24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 50

24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 24stundir besta mæting sem ég man eftir, það mættu 90 manns og það er óhætt að segja að við höfum bjarg- að mannslífi þar, því maðurinn fannst meðvitundarlaus í snjó- skafli. Mætingin var alveg ótrúleg og það kom á óvart hversu margir voru tilbúnir að stökkva frá jóla- borðhaldinu og koma. Það var einhver samkennd sem kom upp í mönnum,“ segir Frímann sem hefur einnig setið í svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborg- arsvæðinu undanfarin ár. Hann segir að börnin hafi rekið upp stór augu þegar heimilisfaðirinn gerði sig líklegan til að fara frá borð- haldinu, en bætir við að skilningur frá fjölskyldu og vinnuveitendum sé ómetanlegur fyrir björg- unarsveitarmenn. Flugeldasalan mikilvæg Flugelda- og jólatrjáasala björg- unarsveitanna er gríðarlega mik- ilvæg og er í raun alger grundvöll- ur fyrir því að reksturinn gangi upp að sögn Frímanns. „Öll tæki og tól og allur búnaður veltur á flugeldasölunni og rekstur sveit- Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Björgunarsveitarstarfið sameinar tvennt: þörfina fyrir að hjálpa fólki og ferðamennsku,“ segir Frímann Andrésson sem hefur verið með- limur í Flugbjörgunarsveit Reykja- víkur frá 1988. Hann áætlar að af þeim tæplega 20 þúsund sem hafa verið skráðir í björgunarsveitir í gegnum tíðina séu um 5000 virkir félagar sem eru til taks allan ársins hring. Þar sem björgunarsveit- arstarfið er allt í sjálfboðavinnu er ekki hægt að skikka neinn til að vera í viðbragðsstöðu en Frímann segir að vegna fjölda þeirra sem eru virkir í starfi sveitanna sé alltaf hægt að stóla á að einhver mæti í útköll eins og sannaðist 24. desem- ber fyrir þremur árum. Útkall yfir jólasteikinni Á aðfangadag árið 2004 barst útkall á tíma sem flestir vilja njóta í ró og næði. Klukkan sex á að- fangadagskvöld kom tilkynning um drukkinn karlmann sem hafði næstum orðið úti. „Þá var ein anna yfirhöfuð. Þannig að það er alveg ótrúlegt hvað þetta hefur mikið að segja. Hagnaður af flug- eldasölunni þarf að duga út árið og fram að næstu flugeldasölu,“ segir Frímann. Honum líst illa á að einkaaðilar séu að koma inn á flugelda- sölumarkaðinn í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Ég hvet fólk til að fara á réttu staðina til að kaupa flugelda þar sem pening- unum er vel varið því fólk fær þetta til baka. Það er alveg pott- þétt,“ segir Frímann sem verður við öllu búinn yfir hátíðirnar. Björgunarsveitarmenn ávallt í viðbragðsstöðu Útkall á aðfangadagskvöld ➤ Virkir björgunarsveitarmenná Íslandi eru um 5000 talsins. ➤ Langmestur hluti starfsins erunninn í sjálfboðavinnu. ➤ Flugeldasala er björg-unarsveitum gríðarlega mik- ilvæg og er forsenda fyrir því að starfsemin gangi upp. GÖFUGT STARFÞörfin til að hjálpa náunganum er missterk í fólki en óhætt er að segja að hún sé í ríkum mæli hjá björgunarsveit- armönnum. Fjöldi manna er ávallt í viðbragðsstöðu þegar slys ber að hönd- um. Líka yfir hátíðarnar. 24 Stundir/Kristinn Ingvarsson Frímann Andrésson Hefur verið björgunarsveit- armaður í tæp 20 ár. Þörfin fyrir að hjálpa fólki og ferðamennska er aðaldrifkrafturinn segir Frímann sem hefur upplifað eitt og annað í störfum sínum. Kirkjukór Lágafellssóknar held- ur tónleika til styrktar Fjöl- skylduhjálp Íslands í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudagskvöldið 16. desember kl. 20. „Það eru svo margir hjálpar þurfi og okkur fannst að peningurinn kæmi þessu fólki vel. Það er dapurlegt að sjá hve margir eiga ekki fyrir einu né neinu fyrir jólin,“ segir Valgerður Magnúsdóttir, formaður kórsins. Nýtt málefni á hverju ári Kirkjukór Lágafellssóknar hefur haldið styrktartónleika á aðventu frá árinu 1999 og verður nýtt mál- efni fyrir valinu á hverju ári. „Fyrstu styrktartónleikarnir sem við héldum voru að tilstuðlan Margrétar Árnadóttur sópr- ansöngkonu. Hún var nýorðin ekkja og hélt tónleika í minningu mannsins síns í Neskirkju og upp úr því byrjaði þetta allt saman,“ segir Valgerður og bendir á að tón- leikarnir hafi unnið sér fastan sess í kórstarfinu. Ómissandi tónleikar „Það er fastur liður í jólaund- irbúningi okkar að láta eitthvað gott af okkur leiða og halda þessa tónleika. Ég held að okkur fyndist það dapurt ef við hættum þessu,“ segir hún. Kórinn kemur ekki einn fram á tónleikunum því að meðal gesta eru Margrét Árnadóttir, Egill Ólafsson, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og Ragnhildur Gísladóttir sem einmitt er verndari Fjöl- skylduhjálparinnar. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Kirkjukór Lágafellssóknar Það eru svo margir hjálparþurfi Kórfélagar Félagar í Kirkju- kór Lágafellssóknar láta gott af sér leiða fyrir hver jól. Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Náttsloppar og náttfatnaður í úrvali Gott verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.