Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.11.2004, Qupperneq 12
Ég sagði fyrir leikinn að svona leikþyrftum við að vinna til þess að taka eitt skref áfram. Þeir svöruðu kallinu og gerðu það sem þeir gátu. Við náðum betri árangri í þessum leikjum en ég átti von á. Í fljótu bragði þá eru þetta allt leikmenn sem ég vil hafa með í Túnis en við erum með leikmenn á borð við Ólaf Stef- ánsson, Sigfús Sigurðsson, Jaleskiy Garcia fyrir utan liðið – og nú er bara spurningin hvort þeir komist í þetta lið,“ bætti Viggó við og brosti í kamp- inn. En líklega hefur ekkert landslið efni á því að skilja Ólaf Stefánsson eftir heima – hvað þá Ísland. „Ég er gríðarlega ánægður með útkomuna. Margir af þessum strákum sem eru í liðinu voru að fá tækifæri til þess að sanna sig og þeir nýttu sér það sem þeir fengu. En samt sem áður erum við aðeins skammt á veg komnir með þá hluti sem ég ætla að leggja áherslu á fyrir heimsmeistaramótið í Túnis. En þetta var mun betra en ég þorði að láta mig dreyma um. Við vorum ekki nógu fljótir að setja boltann í leik eft- ir að hafa fengið á okkur mark. En það lagaðist er á leið keppnina, hraðaupphlaupin voru líka stirð í upphafi en voru á góðri siglingu er á leið. En það voru margir sem létu að sér kveða í vörn sem sókn. Það sjá allir hvað menn gera í sókninni, mörkin segja alla söguna en í vörn- inni er oft erfiðara að fá klapp á bakið fyrir sitt framlag.“ Viggó segir að hið unga íslenska lið hafi oft á tíðum leikið glimrandi vel en á köflum hafi reynsluleysið gert vart við sig. „Við erum að gera of mörg mistök í sókninni. Í leiknum gegn Slóvenum erum við yfir 17:13 er skammt er eftir af fyrri hálfleik. Í stað þess að ganga alveg frá þeim hendum við boltanum frá okkur í 6–7 sóknum í röð án þess að ná skoti á markið. Er við gengum af velli var staðan 18:18 og ég þurfti aðeins að þenja raddböndin í hálfleik við strák- ana.“ En Viggó ætlar ekki að draga þá ályktun af 5. sætinu að íslenska liðið sé nú þegar í hópi þeirra bestu. „Það voru mörg lið að breyta mikið fyrir þetta mót, við erum með nýja leik- menn eins og flest önnur lið. En Frakkar eru nánast með sitt sterk- asta lið og við töpum með 9 mörkum fyrir þeim í slakasta leiknum sem við áttum í þessu móti. Það er kannski sú mælistika sem við þurfum að miða við. Þýska liðið er ungt, ungverska liðið einnig. En ég veit ekki hvað er í gangi hjá Króatíu, þeir voru langt, langt frá sínu besta í þessu móti.“ Þórir Ólafsson og Einar Örn Jóns- son skoruðu fá mörk úr hægra horn- inu, hefur þú áhyggjur af því? „Já, það er áhyggjuefni. Þeir nýttu ekki færin sín nógu vel. Og það er mitt hlutverk að fá meira út úr þess- um leikmönnum. Ég þekki þá báða nógu vel og veit að þeir geta gert miklu, miklu meira. En það koma líka aðrir valkostir til greina og má þar nefna Gylfa Gylfason. En ég ætla að velja liðið sem fer á heimsmeistara- mótið á milli jóla og nýárs. Það er því skammur tími til stefnu en það er mitt markmið að allir leikmenn liðs- ins séu með sjálfstraust og finni að ég ber traust til þeirra. En að sjálfsögðu verða þeir Þórir og Einar að gera betur – það vita þeir báðir sjálfir.