24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 47

24 stundir - 14.12.2007, Blaðsíða 47
24stundir FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 47 Gestum og gangandi er boðið að koma í notalega jólastemningu hjá Toyota og gæða sér á heitu súkku- laði og smákökum um leið og fólki gefst kostur á að styrkja gott mál- efni. „Við bjóðum þeim sem vilja að koma til okkar og pakka inn gjöfum sem við útvegum og sjáum svo um að koma áleiðis til Mæðra- styrksnefndar Kópavogs fyrir jólin. Því fleiri sem taka þátt, því fleiri gjafir verða gefnar til góðs mál- efnis,“ segir Kristinn Einarsson, sölustjóri nýrra bíla hjá Toyota. Auk þess eiga allir þeir sem reynsluaka bíl hjá Toyota fram að jólum kost á því að vinna ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna með Ice- landair á Saga Business Class. Skreyttir bílar Í sýningarsal Toyota er orðið mjög jólalegt en búið er að skreyta bílana með borðum og eins er búið að skreyta þak hússins með jóla- trjám frá Skógrækt Íslands. Að- spurður hvort mikil sala sé á bílum á þessum árstíma segir Kristinn að þó að mörgu öðru þurfi að sinna á þessum árstíma þekkist einnig að gefnar séu jólagjafir í dýrari kant- inum, fyrir utan venjulega end- urnýjun bíla. Sala á bílum hafi gengið vel í haust og engin breyt- ing hafi orðið á því þegar vetur konungur gekk í garð. Bílarnir skreyttir Skreyttir Toyota-bílar. Jólastemning í Toyota KYNNING Fyrirtækið Hákonarson ehf flyt- ur inn þroskaleikföng fyrir börn frá þriggja ára aldri. „Við settum stefnuna á að flytja inn vörur sem henta leikskólum en þetta eru einnig vörur sem foreldrar geta keypt handa börnum sínum,“ segir Jón Hákonarson, einn eigenda fyr- irtækisins. Búslóð fylgir hverju húsi „Leikskólarnir hafa tekið mjög vel í þetta enda vandaðar og fal- legar vörur. Við erum til dæmis að flytja inn viðardúkkuhús þar sem öll húsgögn fylgja með ásamt dúkkunum. Þetta er allt saman úr tré og er hægt að opna allar skúff- ur og skápa og svoleiðis þannig að þetta er enn meira spennandi og má segja að það fylgi heil búslóð hverju húsi.“ Að sögn Jóns koma húsin í nokkrum stærðum og hafa verið mjög vinsæl. Litrík leikfangaeldhús Hákonarson ehf selur einnig lítil leikfangaeldhús úr tré. „Þetta eru skemmtileg og litrík eldhús fyrir bæði stelpur og stráka. Þau eru til dæmis í grænum og bláum litum og fara vel inni í barnaherbergj- unum.“ Aðspurður segir Jón leikföngin hönnuð til þess að endast lengi en um austurríska hönnun er að ræða. „Þetta eru sterk leikföng og er það meðal annars ástæðan fyrir því að þau hafa verið svona vinsæl á leikskólunum. Eins eru þau á mjög viðráðanlegu verði þannig að þetta er góður kostur í jólapakk- ana fyrir foreldra sem eru að leita að einhverju sem endist og er fal- legt.“ Vörurnar frá Hákonarson ehf. eru seldar í fjölda verslana. „Við höfum verið að selja þetta í búðum eins og Ligga lá á Laugaveginum, og Leikbæ, í versluninni Smáfólk í Ármúla og eins er Europris að selja minnstu gerðina af húsunum. Við stefnum síðan á að auka úr- valið og erum nú þegar búnir að taka inn nokkrar vörur. Þetta eru allt vörur sem eru hannaðar með þroska barnanna í huga, þetta eru leikföng sem gaman er að gefa og gagnast börnunum vel.“ Fullbúin dúkkuhús fyrir stelpur og stráka Vönduð þroskaleikföng KYNNING Leikföng Há- konarson ehf flytur inn þroskaleikföng. Heimagerðan ís gera margir Ís- lendingar sem eftirrétt. Margir kvarta sáran undan því að ná aldrei ísnum nægilega mjúkum og að í honum myndist ískristallar við geymslu í frysti. Ráðið við þessu er að nota fleiri egg og meiri rjóma í ísblönduna á móti mjólk. Baileys-ís 6 eggjarauður 1 bolli púðursykur 1/2 dl Baileys 200-300 g Valencia m/núggati og hnetum 1/2 l rjómi Blandað saman og sett í frysti. (Eggjahvíturnar má einnig nota, þá verður ísinn meiri og léttari). Ljúffeng konfektsósa 200 g Valencia súkkulaði m/ núggati og hnetum 100 g suðusúkkulaði 3 dl rjómi Hráefnið er sett í pott, hrært saman á vægum hita, látið malla í 20 mín. Þessi verður mjúkur! Heimagerður jólaís 24stundir/Eyþór Ómissandi heimatilbúinn ís Kaupa má form af ýmsum gerðum að leggja ísinn í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.