Morgunblaðið - 06.12.2004, Side 9
Bæjarhraun - Hafnarfjörður. 108,9 fm
skrifstofuhúsnæðið á 3. hæð. Húsnæðið skiptist í
móttöku, baðherbergi stórt opið rými og fundar-
herbergi. Möguleiki á hagstæðri fjármögnun. Til
afhendingar nú þegar. V. 9,0 m. 4591
Bolholt Vel staðsett og ný innréttað gistiheimili
á fjórðu hæð með 13 rúmgóðum herbergjum,
þvottahúsi og sal. Húsnæðið er miðsvæðis í
Reykjavík, lyfta er í húsinu og glæsilegt útsýni.
V. 65 m. 5011
Hyrjarhöfði 588,5 fm gott atvinnu- iðnaðar-
húsnæði með góðri lofthæð og innkeyrsluhurð-
um. Allt mjög snyrtilegt og í góðu viðhaldi. Stór
girt og malbikað bílaplan. V. 55 m. 4919
Hvaleyrarbraut 187,5 fm atvinnuhúsnæði
(fyrrum fiskvinnsla) á jarðhæð með innkeyrslu-
dyrum. Húsnæðið skiptist í stórt opið rými með
mikillri lofthæð, skrifstofu og snyrtingu. Malbikað
bílaplan að framan. Möguleiki á hagstæðri fjár-
mögnun. V. 13,5 m. 4678
Stórhöfði 580 fm gott húsnæði með sérinn-
gangi, í húsnæðinu eru innréttuð u.þ.b. 25 herb.
ásamt móttöku. Mögleiki á góðum greiðslukjör-
um. V. 49,0 m. 3915
Smiðjuvegur Gott atvinnuhúsnæði á efri hæð
með innkeyrsludyrum, húsnæðið sem er innréttað
og nýtt hefur verið fyrir kjötvinnslu skiptist í þrjár
skrifstofur, tvö búningsherbergi, eldhús,
vinnslusali, frysti-og kæligeymslur. V. 39 m.
5165
Verslunar og/eða lagerhús 3.600 fm heil
húseign vel staðsett miðsvæðis. Húsið hentar
mjög vel bæði fyrir verslun og sem lagerhús.
Lofthæð u.þ.b 10 m, fjöldi innkeyrsluhurða og
góður glerfrontur. Stór lóð með malbikuðum bíla-
stæðum. 5177
Faxafen 586,5 fm húsnæði í kjallara sem í dag
er nýtt sem heilsurækt. Malbikað bílaplan að
framan. Möguleiki á hagstæðri fjármögnun. V.
43,0 m. 4686
Vesturvör 164 fm endabil á 1. hæð í góðu iðn-
aðarhúsi. Möguleiki á hagstæðri fjármögnun.
4679
Krókháls - Góð greiðslukjör. 508 fm vel
staðsett skrifstofuhæð á efstu hæð auk millilofts
í góðu lyftuhúsi. Glæsilegt útsýni, fjöldi bíla-
stæða, laus til afhendingar stax. Góð greiðslu-
kjör. V. 40,0 m. 3422
Suðurlandsbraut - Skeifan 791,3 fm
glæsilegt og vel staðsett verslunar-og lagerhús-
næði á einum besta og fjölfarnasta verslunarstað
borgarinnar.
Eignin býður uppá margskonar nýtingarmögu-
leika. V. 95 m. 4807
Stórhöfði 248,5 fm skrifstofurými á 3. hæð (2.
hæð frá götu). Rýmið skiptist í hol, skrifstofu,
fundarherbergi, stórt opið rými, geymslu, snyrt-
ingu og risloft með eldhúsi. Glæsilegt útsýni.
Skipti koma til greina. V. 22,5 m. 4766
Hlíðasmári 181 fm gott verslunarhúsnæði á
jarðhæð í nýlegu húsi. Húsnæðið er mjög vel
staðsett á horni og vel innréttað. V. 32.0 m.
