Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð-
anna hóf um helgina ferð um svæði í
Mið-Afríku, sem kennt er við Vötnin
miklu, í von um að finna leiðir til að
binda enda á stríðsátök sem hafa
kostað að minnsta kosti 4,5 milljónir
manna lífið á síðustu tíu árum.
Öryggisráðið hyggst heimsækja
fjögur stríðshrjáð ríki: Rúanda, Lýð-
veldið Kongó, Búrúndí og Úganda.
Forsetar fimmtán Afríkuríkja
undirrituðu á laugardag yfirlýsingu
þar sem þeir hétu því að beita sér
fyrir friði, stöðugleika, lýðræði og
efnahagslegum framförum á svæð-
inu.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, fagnaði yfir-
lýsingunni og lýsti henni sem „mik-
ilvægu skrefi í rétta átt“. „Því fer
fjarri að verkinu sé lokið,“ bætti
hann þó við og sagði að það hefði
tekið tíu ár að fá leiðtoga allra
ríkjanna á svæðinu að samninga-
borðinu.
Gert er ráð fyrir því að forsetarnir
komi aftur saman í júní á næsta ári
til að ræða leiðir til að koma frið-
arsamkomulagi í framkvæmd.
Fjöldamorð, borgara-
stríð og innrásir
Átök hafa geisað á svæðinu við
Vötnin miklu frá fjöldamorðunum í
Rúanda árið 1994. Öfgamenn úr röð-
um Hútúa, sem eru í meirihluta í Rú-
anda, myrtu þá um 800.000 manns.
Flest fórnarlambanna voru Tútsar
sem eru í minnihluta í landinu.
Eftir að uppreisnarmenn úr röð-
um Tútsa stöðvuðu fjöldamorðin
flúðu öfgamennirnir yfir landamær-
in til Lýðveldisins Kongó. Þaðan
gerðu þeir árásir á Rúanda og þær
urðu til þess að þarlend stjórnvöld
fyrirskipuðu hernum að ráðast inn í
Lýðveldið Kongó árið 1996.
Her Rúanda réðst aftur inn í land-
ið árið 1998 ásamt hersveitum frá
Úganda og Búrúndí til að styðja
kongólska uppreisnarmenn. Inn-
rásin leiddi til stríðs sem stóð í fimm
ár og kostaði 3,3 milljónir manna líf-
ið.
Alls tóku sex ríki þátt í stríðinu í
Lýðveldinu Kongó. Samkomulag
náðist um vopnahlé í júní í fyrra en
átök blossa þar enn upp endrum og
eins.
Stríðið í Lýðveldinu Kongó varð
til þess að borgarastríð í Búrúndí
magnaðist. Stjórnarherinn, sem er
aðallega skipaður Tútsum, berst þar
við uppreisnarhreyfingar Hútúa.
Stríðið hefur staðið í ellefu ár og
kostað rúmlega 260.000 manns lífið,
aðallega óbreytta borgara.
Reynt að koma á friði og lýðræði í Mið-Afríkulöndum eftir tíu ára stríðshörmungar
Minnst 4,5 milljónir
manna hafa látið lífið
'()*+&+,-./0,/012-.3+
' (
&
)
* )(
&&
+
& , +
-
.
%
'/
* "33
" 23 3 3" 3 3<3&%3< 3 $
, +
/ 53
3<
2
23 =
23"3 <
" 3$32 3&..'
0/ ')>
3"
3" 2" 33
23?3$3$3$33"
$ 3 23 "3'@'32"
323$"
1$ 3
3" 3$3%,3<32""
" 33
" 2
2 53 32""3A "3 2 "3%--(
3
"3 2 "3" 3" 3A
23
" "
23<" 3&..&
') B" 23$3
2
2A
3" 2"3$32 3$3 )&)3<3 $ "3
32
" 2""3<" 3&..&
3
4
5
Dar Es Salaam. AP, AFP.
SÍÐARI umferð forsetakosninganna í Úkr-
aínu fór fram í gær og kosið var þá á milli
stjórnarandstæðings, sem aðhyllist umbætur
að vestrænni fyrirmynd, og forsætisráðherra
sem nýtur stuðnings stjórnvalda í Rússlandi.
Óttast er að óeirðir blossi upp í landinu eftir
kosningarnar.
Stuðningsmenn beggja frambjóðenda –
Viktors Janúkovytsj forsætisráðherra og
stjórnarandstöðuleiðtogans Viktors Jústsjenk-
os – byrjuðu strax að kvarta yfir kosninga-
svikum nokkrum klukkustundum eftir að kjör-
staðir voru opnaðir. Spennan magnaðist í
gærmorgun þegar skýrt var frá því að lög-
reglumaður sem var á verði við einn af kjör-
stöðunum hefði fundist látinn með sár á höfði,
að því er virtist eftir að hafa orðið fyrir árás.
Leoníd Kútsjma, fráfarandi forseti, flutti
sjónvarpsávarp á laugardag og lýsti yfir því að
„engin bylting“ yrði látin viðgangast í landinu.
Voru orð hans túlkuð sem viðvörun til Jústsj-
enkos og stuðningsmanna hans.
Jústsjenko hvatti til fjöldagöngu í miðborg
Kíev í gær til að efna þar til „atkvæðataln-
ingar“ vegna grunsemda um að yfirvöld
myndu hagræða úrslitum kosninganna. And-
stæðingar hans segja að markmið hans sé að
æsa til óeirða í því skyni að komast til valda.
