Morgunblaðið - 06.12.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 F 33
Ekki semja um kaup eða sölu á fasteign...
fyrr en þú hefur kynnt þér staðalinn ÍST 51 Byggingarstig húsa
www.stadlar.is
Staðlaráð Íslands
sími 520 7150
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur
byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa
lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir
sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina.
Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega
hafið samband og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
G
arðabær leitar nú eftir til-
boðum í byggingarrétt
fyrir fjölbýlishús á tveim-
ur lóðum með samtals 30
íbúðum við Bjarkarás 1–15 og 17–29
þar í bæ. Lóðirnar eru byggingar-
hæfar og skal kauptilboð gert í báð-
ar lóðirnr, en samkvæmt deiliskipu-
lagsskilmálum skal byggingarrétti
ráðstafað til sama aðila vegna
beggja lóðanna. Hönnun mann-
virkja skal einnig vera á hendi sama
aðila.
Lágmarksverð fyrir lóðina við
Bjarkarás 1–15 er 24,2 millj. kr. en
þar er gert ráð fyrir átján íbúðum
og lágmarksverð fyrir lóð við Bjark-
arás 17–29 er 17,8 millj. kr., en þar
er gert ráð fyrir tólf íbúðum.
Garðabær samþykkti fyrr í haust
breytingu á deiliskipulagi við Bjark-
arás og Brekkuás, sem fól í sér að
byggðar verða á svæðinu 30 íbúðir í
tveggja hæða fjölbýli.
Í greinargerð segir, að þessi
breyting byggist á vilja til þess að
nýta land betur og gatnakerfi, sem
er bæjarfélaginu í heild í hag og í
samræmi við stefnu allra bæjar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu um
að þétta byggð.
Sérinngangur í allar íbúðir
Byggðin er skipulögð þannig, að
hún líkist sem mest sérbýli, m.a. er
hún brotin niður í litlar einingar og
sérinngangur er inn í allar íbúðir.
Bílastæðum er komið þannig fyrir,
að þau séu sem minnst sýnileg frá
nágrannahúsum og meira en þriðj-
ungur þeirra er á neðri hæðum húsa
undir íbúðum.
Svæðið er á hæsta hluta Hrauns-
holts, frá 38–39 m yfir sjávarmáli og
með litlum halla.
Skólar eru skipulagðir þannig, að
grunnskólinn, Sjálandsskóli, mun
standa beggja vegna Hraunholts-
lækjar við sjávarsíðuna norðan
Vífilsstaðavegar. Austan Hafnar-
fjarðarvegar standa Flataskóli og
Garðaskóli. Í Sjálandi verður leik-
skóli, en einnig er leikskóli við Berg-
ás og fyrirhugað er að reisa leik-
skóla við Brekkuás.
Skipulagið nær yfir áður óbyggt
svæði, sem er um 13.780 ferm. að
stærð og er þá ekki talin með hlut-
deild í nærliggjandi götum.
Í heild verða á svæðinu 30 al-
mennar íbúðir og lóð fyrir leikskóla.
Við Bjarkarás er gert ráð fyrir
tveimur íbúðarlóðum og er önnur
þeirra nr. 1–15 og 4.080 ferm. að
stærð og hin nr. 17–29 og um 3.316
ferm. Samtals eru þetta 7.396 ferm.
Þar við bætist leikskólalóðin, sem er
um 5.105 ferm., og stígar í bæjar-
landi, sem eru alls um 1.367 ferm.
Flestar byggingarnar verða
tveggja hæða hús, en leikskóli og tvö
hús, sem standa næst Bjarkarási,
verða á einni hæð. Byggingar sem
eru með bílageymslu á jarðhæð
verða staðsettar eins lágt í landi og
kostur er.
Vegna nálægðar við hús norðan
Bjarkaráss er lögð áherzla á sterkan
heildarsvip og stuttan byggingar-
tíma jafnframt því að lögð er áherzla
á fjölbreytileika í hverfinu.
„Það má gera ráð fyrir mikilli
ásókn í þessar lóðir af hálfu bygg-
ingaraðilanna, en lóðirnar eru á
miklum útsýnisstað efst í Hrauns-
holti,“ segir Guðfinna B. Kristjáns-
dóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar.
Svæðið liggur milli Ásabrautar, Bjarkaráss og Brekkuáss. Samkvæmt deili-
skipulaginu á að byggja þrjátíu íbúðir í eins og tveggja hæða fjölbýlishúsum á
nyrðri hluta svæðisins, sem liggur sunnan við Bjarkarás, og leikskóla á syðri
hluta svæðisins, sem liggur norðan og norðaustan við Brekkuás.
Lóðir fyrir 30 íbúðir
íHraunsholti
Horft yfir svæðið, sem er efst í Hraunsholti. Lóðirnar eru tvær. Við Bjarkarás 1—15 á að byggja átján íbúðir ásamt sam-
eiginlegri bílageymslu og tólf við Bjarkarás 17—29. Lóðirnar eru byggingarhæfar og skal kauptilboð gert í báðar lóðirnar,
en samkvæmt deiliskipulagsskilmálum skal byggingarrétti ráðstafað til sama aðila vegna beggja lóðanna.
magnuss@mbl.is
Barónsstígur - 101 Rvk
Naustabryggja - 112 Rvk
Sóltún - 105 Rvk
19.900.000
Björt og vel skipulögð 4ra herb. 95 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi.
Sérinngangur af svölum. Góð eign á þessum vinsæla stað.
NÝTT
32.000.000
Tveggja íbúða hús auk bílskúrs í hjarta miðbæjarins. Neðri hæðin er 3ja
herb. 93 fm og efri sem er 2. hæð og ris, 5 herb. 118 fm. Sér inngangur í
hvora fyrir sig og eru báðar samþ. Bílskúrinn er 22 fm.
18.500.000
Glæsileg 3ja herb. 93 fm íbúð með geymslu, á 3. hæð í álklæddu lyftuhúsi.
Stæði í bílageymslu. Allar innréttingar eru vandaðar Þvottahús innan íbúðar.
Sérinngangur af svölum.