4523
Laugavegur - Til leiga Jarðhæðin í þessu
glæsilega húsnæði er til leigu. Eignin getur leigst
í einu eða tvennu lagi. Einstakt tækifæri. Nánari
upplýsingar gefur Þorlákur á skrifstofu Miðborgar
eða í síma 820-2399 4819
Völuteigur - Mosfellsbær 1.408,3 fm nýl.
og vandað húsnæði með mikla lofthæð. Góð að-
koma, fjöldi bílastæða á frágenginni lóð. Áhv.
hagstætt langtímalán. Eignaskipti mögul. V. 130
m. 4166
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 F 9
BÆRINN Klambrar stóð þar sem
nú er Miklatún. Þar voru aldrei „mik-
il“ tún og alveg ástæðulaust að breyta
nafninu þó að Listamannaskálinn
væri færður þangað. Hann hafði áður
staðið við Kirkjustræti; óvandað hús
sem tjaldað var til einnar nætur. Þar
voru samt sem áður haldnar merkar
sýningar á þeim tíma þegar mál-
verkið blómstraði, en líklega sló
Kjarvalssýningin á stríðsárunum
þær allar út. Þá var þjóðin nýrík,
áfjáð í list og má segja að tímabil hins
almenna áhuga, sem þá hófst, hafi
staðið í rúmlega fjóra áratugi.
Með nýju listhúsi á Klambratúni
átti að slá tvær flugur í einu höggi:
Reisa Kjarval hús til að geta sýnt að
staðaldri hluta af lífsverki meistarans
og í annan stað átti að endurreisa
Listamannaskálann. Þá voru mynd-
listarmenn búnir að safna peningum
sem verja skyldi til sýningarhúss. Má
segja að þeir fjármunir hafi gufað
upp á Kjarvalsstöðum og listamenn-
irnir misstu sjálfir þau tök sem þeir
höfðu haft í Listamannaskálanum.
Þetta og fleira var ég að hugleiða á
rölti með augun opin á Klambratúni.
Kjarvalsstaðir eru ekki eitt af þeim
húsum í borginni sem nefnd eru til
dæmis um það sem hæst ber í bygg-
ingarlist okkar frá nýliðinni öld.
Raunar bar byggingu hússins upp á
fremur dapurlegt tímabil í arkitekt-
úr; ekki bara hérlendis heldur víðast
hvar í hinum vestræna heimi. Þar
fyrir utan mistókst lýsingin, sem er
grundvallaratriði í sýningarhúsi, og
varð deiluefni. Þegar til stóð að bæta
úr rákust þær fyrirætlanir á höfund-
arrétt arkitektsins. Allt var það ein
raunasaga.
Sú skipan var lengi viðhöfð að lista-
menn gátu sótt um að sýna á Kjar-
valsstöðum, oftast annaðhvort í Aust-
ursal eða Vestursal, sem er stærri.
Frá áttunda og níunda áratugnum
man ég eftir sýningum sem fengu
gríðarlega aðsókn og menn seldu eft-
ir því. Það var eftirtektarvert að
fylgjast með þeim almenna áhuga
sem birtist við opnanir hjá vinsælum
málurum eins og Baltasar, Eiríki
Smith, Einari Hákonarsyni og fleir-
um. Jafnvel ég, sem var einn af minni
spámönnunum, fékk svo góða aðsókn
á Kjarvalsstaðasýningu 1982 og 1986
að inngangseyrir á sunnudagssíðdegi
dugði fyrir leigunni fyrir salinn allan
tímann. Sýningin 1982 var temasýn-
ing; myndefnið fengið úr íslenzkum
ljóðum. Sú sýning seldist upp og ég
gat byggt mér vinnustofu fyrir af-
raksturinn.
Mér er sem ég sæi eittthvað álíka
gerast núna, en hitt er líklegra og
raunar alveg víst, að hvorki mundi
ég, Eiríkur, Baltasar né Einar Há-
konarson þykja nógu fínir pappírar
til að vera boðið að sýna og við fengj-
um raunar ekki inni þótt við sæktum
um. Nú hafa listfræðingar völdin;
þeir eru að „skrifa listasöguna“ eins
og það heitir og vilja ráða því einir
hverjir komast upp á dekk. Ugglaust
telja einhverjir þá skipan til framfara
og benda á að svona sé það hjá stóru
þjóðunum. Það er samt að einu leyti
dimmt yfir Klambratúni; hinn al-
menni áhugi á fyrri árum er greini-
lega ekki lengur fyrir hendi. Ótal oft
heyri ég fólk segja að það sé alveg
hætt að sækja sýningar, sem voru þó
fastur punktur í tilverunni hjá mörg-
um fram eftir síðustu öld. Með kons-
eptlist eða hugmyndalist í bland við
naumhyggju er einfaldlega búið að
halda of margar leiðinlegar eða lítt
áhugaverðar sýningar sem hafa fælt
fólk frá. Þetta er orðin löng og dimm
lægð og hún er ekki bara yfir
Klambratúni.
