Morgunblaðið - 22.11.2004, Side 1
2004 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
HVER ER STYRKLEIKI LANDSLIÐSINS Í HANDKNATTLEIK? / B2, B3
SEPP Blatter, forseti FIFA, Al-
þjóðaknattspyrnusambandsins,
segir að hann hefði staðið heils
hugar á bak við leikmenn enska
landsliðsins, ef þeir hefðu gengið af
velli í leiknum gegn Spánverjum í
síðustu viku. Þeldökkir leikmenn
enska liðsins máttu þá þola miklar
svívirðingar frá spænskum áhorf-
endum og enska knattspyrnu-
sambandið hefur skotið málinu til
FIFA.
„Ef leikmenn Englands hefðu
ákveðið að ganga af velli við þessar
kringumstæður, hefði ég skilið þá
mjög vel, og ég hefði algjörlega
staðið við bakið á þeim. Ég er steini
lostinn yfir því sem gerðist í Madr-
íd, og það í hinu mikla knattspyrnu-
musteri, Bernabeau-leikvanginum.
Fyrir hönd FIFA get ég aðeins beð-
ið Englendinga afsökunar á því sem
átti sér stað í leiknum, því einmitt á
þessu ári hefur FIFA barist sér-
staklega fyrir háttvísi í knattspyrn-
unni. Þetta atvik á Bernabeau særir
mig mjög,“ sagði Blatter í samtali
við BBC um helgina.
Málið er til rannsóknar hjá FIFA
og Blatter vildi ekki ræða um hver
möguleg refsingin á hendur Spán-
verjum yrði. „Rannsóknin verður
að hafa sinn gang og ég vil ekki
grípa fram fyrir hendurnar á nein-
um,“ sagði Blatter. Háværar raddir
hafa verið uppi um að Spánverjar
verði dæmdir í heimaleikjabann
eða skikkaðir til að spila næstu
landsleiki sína á heimavelli án
áhorfenda.
Blatter hefði
stutt brottgöngu
enska liðsins
Roland Valur Eradze svaraðikalli landsliðsþjálfarans í gær
er hann stóð vaktina gegn Slóven-
um, var stórkostleg-
ur í fyrri hálfleik er
hann varði alls 17
skot og þar af 2
vítaköst, þegar Ís-
land tryggði sér fimmta sætið á
mótinu með sigri, 39:34. En Eradze
sem nú leikur með ÍBV frá Vest-
mannaeyjum varði alls 22 skot í
leiknum.
„Ég er ánægður með strákana í
vörninnni, þeir sendu mótherjana á
rétta staði er þeir komust í gegn og
ég er ánægður með samvinnuna hjá
okkur,“ sagði Eradze eftir leikinn.
Hann lék í fyrsta sinn með ís-
lenska liðinu á stórmóti á heims-
meistarakeppninni í Portúgal í jan-
úar árið 2003 en í fyrra sleit hann
krossband í hné, missti af Evrópu-
mótinu í Slóveníu, en var með ís-
lenska liðinu á Ólympíuleikunum í
Aþenu á ný í sumar.
„Ég er að ná mér í hnénu, það er
samt sem áður vökvi í hnéliðnum
sem þarf að „tappa af“ mér af og til.
Og ég hef ekki verið góður í hnénu
hérna í Svíþjóð þar sem keppnis-
gólfin hafa verið stöm og hörð.“
Eradze telur að íslenska liðið sé á
réttri leið. Stuttur undirbúningur
hafi kosti og galla en markmiðið sé
að ná árangri. „Það er mitt mark-
mið að standa í markinu frá upphafi
í hverjum leik. En maður er aðeins
valinn ef maður stendur sig en ég
ætla mér að standa í markinu í Tún-
is, þar ætla ég að láta að mér kveða.
Ef við höldum áfram á sömu braut
er ég bjartsýnn á framhaldið, Sig-
fús Sigurðsson, Ólafur Stefánsson,
Jaliesky Garcia og Patrekur Jó-
hannesson eru mikilvægir leikmenn
sem styrkja hvaða lið sem er. Og ég
bíð spenntur eftir að fá fleiri tæki-
færi til þess að sanna mig enn frek-
ar,“ sagði Roland Eradze.
