Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.11.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 27 DAGBÓK HREINLÆTISVÖRURNAR FRÁ 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 64 93 1 1/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 64 93 1 1/ 20 04 Landsbanki Íslands hf. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Sveitarfélagið Árborg. 330.000.000 kr. 1. flokkur 2004 Nafnver› útgáfu: Heildarnafnverð flokksins er 330.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa: Skuldabréf 1. flokks 2004 eru gefin út til 15 ára og greiðast með 15 jöfnum afborgunum á 12 mánaða fresti, í fyrsta skipti 15. mars 2005. Vextir greiðast á sömu dögum og afborganir. Lokagjalddagi afborgana og vaxta er 15. mars 2019. Útgáfudagur bréfsins er 13. maí 2004. Skuldabréfið ber 4,30% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður ARBO 04 1 Skráningardagur: Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 26. nóvember 2004. Bingó hækkar blóðþrýstinginn KUNNINGJAR okkar hjónanna sögðu okkur að á sunnudagskvöldum væri mjög skemmtilegur þáttur Á skjá einum þar sem þátttakendur í sjónvarpssal spiluðu bingó og að þeir sem horfa á þessa stöð heima hjá sér gætu líka tekið þátt. Við ákváðum því að prófa þetta á sunnudaginn þar sem ekkert skemmtilegt var í boði á þessum tíma, hvorki hjá Ríkissjónvarpinu né Stöð 2. En mikil urðu vonbrigði okk- ar. Ungi maðurinn sem stjórnaði þessum bingó-þætti talaði svo hratt og var svo hræðilega upptrekktur, sveiflaði höndunum í allar áttir og hristi blýantinn, sem hann hélt á, ótt og títt og af miklum krafti. Ógern- ingur var að skilja hvað hann sagði. Þegar þátturinn var hálfnaður vorum við hjónakornin orðin svo dös- uð enda hugurinn kominn á fleygi- ferð. Við slökktum á sjónvarpinu og ákváðum að mæla blóðþrýstinginn hjá okkur. Hann var kominn upp úr öllu valdi, nálægt 180. Við lögðumst því strax á gólfið og gerðum slök- unaræfingar. Við mælum ekki með því að þeir sem hafa of háan blóð- þrýsting horfi á þennan þátt. Öldruð skötuhjú. Áekkert skylt við rasisma NÚ sprettur fólk upp til handa og fóta og kallar þá rasista sem telja óráðlegt að hingað flytjist til búsetu ótakmarkaður fjöldi útlendinga. Mörgum finnst það öfugþróun þegar útlendingar eru teknir í vinnu hérna fram yfir Íslendinga og einnig að þeir fyrrnefndu séu í sumum til- fellum látnir sitja fyrir í húsnæðis- málum. Það á ekkert skylt við ras- isma þó okkar fámenna þjóð hafi nokkrar áhyggjur af því að við get- um orðið í minnihluta í framtíðinni með þeim vandamálum sem því gætu fylgt. Guðrún Magnúsdóttir. Stór gullkross týndist STÓR gullkross, breiður og þunnur, týndist líklega í nágrenni við Ask á Suðurlandsbraut. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 4138 eða 462 2529. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) hófstnú á laugardaginn með útgáfu for-varnablaðsins Slökkviliðsmaðurinn. Blaðinu hefur verið dreift í 70 þúsund eintökum um land allt en í því eru meðal annars ítarlegar leið- beiningar um eldvarnir heimilanna. Í dag hefja slökkviliðsmenn heimsóknir sínar í þriðju bekki grunnskólanna, fræða börnin um eldvarnir og bjóða þeim að taka þátt í Eldvarnagetrauninni. Vernharð Guðnason, formaður LSS, segir mark- mið átaksins að hvetja almenning til aðgerða í eld- vörnum heimilanna til að draga úr líkum á tjóni á lífi og eignum vegna eldsvoða. Hann segir reyk- skynjara vera mikilvægustu forvörnina og eigi þeir undantekningarlaust að vera á hverju heimili í landinu, enda séu þeir einfaldasta og öruggasta for- vörnin þegar kemur að brunavörnum. Hver eru helstu áhersluatriðin í eldvörnum? „Eldvarnir ganga út á að vernda líf, heilsu og eignir í þessari forgangsröð. Okkar markmið er að leiðbeina almenningi og hvetja hann til að tryggja öryggi sitt með aðgerðum í eldvörnum. Um er að ræða einfaldar, ódýrar og áhrifaríkar aðgerðir sem eru engum ofviða. Við slökkviliðsmenn vitum hvað jafnvel lítill eldur getur haft skelfilegar afleiðingar inni á heimilum fólks. Forvarnablaði LSS var dreift um allt land um helgina og ég hvet fólk til að kynna sér efni þess.“ Hvað er hægt að gera til að bæta eldvarnir heim- ilisins? „Við leggjum megináherslu á að á hverju heimili séu virkir reykskynjarar til að tryggja að viðvörun berist tímanlega, fólk nái að forða sér út úr brenn- andi húsi og hringja í 112. Einn eða fleiri reyk- skynjarar eiga að vera í hverri íbúð og við biðjum fólk að muna að reykskynjara þarf að prófa mán- aðarlega, skipta þarf um rafhlöðu árlega og reyk- skynjarann sjálfan ekki sjaldnar en á tíu ára fresti. Við höfum því miður dæmi um að reykskynjarar hafi ekki komið að gagni vegna þess að þetta var vanrækt. Ennfremur verða flóttaleiðir að vera greiðar, gera þarf og æfa áætlun um hvernig fólk hyggst yf- irgefa brennandi hús og koma þarf upp lágmarks- búnaði, það er handslökkvitækjum og eldvarna- teppum. Síðast en ekki síst stuðlum við að því að fólk þekki hætturnar og læri að varast þær. Við hvetjum fólk einnig eindregið til að tryggja eigur sínar. Þegar allt kemur til alls eru eldvarnir á ábyrgð hvers og eins. Það veltur því á okkur sjálfum að tryggja öryggi fjölskyldna okkar.