Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 22
22 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingileif Magnús-dóttir fæddist á
Staðarfelli í Dölum
19. mars 1905. Hún
andaðist á hjúkrun-
arheimilinu Skjóli
laugardaginn 13.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Karolína Júlíana
Friðrika Kristjáns-
dóttir, f. 16. mars
1880 í Stykkis-
hólmi, d. 29. októ-
ber 1909, og Magn-
ús Magnússon, f. 1.
október 1876 í Stykkishólmi, d
27. janúar 1946. Fósturforeldrar
Ingileifar voru Jóhannes Magn-
ússon Sandólm og Kristín Agnes
Helgadóttir og ólst hún upp á
Hellissandi ásamt fóstursystur
sinni Þórhildi Biering. Bræður
Ingileifar eru Sigurður, Jón og
Valgeir sem allir eru látnir.
Hinn 27. ágúst 1932 giftist
nóvember 1939, kvæntur Hrefnu
Jónsdóttur. Þeirra börn eru Jón
Ragnar, kvæntur Katrínu S. Jó-
hannsdóttur, Árni Ingi og Sæv-
ar, kvæntur Láru F. Jónsdóttur.
5) Ólafur Brynjar, f. 27. október
1941, kvæntur Önnu G. Þor-
steinsdóttur. Þeirra börn eru
Kristinn, kvæntur Ceciliu B.
Björgvinsdóttur, Þorsteinn,
kvæntur Lise Kaspersen, Aðal-
björg Íris, gift Eiríki Ingv-
arssyni, og Brynjar, kvæntur
Melanie West. Auk þess á Ólafur
soninn Örvar. Ólafur ólst upp hjá
kjörforeldrum Sigríði Sigurðar-
dóttur og Kristni Kristjánssyni
sem bæði eru látin. 6) Hrönn, f
27. febrúar 1945, gift Bergsteini
Pálssyni. Þeirra börn eru Ing-
ólfur Þór, kvæntur Judit De Voe,
Arnheiður, gift Gunnari Lárus-
syni, og Friðrik Ívar. Lang-
ömmubörnin eru 33 og langa-
langömmubörnin tvö.
Ingileif og Árni áttu heimili
sitt í Reykjavík. Eftir fráfall
Árna stundaði hún vinnu utan
heimilis, lengst af hjá kjötiðn-
aðarfyrirtækinu Kjötveri.
Útför Ingileifar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Ingileif Árna Þ.K. Jó-
hannessyni pípulagn-
ingamanni, f. 23. júlí
1904, d. 28. ágúst
1956. Foreldrar hans
voru hjónin Jónína
Rósinkransdóttir, f.
25. febrúar 1871, d.
11. febrúar 1947, og
Jóhannes Kristján
Sigurðsson, f. 17.
janúar 1866, d. 3.
október 1928. Ingi-
leif og Árni eignuð-
ust sex börn þau eru:
1) Jóhanna Kristín, f.
4. september 1932,
maki Stefán Björnsson. Þeirra
börn eru Árni Ingi, kvæntur
Halldóru Húnbogadóttur, Björn,
kvæntur Birnu Gunnlaugsdóttur,
og Gunnar, kvæntur Guðlaugu
Pálsdóttur. 2) Jón Jóhannes, f.
19. september 1934, kvæntur
Ragnhildi Jónínu Sigurdórsdótt-
ur. 4) Friðrik Magnús, f. 28.
ágúst 1938. 3) Ríkarður, f. 11.
Amma mín var yndisleg, hún var
bráðskemmtileg, orðljót, forvitin,
en umfram allt sú alduglegasta
kona sem ég hef kynnst um ævina.
Ég man fyrst eftir ömmu þegar
við fluttum til hennar eftir að hafa
búið á Akureyri. Í dag þegar ég
hugsa til baka var ég alltaf með að
minnsta kosti annan fótinn hjá
ömmu.
