12 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SÍÐUMÚLA 37 SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS STAFRÆNT SJÓNVARP Engin áskrift - yfir 90 fríar rásir! tækni Eða 1666 kr. vaxtalaust á mánuði í 12. mán. Við bætist lántöku- og stimpilgjald. 19.990,- Jól 2004 nammi, namm… á laugardaginn Egglist Hildar á morgun Hvalfjarðarstrandarhreppur | Alls staðar í kringum Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd eru staðir sem tengjast sögu sr. Hall- gríms Péturssonar og konu hans Guðríðar Símonardóttur sem þar bjuggu. Þessir staðir hafa þó ekki verið merktir og voru sumir við það að týnast. Margir hafa haft áhuga á að gera eitthvað í málunum og fljót- lega eftir síðustu sveitarstjórn- arkosningar hófst undirbúningur fyr- ir svokallað Saurbæjarverkefni. „Þetta er ekki venjuleg sókn- arkirkja,“ segir Arnheiður Hjörleifs- dóttir formaður sóknarnefndar. „Þegar þjóðvegurinn lá um Hval- fjörðinn blasti þessi stóra og fallega kirkja við vegfarendum. Ferðafólk lagði margt leið sína til að skoða kirkjuna en þar var lítið annað á þess- um stað sem tengist magnaðri sögu þeirra sr. Hallgríms og Guðríðar. Hún var hvergi sýnileg. Ferðamenn þurftu því sjálfir að afla sér þekk- ingar um hana eða heyra hana frá leiðsögumönnum. Það hefur því lengi verið draumur að gera þessa sögu sýnilega.“ Arnheiður segir að eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar hafi boltinn farið að rúlla. Þá hafi verið skipuð sameiginleg ferða- og atvinnu- málanefnd Hvalfjarðarstrandar- hrepps sem varð strax virk. Hún ákvað að einbeita sér að Saurbæ og Saurbæjarverkefninu var hrundið af stað í samstarfi við sóknarnefnd og sóknarprest. Verkefnið var hugsað í nokkrum áföngum og er fyrsta áfanga nú lokið. Hann fólst í að hanna og leggja göngustíga um merkilega staði í landi Saurbæjar. Einnig voru hönnuð skilti og saminn texti á þau og þeim komið fyrir á þremur stöðum. Loksins hægt að ganga að leiði sr. Hallgríms vísu „Mikill undirbúningur og vinna hafa staðið yfir í 2–3 ár og nú eru göngustígarnir og skiltin tilbúin auk þess að búið er að brúa Saurbæj- arána og gera tröppur á erfiðum stöð- um,“ segir Arnheiður. „Þá hafa skilt- in verið sett á sinn stað. Áður var ekki hægt að ganga að leiði sr. Hallgríms vísu í kirkjugarðinum og var það for- gangsverkefni að setja upp skilti við það. Á skiltinu er að finna ýmsan fróðleik um Hallgrím. Annað skilti var sett við Hallgrímsstein, en hann er merkilegur vegna þess að við hann er hægt að finna skjól úr hverri vind- átt. Sagan segir að þar hafi sr. Hall- grímur gjarnan setið og ort. Þriðja skiltið er við Hallgrímslind. Talið er að vatnið sem sprettur úr lindinni búi yfir miklum lækn- ingamætti. Hallgrímur mun hafa blessað lindina og þvegið sár sín úr vatninu þegar hann var orðinn holds- veikur. Útlendingar sem sótt hafa Saurbæ heim hafa margir hverjir tekið með sér vatn úr lindinni á flösku. Þessir staðir voru við það að týnast, en eru nú vel merktir og að- gengilegir.“ Nú þegar er byrjað að vinna að næsta áfanga í Saurbæjaráætluninni. Bæklingur verður gefinn út fyrir vor- ið á nokkrum tungumálum. Tíu þúsund gestir á ári „Í framhaldi af framleiðslu bæk- lingsins er draumurinn að gera enn meira. Talað hefur verið um að gera móttökutorg við kirkjuna með skilt- um með upplýsingum og myndum svo ferðamenn geti strax og þeir koma á staðinn gengið að nauðsyn- legum upplýsingum. Einnig er verið að hugsa um að setja þar upp bekki og borð.