“ Forvarnir | Eldvarnaátak LSS um allt land er komið í fullan gang Reykskynjarar eru lykilatriði  Vernharð Guðnason fæddist í Hnífsdal 1962. Hann útskrif- aðist sem húsasmiður frá Iðnskólanum á Ísa- firði 1982 og lauk Meistaraskólanum í Reykjavík 1987. Vernharð starfaði við húsasmíðar uns hann varð slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur (nú SHS) 1988. Hann útskrifaðist sem bráðatæknir frá Center for Emergency Medicine í Pittsburgh árið 2000. Hann varð formaður LSS 2002. Eiginkona Vernharðs er Ester Martinsdóttir flugumferðarstjóri og eiga þau þrjú börn. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14 leik- fimi og vinnustofa kl. 9, boccia kl. 10 frjáls spilamennska alla daga, bókabíllinn kl. 13.30 til 14 alla mánudaga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30, smíði og útskurður kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist sunnudaginn 28. nóvember, kl. 14. Kaffi- veitingar, allir velkomnir. FEBÁ Álftanesi | Opið hús í Hauks- húsum, spilað, teflt, spjallað. Kaffiveit- ingar að hætti hússins. Félag eldri borgara Reykjavík | Brids í dag kl. 13.00. Kaffitár með ívafi kl. 13.30. Línudanskennsla, byrjendur kl. 18. Samkvæmisdans, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK spilar tvímenning alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK Gullsmára: Spilað mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Eldri borgarar velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11.00. Bókband kl. 10.00, ullarþæfing kl. 13.00, spænska kl. 14.00. Í Garðabergi er pílu- kast kl. 13.00 bridge. Í Garðaskóla eru tölvur kl. 17.00. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 sund og leik- fimisæfingar í Breiðholtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13.30 hjúkr- unarfræðingur á staðnum. Kl. 14.30 kór- æfing. Sími 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, keramik, perlusaumur og kortagerð, kl. 10 fótaaðgerð og bænastund, kl. 12 há- degismatur, kl. 13 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl.9–16, jóga kl. 9–11, frjáls spilamennska kl. 13–16, böðun virka daga fyrir hádegi, fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf. Listasmiðja handavinna / frjálst 9–16. Bað 9–12. Framsögn og upplestur, kl. 10 – Soffía Jakobsdóttir. Félagsvist kl. 13.30. Hárgreiðslustofa 568–3139. Miðar á Vínarhljómleika 7. jan. 2005 komnir í hús. Verð kr. 3.150. Ósóttar pantanir seldar 6. desember. Rúta. Sími 568– 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun þriðjudag sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði. SÁÁ félagsstarf | Tveggja kvöld dans- námskeið verður dagana 22. og 23. nóv- ember í sal I.O.G.T að Stangarhyl 4. Námskeiðið hefs til 20 báða dagana. Sjálfsbjörg | Félagsheimilið Hátúni 12: Brids í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 kór- æfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, myndlist og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerð kl. 9.30, boccia kl. 10 handmennt, gler- bræðsla og frjáls spil kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Video kl. 13.30. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn kl. 12 í dag. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Barnakórarnir æfa á mánudögum. Yngri deildin 7–9 ára æf- ir kl. 15.30 og eldri deildin 10–12 ára kl. 16.30. Laugarneskirkja | Kl. 18 Opinn 12 sporafundur í safnaðarheimilinu. Vinir í bata. Tilvalið að koma og kynna sér þetta merka mannræktarstarf. (Nýir tólfsporahópar hefjast strax á nýju ári.) Sjá: laugarneskirkja.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hjörtur Marteinsson opnaði um helgina sjöttu einkasýningu sína á lágmyndum og þrívíðum verkum í Galleríi Sævars Karls í Reykjavík undir yfirskriftinni „Ókyrrar kyrralífsmyndir“. Hjörtur notast við brot úr sænskri dagblaðsfrétt til að varpa ljósi á við- fangsefni sitt. Í fréttinni sagði frá manni sem stöðvaði hraðlest í Svíþjóð og hellti sér yfir samferðamenn sína, sagði þá þræla streitunnar og hávaðans og að þeir væru búnir að missa öll tengsl við hin raunverulegu lífsgæði. Þess í stað hefðu þeir farsíma og far- tölvur. „Eins og heiti sýningarinnar ber með sér þá kallast hún á við hugtakið kyrra- lífsmynd og hvernig við skynjum það og skiljum með mismunandi hætti í nútím- anum,“ segir Hjörtur. Flest kyrralífs- verk kallast að sögn Hjartar á við þrá mannsins eftir hæglátu lífi og öryggi og eiga verkin á sýningunni hjá Sævari Karli að endurspegla þessa þversagna- kenndu þrá að hluta til. „En aflvaki flestra verkanna og hugmyndalegur rammi sýningarinnar snýst um hug- takið þögn og andstæðu þess, hávað- ann, sem alls staðar skellur á eyrum manna hvar sem þeir eru staddir.“ Hjörtur segir verkin á sýningunni unnin með hinn ókunna en ofurnæma lestarfarþega sem tók í neyðarhemilinn í huga. Jafnframt eiga þau að vera framhald af þeirri ókyrru þögn sem hver og einn geymir innra með sér. Ókyrrar kyrralífsmyndir í Galleríi Sævars Karls Sýningin stendur til sunnudagsins 12. desember og er opin á verslunartíma Sævars Karls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.