Ég er nú nokkuð viss um að ég
eigi heiðurinn af nokkrum gráum
hárum hjá ömmu. Þegar amma var
bankandi í rúðurnar; Adda! Niðrúr
trjánum! Adda! Niður af snúru-
staurunum! Úff, hvað þetta barn
getur étið, hún er gersamlega
botnlaus. En auðvitað var þetta
ömmu að kenna! Hún var frábær í
eldhúsinu. Hún gerði allan venju-
legan heimilismat góðan, kæfan
hennar, sultan, baunirnar, lærið
svo ekki sé minnst á kleinurnar.
Þetta smakkaðist bara ekki eins
hjá mömmu, amma var nefnilega
náttúrukokkur, hafði þetta í sínum
yndislegu litlu höndum.
Einu sinni sem oftar fórum við
skytturnar þrjár, eins og við köll-
uðum okkur, ég, mamma og amma
í bæinn, þá vildi svo einkennilega
til að ég festi fæturna í rúllustiga.
Þegar ég kom síðan gangandi til
þeirra með tærnar út úr stígvél-
unum öskraði mamma upp yfir sig,
en amma aftur á móti datt í næsta
stól og pissaði hreinlega í sig af
hlátri.
Ég flutti til ömmu þegar ég fór
að heiman, ég hugsaði gott til
glóðarinnar og ætlaði svo sann-
arlega að verða eins góð í eldhús-
inu og hún. Fyrst voru það sviðin,
ég sauð þau eins og hún hafði sagt
fyrir um og þegar hún kom til að
meta gæðin, hló hún, ég hafði víst
soðið ósviðin svið.
Amma var hrikalega forvitin,
var ekkert að hafa fyrir því að
banka heldur kom bar inn til að
sjá hvernig umhorfs var hjá mér.
Síðan heyrði ég hana segja við
mömmu. „Hún er nú ekki alltaf að
taka til hún dóttir þín.“
Oft þegar amma leit á fjölskyld-
una sína hafði hún á orði: „Að
hugsa sér að allt þetta fólk skuli
vera komið undan einni lítilli kart-
öflu.“ Ég er sannarlega stolt yfir
að vera kartafla undan þér og vona
að eitthvað af þeim dugnaði og
krafti sem þú bjóst yfir eigi eftir
að koma fram í mér og börnum
mínum.
Arnheiður.
Langri og viðburðaríkri ævi lauk
þegar móðir mín lést 99 ára að
aldri hinn 13. nóvember síðastlið-
inn. Hún var fædd 13. mars 1905
og fylgdi því öldinni og lifði þær
miklu breytingar sem einkenndu
íslenskt þjóðfélag á síðustu öld.
Hún fór ekki varhluta af þeim erf-
iðleikum sem oft einkenndu kjör
þeirra sem ekki bjuggu við það
þjóðfélagslega öryggi sem við
þekkjum í dag. Hún missti móður
sína þegar hún var á fimmta ári og
fór í fóstur til föðurbróður síns Jó-
hannesar Sandhólm Magnússonar
og konu hans Kristínar Helgadótt-
ur. Þau bjuggu á Hellissandi þar
sem Jóhannes stundaði verslunar-
rekstur og ólst hún þar upp ásamt
fóstursystur sinni Þórhildi Biering
eða Bíbí eins og hún var kölluð.
Bíbí og fjölskylda hennar var móð-
ur minni alla tíð afskaplega kær.
Hún kynntist Árna, föður mín-
um, þegar hann var við sjósókn
vestur á Snæfellsnesi um 1930 og
hófu þau búskap í Reykjavík þar
sem þau bjuggu alla tíð síðan.
Þau bjuggu oft við erfið kjör og
harða baráttu þurfti til að sjá far-
borða sístækkandi fjölskyldu þeg-
ar atvinna var stopul. Sem dæmi
um það var að einhverju sinni á
fyrstu búskaparárum þeirra var
svo hart í búi þegar kom að jólum
að móðir mín tók þann kost að
selja giftingarhringinn sinn til
þess að eiga fyrir nauðsynjum fjöl-
skyldunnar.