“ Nýlega var tekið saman hversu margir ferðamenn kæmu í Saurbæj- arkirkju á ári hverju. Niðurstaðan er sú að vitað er með vissu að þangað leggja leið sína um 10.000 á ári þrátt fyrir að staðurinn er nú meira úr al- faraleið en þegar þjóðvegurinn lá um Hvalfjörðinn. Heimsóknir ferða- manna tengjast mjög annarri ferða- þjónustu í Hvalfirði. Margir gestir á Hótel Glymi koma í kirkjuna og einn- ig ferðafólk sem heimsækir Bjarteyj- arsand. Sóknarpresturinn fer með marga hópa fólks í kirkjuna því margir leita til hans eftir leiðsögn. Kirkjan er einnig orðin mjög vin- sæl fyrir ýmsar athafnir, svo sem brúðkaup og skírnir.“ Saurbæjarverkefnið hefur notið styrkja frá hreppsnefnd Hvalfjarð- arstrandarhrepps og sóknarnefnd Saurbæjarkirkju, Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands og Byggða- stofnun. Auk þess hefur margt fólk úr sveitinni lagt hönd á plóginn. Sókn- arprestur Kristinn Jens Sigþórsson, formaður atvinnu og ferðamála- nefndar er Jón Haukur Hauksson og formaður sóknarnefndar Saurbæj- arkirkju er Arnheiður Hjörleifs- dóttir. Saga sr. Hallgríms sýnileg Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Við leiði sr. Hallgríms Péturssonar. Arnheiður Hjörleifsdóttir, formaður sóknarnefndar og fulltrúi í ferða- og atvinnumálanefnd Hvalfjarðarstrand- arhrepps, Guðmundur Gíslason í ferða- og atvinnumálanefnd, Björg Thom- assen í sóknarnefnd og Þorvaldur Valgarðsson í sóknarnefnd. asdish@mbl.is VESTURLAND Snæfellsnes | Úttekt og vottun á Snæfellsnesi sem umhverfisvænum áfangastað undir merkjum Green Globe 21 er vel á veg komin en for- svarsmenn verkefnisins kynntu það nýverið á ráðstefnu Alþjóðaferða- málaráðsins í Tékklandi. Green Globe eru alþjóðleg samtök sem votta tuttugu og sex greinar ferðaþjónustu um allan heim, auk samfélaga sem stunda sjálfbæran rekstur. Fimm sveitarfélög á Snæ- fellsnesi ásamt Þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli hafa undanfarið ár unnið að því að fá slíka vottun og náðu nýverið þeim áfanga að mæta viðmiðum sem gerð eru til aðila sem sækjast eftir vottuninni. Stefnt er að því að vott- unin sjálf fáist á næsta ári. Að sögn Guðrúnar Bergmann, sem á og rekur Leiðarljós ehf. – ráðgjaf- arþjónustu í umhverfismálum, sem unnið hefur að Green Globe 21 verkefninu ásamt Umís ehf., kom fram á ráðstefn- unni að Ísland er framarlega á sviði stefnumótunar um sjálfbæra þró- un miðað við aðr- ar Evrópuþjóðir. Mikill heiður sé að fá að kynna verk- efnið ytra enda sé Ísland ekki aðili að Alþjóðaferðamálaráðinu, sem stóð að ráðstefnunni. Sparar fjármuni Að sögn Guðrúnar byggist vottun frá Green Globe 21 á þríþættu ferli. Fyrsta skrefið sé að skrá sig í verkefnið og fá leiðbeiningar um vöruþróun, stefnumótun, o.s.frv. Næst er leitast við að ná viðmiðum og kröfum sem gerðar eru til aðila sem sækjast eftir vottuninni og að lokum tekur viðurkenndur aðili út starfsemina og kannar hvort staðlar Green Globe 21 eru uppfylltir. Stefnt er að því að fá slíkan aðila hingað til lands á næsta ári sem gera mun út- tekt á sveitarfélögunum. Að sögn Guðrúnar er ferlið endurmetið á hverju ári og er gerð krafa um að sérstakt framkvæmdaráð sjái til þess að viðmiðum staðalsins sé fylgt eftir en Guðrún á, ásamt átta öðrum, sæti í framkvæmdaráði Snæfells- ness. „Það sem kannski hefur mesta þýðingu fyrir okkur er að það eru all- ar líkur á að sveitarfélögin geti spar- að fjárhagslega í rekstrinum með því að taka upp sjálbærnistefnu,“ segir Guðrún. Líkur á að Snæfellsnes fái sjálfbæra vottun á næsta ári Sterkt markaðstæki fyrir ferðaþjónustuna Guðrún Bergmann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.