Morgunblaðið - 06.12.2004, Page 2

Morgunblaðið - 06.12.2004, Page 2
Í búðarkaup eru ein af stærstu fjárfestingum sem einstaklingar og fjöl- skyldur ráðast í. Til að tryggja sem best að allt gangi upp er mikilvægt að gera sér grein fyrir fjárhagsstöðu sinni við þessi tímamót. Áður en hús- næðislán er tekið þurfa lántak- endur því að fara í gegnum sér- stakt greiðslumat. Greiðslumatinu er ætlað að sýna fjárhagsstöðu og greiðslugetu viðkomandi, enda mikilvægt fyrir bæði lánveitanda og lántaka að ráðist sé í raunhæfar fjárfestingar. Það er auk þess hag- ur lánveitanda að lántaki geti stað- ið við skuldbindingar sínar sem stoltur íbúðareigandi og þess vegna er lögð mikil áhersla á heið- arlega og vandaða ráðgjöf sam- hliða greiðslumati. Hvað kostar að eiga íbúð? Það getur verið gott að setja markið hátt og leggja á sig meiri greiðslubyrði til þess að kaupa sér betri íbúð en það getur einnig ver- ið varasamt fyrir fjárhaginn að setja markið of hátt, því þá má ekkert út af bregða til þess að allt fari í óefni í fjár- málum. Hvað ef: bíllinn bilar? Við þurfum að fara í dýra tannlæknaaðgerð? Öll stór- afmælin og veislur hitta á sama mánuðinn? Þessi atriði geta öll sett fjárhaginn úr skorðum tíma- bundið. Rekstrarkostnaður íbúðar er stórt atriði en í greiðslumati er gert ráð fyrir að sá kostnaður sé 0,2% af kaupverði íbúðar. Dæmi: Á 15.000.000 króna íbúð er rekstrar- kostnaður 30.000 krónur á mánuði. Í rekstrarkostnaði íbúðar er tekið tillit til viðhalds, lögboðinna trygg- inga svo sem brunatrygginga, hita, rafmagns, fasteignagjalda og áætl- aðs venjulegs viðhalds. Framfærslukostnaður fer eftir fjölskyldustærð lántaka. Meðal- framfærslukostnaður er gefinn út af Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og Hagstofu Íslands. Hvað er innifalið í þessum með- alframfærslutölum og hvað er ekki innifalið? Það sem er innifalið eru atriði eins og matur og hreinlæt- isvörur, tómstundir, fatakaup, heilsugæsla, heimasími, blaða- áskriftir og fleira. Það sem er ekki innifalið í framfærslukostnaði eru atriði eins og hiti og rafmagn, símakostnaður (GSM og tölvuteng- ingar), rekstur bifreiðar, fast- eignatryggingar, meðlag, barna- gæsla, áskrift að sjónvarpi og fleira. Rekstrarkostnaður bifreiðar er mikilvægur í greiðslumati en þar er gert ráð fyrir bifreiðatrygg- ingum, bifreiðargjöldum og bens- íni. Einnig þarf að taka inn í myndina greiðslubyrði af öðrum lánum. Hér er um að ræða greiðslubyrði af lánum sem ekki á að greiða upp heldur halda áfram með t.d. LÍN, bílalán, yfirdrátt eða raðgreiðslusamninga. Góð fyrstu skref að íbúðarkaupum eru:  Framkvæma bráðabirgða- greiðslumat á isb.is  Fara í bankann í ráðgjöf, greiðslumat og fá lánsloforð  Hefja leitina að draumaeign- inni! Ástæða þess að mælt er með að viðskiptavinir fari fyrst í greiðslu- mat og geri sér grein fyrir eigin fjárhagsstöðu er til þess að koma í veg fyrir vonbrigði ef við- skiptavinur hefur fundið drauma- eignina en stenst síðan ekki greiðslumat og missir því af eign- inni. Því er gott að vera komin með lánsloforð eða ákveðna upphæð sem þú getur síðan leitað eftir. Algengar spurningar Algengar spurningar sem þjón- ustufulltrúar fá geta verið í þess- um dúr: „En til hvers að gera greiðslu- mat? Þú þekkir mig og mína við- skiptasögu?“ Jú, líklega þekkjum við þína við- skiptasögu en við viljum að þú ger- ir þér grein fyrir þeim skuldbind- ingum sem þú er að leggja út í og viljum ekki sjá þig lenda í vand- ræðum með greiðslubyrði í fram- tíðinni. „Getur þú ekki bara ákveðið framfærslukostnaðinn fyrir mig?“ Það er nauðsynlegt að fara yfir framfærslukostnaðinn þannig að hann verði sem allra nákvæmastur og gott er að nota rauntölur úr greiðsluþjónustu ef viðskiptavinur er í slíkri þjónustu. „Ég er með 150.000 laun á mán- uði, hvað get ég keypt mér dýra íbúð?“ Það fer eftir greiðslugetu þinni. Greiðslugeta er fundin með því að draga framfærslukostnað, rekstur bíls og íbúðar og núver- andi skuldir frá launum. Með því að gera bráðabirgðagreiðslumat á www.isb.is eða hafa samband við þjónustufulltrúa í bankanum er hægt að fá góða hugmynd um greiðslugetu og hversu dýra íbúð þú gætir keypt þér. Hvaða gögn þarf að koma með í greiðslumat?  Launaseðla síðustu þriggja mánaða  Skattskýrslu, staðfesta af löggiltum endurskoðanda eða skattayfirvöldum.  Lánayfirlit, sem bankinn út- vegar.  Kauptilboð eða söluyfirlit, gert af löggiltum fast- eignasala.  Veðbandayfirlit, sem bankinn getur útvegað. „Hvað tekur greiðslumatið lang- an tíma og hvað kostar það?“ Ef öll gögn eru til staðar tekur greiðslumatið 2–3 daga. Greiðslu- mat er lántakendum að kostn- aðarlausu og gildir í þrjá mánuði. „Hvað mun það kosta mig að taka húsnæðislán?