Morgunblaðið - 22.11.2004, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 23
MINNINGAR
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
SVERRIR ÖRN VALDIMARSSON
prentari,
Langeyrarvegi 20,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 21. nóvember.
Guðmundur Ingvi Sverrisson, Kristín Karlsdóttir,
Valdimar Örn Sverrisson, Ingunn Hauksdóttir,
Þórður Sverrisson, Lilja Héðinsdóttir,
Lára B. Sverrisdóttir Borthne, Roald Borthne,
Vilborg Sverrisdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson,
Aðalsteinn Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabörn
„Mamma núna
veistu að honum líður
vel“… þetta voru orð
litla sonar míns þegar
ég sagði honum að
langafi hans væri dáinn, og eru það
svo sannarlega orð að sönnu. Eng-
um er greiði gerður með því að
vera hér áfram ef heilsan er þrotin.
Tryggvi afi var virkilega sér-
stakur persónuleiki, ákveðinn, ein-
beittur, þrjóskur, einstaklega
hreinskilinn og orðheppinn. Það
var svo skemmtilegt að heyra hann
segja frá því hann dró ekkert und-
an. Hann var fróður um alla skap-
aða hluti og víðlesinn. Bækur hans
skiptu hundruðum og hann las þær
allar minnst tvisvar sinnum. Hann
var mikill íþróttaunnandi og fylgd-
ist með íþróttum, og þá sérstak-
SIGTRYGGUR
ÓLAFSSON
✝ SigtryggurÓlafsson fæddist
í Brekku í Glerár-
þorpi 14. nóvember
1922. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 2.
nóvember síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Glerár-
kirkju 12. nóvember.
lega knattspyrnunni,
þar sem hann var nú
eitt sinn í knatt-
spyrnuliði Þórs á Ak-
ureyri. Það hefur ver-
ið honum mikils virði
og var hann mjög
stoltur af því, allt til
hinsta dags.
Sú mynd sem birtist
mér fyrst af afa er
þegar hann var á
gamla hjólinu sínu að
„rúnta“ út um allan
bæ með póstinn. Hann
átti aldrei bíl svo
þetta var hans fákur.
Gamla pósthúfan átti sinn stað á
fatahenginu og okkur systkinunum
þótti hún merkileg. Já þær eru
margar stundirnar sem við Siggi
bróðir áttum hjá þeim. Það er okk-
ur sérstaklega minnisstætt þegar
við vorum í gamnislag á stofugólf-
inu og brutum glerskápinn með
bókunum. Við skömmuðumst okkar
ekkert lítið og létum okkur það að
kenningu verða. Þegar ég var í
framhaldsskóla bjó ég hjá ömmu
og afa einn vetur og það var ynd-
islegur tími og á ég þeim mikið að
þakka. Afi lagði mikið upp úr
menntun og hvatti mig mikið
áfram. Ennfremur kenndi hann
manni að vera ekki að spreða með
peningana, heldur að eiga alltaf
fyrir öllu.
Fyrir nokkrum mánuðum byrj-
aði heilsu hans að hraka þannig að
öll vissum við hvert stefndi. Ég
náði að kveðja hann nokkrum vik-
um áður en hann fór og fyrir það
er ég mjög þakklát. Núna veit ég
að hann er í góðum höndum og
kannski hann sé kominn í gamla
fótboltaliðið sitt aftur.
Ég kveð með söknuð í hjarta
elsku afa minn og bið algóðan guð
að vaka yfir honum og styrkja
elsku ömmu.
Kristín H.
Elsku afi minn, ég
veit að núna líður þér
vel og ég er fegin því
en samt væri ég alveg
til í að hafa þig ennþá
hér hjá okkur, en ég fæ
nú víst engu um það ráðið. Það er
ekki eins að koma heim til ömmu og
afa núna, svo eru blómin þín á svöl-
unum að deyja. En ég reyni bara að
hugsa um allar stundirnar sem við
áttum saman og þakka guði fyrir
þær. Til dæmis þegar við fórum
saman á hestbak og þú varst að
HILMAR
ÓLAFSSON
✝ Jón HilmarÓlafsson fæddist
á Ísafirði 2. nóvem-
ber 1927. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 18. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Grafarvogs-
kirkju 27. október.
segja manni frá öllum
fuglategundum og öll-
um gróðri sem við fór-
um framhjá. Svo
varstu að kenna mér að
dansa á ættarmótinu
núna í júní, þið amma
voruð alltaf svo klár að
dansa. Það fór nú aldr-
ei mikið fyrir þér, þú
varst alltaf að dunda
þér við að leggja kapal,
leysa krossgátu eða
eitthvað svoleiðis en
samt vissi maður að þú
varst þarna og það var
nóg. Ég veit samt að
þú ert ekkert alfarinn frá okkur, ég
er alveg viss um að þú sért ennþá
hjá ömmu og okkur öllum. En þín er
samt sárt saknað og maður verður
bara að reyna að venjast þessu og
hugsa fallega til þín. Mér þykir vænt
um þig. Hvíl í friði.
Ólöf Ragnarsdóttir.
SVERRIR ÖRN VALDIMARSSON
prentari,
Langeyrarvegi 20,
Hafnarfirði,
Við kveðjum með
söknuði Steindór Sig-
urðsson, samstarfs-
mann okkar hjá SBK.
Það er heiður að geta
sagt frá því að hafa
unnið með Steindóri þó ekki hafi
verið nema tæpar fjórar síðustu vik-
urnar í lífi hans. Steindór kom aftur
STEINDÓR
SIGURÐSSON
✝ Steindór Sig-urðsson fæddist
á Siglufirði 13. mars
1943. Hann lést 12.
nóvember síðastlið-
inn og var hann jarð-
sunginn frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju 19.
nóvember.
til starfa hjá SBK í
október 2004, en eins
og allir vita sem hann
þekktu þá rak Stein-
dór SBK til fjölda ára.
