24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 45

24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 45
24stundir FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 45 „Jólatíminn eru aðaltíminn hjá okkur og það er nóg að gera,“ segir Guðlaug Katrín Þórðardóttir, eig- andi heildverslunarinnar Bergís, sem er innflutnings- og dreifing- arfyrirtæki á gjafa- og lífsstíls- vörum fyrir heimili og fyrirtæki. Fyrirtækið selur meðal annars kerti og gjafavörur. „Við flytjum aðallega inn vörur frá Bröste og Lisbeth Dahl frá Dan- mörku og síðan erum við með önnur merki frá Hollandi.“ Rauði liturinn vinsælastur Að sögn Guðlaugar er rauði lit- urinn alltaf einna vinsælastur en eins hefur silfurliturinn verið vin- sæll. „Svarti liturinn hefur verið að fara með en ég held að hann sé á undanhaldi í skrautinu, en hann hefur verið mjög vinsæll síðustu ár. Það kemur mjög mikið af jóla- vörum frá þessum tveimur aðilum, Bröste og Lisbeth Dal, en hið síð- arnefnda er nýtt merki sem ég tók inn nú í vor og hafa verið mjög góðar viðtökur við því, enda af- skaplega fallegar vörur. Svo er Bröste selt í öllum helstu blóma- og gjafavöruverslunum á landinu eins og í Blómaval svo eitthvað sé nefnt og það er alltaf klassískt. Frá Bröste fæ ég mikið af kertum og servíettum og það kemur alltaf sér- stök jólalína frá þeim.“ Allt í stíl „Það er mikið um að fólk taki allt í stíl fyrir jólin. Það tekur kannski nokkur kerti sem raðað er á bakka og skemmtilegt skraut með og margir gera það í stað hins hefðbundna aðventu- krans enda getur það komið vel út. Yfirleitt er fólk þó að bæta við skrautið og fær sér viðbót fyrir ut- an auðvitað kerti og servíettur en svo er verið að bæta við almennri gjafavöru til heimilisins eða ein- hverju er laumað í jólapakkana.“ Guðlaug keypti fyrirtækið fyrir ári og segir nóg hafa verið að gera. „Þetta er búið að vera skemmtilegt ár, mjög áhugavert og spennandi enda nóg að gera.“ Fallegar gjafavörur fyrir jólin Íslendingar kunna að meta fallega hluti Guðlaug K. Þórðardóttir Rekur heildverslunina Bergís sem selur meðal annars gjafa- vörur fyrir heimili og fyrirtæki. KYNNING 24stundir/Golli Hermanni Gunnarssyni finnst him- neskur frið- ur vera það sem er ómissandi á jólunum. ,,Þennan frið finn ég í vestfirsku dýrðinni, paradísinni minni fyrir vestan. Þar finn ég þennan algjöra og sanna frið. Undanfarin fjögur ár hef ég labbað út í paradísina eftir mið- nætti á nýársnótt, þar sem tunglið skín og stjörnunar blika innan um náttúrufegurðina. Ég skilgreini þetta stundum sem ærandi frið. Svo mikill er frið- urinn og þögnin. Ég get ekki byrjað árið á betri hátt en svona.“ Ærandi en him- neskur friður Konfekt er ómissandi um jólin og er fátt huggulegra en að setjast niður með góða bók og nokkra konfektmola innan seilingar. Fyrir jólin er líka tilvalið að búa til heimatilbúið konfekt enda þarf það ekki að vera flókið. Hver getur búið til sína uppáhaldsmola og er ýmist hægt að styðjast við upp- skriftir eða búa til sínar eigin. Hnetumolar 3 matskeiðar síróp 1 bolli saxaðar hnetur 3 matskeiðar kakó 1 teskeið vanilludropar 1 eggjahvíta 2 matskeiðar flórsykur 1 matskeið vatn Hrærið eggjahvítuna þar til hún er froðukennd. Bætið við sykr- inum, vatninu og sírópinu. Hrærið vel saman. Blandið kakóinu rólega við þar til blandan er orðin þétt og hægt er að móta hana í litlar kúlur. Veltið hverri kúlu upp úr flórsykri og hnetum og kælið í klukkustund. Hollari molar Þeir sem vilja örlítið hollari mola ættu að nota þurrkaða ávexti og hunang í sína konfektgerð. Þessir molar eru bragðgóðir og sykurlausir og svo er líka hægt að bæta út í þá dökku súkkulaði og hnetum. 1 ½ bolli saxaðar döðlur 4 matskeiðar mjúkt smjör 4 matskeiðar hunang 1 hrært egg ½ teskeið vanilludropar 4 matskeiðar söxuð sólblóma- fræ 2 matskeiðar kókosmjöl Blandið saman döðlum, smjöri, hunangi, eggi og vanilludropum í potti. Látið sjóða og hrærið í blöndunni í eina mínútu. Bætið fræjunum við. Kælið vel og mótið síðan litlar kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjöli. Konfektmolar fyrir jólin 24 stundir/Sverrir Konfekt Það ættu allir að geta gætt sér á nokkrum konfektmolum á meðan þeir lesa jólabókina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.