“ Greiða þarf 1,0% lántökugjald, 1,5% stimpilgjald sem fer til rík- issjóðs, þinglýsingargjald 1.200 kr. og afgreiðslugjald 1.400 kr. Einnig taka fasteignasalar þóknunargjald fyrir sína vinnu. Ef um endur- fjármögnun er að ræða getur kom- ið til uppgreiðslukostnaður á lán- um sem þarf að greiða upp. Kostnaðurinn er frá 8.000–18.000 kr. Lánatrygging Þegar búið er að taka húsnæð- islán til þess að kaupa íbúð og jafnvel skuldbinda sig til allt að 40 ára er nauðsynlegt að vera tryggð- ur ef veikindi eða dauðsfall ber að höndum. Af þeim ástæðum getur verið mikið öryggisatriði að hafa lána- tryggingu. Lánatrygging fer til uppgreiðslu lánsins ef lántaki fell- ur frá. Þannig er hagur eftirlifandi maka og barna betur tryggður. Niðurstöður greiðslumats og ráðgjöf Niðurstaða greiðslumats felur í sér greiðslugetu viðskipavinar og upplýsingar um eigin fjármögnun (sparifé sem á að notað til kaupa). Greiðslugetan er sú upphæð sem umsækjandi hefur til ráðstöfunar til að greiða af nýjum eða yfirtekn- um lánum skv. væntanlegu kaup- tilboði eftir að tekið hefur verið til- lit til framfærslu, reksturs bifreiða og húsnæðis, afborgana annarra lána og nýrra lána sem umsækj- andi gerir ráð fyrir að taka. Þegar útreikningar greiðslumats liggja fyrir fer þjónustufulltrúi yfir niðurstöðurnar með viðskiptavini og kemur með tillögur að tilhögun við töku húsnæðisláns og leiðir við- skiptavininn í gegnum ferlið. Með- al þess sem farið er yfir er gildi greiðslumats fyrir viðskiptavin, greiðslugetu og þýðingu hennar, lánasamsetningu og bent á mögu- legar breytingar sem gætu minnk- að eða jafnað greiðslubyrði. Greiðsluáætlun húsnæðislána er skoðuð með það að leiðarljósi að gera sér grein fyrir sveiflum í greiðslubyrði milli tímabila. Afar mikilvægt er að leita strax til þjón- ustufulltrúa ef eitthvað kemur upp á sem getur haft áhrif á greiðslu- getu. Það er svo ótal margt framandi þegar verið er að kaupa í fyrsta sinn og þess heldur mikilvægara að viðskiptavinir leiti til bankans í ráðgjöf vegna kaupa á íbúð. Áður en haldið er af stað er gott að líta við í næsta útibúi Íslands- banka eða í Þjónustumiðstöð fast- eignaviðskipta, Suðurlandsbraut 30 og fá ráðgjöf varðandi íbúðar- kaup og húsnæðislán. Af hverju greiðslumat? Greiðslumati er ætlað að sýna fjárhagsstöðu og greiðslugetu viðkomandi. Þannig getur hann sett sér raunhæf markmið þegar hann leitar að draumaeigninni. Ragnheiður Jóhannesdóttir Markaðurinn eftir Ragnheiði Jóhannesdóttur, viðskiptafræðing og þjónustustjóra í Þjónustumiðstöð fasteigna- viðskipta, Íslandsbanka 2 F MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Efnisyfirlit Ás ................................................... 31 Ásbyrgi ......................................... 12 Berg .............................................. 27 Bifröst .................................. 3 og 13 Borgir .................................... 30–31 Brynjólfur Jónsson .................. 28 Draumahús .......................... 32–33 Eignamiðlun ............. 12 og 24–25 Eignaumboðið ............................... 4 Eignaval ....................................... 36 Fasteign.is .................................. 22 Fasteignakaup .............................. 5 Fasteignamarkaðurinn ...... 14–15 Fasteignamiðstöðin .................. 43 Fasteignasala Íslands .............. 42 Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 21 Fasteignastofan ........................... 7 Fjárfesting .................................. 38 Fold ................................................ 19 Garðatorg ..................................... 41 Gimli .................................. 18 og 33 Heimili .......................................... 37 Híbýli ............................................. 21 Hof ................................................ 40 Hóll ............................................... 46 Hraunhamar .......................... 16–17 Húsakaup .................................... 20 Húsalind ........................................ 12 Húsavík ........................................ 47 Húsið ............................................ 39 Húsin í bænum ........................... 34 Höfði ............................................... 11 Kjöreign ........................................ 10 Klettur ......................................... 48 Lundur .......................................... 23 Miðborg ..................................... 8–9 Neteign ........................................ 35 Skeifan ............................................ 4 Smárinn ....................................... 39 Valhöll ........................................ 6–7 X-hús ............................................. 41 Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is, sími 5691323 og Magnús Sigurðsson, magnuss@mbl.is, sími 5691223, Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs. Banki allra landsmanna410 4000 | landsbanki.is 4,15%Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 67 26 12 /2 00 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.