Erfiðleikar buguðu hana ekki
heldur hertu eins og glögglega
kom í ljós þegar hún af miklum
dugnaði lauk við byggingu húss
sem þau hjónin höfðu verið að
reisa síðustu árin sem faðir minn
lifði. Hann féll frá á besta aldri að-
eins fimmtíu og tveggja ára.
Ég kynntist móður minni ekki
fyrr en ég var kominn undir tví-
tugt þar sem aðstæður í fjölskyld-
unni urðu til þess að ég var alinn
upp hjá kjörforeldrum.
Sú mynd sem kemur fram í hug-
ann þegar horft er um öxl er
dásamleg minning um kjarkmikla
konu sem laðaði alla að sér með
glaðlyndi sínu. Það eru minnis-
stæðar ferðir sem við fórum með
henni og fjölskylduvininum Sigurði
Guðgeirssyni á heimaslóðir hennar
á Hellissandi. Hún hafði einstakt
lag á því að koma með hnyttnar
athugasemdir um flest sem fyrir
bar á leiðinni og smitandi hlátur
hennar lifir enn í huga okkar.
Við Anna og fjölskyldan okkar
þökkum innilega fyrir allar fallegu
minningarnar sem hún gaf okkur.
Við þökkum einnig þann hlýhug
sem hún naut af hendi starfsfólks-
ins á Skjóli og ekki síst fyrir um-
hyggju yngri dóttur hennar
Hrannar sem öðrum fremur lagði
sig fram um að hlúa að móður okk-
ar á síðustu árum hennar.
Það er gott að fá svefn eftir
langan ævidag og við felum Guði
hana á hendur. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Ólafur Kristinsson
og fjölskylda.
Elsku Inga amma. Nú hefur þú
kvatt þetta lífshlaup í hárri elli, ár-
in hafa verið mörg og góð. Undan
þessari litlu kartöflu er halinn orð-
inn ótrúlega langur eins og þú
sjálf orðaðir það. Ég kynntist þér
fyrst af einhverri alvöru þegar ég
fluttist í Háagerðið upp á loft hjá
þér 1983 til þess að hefja búskap,
ung og nýgift. Kynnin urðu alveg
mögnuð, aldrei fyrr hafði ég
kynnst öðrum eins lífskrafti, en
hann einkenndi þig alla tíð. Það
var þér afar dýrmætt að geta unn-
ið til áttræðs, og oftar en ekki
gekkst þú aðra eða báðar leiðir til
vinnu niður í Dugguvog í öllum
veðrum.
Þú hjálpaðir gjarnan aumingja
gömlu konunum við pokaburð úr
búðinni, konum sem oftar en ekki
voru 10–15 árum yngri en þú sjálf.
Hjá þér var alla tíð opið hús og af-
komendur og vinir duglegir að
heimsækja þig, enda einkenndu
þig hlýja og gleði, en við fengum
líka óspart að heyra það ef langt
leið á milli koma, þú vildir hafa
þitt fólk umhverfis þig.
Heimsókn þín til okkar í Banda-
ríkjunum er með öllu ógleymanleg,
mér tókst að leggja þig í rúmið
með því að gefa þér koffeinfrítt
kaffi í tvo daga, höfuðverkurinn
varð óbærilegur. Þú skildir ekki
hvaðan á þig stóð veðrið, ekki
hafðir þú fengið aðrar eins höf-
uðkvalir í áraraðir. Það var elsku-
leg tengdamóðir mín og tengadótt-
ir þín sem kveikti, þig vantaði
alvöru koffeinkaffi, þá rokið út í
búð hellt upp á og viti menn sú
gamla reis úr rekkju. Í þessari
ferð fórum við í leiðangur til að
kaupa aftur giftingarhring eins og
þú hafðir lofað Árna heitnum.
