24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 57

24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 57
24stundir FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 57 Ólafur Beinteinn Ólafsson, kennari og tónlistarmaður, hefur gefið út bókina Fjársjóðurinn. Bókin er afrakstur af nýsköp- unarstarfi hans en Ólafur hefur unnið ötullega að þróunarstarfi í kennslu. Hún er enda forvitnileg að því leyti að í henni má finna söngtexta og fylgir með geisla- diskur með sönglögum þeim er í bókinni má finna. „Í bókinni Fjársjóðurinn segir frá drengjunum Tuma og Trölla,“ segir Ólafur. „Dag einn kemur vinkona þeirra, Sigurpála póstur, með ævagamlan trékassa. Í kassanum finna drengirnir uppdrátt með leiðinni að sjó- ræningjafjársjóði. Tumi og Trölli ákveða að finna fjársjóðinn. Þeir lenda í ýmsum erfiðleikum á ferðalagi sínu, en syngjandi sigr- ast þeir á hverri þraut. Tumi og Trölli gera nokkur góðverk á leið sinni sem leiða til vangaveltna og þegar þeir hafa loks fundið fjársjóðinn sjá þeir tilveruna í nýju ljósi.“ Myndskreytingar „Það er skemmtilegt frá því að segja að listakonan Dagný Emma Magnúsdóttir, sem myndskreytti bókina, er gamall nemandi minn, hún býr á Nýja-Sjálandi í dag. Snemma komu í ljós list- rænir hæfileikar hennar og á ég til dæmis mynd sem hún teikn- aði aðeins 7 ára gömul sem gaman er að skoða í því sam- hengi.“ En Ólafur sinnti kennslu frá 1967 til 1987 er hann sneri sér að tónlistarkennslu. „Þá syngur dóttir mín, Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir sópr- ansöngkona, sönglögin og ég leik undir á píanó,“ segir Ólafur ennfremur. Fallegur boðskapur er fjársjóður fyrir börn Fjársjóður Ólafs Beinteins Dóttir syngur Feðginin Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir og Ólafur Beinteinn Ólafsson. 24stundir/Jim Smart Að þessu spyrja margir útlend- ingar sem sækja Ísland heim í jólamánuðinum enda minnir sjö ljósa, píramídalaga kertaskreyt- ing sem sést í öðrum hverjum glugga mjög á sjö arma ljósastiku í samkunduhúsum gyðinga. Skreytingin er þó upprunnin frá Svíþjóð og flutt inn til Íslands snemma á sjöunda áratugnum af kaupsýslumanninum, Gunnari Ásgeirssyni, og náði gríðarlega miklum vinsældum. Er gyðingdómur rótgróinn hér? Þorláksmessa er dánardagur heil- ags Þorláks, Skálholtsbiskups. Á Þorláksmessu var hangikjötið soð- ið og fólk fékk jafnvel að bragða á því. Tilstandið þótti skemmtilegt og því var dagurinn einnig nefnd- ur hlakkandi. Þorláksmessa er einnig síðasti dagur jólaföstu og því var stolist í hangikjötið. Leifar af föstusiðum virðast hafa þróast á þann veg að mest við hæfi sé að borða lélegan fisk, skötu. Stolist í kjötið á hlakkanda Þeir láta stundum tíeyring í litla barnaskó sem liggja frammi á gangi er sofa menn í ró. Vísa þessi var sungin í útvarps- þætti á Íslandi árið 1938. Skórinn er þá settur út á gang. Siðurinn sá að setja skó út í glugga er sprott- inn af hollenskum sið, en börn settu tréskó sinn í gluggann 6. desember í von um að heilagur Nikulás setti eitthvað í hann. Skógjafir eru hollenskur siður Hannað af helstu sérfræðingum Evrópu í birtumeðferð Lífsklukkan Taktur góðrar hvíldarwww.lifsklukkan.is Fyrir þig... Fyrir barnið þitt... Vekur þig eðlilega með hægri sólarupprás á morgnana Hjálpar þér að slaka á á kvöldin með hægu sólsetri Allt að 30 mínútur af smáminnkandi birtu róar barnið þitt og svæfir Tvær sólsetursstillingar: að algeru myrkri eða að næturlýsingu Tilvalin jólagjöf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.