Sagðir kjósa tvisvar
Aðstoðarmenn Jústsjenkos kvörðuðu yfir
því í gær að stuðningsmenn Janúkovytsj for-
sætisráðherra hefðu fengið kjörseðla til að
greiða atkvæði utan kjörstaðar og síðan verið
fluttir í rútum til að kjósa í öðru kjördæmi.
Þeir hafi síðan verið fluttir aftur til heimabæja
sinna til að greiða aftur atkvæði áður en kjör-
stöðum var lokað.
Stjórnarandstæðingarnir kvörtuðu einnig
yfir því að eftirlitsmenn þeirra hefðu ekki
fengið að fara á nokkra kjörstaði.
Aðstoðarmenn Janúkovytsj forsætisráð-
herra kvörtuðu á hinn bóginn yfir vanda-
málum í tengslum við kjörskrár og sögðu að
starfsmenn nokkurra kjörstaða hefðu brotið
lög með því að neita að afhenda kjörseðla til að
greiða atkvæði utan kjörstaðar.
Búist er við að utankjörstaðaratkvæðin ráði
miklu um úrslit kosninganna. Þingmenn sam-
þykktu frumvarp um að takmarka réttinn til
að greiða atkvæði utankjörstaðar en Kútsjma
forseti neitaði á föstudag að staðfesta frum-
varpið.
Fréttastofan Interfax skýrði ennfremur frá
því að kjörskrá og atkvæðaseðlum hefði verið
stolið á kjörstað í Volynsk-héraði.
Kvartað var einnig yfir kosningasvikum í
fyrri umferð kosninganna 31. október þegar
frambjóðendurnir tveir fengu báðir rúm 39%
atkvæðanna.
Jústsjenko fékk flest atkvæði í höfuðborg-
inni og vestanverðu landinu þar sem flestir
íbúanna tala úkraínsku. Janukovytsj fékk hins
vegar mest fylgi í austurhlutanum þar sem
flestir tala rússnesku.
Óttast óeirðir eftir
forsetakjör í Úkraínu
Kíev. AP.
Viktor JanúkovytsjViktor Jústsjenko
SÖLUMENN fylgjast harmi slegnir með eldi sem kviknaði á mark-
aðstorgi í miðborg Dhaka í Bangladesh í gærmorgun. Að minnsta
kosti einn lét lífið og fimmtán, flestir slökkviliðsmenn, voru fluttir á
sjúkrahús með reykeitrun. Minnst 1.800 sölubásar og tjöld brunnu.
Eldurinn breiddist fljótt út, enda mikill eldmatur á torginu. Að
sögn vitna kom eldurinn upp í skóbúð á torginu þar sem skamm-
hlaup varð í rafmagni. Um fjórar klukkustundir tók að slökkva eld-
inn.
Reuters
Um 1.800 sölubásar urðu eldi að bráð
ALLT að 55 manns fórust í flugslysi í norð-
urhluta Kína í gærmorgun. Flugvél frá kín-
verska flugfélaginu China Eastern Airlines
hrapaði í ísilagt stöðuvatn aðeins nokkrum
sekúndum eftir flugtak frá flugvellinum í
bænum Baotou sem er í Innri-Mongólíu. All-
ir í vélinni fórust, 47 farþegar og sex manna
áhöfn. Hermt var að tveir á jörðu niðri
hefðu einnig látið lífið þegar vélin hrapaði.
Flugvélin var af gerðinni Bombardier
CRJ-200 og var á leið til Sjanghæ.
Björgunarstarfið gekk mjög erfiðlega og
þurfti að brjóta ísinn á vatninu til að leita
þeirra sem voru í vélinni. Þá leituðu um 20
kafarar að líkum í vatninu.
Vitni segja að mikil sprenging hafi orðið í
vélinni þegar hún var í um 100 metra hæð.
Ekki er vitað um orsök slyssins, en veður
var mjög gott þegar vélin hrapaði.
Er þetta fyrsta flugslysið í Kína frá maí
2002 þegar 112 manns fórust í vél sem
hrapaði í sjóinn nálægt hafnarborginni
Dalian. Á þessum tíma flugu kínverskar far-
þegavélar samtals í rúmar fimm milljónir
klukkustunda án þess að mannskætt slys
yrði. Var það lengsta slysalausa tímabilið í
sögu kínverskra flugfélaga, að sögn fjöl-
miðla í Kína.
Reuters
Björgunarmenn leita í flaki flugvélar sem
hrapaði í stöðuvatn í Innri-Mongólíu í gær.
Yfir 50 fórust í
flugslysi í Kína
Peking. AFP.
ÍRASKA bráðabirgðastjórnin í Bagdad stað-
festi í gær að mannræningjar hefðu sleppt
frænda Ayads Allawis forsætisráðherra.
Frændanum, Ghazi Allawi, sem er 75 ára,
eiginkonu hans og tengdadóttur var rænt í
Bagdad 9. nóvember. Konurnar voru leystar
úr haldi sex dögum síðar.
Þá var skýrt frá því á laugardag að upp-
reisnarhópur í Írak hefði sleppt pólskri konu,
Teresu Khalifa, sem var rænt í Bagdad 28.
október, haldið í gíslingu og hótað lífláti. Khal-
ifa hefur búið í Írak í 30 ár og er gift íröskum
manni.
Tilgangurinn með ráni hennar var að krefj-
ast þess að pólskir hermenn í Írak yrðu kall-
aðir heim. Teresa Khalifa segir að vel hafi ver-
ið farið með sig í gíslingunni.
Pólskir fjölmiðlar leiddu í gær getur að því
að mannræningjunum hefði verið greitt lausn-
argjald.
Frænda Allawis
sleppt úr gíslingu
Bagdad. AP.
♦♦♦