“ Viggó var ánægður með mark- vörsluna á mótinu þar sem Roland Eradze og Hreiðar Guðmundsson voru áberandi. „Ég ætla að fara með þrjá markverði til Túnis. Roland sýndi það sem ég hef séð hann vera að gera með ÍBV. Hann var frábær gegn Slóveníu, og sömu sögu er að segja af Hreiðari. Hann kom á óvart, varði vel og sýndi að hann er klár í slaginn. Birkir Ívar Guðmundsson sýndi ekki bestu hliðar sínar í þessu móti. En ég hef séð hann verja vel í erfiðum Evrópuleikjum og veit að hann hefur getu til þess að verja vel. Ég tel okkur vera vel setta með þessa þrjá en þeir þurfa að vera á tánum því það eru aðrir markverðir sem koma einnig til greina.“ Viggó taldi síðan upp alla leikmenn liðsins og var ánægður með þá alla. „Við búum við það skemmtilega vandamál að eiga marga örvhenta leikmenn sem eru góðir. Einar Hólmgeirsson stóð sig vel, var ógn- andi og sterkur í vörn. Ásgeir Örn Hallgrímsson verður líklega ekki með í Túnis vegna aðgerðar sem hann fer í á næstu dögum. En maður vonar að hann verði búinn að ná sér. Alexander Petersson er einnig inní myndinni – hörkuleikmaður. Og síð- an er það Óli (Ólafur Stefánsson). Markús Máni Michaelsson var sterk- ur í þessu móti, sem og Dagur Sig- urðsson. Arnór Atlason kemur með nýjar víddir sem leikstjórnandi og þannig get ég haldið áfram.“ Viggó var sammála því að íslenska liðið hefði haft gott af því að leika nokkra leiki án Ólafs Stefánssonar. „Já, Ólafur þurfti að hlaða rafhlöð- urnar og liðið þurfti líka að fá leiki án hans. Í þeim skilningi að við erum handknattleikslið – en ekki einstak- lingar. Ólafur hefur borið liðið nánast á herðum sér, og strákarnir vita það að þeir verða að leggja meira af mörkum og þeir sýndu það að þeir geta gert það gegn sterkum liðum á borð við þessi sem við mættum í þessu móti. Næstu landsleikir ís- lenska liðsins verða gegn Svíum í byrjun janúar og síðan heldur liðið til Spánar um miðjan janúar þar sem það mun dvelja fram að heimsmeist- aramótinu í Túnis. Við fáum tækifæri gegn Svíum, hver veit nema að okkur takist að stíga skref sem aldrei hefur verið stigið hjá karlalandsliðinu – að leggja Svía að velli,“ sagði Viggó Sigurðs- son. „Það verður erfitt að velja liðið sem fer á heimsmeistara- mótið í Túnis,“ segir Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari „Frábær andi í liðinu“ „ÞAÐ sem ég er ánægðastur með eftir þessa fimm leiki er sá andi sem býr í þeim strákum sem skipuðu liðið. Þeir eru allir að stefna í sömu átt, eru fljótir að tileinka sér nýja hluti og ég sé ekki annað en að það verði gríðarlega erfitt að velja liðið sem mun fara á heimsmeist- aramótið í Túnis,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið hafði lagt Slóvena að velli í leik um 5. sætið á mótinu. Ljósmynd/Anders Abrahamsson Viggó Sigurðsson þungt hugsi á varamannabekknum á heimsbikarmótinu í Svíþjóð. Sigurður Elfar Þórólfsson skrifar frá Gautaborg ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem ís- lenska landsliðið í handknattleik skorar 39 mörk í landsleik, en alls voru skoruð 73 mörk í leiknum gegn Slóveníu á heimsbikarmótinu í Svíþjóð, sem ísland vann 39:34. Íslenska landsliðið hefur þrisvar áður skorað 39 mörk í leik – gegn bandaríkjunum 1974, 39:19, gegn Kína 1988, 39:19 og gegn japan 1995, 39:18.  Íslenska landsliðið hefur fimm sinnum skorað fjörutíu mörk eða meira í leik.  Fyrst 41 mark í leik gegn banda- ríkjunum í New jersey 1966, 41:19.  Þá voru skoruð 40 mörk gegn Grænlendingum í Nuuk 1005, 40:14. Ísland lagði Kýpur í leik í Kaplakrika 1999, 42:11 og Qatar á heimsmeistaramótinu í Portúgal 2003, 42:22.  