Ekki hættum við fyrr en þú varst
sátt og mikið varstu glöð þegar þú
renndir gljáandi einbaugnum á
fingur þér. Í þessari sömu ferð
hófust einnig kynni þín og
Ciss-ömmu en með ykkur tókst
yndislegur vinskapur. Að kistu-
lagningu lokinni hittumst við
nokkur af hreinni tilviljun í kaffi í
Perlunni. Margs var að minnast,
hláturinn var ekki langt undan
enda einkenndi þig alla tíð létt
lund og glaðværð.
Það er með virðingu og þökk
fyrir frábær kynni sem ég kveð
nú.
Þín
Cecilie.
INGILEIF
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Jóhannes Sigur-björn Guðfinns-
son lögfræðingur
fæddist 11. janúar
1913. Hann lést 15.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Marsibil Hólm-
fríður Andrésdóttir
og Guðfinnur Ágúst
Gíslason. Þau bjuggu
á Fossi í Vestur-Hópi.
Systkini Jóhannesar
voru: Pétur Guð-
finnsson, f. 13.2.
1899, d. 1985; Una
Aðalheiður Guð-
finnsdóttir, f. 9.6. 1901, d. 1924;
Karl Georg Guðfinnsson, f. 17.5.
1904, d. 1990; Ólafur Ingvar Guð-
finnsson, f. 4.11. 1908, d. 1993.
Eiginkona Jó-
hannesar var Þóra
Laufey Finnboga-
dóttir, f. 3.10. 1919,
d. 14.7. 1957. Dóttir
þeirra er Aðalheiður
Una Jóhannesdóttir,
8.1. 1942. Makar:
Pétur H. Snæland
viðskiptafræðingur.
Þau skildu. Kristján
Pálsson, fv. alþingis-
maður. Þau skildu.
Barnabörn: Þóra
Laufey Pétursdóttir,
f. 1963; Arndís Krist-
jánsdóttir, f. 1969;
Ólöf Kristjánsdóttir, f. 1970.
Jóhannes verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Ég kynntist Jóhannesi upp úr
1970. Hann var þá lögfræðingur og
deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu,
sá m.a. um skráningu vörumerkja
og einkaleyfa og bar sem slíkur
starfsheitið vörumerkjaskrárritari;
hafði nýlega tekið við því starfi af
Brynjólfi Ingólfssyni. Einnig sá Jó-
hannes um fjármál ráðuneytisins. Á
þessum tíma var starfsfólkið ekki
fleira en svo að það rúmaðist við tvö
fjögurra manna borð í kaffistofu
stjórnarráðsins. Það var mér sem
nýliða á þessum vinnustað dálítil
ráðgáta í fyrstu, hvers vegna ýmsir
starfsmenn annarra ráðuneyta
vildu endilega krækja sér í sæti hjá
Jóhannesi. En málið skýrðist fljót-
lega, maðurinn hafði greinilega
mikið aðdráttarafl, húmorinn var í
góðu lagi og hann var hafsjór fróð-
leiks um marga hluti. Það voru for-
réttindi að fá öðru hverju að sitja
við „hornborð Jóhannesar“ (eins og
við kölluðum það gjarnan) með
mönnum eins og Bergi Pálssyni,
Jóni Bjarman og fleiri sómamönn-
um og spjalla við Jóhannes um hvað
eina sem efst var á baugi.
Magnús Kjartansson var á þess-
um tíma ráðherra iðnaðar- og heil-
brigðismála. Hann boðaði nauðsyn
iðnbyltingar á Íslandi og beitti sér í
því samhengi fyrir úttekt á stöðu
ýmissa iðngreina og hleypti af stað
námskeiðum fyrir starfsfólk í iðn-
aði, einkum ófaglært fólk. Um þetta
leyti var líka unnið að Norðurlínu
og Kröfluvirkjun, og eftir heitu
vatni „var borað eins langt niður og
fjárveitingar dugðu“, eins og einn
vinnufélagi okkar Jóhannesar orð-
aði það í mín eyru. Magnús var dug-
legur við að kría út peninga í þessi
verkefni og það var í verkahring
Jóhannesar sem umsýslumanns
fjármála að sjá til þess að laus-
ráðnir sérfræðingar Magnúsar
fengju greitt fyrir vinnu sína og
ferðalög innanlands sem utan.