Ég man samt eftir mörgum ljósum
punktum eða sólskinsblettum á Kjar-
valsstöðum síðustu áratugina, ann-
aðhvort væri nú. Sem betur fer birt-
ast stundum snjallir listamenn en
hreinræktað málverk sést sjaldnar
en áður. Alltaf er unun að sjá vel mál-
aða mynd, en mér er þó í rauninni al-
veg sama hvers konar tækni lista-
menn tileinka sér, hvort það heitir
skúlptúr eða málverk eða sín ögnin af
hvoru.
Á rölti um Klambratúnið leit ég inn
á Kjarvalsstöðum þar sem yfir stend-
ur afmælissýning Textílfélagsins.
Þess er minnst að 30 ár eru liðin frá
stofnun félagsins. Sýningin er sum-
part áhugaverð en varla framúrskar-
andi; ég hvet samt listunnendur til að
láta hana ekki framhjá sér fara. Hún
er áhugaverð vegna þess að hún leiðir
vel í ljós breytingu sem er að verða í
listum almennt, þar sem landamæri
eru að verða óljós og ein listgrein
flæðir inn í aðra.
Þegar félag er kennt við textíl sér
maður fyrir sér þræði, spuna, vefnað
og annað álíka. Þannig var það líka
framan af að textíllistamenn unnu að
vefmyndum og veggteppum og þessi
list byggðist á handverki og gjarna á
gerð nytjahluta. Þetta er liðin tíð.
Nútíma textíllistamaður notar
margskonar efni, gervihár, hrosshár,
ljósmyndatækni, jafnvel gler og
stundum er ekki auðvelt að átta sig á
efniviðnum. Ekki skiptir það máli að
minni hyggju. Hér er á ferðinni sjálf-
stæð listsköpun með blandaðri tækni
og það er í rauninni úrelt að kenna
þetta við textíl. Þessa sýningu, líkt og
margar aðrar, einkennir samt viss
tómleiki sem er tízkufyrirbæri og
skilgetið afkvæmi naumhyggjunnar.
Stundum verður þetta beinlínis hall-
ærislegt; mætti ég biðja um ofurlítið
meira kjöt á beinin.
Ég hef séð mér til ánægju að loks-
ins er ljósmyndin að hljóta sess sem
fullgildur listmiðill. Það vill svo til að
einn albezti myndlistarmaður þjóð-
arinnar, Ragnar Axelsson, Rax á
Morgunblaðinu, notar þennan miðil
og nýja bókin hans er listviðburður
sem ég óska honum til hamingju með.
Ég vona líka að ég eigi oft eftir að
rölta um sali á Kjarvalsstöðum með
augun opin. Þá er mér hjartanlega
sama í hvers konar blandaðri tækni
listamenn vinna og hvort þeir kalla
það textíl eða eitthvað annað. En ég
vona að til verði myndlist, sem aftur
geti dregið áhugafólk að Kjarvals-
stöðum, þá ekki sízt yngri kynslóðina,
og að sú myndlist verði sprottin úr
okkar íslenzka jarðvegi, en ekki ein-
berar eftirhermur.
Á rölti með augun opin Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Á textílsýningu á Kjarvalsstöðum. Verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur. Verkið heitir Vinstra og hægra heilahvel, 2004. Efn-
ið er gervihár. Hér kemur vel í ljós hversu illa lýsingin í loftinu er hönnuð en hún er víst óumbreytanleg.
Skin og skúrir á Klambratúni
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Margir hugsa sér textíl sem efnivið í veggteppi eða einhvern vefnað sem getur
legið á borði eða gólfi. En því fer fjarri að nútíma textíllistamenn hugsi þannig.
Sést til dæmis hér að textílverk eftir bandaríska listakonu, Sarah Wolf New-
lands, er í rauninni fullgildur skúlptúr.
Textílsýning á Kjarvalsstöðum. Flétta, verk eftir Hlyn Helgason. Áletraðir borð-
ar eru strengdir á misvíxl og hvort þetta er textílverk eða skúlptúr skiptir ekki
öllu máli.
Eftir Gísla Sigurðsson
rithöfund og blaðamann