24 stundir - 08.12.2007, Page 44

24 stundir - 08.12.2007, Page 44
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007ATVINNA44 stundir Stafrænn og vefrænn hönnuður sem vill starfa á auglýsingastofu Ef þú vinnur með Adobe Flash og A.E. eins og við hin með hníf á gaffal, já og finnst fátt skemmtilegra en náið samband við gull- fallega, þrælöfluga og eldsnögga tölvu þá er Fíton rétti staðurinn fyrir þig. Hér er nóg að gera við skemmtileg verkefni. Grafískur hönnuður sem gæti hugsað sér að prófa eitthvað nýtt Þú þarft að hanna frábærar auglýsingar og annað prentefni af öllum tegundum, grípa í hreinteikningu þegar á liggur, og auðvitað að sitja hugmyndafundi í sam- starfi við góðan hóp af skapandi fólki. Umsóknum skal skila til Fíton, Garðastræti 37, 101 Reykjavík eða á netfangið atvinna@fiton.is. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 14. desember. Þú missir af jólahlaðborðinu en gætir náð árshátíðinni Garðastræti 37 101 Reykjavík Sími 595 3600 fiton@fiton.is www.fiton.is Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 BLAU ÐIÐINNATVINNUBL AÐIÐ atvinna@24stundir.is Starfsánægja mikil- væg yfirmanninum Ef þú ert ekki fyllilega ánægð/ur í vinnunni skaltu ræða málið við yfirmann þinn og reyna að komast að niðurstöðu um breytingar til hins betra. Góður yfirmaður veit hve mikilvægt er að starfsfólk hans sé ánægt. Margir hverjir eru t.d. reiðubúnir að hjálpa starfs- fólki verði tímabundin eða langtímabreyting á fjölskylduaðstæðum viðkomandi og geta boðið lausnir á við sveigjanlegri vinnutíma eða hlutastarf. Það sem þú þarft að byrja á að gera sem starfsmaður er að kanna hvers lags viðmiðum yfirmaður þinn fylgir og hvernig hann hefur áður meðhöndlað slíkar beiðnir. Með þessu móti getur þú farið til yfirmannsins vel undirbúin/n og sýnt fram á hvernig breytingar samkvæmt þínu höfði geti gert þig að enn mikilvægari starfsmanni. Klæðnaður á vinnustað Það fer að sjálfsögðu eftir því hvar fólk vinn- ur hvernig klæðnaður er talinn viðeigandi. Á sumum stöðum er ætlast til að allir skartgrip- ir séu fjarlægðir, svo sem eyrnalokkar og að önnur göt, t.d. í nafla, séu hulin. Öll viljum við koma vel fyrir og þar hef- ur mikið að segja að vera hreinn og vel strokinn. Jafnvel þótt klæða- burðurinn þurfi ekki að vera ýkja formlegur skiptir þetta höfuðmáli. Þá á ekki við alls stað- ar að klæðast mjög skærum litum, en mestu skiptir þó að fötin séu hrein og vel straujuð ef þess þarf. Takmörk og ástríða Sum okkar vinna af ástríðu og vilja ná settum markmiðum þar sem okkur finnst við virkilega vera að leggja okkar af mörkum. Þá eiga sumir sér persónuleg markmið sem þeir ná fram í gegnum gef- andi starf á meðan öðrum líkar að geta einfaldlega fyllt upp í tíma sinn með einhverju. Þó er sjálfsagt fyrst og fremst efst í huga okkar flestra, í það minnsta öðru hverju, að afla tekna með störfum okkar og gott er að hafa það í huga þá daga sem róðurinn þyngist og starfs- ánægjan virðist vera að fjara út. Sá sem vill fá brauð verður að vinna eins og sagt var hér áður fyrr. Jafnvægi mikilvægt Það er ekki sérlega gott fyr- ir heilsuna að lifa og hrærast í vinnunni allan daginn alla daga. Reyndu eins og þú getur að skipu- leggja tíma þinn þannig að þú haf- ir tíma til að stunda líkamsrækt eða taka smá tíma á hverjum degi til að slaka aðeins á og hugsa um eitthvað allt annað en vinnuna. Stattu fast á þínu þegar kemur að þessu, annars getur þú brunnið út mjög hratt.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.