24 stundir - 14.12.2007, Side 57

24 stundir - 14.12.2007, Side 57
24stundir FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 57 Ólafur Beinteinn Ólafsson, kennari og tónlistarmaður, hefur gefið út bókina Fjársjóðurinn. Bókin er afrakstur af nýsköp- unarstarfi hans en Ólafur hefur unnið ötullega að þróunarstarfi í kennslu. Hún er enda forvitnileg að því leyti að í henni má finna söngtexta og fylgir með geisla- diskur með sönglögum þeim er í bókinni má finna. „Í bókinni Fjársjóðurinn segir frá drengjunum Tuma og Trölla,“ segir Ólafur. „Dag einn kemur vinkona þeirra, Sigurpála póstur, með ævagamlan trékassa. Í kassanum finna drengirnir uppdrátt með leiðinni að sjó- ræningjafjársjóði. Tumi og Trölli ákveða að finna fjársjóðinn. Þeir lenda í ýmsum erfiðleikum á ferðalagi sínu, en syngjandi sigr- ast þeir á hverri þraut. Tumi og Trölli gera nokkur góðverk á leið sinni sem leiða til vangaveltna og þegar þeir hafa loks fundið fjársjóðinn sjá þeir tilveruna í nýju ljósi.“ Myndskreytingar „Það er skemmtilegt frá því að segja að listakonan Dagný Emma Magnúsdóttir, sem myndskreytti bókina, er gamall nemandi minn, hún býr á Nýja-Sjálandi í dag. Snemma komu í ljós list- rænir hæfileikar hennar og á ég til dæmis mynd sem hún teikn- aði aðeins 7 ára gömul sem gaman er að skoða í því sam- hengi.“ En Ólafur sinnti kennslu frá 1967 til 1987 er hann sneri sér að tónlistarkennslu. „Þá syngur dóttir mín, Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir sópr- ansöngkona, sönglögin og ég leik undir á píanó,“ segir Ólafur ennfremur. Fallegur boðskapur er fjársjóður fyrir börn Fjársjóður Ólafs Beinteins Dóttir syngur Feðginin Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir og Ólafur Beinteinn Ólafsson. 24stundir/Jim Smart Að þessu spyrja margir útlend- ingar sem sækja Ísland heim í jólamánuðinum enda minnir sjö ljósa, píramídalaga kertaskreyt- ing sem sést í öðrum hverjum glugga mjög á sjö arma ljósastiku í samkunduhúsum gyðinga. Skreytingin er þó upprunnin frá Svíþjóð og flutt inn til Íslands snemma á sjöunda áratugnum af kaupsýslumanninum, Gunnari Ásgeirssyni, og náði gríðarlega miklum vinsældum. Er gyðingdómur rótgróinn hér? Þorláksmessa er dánardagur heil- ags Þorláks, Skálholtsbiskups. Á Þorláksmessu var hangikjötið soð- ið og fólk fékk jafnvel að bragða á því. Tilstandið þótti skemmtilegt og því var dagurinn einnig nefnd- ur hlakkandi. Þorláksmessa er einnig síðasti dagur jólaföstu og því var stolist í hangikjötið. Leifar af föstusiðum virðast hafa þróast á þann veg að mest við hæfi sé að borða lélegan fisk, skötu. Stolist í kjötið á hlakkanda Þeir láta stundum tíeyring í litla barnaskó sem liggja frammi á gangi er sofa menn í ró. Vísa þessi var sungin í útvarps- þætti á Íslandi árið 1938. Skórinn er þá settur út á gang. Siðurinn sá að setja skó út í glugga er sprott- inn af hollenskum sið, en börn settu tréskó sinn í gluggann 6. desember í von um að heilagur Nikulás setti eitthvað í hann. Skógjafir eru hollenskur siður Hannað af helstu sérfræðingum Evrópu í birtumeðferð Lífsklukkan Taktur góðrar hvíldarwww.lifsklukkan.is Fyrir þig... Fyrir barnið þitt... Vekur þig eðlilega með hægri sólarupprás á morgnana Hjálpar þér að slaka á á kvöldin með hægu sólsetri Allt að 30 mínútur af smáminnkandi birtu róar barnið þitt og svæfir Tvær sólsetursstillingar: að algeru myrkri eða að næturlýsingu Tilvalin jólagjöf!

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.