Óhætt er að segja að
Steindór hafi verið
hörkukarl sem bar
harm sinn í hljóði.
Steindór var nýbúinn
að drekka morgun-
kaffið og spjalla við
starfsfólkið þegar kall-
ið kom. Það var vart
hægt að sjá á honum
að hann væri kvalinn
eða veikur, svo vel bar hann veik-
indi sín. Með þessum fátæklegu orð-
um langar okkur starfsfólk SBK að
votta eiginkonu Steindórs og fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu sam-
úð. Góður Guð styrki ykkur og varð-
veiti í sorg ykkar.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta,
vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma,
þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ók.)
Kveðja.
Starfsfólk SBK.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Elsku besta vinkona
mín, hún Tóta á Akri,
eins og ég sagði alltaf,
og hlógum við þá báð-
ar, því alltaf var gleði
að hitta þig. Ég skrifa
til þín fáeinar línur, því ég gat ekki
fylgt þér síðasta spölinn á föstudag-
inn af eintómum vandræðagangi.
Ég kom til þín á saumastofuna á
Akri 1940. Vorum við átta stelpur
saman komnar alls staðar að – að
austan, norðan, sunnan og vestan.
Mikið var þá gaman að lifa og alltaf
varst þú léttust í lund. Ég veit að
enginn hefur verið eins fær með
skærin að sníða og nálina við að
sauma eins og þú. Oft var efnið sem
átti að fara í flíkina svo lítið, að okk-
ur sýndist að þú myndir aldrei fá það
í flík. Ó, jú, þú snerir og snerir og áð-
ÞÓRUNN
ODDSDÓTTIR
✝ Þórunn Odds-dóttir fæddist á
Akri á Akranesi 11.
janúar 1908. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 22. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Akranes-
kirkju 29. október.
ur en yfir lauk varð úr
því frábær flík, og allt
var gert með bros á
vör. Skapið alltaf jafn-
gott. Mikið var hlegið
þegar ein okkar var bú-
in að sauma ermina við
hálsmálið og ekki hlóst
þú minnst, því alltaf
vorum við að gera vit-
leysu.
Ég var hjá þér síð-
asta vorið sem þú
saumaðir alla ferming-
arkjólana á Akranesi.
Þvílíkt nostur, allir þeir
hnappar, rósir og krús-
indúllur. Svo fórst þú að sauma fleiri
og fleiri dýrðlega upphluti, allt til
áttræðisaldurs. Þú varst svo sann-
arlega kjarnakona. Síðustu árin
prjónaðir þú svo átta blaða dúllur úr
hárfínu heklugarni og gafst þær frá
þér í allar áttir. Ég á þær margar,
því alltaf varstu að gefa og hjálpa.
Puttarnir þínir voru fimir, kollurinn
skýr og hjartað heitt. Oft spjölluðum
við mikið, en aldrei lagðir þú illt orð
til nokkurs manns.
Nú kveð ég þig, mín kæra vina.
Þakka þér allt. Guð geymi þig.
Guðborg Elíasdóttir.
Nokkur kveðjuorð
frá skólasystrum
Húsmæðraskóli Suð-
urlands á Laugarvatni haustið 1948.
Saman eru komnar 32 lífsglaðar og
eftirvæntingarfullar stúlkur ásamt
hópi góðra kennara til að takast á við
verkefni vetrarins, að stunda nám í
Húsmæðraskólanum og auka þannig
við þekkingu og færni við húshald og
heimilisrekstur.
Forvitnum augum horfðum við
hver á aðra, því fæstar höfðum við
sést áður. Miklu máli skipti að vel
tækist til um herbergisfélaga og ekki
síður val í starfshópa í svo nánu sam-
félagi sem í húsmæðraskólanum
GUÐRÚN
SUMARLIÐADÓTTIR
✝ Guðrún Sumar-liðadóttir fædd-
ist í Viðvík á Hellis-
sandi 5. mars 1930.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 4. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Háteigs-
kirkju 12. nóvember.
hlaut að verða.
Skemmst er frá því að
segja að við nöfnur
lentum saman í holli og
ljúft er að minnast þess
að betri samstarfskonu
var vart hægt að hugsa
sér.
Gunna var alltaf glöð
og létt í skapi og sér-
lega viljug og ósérhlíf-
in. Hún hafði ekki mörg
orð um hlutina en gekk
í að leysa þau verk af
hendi sem henni voru
falin og gerði það vel.
Ég minnist með gleði og þakklæti
þessara löngu liðnu daga, bæði til
kennara og nemenda, sem deildu
kjörum í Lindinni veturinn 1948–49.
Guðrúnu Sumarliðadóttur, sem nú
hefur horfið úr hópi hinna glöðu
Lindarmeyja, eru færðar þakkir
okkar skólasystra og kennara henn-
ar fyrir ljúfa viðkynningu.
Börnum hennar og ástvinum öðr-
um sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. skólasystra og kennara,
Guðrún Sigurðardóttir.
Okkur langar til að minnast okkar
elskulegu tengdamóður og ömmu í
fáum orðum. Nú er baráttu hennar
lokið við illvígan sjúkdóm.
Við munum minnast hennar með
hlýhug og söknuði. Við erum þakklát
fyrir þær stundir sem við áttum með
henni.
Með þessum orðum kveðjum við
hana.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið þig að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu og hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Takk fyrir allt, elsku tengdamóðir
og amma. Sofðu rótt, blessuð sé
minning þín.
Rakel Jónsdóttir, Sif, Dóra,
Birkir Ívar og Birta Íva.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar