Morgunblaðið - 22.11.2004, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN
Technology so advanced, it´s
TURN-FREE
Amerískar
lúxus heilsudýnur
á tilboði
TURN-FREE
Queen 153x203 cm
Verð frá 89.900.-
Skipholt 35
Sími 588 1955
www.rekkjan.is
Heitir & fallegir
www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is
Háteigsvegi 7
Sími: 511 1100
Ofnar
Ofnlokar
Handklæðaofnar
Sérpantanir
afsláttur af
öllum ofnum
til jóla
25%
Skipholti 33 • 105 Reykjavík • Sími 553 5600 • www.rafsol.is • rafsol@rafsol.is
Þekki ég þennan?
Nú getur þú séð hver hringir dyrabjöllunni.
Dyrasímarnir fást bæði með lita- eða sv/hv skjám.
Aukatól fylgir.
Upplýsingar í síma 553 5600
E
IN
N
, T
V
E
IR
O
G
Þ
R
ÍR
2
66
.0
05
HÚS & HEIMILI
BANDARÍSKA stórfyrirtækið
General Electrics, GE, er virtasta
fyrirtæki í heimi samkvæmt könn-
un sem ráðgjafarfyrirtækið Price-
waterhouseCoopers International
gerði í samstarfi við dagblaðið
Financial Times. Þetta er sjöunda
árið í röð sem GE hlýtur þennan
titil. Tölvufyrirtækið Microsoft er
í öðru sæti eins og síðustu ár, og
bílaframleiðandinn Toyota er í
þriðja sæti.
Af þeim einstaklingum í við-
skiptalífinu sem mest er litið upp
til er Bill Gates, stjórnarformaður
Microsoft, í fyrsta sæti þriðja árið
í röð. Í öðru sæti er fyrrverandi
forstjóri General Electrics, Jack
Welch, þó að töluvert sé síðan
hann fór á eftirlaun, og í þriðja
sæti er Carlos Ghosn, forstjóri
Nissan bílaframleiðandans.
Í tilkynningu frá PWC og FT
segir að fyrirtæki í Bandaríkj-
unum séu aftur farin að láta að
sér kveða á listanum eftir ýmis
hneykslismál sem skekið hafa
bandarískt viðskiptalíf á síðustu
árum. Bandarísk fyrirtæki eru
helmingur fyrirtækja á topp 50 og
er það í fyrsta skipti síðan árið
2001 sem bandarísk fyrirtæki eru
svo mörg í þeim hópi. Af löndum
utan Bandaríkjanna sem eiga fyr-
irtæki á topp 50 listanum eru
Þýskaland og Bretland en hvort
land á sex fyrirtæki á listanum.
Fimm fyrirtæki eru frá Japan og
tvö frönsk, tvö hollensk og tvö
sænsk fyrirtæki eru á lista virt-
ustu fyrirtækja í heimi.
Í ár var þeim sem velja listann í
fyrsta skipti gefinn kostur á að
velja sér óska stjórnarmann óháð
því hvort hann væri lífs eða liðinn.
Á meðal þeirra helstu sem nefndir
voru þar voru Winston Churchill,
Jesús Kristur, Napóleon Bona-
parte, Albert Einstein, Júlíus Ses-
ar, Leonardo da Vinci og John F.
Kennedy. Auk framantaldra voru
einnig samtíðarmenn eins og fyrr-
nefndur Jack Welch á þessum lista
og Michael Dell, forstjóri Dell-
tölvufyrirtækisins.
Einnig var í könnuninni í fyrsta
skipti spurt um hvaða fyrirtæki
væri mest skapandi. Þar lenti
Microsoft í fyrsta sæti, en auk
þess nefndu menn Dell, Nokia,
Apple, Sony Ericsson, General
Electric og IBM.
Við gerð könnunarinnar var
leitað til 1.000 forstjóra í 25 lönd-
um, auk sjóðstjóra, og sjálfstæðra
stofnana.
GE og Gates virtust
%
&
%
& %
&
'
(
)
*
+
,
-
%.
%
&
'
(
)
*
+
,
-
%.
) * +
'+
$
('
,+
,
-
.
'
,
/
+
0)
1
2 /
+
3
)
4
+. +
,
) .
'+
-
5 3
4
$(
,
$6
41
6 '
/"0 1
23 "345
6" "3 8
9
4350"0
7: !
;
Jesús og Kennedy óskastjórnarmenn
einfaldlega vegna þess að olíufélögin kaupa inn
bensín mánaðarlega. Keypt er inn á meðal-
verði, þ.e. ef við kaupum inn í október kaupum
ÍSLENSKU olíufélögin virðast ekki bregðast
eins skjótt við verðsveiflum og félög í ná-
grannalöndunum, samkvæmt fréttum Morgun-
blaðsins í liðinni viku. Morgunblaðið hafði sam-
band við talsmenn Olíufélagsins, Skeljungs og
OLÍS og spurði hvernig á þessu stæði. Í Við-
skiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn
fimmtudag var haft eftir innkaupastjóra Skelj-
ungs að bensínverð hefði ekki hækkað í október
þrátt fyrir miklar hækkanir á heimsmarkaðs-
verði. En er réttlætanlegt gagnvart neytendum
að lækka ekki verðið núna, þótt verð hafi ekki
verið hækkað í október?
„Þetta má réttlæta með því að verð okkar á
bensíni í dag er fyllilega samkeppnishæft við
það sem er á sjálfsafgreiðslustöðvum erlendis,“
segir Margrét Guðmundsdóttir framkvæmda-
stjóri neytendasviðs hjá Skeljungi hf. Samúel
Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga
og áhættustýringasviðs hjá OLÍS, tekur í sama
streng og segir: „Við munum alltaf bjóða við-
skiptavinum okkar samkeppnishæf kjör.“
Rjúfa hefðir til að auka gegnsæi
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélags Ís-
lands, boðar ný vinnubrögð hjá fyrirtækinu: „Á
íslenska markaðnum hefur sú hefð verið
ríkjandi að breyta bensínverði mánaðarlega,
við inn á meðalverði októbermánaðar og ef við
kaupum inn í nóvember kaupum við inn á með-
alverði nóvembermánaðar. Þegar við endur-
skoðum svo verð 1. desember tökum við þá
verðbreytingu sem orðið hefur á milli október
og nóvember með í reikninginn. Þar af leiðandi
verður tímaseinkun í kerfinu. Þessi seinkun
gerir það að verkum að verðsveiflurnar jafnast
út. Íslensku olíufélögin eru einfaldlega ekki
eins verðnæm og félög í nágrannalöndum okkar
sem kaupa inn oftar,“ segir Hjörleifur. „Til
þess að verðsveiflur skili sér til viðskiptavina
ætlum við hjá Olíufélaginu nú að endurskoða
verð okkar einu sinni í viku. Við vonumst til
þess að þetta muni auka gegnsæi í verðlagn-
ingu okkar gagnvart almenningi,“ heldur hann
áfram.
Birgðarökin heyra fortíðinni til
Oft hafa olíufélögin beitt því fyrir sig að til
séu miklar birgðir og því sé ekki hægt að
lækka verð. Mörgum hefur í gegnum tíðina þótt
það undarlegt að aldrei séu birgðir til þegar
hækka á verð. Aðspurður segir Hjörleifur að
þessi röksemdafærsla heyri fortíðinni til og
verði ekki framar notuð af hans fyrirtæki.
„Svoleiðis vinnubrögð eru ekki trúverðug auk
þess sem þau draga úr gegnsæi,“ segir hann.
Forstjóri Olíufélagsins segir birgðaröksemdir heyra sögunni til
Boðar aukið gegnsæi
Morgunblaðið/Þorkell
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● VERG landsframleiðsla í Frakk-
landi jókst um 2% á þriðja fjórðungi
ársins miðað við þriðja ársfjórðung í
fyrra. Var þetta undir væntingum hag-
fræðinga sem spáð höfðu meiri hag-
vexti á milli ára. Í kjölfar þessa hefur
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn lækkað
hagvaxtarspá sína fyrir Frakkland úr
2,5% í 2,2%.
Hægt hefur á hagvexti í helstu við-
skiptalöndum Frakklands sem eru
Bretland, Þýskaland og Japan en
sterkt gengi evrunnar er áhyggjuefni
þar sem það bitnar á utanríkis-
viðskiptum ríkjanna. Þetta kemur
fram í Morgunkorni Íslandsbanka.
Hagvöxtur
undir væntingum
● FERJUFYRIRTÆKIN P/F Smyril Line
og Fjord Line AS hafa ákveðið að
stofna nýtt félag, North Atlantic Lin-
es AS, sem mun sjá um og reka skip-
in. Fyrirtækin munu eftir sem áður
starfa undir sínum nöfnum. Nýja fé-
lagið North Atlantic Lines mun leigja
skipin af Smyril Line, Fjord Line og
eins af öðrum skipafélögum ef þörf
krefur.
Stjórn North Atlantic Lines mun
verða skipuð átta mönnum, fjórum frá
Smyril Line og fjórum frá Fjord Line.
Markmið nýja félagsins er að nýta
sem best ferjuflota fyrirtækjanna.
Smyril Line rekur ferjuna Norrænu
sem siglir milli Noregs, Danmerkur,
Hjaltlandseyja, Færeyja og Íslands en
Fjord Line er með ferjusiglingar milli
Danmerkur og vesturhluta Noregs og
milli Noregs og Newcastle.
Ekki er áformað að breyta sigl-
ingaleiðum félaganna en öll skip
verða skráð í Færeyjum.
Saman reka fyrirtækin tvö 5 skip og
um 800 manns vinna hjá þeim. Sam-
eiginlegar sölutekjur fyrirtækjanna á
ári eru um 10 milljarðar íslenskra
króna.
Smyril Line og Fjord
Line stofna nýtt félag