Morgunblaðið - 22.11.2004, Síða 33
Listamenn sem unnu að verkinu: Dorette Egilsson ljóðskáld, Árni Egilsson
tónskáld, Auður Bjarnadóttir, höfundur og leikstjóri, Hákon Leifsson,
stjórnandi strengjasextetts, og Elísabet Jökulsdóttir skáld.
Morgunblaðið/Golli
DANSLEIKHÚSVERKIÐ Ern eft-
ir aldri var frumsýnt á Stóra sviði
Þjóðleikhússins á miðvikudag. Segja
má að um sé að ræða sýningu þar
sem möguleikar leiksviðsins eru
nýttir til hins ýtrasta því við sögu
kemur fjöldi listamanna; leikarar,
dansarar bæði fullorðnir og á barns-
aldri, tónlistarfólk og textahöfundar.
Kvöldið skiptist raunar í tvö verk,
annars vegar verkið „Ef ég væri
fugl“ sem samið er við tónverkið
„From the Rainbow“ eftir Árna Eg-
ilsson kontrabassaleikara, og hins
vegar verkið „Ern eftir aldri“ sem
innblásið er af samnefndri heimild-
armynd Magnúsar Jónssonar.
Þess má geta að gagnrýnandi
Morgunblaðsins, Soffía Auður Birg-
isdóttir, gaf verkinu afar góðan vitn-
isburð og segir höfund og leikstjóra
verksins, Auði Bjarnadóttur, hafa
„skapað frábæra sýningu þar sem
margir ólíkir þættir leikhússins
koma saman á eftirminnilegan hátt“.
Í viðtali við Morgunblaðið hefur
Auður áður sagt að það sem hún
sjálf þrái í leikhúsi sé „að það hreyfi
við manni“ og að sýningin sé pólitísk
þótt hún eigi líka að vera skemmti-
leg. Umfjöllunarefnið sé m.a. það of-
beldi sem þjóðin beiti sjálfa sig og
eigið land. Telur Soffía að henni hafi
tvímælalaust tekist að hreyfa við
áhorfendum sínum.
Vert er að geta þess að aðeins eru
fyrirhugaðar tvær sýningar í viðbót.
Önnur á morgun, þriðjudaginn 23.
nóvember og hin miðvikudaginn 1.
desember.
Dansleikhús | Ern eftir aldri frumsýnt
Hreyfingar á sviði til að
hreyfa við áhorfendum
Morgunblaðið/Sverrir
Leikkonurnar Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir
ásamt Sveini Einarssyni, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra.
Morgunblaðið/Sverrir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2004 33
Kvikmyndir.is
H.J.Mbl.
ÁLFABAKKI
3.45 og 6.15. Ísl tal.
H.L.Mbl.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50.
Búið ykkur undir að öskra.
Stærsta opnun á hryllingsmynd
frá upphafi í USA.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.10.
HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6. Enskt tal.
KRINGLAN
kl. 5.50, 8 og 10.10.
Stanglega bönnuð innan 16 ára
Stanglega bönnuð innan 16 ára
Frá spennumyndaleikstjóranum,
Renny Harlin kemur þessi
magnaði spennutryllir sem
kemur stöðugt á óvart.
l i tj ,
li i
i t lli
t t t.
Funheit og spennandi með John Travolta
og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki!
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10.20.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20.
Sama Bridget. Glæný dagbók.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 . Ísl tal.
ÁLFABAKKI
kl. 4, 6, 8 og 10.10.
Sagan af Öskubusku í nýjum búningi
ÁLFABAKKI
kl. 5.50, 8 og 10.10.
RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.10..
Sama Bridget. Glæný dagbók.
RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.10..
! "#$ %&
&'&( )
& * OFURFYRIRSÆTAN Naomi Campbell og R&B-stjarnan Usher hafa nú
gert ástarsamband sitt opinbert. Parið sýndi sig í fyrsta sinn opinberlega
þegar þau komu hönd í hönd til afhendingar evrópsku MTV-verðlaunanna
í Róm á fimmtudag. Að sögn sást parið varla utan hótelsvítu sinnar eftir
að þau komu til borgarinnar síðastliðinn mánudag. Campbell sagðist þó
skemmta sér konunglega á Ítalíu enda væri hún afar hrifin af landinu.
Hún reyndi þó að borða ekki of mikið því þá yrði hún syfjuð, sagði hún
blaðamanni breska dagblaðsins Daily Mirror.
Líklega hefur Naomi verið ánægð með kallinn, því hann hampaði bæði
verðlaunum sem besti karlkyns listamaðurinn og fyrir bestu plötuna.
Fríða og dýrið?
UsherNaomi Campbell