24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 22

24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 24stundir „Það er ánægjulegt að þessi gögn skuli staðfesta að það séu ekki taldir vera neinir annmarkar á því að stöð- in rísi, hvort sem það yrði við Dýrafjörð eða Arn- arfjörð,“ segir Ólafur Egilsson, stjórnarformaður Ís- lensks hátækniiðnaðar ehf., þess innlenda aðila sem stendur að mögulegri uppbyggingu á olíuhreinistöð á Vestfjörðum. Fyrirtækið hefur verið í samstarfi við rússnesku fyrirtækin Geostream og KATAMAK-Nafta um verkefnið. Rísi stöðin munu fleiri aðilar, jafnt vest- rænir sem rússneskir, koma að eignarhaldi á henni með þekkingu og fjármagn. Ekki tímabært að nefna aðra samstarfsaðila Ólafur segir niðurstöður þessara athugana vera afar mikilvægt skref í átt að því að olíuhreinsistöðin verði að veruleika. „Þær þýða að nú er unnt að halda áfram þeirri vinnu sem þarf við næstu þætti málsins í átt að ákvörðun. Það er ekki búið að ákveða hvor staðsetn- ingin henti okkur betur en nú er meðal annars hægt að halda áfram viðræðum við þá samstarfsaðila sem myndu koma inn í málið.“ þsj Ólafur Egilsson, stjórnarformaður Íslensks hátækniiðnaðar Ólafur Egilsson segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvor staðsetningin henti betur. Mikilvægt skref í átt að ákvörðun Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Það sem kemur fram í þessum skýrslum er að það er engar sjáan- legar hindranir í vegi fyrir byggingu olíuhreinsistöðvar eða öðrum stór- iðnaði á þessum tveimur stöðum sem teknir voru til skoðunar,“ segir Aðalsteinn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða, um niðurstöður athug- unar á náttúrufari og samfélags- greiningar vegna fyrirhugaðrar olíu- hreinsistöðvar á Vestfjörðum. Niðurstöðurnar voru gerðar opin- berar í gær. Tveir staðir hafa komið til greina undir olíuhreinsistöðina, Arnarfjörður í Vesturbyggð og Dýra- fjörður í námunda við Ísafjörð. Mikilvægt skref Aðalsteinn segir skýrslurnar vera mikilvægt skref í átt að mögulegri stóriðjuuppbyggingu á Vestfjörðum. „Það var ekkert til um þetta hérna á Vestfjörðum þó að svona úttektir varðandi stóriðju hafi verið gerðar víða um landið. Það má styðjast við þessar skýrslur við uppbyggingu á annars konar stóriðnaði. Það var í rauninni ávinningur okkar og mark- mið, þó að olíuhreinsistöðin hafi hrint þessu öllu af stað. Menn þurftu að fá svör við því hvort það væru einhverjar hindranir varðandi dýpi, veðurfar, gróðurfar eða fuglalíf á þessum tveimur stöðum. Hvort það væru einhverjar stórar hindranir sem myndu útiloka að stóriðnaður væri mögulegur þar. Skýrslurnar segja að svo sé ekki.“ Í niðurstöðum skýrslnanna er ekki tekin afstaða til þess hvort staðsetningin myndi henta betur undir olíuhreinsistöð. Aðalsteinn segir það enda háð vilja landeigenda, sveitarfélaga og fjár- festa. Neðansjávargöng Jón Þorvaldur Heiðarsson, einn höfunda samfélagsgreiningarskýrsl- unnar, segir niðurstöður þeirra sýna að það væri mikil kostur ef mann- frek starfsemi á Vestfjörðum gæti nýtt sér vinnumarkaðinn á Ísafirði. Ef olíuhreinsistöð risi í Arnarfirði yrðu neðansjávargöng undir fjörð- inn eina raunhæfa leiðin til þess. „Það eru aðrar leiðir sem gera það kleift að komast þarna á milli, en það yrði alltaf svo langt að það væri ekki raunhæft upp á vinnusókn. Það er því mjög erfitt að ná til vinnumark- aðarins frá Arnarfirði þó að lagt væri í miklar vegaframkvæmdir á borð við Dýrafjarðargöng. Slíkt væri eig- inlega ekki hægt nema með neðan- sjávargöngum undir Arnarfjörð þannig að það væri hægt að komast beint frá Bíldudal til Þingeyrar. Það er vissulega hægt að fjölga fólki í Vesturbyggð, en það væri mikill kostur að geta nýtt sér vinnumark- aðinn á Ísafirði.“ Leiðin orðin greið fyrir olíuhreinsistöð  Niðurstöður athugana á náttúrufari og samfélagi á Vestfjörðum vegna stóriðjuuppbygg- ingar voru gerðar opinberar í gær  Ekkert í þeim sem hindrar byggingu á olíuhreinsistöð Olíuhreinsistöð í Rott- erdam sem er töluvert stærri en sú sem áætlað er að reisa hér á landi. ➤ Niðurstöður athugana á nátt-úrufari sýndu að það væru engar stórar hindranir varð- andi dýpi, veðurfar, gróðurfar eða fuglalíf í á stöðunum tveimur sem útiloka upp- byggingu stóriðnaðar þar. ➤ Niðurstöður samfélagsgrein-ingar sýndu að það væri kost- ur fyrir mannfreka starfsemi að tengjast vinnumark- aðinum á Ísafirði þar sem mun fleiri byggju þar en í ná- munda við Arnarfjörð. NIÐURSTÖÐUR „Það er ekkert sem kemur fram í þessum skýrslum sem getur stöðv- að þær hugmyndir að koma hér upp verksmiðju eins og olíu- hreinsistöð,“ segir Ragnar Jörunds- son, sveitarstjóri í Vesturbyggð. „Ég er því bjartsýnn á framhaldið. Ef maður er það ekki og af þessu verður ekki þá verða komnar hérna nýjar Hornstrandir á næstu 50 árum. Þetta er upp á líf og dauða, það er ekkert öðruvísi. Ekki endilega að það komi hingað olíuhreinsistöð heldur að það komi einhver at- vinnuuppbygging hérna.“ Fátt annað í sjónmáli Hann segir þó fátt annað vera í sjónmáli um þessar mundir. „Menn eru alltaf að tala um af hverju við gerum ekki eitthvað annað. Þegar við spyrjum hvað það ætti að vera þá er oft fátt um svör.“ Í samfélagsgreiningarskýrslunni kemur fram að eina leiðin til þess að tengja Arnarfjörð við Ísafjörð sé með neðansjávargöngum. Ragnar er þessu ekki sammála. „Auðvitað er þetta sá þáttur sem við verðum að skoða mjög vel. En það er ekkert heilagt að það þurfi að vera göng þarna undir. Við sjáum aðrar leiðir sem hægt væri að fara.“ Er upp á líf og dauða Sveitarstjóri Vest- urbyggðar er bjart- sýnn á framhaldið Glit ehf. Krókhálsi 5 110 Reykjavík Sími 587 5411 www.glit.is Glerslípivélar á tilboði Allt til gler- og leirgerðar. Ný sending af glerbræðslumótum. Kr. 16.991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.