Það var í HM í Portúgal sem ís- lenska landsliðið setti markamet sitt, þegar liðið skoraði 55 mörk í leik gegn ástralíu, 55:15. Flest mörk Íslands í landsleikjum ÞAÐ áttu fáir von á því að heims- og ólympíumeistaralið Króata myndi enda í 8. og neðsta sæti heimsbikarmótsins, World Cup. Í gær lék liðið gegn Ungverjum í leik um 7.–8. sæti keppninnar og var jafnt á komið með liðunum er venjulegum leiktíma var lokið, 25:25. Samkvæmt reglugerð móts- ins fór fram vítakeppni til þess að ná fram úrslitum og þar náðu Ungverjar betri árangri, skoruðu þrjú mörk gegn einu og unnu sam- anlagt 28:26. Króatar urðu neðstir RÓBERT Gunnarsson var lang- markahæstur í íslenska liðinu með 45 mörk alls. En mörkin skiptust þannig á milli leikmanna liðsins: Róbert Gunnarsson ..................... 45 Einar Hólmgeirsson .................... 21 Markús Máni Michaelsson .......... 19 Ásgeir Örn Hallgrímsson ............16 Guðjón Valur Sigurðsson ........... 13 Dagur Sigurðsson........................ 12 Logi Geirsson ............................... 10 Þórir Ólafsson ................................ 7 Arnór Atlason ................................ 5 Ingimundur Ingimundarson ........ 5 Vignir Svavarsson ......................... 3 Einar Örn Jónsson......................... 2 Jaliesky Garcia............................... 2 Snorri Guðjónsson..........................0 13 skoruðu fyrir Ísland RÓBERT Gunnarsson var marka- hæsti leikmaður heimsbikar- mótsins, með 45 mörk alls og þar af 10 úr vítaköstum. Næstur var Mirza Dzomba frá Króatíu með 37 mörk, þar af 17 úr vítaköstum og Siarhei Rutenka frá Slóveníu varð þriðji með 36 mörk. Ef litið er á skotnýtingu var Ró- bert einnig efstur á blaði, með rúmlega 90% nýtingu en hann skaut 38 sinnum að marki utan af velli og skoraði 35 sinnum. Og í vítaköstum skaut Róbert 13 sinn- um og skoraði 10 sinnum. Marka- hæstu leikmenn mótsins voru: Róbert Gunnarsson, Íslandi ....... 45 Mirza Dzomba, Króatíu .............. 37 Shiarhei Rutenka, Slóveníu ....... 36 Jonas Larholm, Svíþjóð .............. 32 Lars Christiansen, Danmörku ... 30 Sören Stryger, Danmörku ......... 26 Christophe Kempe, Frakklandi. 25 Michael Knudsen, Danmörku .... 24 Csaba Tombor, Ungverjalandi .. 23 Holgeir Glandorf, Þýskalandi.... 23 Einar Hólmgeirsson, Íslandi ...... 22 Róbert varð markakóngur SVÍAR urðu heimsbikarmeistarar í handknattleik í þriðja skipti í gær þegar þeir unnu Dani í úr- slitaleik á World Cup í Gautaborg, 27:23. Svíar voru yfir allan tím- ann, 14:11 í hálfleik, Danir minnk- uðu muninn í eitt mark seint í leiknum en komust ekki nær. Þetta var fyrsti sigur Svía á stórmóti í handknattleik í hálft þriðja ár og það er langur tími hjá þessari sigursælu handboltaþjóð. Þeir unnu mótið áður árin 1992 og 1996. Sigur Svía var nokkuð óvæntur því þeir tefldu fram tiltölulega ungu liði í mótinu. Danir þóttu sigurstranglegri en þeir urðu að sætta sig við tvo ósigra gegn sænska liðinu, bæði í riðlakeppn- inni og aftur í úrslitaleiknum í gær. „Það hefði enginn trúað því fyr- ir viku að við stæðum uppi sem sigurvegarar mótsins,“ sagði Seb- astian Seifert, leikmaður Svía, við Expressen. Thomas Svensson kom ekkert við sögu í sænska markinu í leikn- um því Fredrik Ohlander átti stórleik. Frakkar unnu öruggan sigur á Þjóðverjum, 34:27, í leik um 3. sætið og Ungverjar sigruðu Kró- ata í vítakastkeppni eftir að liðin skildu jöfn í leiknum um 7. sætið. Ungt lið Svía sigraði óvænt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.