Ljósmynd/Berndt Wennebrink
Markús Máni Michaelsson skorar gegn Slóveníu. Íslenska liðið tryggði sér fimmta sætið á heimsbikarmótinu í Svíþjóð.
Roland Valur Eradze, landsliðsmarkvörður í handknattleik
Ætla að láta að
mér kveða í Túnis
MARKVERÐIR íslenska landsliðsins hafa verið í kastljósinu und-
anfarin misseri af þeirri ástæðu að þeir verja ekki alltaf nógu mörg
skot í hverjum leik. Viggó Sigurðsson, þjálfari liðsins, sagði eftir
leik liðsins gegn Frökkum á heimsbikarmótinu sl. miðvikudag að
ekki væri hægt að vinna leiki í keppni við þá bestu ef markverðirnir
næðu ekki að verja 15–20 skot í hverjum leik.
■ Allt um mótið/B6, B7, B12
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar frá
Gautaborg
ÍSLENSKT fimleikafólk náði góðum árangri
á Norður-Evrópumeistaramótinu sem fram
fór í Danmörku um helgina. Stúlkurnar náðu
öðru sæti í liðakeppninni auk þess sem Krist-
jana Sæunn Ólafsdóttir sigraði í gólfæfingum
og stökki.
Kvennasveitina skipuðu auk hennar þær Sif
Pálsdóttir, Inga Rós Gunnarsdóttir og Harpa
Snædís Hauksdóttir. Sif varð efst þeirra í fjöl-
þrautinni, lenti þar í öðru sæti með 31,85 stig,
Kristjana Sæunn varð fjórða með 31,375 stig
og Inga Rós Gunnarsdóttir sjöunda með 30,6
stig. Harpa S. Hauksdóttir varð í 15. sæti með
28,675 stig. Viktor Kristmannsson náði best-
um árangri í karlaflokki með því að hafna í 3.
sæti á bæði bogahesti og tvíslá og hann varð í
tíunda sæti í fjölþrautinni.
Stúlkurnar bættu sig verulega frá því á síð-
asta móti því þá enduðu þær í fjórða sæti en
annað sætið varð hlutskipti þeirra núna.
Sif Pálsdóttir varð í þriðja sæti á slá með
7,40, fjórða sæti á gólfi með 7,475 og sjöunda
á tvíslá með 6,7 stig. Kristjana Sæunn var
einnig í öðru sæti á slá með 7,6 stig og í sjötta
sæti á tvíslá með 7,05 stig. Harpa Snædís
Haudsóttir var í sjöunda sæti í stökki með 7,95
stig.
Gunnar Sigurðsson var í sjötta sæti í stökki
með 8,0 stig. Róbert Kristmannsson hafnaði í
sjöunda sæti á bogahesti með 7,75 stig í ein-
kunn.
Kristjana og
Sif með
gull og silfur
STÓRTÍÐINDI gærdagsins á heimsbikar-
mótinu í handknattleik, World Cup, hljóta að
vera þau að Róbert Gunnarsson línumaður ís-
lenska liðsins var EKKI valinn í úrvalslið móts-
ins. Það var dómnefnd á vegum mótshaldara
sem valdi liðið og líklega hefur sú dómnefnd
ekki séð leiki íslenska liðsins. Samkvæmt töl-
fræði sem tekin var saman úr öllum leikjum
mótsins var Róbert Gunnarsson langefstur er
öll atriði leiksins voru tekin saman, hann fékk
31,9 stig í 5 leikjum eða 6,4 stig að meðaltali.
Auk þess sem hann var markahæsti leikmaður
liðsins. Næstur á þeim lista var Mirza Dzomba
frá Króatíu sem var með 18 stig í 5 leikjum eða
3,6 að meðaltali í leik. Er Morgunblaðið spurð-
ist fyrir um hvaða atriði dómnefndin hefði lagt
til grundvallar á vali á úrvalsliði mótsins var
fátt um svör. En úrvalsliðið var þannig skipað:
Markvörður Thomas Svensson, Svíþjóð.
Hornamenn: Lars Christiansen, Danmörku, og
Mirza Dzomba, Króatíu. Línumaður: Michael
Knudsen, Danmörku. Skyttur: Lars Christian-
sen, Danmörku, og Holger Glandorf, Þýska-
landi. Leikstjórnandi: Jonas Larholm, Svíþjóð.
Róbert bestur en
ekki í úrvalsliðinu