24 stundir - 28.12.2007, Blaðsíða 25

24 stundir - 28.12.2007, Blaðsíða 25
Árið 1901 fékk Guðmundur Finnbogason, heimspekingur og sálfræðingur, tveggja ára styrk frá Alþingi til að kynna sér uppeldis- og menntamál á Íslandi. Tillögur sínar birti hann almenningi í bókinni Lýðmennt sem Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands endurútgaf árið 1994. Í inngangi segir Ólafur H. Jóhannsson, aðjúnkt við KHÍ, að bókin hafi á sínum tíma markað „tímamót í íslenskri alþýðu- fræðslu.“ Gunnfáni íslenskrar almennings- menntunar er sú einkunn sem Ólaf- ur gefur riti Guðmundar í inngangi sínum en Ólafur er sjálfur einn áhrifamesti menntafrömuður Ís- lands í nútímanum. Í inngangi bókarinnar lýsir Ólaf- ur þeirri stöðu sem ríkti í skólamál- um við lok nítjándu aldar og upphaf þeirrar tuttugustu. Í þorpum og kaupstöðum við sjávarsíðuna voru skólar starfandi, oftast að frum- kvæði heimamanna, en flestir studdir af ríkissjóði. Í sveitum var farkennslan hið ríkjandi form ásamt heimakennslu. Hér er ekkert frumkvæði presta eða kirkju. Foreldrar hafa ávallt vilj- að mennta börn sín og í þéttbýli gefst tækifæri til raunverulegs skóla- halds. Útvegsmenn voru hlynntir skólarekstri og voru jafnvel frum- kvöðlar að stofnun skóla og spyrja má hvort að baki hafi legið sam- keppni við sveitirnar um vinnuafl en vistarbönd voru afnumin stuttu áður en þessi þróun hófst. Togstreita milli sjávar og sveita er ekki ný á Íslandi. Ólafur lýsir því í fyrrnefndum inngangi að á tveimur síðustu áratugum 19. aldar hafi ein- staka þingmenn gert „ítrekaðar til- raunir“ til að færa skipan fræðslu- mála í nútíðarhorf, þ.e. undan umsjá kirkju og presta yfir til ríkis og skóla, en án árangurs. Hann telur áðurnefnda togstreitu búa þarna að baki og þarf lesandi ekki að lesa mikið milli lína til að skipa kirkj- unni í lið með fulltrúum sveitanna, gegn skólastarfi. Óhjákvæmilegt? Bókin Lýðmennt kom út árið 1903 eins og áður sagði en þar fjallar Guðmundur Finnbogason meðal annars um „kristnidómsfræðslu“. Hann bendir á að snörp barátta hafi verið háð víða um lönd um þessi mál og sumstaðar hefur henni lokið þannig, að kristindómsfræðslan hefur verið afnumin í lýðskólunum. Svo er til dæmis í Frakklandi, Hol- landi, í Bandaríkjum Norður-Am- eríku og víðar. Þetta fyrirkomulag er nálega óhjákvæmilegt, þar sem svo hagar til, að ýmis meira eða minna fjarskyld trúarfélög verða að senda börn sín til sama skólans. Guðmundur bendir á nokkur rök fyrir því að fræðsla um kristni eigi ekki heima í skólum. „Foreldr- arnir eiga rétt á að uppala börn sín í þeirri trú eða lífsskoðun, sem þeir sjálfir aðhyllast,“ segir hann og bendir jafnframt á að varla sé hægt að heimta ákveðnar trúarskoðanir af kennurum, og sé því rangt að leggja þeim á herðar fræðslustörf í þeirri grein sem engin trygging er fyrir, að þeir geti kennt af sannfær- ingu sinni. Að lokum kemst Guðmundur þó að þeirri niðurstöðu að hægt sé að halda kristindómsfræðslunni innan lýðskólakerfis á Íslandi enda sé ís- lenskt samfélag mjög einsleitt hvað kristni varði. Hér sé engin togstreita um stöðu kirkjunnar gagnvart rík- inu auk þess sem prestastétt vor er frjálslynd. Allt gæti þetta hafa átt við fyrir hundrað árum en öllum má ljóst vera að svo er ekki lengur. Ekki bók af himni ofan Sú kristindómsfræðsla sem Guð- mundur sá fyrir sér átti að felast í því að lesa valda kafla úr biblíunni og þeir útskýrðir, sungnir fagrir sálmar og loks veitt nokkur fræðsla um sögu kristilegrar kirkju. Ferm- ingarfræðsla verði alfarið á vegum kirkjunnar og hann varar eindregið við einu: „Varla ætti að þurfa að taka það fram, hve rangt það er að láta börn- in læra ýmislegt sem stendur í Gamla testamentinu sem sögulegan sannleika og ekki ættum vér að dylja börnin þess, að Gamla testamentið er alls ekki bók fallin af himni ofan eða til orðin í heimi bókmenntanna á annan hátt en aðrar bækur,“ segir Guðmundur og vitnar í rit Jóns Helgasonar, síðar biskups, „Hvernig er gamlatestamentið orðið til“ sem kom út árið 1901. Af ofansögðu má ljóst vera að kirkjan stóð engan veginn að upp- byggingu grunnskólastarfs á Íslandi, jafnvel að hún hafi lagst gegn því starfi. Kristin kirkja hefur haft nærri 2000 ár til að efla menntun og sið- gæði á áhrifasvæði sínu, þar af rúm 1000 ár á Íslandi. Hvernig stendur þá á því að frelsi, lýðræði og jafnrétti ásamt almennri menntun blómstri fyrst núna á síðustu öld eða jafnvel áratugum, einmitt þegar kirkjan er búin að missa ítök sín og orðin að jaðarfyrirbæri í mannlegu sam- félagi? Höfundur stundar nám í sagnfræði UMRÆÐAN aBrynjólfur Þorvarðarson Hvernig stendur þá á því að frelsi, lýðræði og jafnrétti ásamt al- mennri menntun blómstri fyrst núna á síðustu öld eða jafnvel áratugum, einmitt þegar kirkjan er búin að missa ítök sín og orðin að jaðarfyrirbæri í mann- legu samfélagi? Aðskilnaður skóla og kirkju Andstaða Af ofansögðu má ljóst vera að kirkjan stóð engan veginn að uppbyggingu grunn- skólastarfs á Íslandi, jafnvel að hún hafi lagst gegn því starfi. 24stundir FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 25 Sölustaður KR-heimilið við Frostaskjól Afgreiðslutími 28.12.kl. 10–22 29.12.kl. 10–22 30.12. kl. 10–22 31.12. kl. 9–16 4.000,- 3.000,- 5.500,- 5.500,- 7.000,- 6.000,- Goðheimar og Jötunheimar Risakökur og ísskápar Yfir tuttugu tegundir af risakökum og ísskápum. Hlaupvídd 1–2”, 49–150 skot. Það allra nýjasta eru blævængir, marghleypur og tjaldsveipir. Ekki missa af þeim. Takmarkað magn. 5.000,- Royal flugeldar Kökur, rakettur og skotrör frá Royal eru alvörugræjur sem klikka ekki. 24stundir/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.