Morgunblaðið - 06.12.2004, Side 40

Morgunblaðið - 06.12.2004, Side 40
40 F MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ingólfsstæti - Laus Glæsilega ný upp- gerð íbúð á tveimum hæðum í hjarta borg- arinnar. Flísalagt baðherbergi með HTH innréttingu og innbyggðu salerni, eldhús með HTH innréttingu, keramik helluborði og stál háf. Rósettur og listar í loftum. Vandað eikarparket og flísar á gólfum. Verð frá 22,9 millj Laufásvegur - Laus Mjög skemmtileg og falleg 165 fm hæð á þessum eftirsótta stað í miðborginni. Skiptist í tvö stór svefnherbergi og tvær stórar stofur. Mass- íft eikarparket á gólfum. Sér þvottaher- bergi og geymsla eru á hæðinni. Húsið er allt endurnýjað að utan, ný málað og end- urnýjuð þak. Fallegt útsýni. Sér bílastæði á lóð. Áhv. 7 millj. Smárarimi - Einbýli Vorum að fá í sölu steinsteypt 147,7 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 32,3 fm bíl- skúr, alls 180 fm Húsið skilast fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð og fokhelt að innan. Verð 23,5 millj. Kleppsvegur - Rúmgóð 69 fm lítið niðurgrafna 2ja herbergja íbúð í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Gluggar á stofu og svefnher- bergi snúa inn í garð (suður) en gluggar á eldhúsi, baðherbergi og þvottaherbergi snúa út á götu (norður). Nýtt gler í öllum gluggum. Áhv. 3,6 húsbréf. Verð 10,5 m. Grundarstígur - Miðborgin Góð litla samþykkta risíbúð í hjarta borgarinnar. Eignin skiptist í eitt rými sem var áður tvö herbergi og lítið baðherbergi. Áhv. húsbréf 2,3 millj. Verð 6 millj. Bakkabraut Vorum að fá í sölu mjög gott atv. húsnæði á tveim hæðum. Um er á ræða endarými. Á neðri hæð er iðnaðar- rými með mikilli lofthæð og háum inn- keyrsludyrum. Á efri hæð er skrifstof- urými, sem nýtt er í dag sem íbúð. Flatahraun - Atvinnuh. Gott 105,5 fm atvinnuhúsnæði með góðri innkeyrslu- hurð. Húsnæðið skiptist í sal, tvö herbergi og snyrting. Á millilofti er góð kaffistofa og eldhús. Snyrtileg og góð aðkoma er að húsnæðinu. Áhv 5,5 millj. Verð 9,9 millj. Maríubakki - Laus Mjög góða ósamþ. 48 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í ný- lega klæddu fjölbýlishúsi. Eldhús með góðum innr. og ný standsettu flísalögðu baðherbergi. Áhv. 4 m. Verð 6,5 m. Vorum að fá í sölu mjög góða 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með auka her- bergi í kjallara. Þrjár íbúð í húsinu ein á hæð. Tvö rúmgóð svefnherbergi og góð stofa með útgang á lóð. Rúmgott herbergi, sem hentar vel til út- leigu í kjallara. Verð 16,9 millj. Seljavegur www.hofid.is Vorum að fá í sölu stórglæsileg íbúð á annari hæð t.v. með bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi, þvottaher- bergi, eldhús, stofu og borðstofu. Rúmgóðar yfirbyggðar svalir með glæsi- legt útsýni. Fallegar sérsmíðaðar innréttingar. Mjög góður bílskúr, sem er innréttaður sem vinnustofa. Verð 23,5 millj. Ljósalind - Bílskúr Vorum að fá í sölu glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggð- um bílskúr. Á neðri hæð er forstofa, salerni, þvottaherbergi, bílskúr, eld- hús, stofa og borðstofa. Á efri hæð er sjónvarpshol, baðherbergi, fjögur svefnherbergi og garðsvalir. Verð 36,2 millj. Lyngrimi Reykjavík – Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú til sölu 203 ferm. raðhús við Básbryggju 39. „Þetta er fullbúið hús, sem stendur við sjóinn og er með einstöku útsýni,“ segir Sigurður Karl Jóhannsson hjá Miðborg. „Aðkoma bæði sjáv- armegin og götumegin er hellulögð með svokölluðum óðalssteini og er með hitalögn.“ Komið er inn í forstofu á jarð- hæð, sem er með aðalinngangi sjávarmegin en í gegnum bílskúr- inn götumegin. Flísar eru á gólf- um. Á jarðhæð er ennfremur her- bergi, sem er innréttað sem skrifstofa og með skrifstofuinnrétt- ingum. Steyptur stigi er af jarðhæð upp á miðhæð og eru tröppur hans lagðar gegnheilu, ljósu planka- parketi. Þegar komið er upp af jarðhæð er eldhús á vinstri hönd með gluggum og vængjahurð út á vest- ursvalir. Í eldhúsinu er alno inn- rétting og eldhúseyja en planka- parket á gólfi. Á miðhæðinni er ennfremur baðherbergi gegnt stig- anum með flísalögðum veggjum og ljósu plankaparketi og hitalögn í gólfi. Einnig er herbergi á hægri hönd, þegar komið er upp af jarð- hæðinni. Stigi er af jarðhæð upp á efstu hæð og tröppur hans eru klæddar með ljósu plankaparketi. Hægt er að loka milli mið- og efstu hæðar, en þar uppi er fyrst aðkoma og flísalagt salerni. Þegar komið er upp á efstu hæð er stofa með svölum á vinstri hönd. Hún snýr í vestur og er með mikilli lofthæð og arni. Ljóst planka- parket er á gólfi. Á efstu hæð er ennfremur svefnherbergi, sem snýr mót austri og er með síma, tölvu og sjónvarpstengingum. Trépallur er yfir hluta salernis og hluta svefnherbergis og stofu og er hann ekki með í mati hússins en af pallinum er útsýni til sjávar og til fjalla. Bílskúrinn er með aðkomu frá götu að austan og lagður slitsterku gólfefni. Innangengt er í bílskúr úr íbúð. Mikill nýlegur húsbúnaður er í húsinu og selst hann með húsinu ef vill. „Húsið er sérlega bjart, þar sem birta nær í gegnum það milli enda,“ sagði Sigurður Karl Jó- hannsson að lokum.“ Ásett verð er 38,9 millj. kr. Þetta er raðhús á þremur hæðum og alls 203 ferm. að stærð. Mikill húsbún- aður er í húsinu og selzt hann með ef vill. Ásett verð er 38,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Miðborg. Básbryggja 39 Gott útsýni er frá húsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.