Þetta jók til muna vinnuálag Jó-
hannesar. Það má segja að starf
hans sem vörumerkjaskrárritara
hafi að nokkru leyti flust frá virkum
dögum yfir á helgarnar. Þær tók
hann oft í að ganga frá birtingu
vörumerkja og einkaleyfa í Lög-
birtingablaðið.
Létt lund og lipurð Jóhannesar
gerði það að verkum að hann átti
auðvelt með að komast af við við-
skiptavini sína á sviði vörumerkja
og einkaleyfa. Þó höfðum við vinnu-
félagar hans skemmtun af einni
undantekningu. Það var þegar Páll
Pálmason lögfræðingur, umboðs-
maður og fyrrum vörumerkjaskrár-
ritari (gegndi starfinu á undan
Brynjólfi) heimsótti hann í við-
skiptaerindum. Þá áttu þeir koll-
egarnir það til að taka kröftugar
„brýnur“. Hver deiluefnin voru
vissi samstarfsfólkið aldrei og leit
bara á orðaskiptin sem æfingar í
mælskulist.
Jóhannes hafði góða skipulags-
hæfileika, vannst allt létt sem hann
gerði, að mér fannst. Liðlega tíu ár-
um eftir að hann lét af störfum hjá
ráðuneytinu (1976) kom hann við á
einkaleyfa- og vörumerkjadeild
sem þá var flutt úr húsakynnum
iðnaðarráðuneytisins yfir á Lindar-
götu 9 og hafði tvær hæðir til um-
ráða. Tölvuöld var þá gengin í garð
og Jóhannes undraðist umsvifin og
fjölgun starfsfólks. Þá var þetta
kveðið:
Hér stendur þú vinur í bakinu beinn
og brosir við tækninni nýju.
Við kontórstörf sem þú kláraðir einn
nú kljást ekki færri en tíu.
Margir þekktu Jóhannes sem
góðan skrifstofumann. Hitt munu
kannski færri hafa vitað að hann
var líka góður handverksmaður.
Um það bar m.a. vitni vönduð inn-
rétting hans í risinu á Stýri-
mannastíg sem hann sýndi mér
einhvern tíma þegar ég leit inn. Þá
hafði ég skömmu áður rekist á hann
í hjólreiðatúr í Vesturbænum.
Pípan var enn á sínum stað og
ilmurinn af Dunhill-tóbakinu samur
og minnti á gamla tíma þegar þessi
öðlingur kom léttstígur upp í
ráðuneyti eftir að hafa fengið sér
morgunkaffi á kaffistofunni Prikinu
á horni Ingólfsstrætis og
Laugavegar. Ég þakka Jóhannesi
vináttu og tryggð á þessum liðnu
dögum.
Gunnar Guttormsson,
vélfræðingur og fyrrv. for-
stjóri Einkaleyfastofunnar.
JÓHANNES
SIGURBJÖRN
GUÐFINNSSON
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma
JÓHANNA SÍMONARDÓTTIR
Snorrabraut 56 b,
Reykjavík,
lést 20. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin
auglýst síðar.
Páll Þorsteinsson,
Vigdís Pálsdóttir, Vilhjálmur Grímsson,
Þuríður Vilhjálmsdóttir,
Áslaug K. Pálsdóttir,
Þorsteinn Pálsson, Kristín Árnadóttir,
Páll Ásgeir Pálsson, Sigríður H. Þorsteinsdóttir,
Gylfi Þór Pálsson, Griselle Cabero Pálsson,
barnabörn og langömmubörn.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Legsteinar
Englasteinar
www.englasteinar.is