24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 52

24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 24stundir Tákn heilagrar þrenningar til styrktar blindum GJAFABRÉF OG ÚRVAL SKEMMTILEGRA GJAFAPAKKA FYRIRJÓLIN: Nýtt: Súkkulaðidekur Dekrum við líkama og sál með yndislegum súkkulaðimeðferðum: Súkkulaðiandlitsbað, Súkkulaðifótsnyrting Súkkulaðihandsnyrting Súkkulaðilíkamsmeðferð Súkkulaðivax Tilboð Þú kaupir sukkulaðiandlitsbað og -fótsnyrtingu og færð handsnyrtingu í kaupbæti ÁRSÁTAK: - 60 % afsláttur! Ótakmörkuð mæting íEurowave í 1 ár 36 skipti í Sogæðanudd 15 skipti í UltraCel cellómeðferð 15 skipti í Aqua Detox afeitrun 3 x 1/1 U.C.W. leirvafningur 3 x hálfur U.C.W. leirvafningur Verð 92.700 - aðeins 7725 pr.mán Svona tilboð kemur aðeins 1 sinni á ári! Visa og Mastercard vaxtalausar léttgreiðslur - allt að 6 mán. Fríir prufutímar í Eurowave og sogæðanudd Smiðjuvegi 1 - Sími 564 4858 - www.fyrirogeftir.is Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Jimmy Routley einkaþjálfari kemur frá Freetown í Síerra Leóne og hann hefur verið mjög duglegur að heimsækja heimalandið síðan hann flutti til Íslands. „Jólin í Síerra Leóne eru gjörólík þeim íslensku til dæmis að því leyti að fólk hittist gjarnan á ströndinni um jólin og spilar fótbolta og dans- ar. Jólaskraut er líka sjaldséð í þorpunum en það er þó eitthvað um það að fólk í borgunum setji upp jólaskraut. Það er þó aldrei neitt í líkingu við það sem þekkist hér,“ segir Jimmy. Jólagjafir eru mjög mikilvægur hluti af íslenskum jólum en það er ekki tilfellið í Síerra Leóne. „Við gefum ekki jólagjafir sem slíkar heldur gefum við hvort öðru mat. Fólk eldar hvað fyrir annað og há- tíðin snýst að mestu leyti um að það að borða. Maturinn er þó að sjálfsögðu ekkert í líkingu við það sem við borðum hér á landi en þetta er mikill hátíðarmatur í Síerra Leóne.“ Jimmy er ekki mjög hrifinn af jólagjöfum því honum finnst oft bera á svo mikilli græðgi hjá þeim sem taka við þeim og einnig þeim sem gefa. „Fólk virðist alltaf vera að reyna að slá út jólagjafahauginn frá því árið áður og þetta snýst því ekki svo mikið um gjöfina sem slíka heldur frekar um hversu margar þær eru og hvað þær kosta.“ Jimmy fer þó aldrei í jólaköttinn enda finnst íslensku fjölskyldunni hans ekki hægt að halda jól án þess að gefa honum pakka. „Alltaf þegar ég er spurður að því hvað ég vilji í jólagjöf segi ég að ég þurfi ekki að fá neitt en ég fæ nú samt alltaf eitt- hvað. Ég fer þó aldrei til Síerra Leóne um jólin án þess að taka með mér helling af gjöfum til að gleðja börnin í nágrenninu. Það eru svo margir þarna sem eiga ekk- ert og það er því mikilvægt að hugsa til þeirra á jólunum.“ Algengt er að nýbúar haldi í gamla siði frá heimalandinu og reyni þá jafnvel að blanda þeim saman við þá íslensku. „Ég hef ekki reynt að taka upp jólasiði að heiman enda eru þeir svo ólíkir að ég get ekki séð hvernig ég ætti að geta samræmt þá. Þegar ég hef eytt jólunum í Afríku með fjölskyldunni minni skiljum við gjafirnar eftir heima og höldum látlaus jól þar sem einfaldur matur er borðaður af pappa- diskum og dansað er öll kvöld,“ segir Jimmy sem verður fjarri góðu gamni þessi jól þar sem hann og Bryndís, sambýliskona hans, eru nýbúin að eignast sína aðra dóttur. „Mér finnst mikilvægast um jól- in að borða ekki yfir mig og vera hraustur og hamingjusamur.“ Í Síerra Leóne er spilaður fótbolti á ströndinni um jólin Íbúar Síerra Leóne gefa aldrei jólagjafir  Er eigandi líkamsæktarstöðv-arinnar PI Fitness Gym.  Kennir kick box og muay thaiboxing ásamt því að taka fólk í einkaþjálfun.  Hefur búið á Íslandi í 15 ár oger nú íslenskur ríkisborgari.  Býr með Bryndísi Lind ogeiga þau tvær dætur. Hann á einnig son á unglingsaldri. JIMMY ROUTLEYJólin eru mikill hátíð- artími í flestum löndum heimsins en hátíðarhöld- in eru þó með ólíku sniði. Á meðan sumir fara á skíði um jólin fara aðrir í sólbað á ströndinni. Jóla- maturinn er einnig mjög ólíkur. Einföld jól Jimmy ásamt tengdaforeldrum sínum, Sigurði og Ástu, og mágkonu sinni Snædísi. Litla daman er Yasmin Cassandra dóttir hans sem nýlega eignaðist litla systur. Þjóðlegir réttir yfir hátíðarnar Ömmubakstur er jólin Ömmubakstur framleiðir ýmsa þjóðalega rétti sem eru ómissandi yfir jólin, eins og laufabrauð, flat- kökur, rúgbrauð, kleinur og pönnukökur. ,,Það má með sanni segja að Ömmubakstur er jólin,“ segir Snorri Sigurðsson, markaðs- stjóri fyrirtækisins. Framleiðsla laufabrauðs hefst hjá Ömmubakstri í byrjun sept- ember ár hvert. Fyrirtækið býður upp á laufabrauðið steikt, ósteikt og með kúmeni. Snorri segir að einnig sé töluvert um það að fólk sérpanti hjá þeim laufabrauð úr rúgmjöli. Fyrir utan laufabrauðið er mikið keypt af flatkökum og rúgbrauði yfir hátíðirnar. ,,Flatkökurnar frá Ljósmynd/hér kemur texti Ömmubakstur Gerir jólin þægilegri aðinn pönnukökur á þessu ári. Snorri segir að þær séu mjög snið- ugar fyrir jólaboðin þar sem ein- ungis þarf að hita þær. „Við hjá Ömmubakstri gerum jólin þægi- legri fyrir fólk.“ okkur eru mjög vinsælar í kringum allt hangikjötið,“ segir Snorri. „Svo er rúgbrauð og flatkökur auðvitað líka mikið borðað með skötunni og síldinni.“ Ömmubakstur setti á mark- KYNNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.