24 stundir - 28.12.2007, Blaðsíða 13

24 stundir - 28.12.2007, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 13 Samtök gyðinga í Íran gagn- rýna fréttir af hópi 40 manna sem á jóladag fluttust til Ísr- aels og segja stöðu þeirra 20 þúsunda gyðinga sem búa í Ír- an ekki slæma. Yehiel Eckstein, formaður samtaka sem stutt hafa hóp- inn, segir íranska gyðinga í bráðri hættu og vísar þar til yfirlýsinga Íransforseta um tortímingu Ísraelsríkis. „Íranskir gyðingar geta ferðast hvert sem þeir vilja, hvenær sem þeir vilja, en líkt og aðrir Íranar mega þeir ekki ferðast til Ísraels,“ segir Maurice Motamed, fulltrúi gyðinga á íranska þinginu. aij Tvennt er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum, grunað um að hafa banað sex manns á jóladag. Parið var handtekið snemma á miðvikudag, stuttu eftir að lögregla fann lík í ná- grenni Seattle. Líkin fundust í og við húseign í sveitinni skammt frá Seattle. Hafði lögreglu verið gert við- vart eftir að eitt fórnarlamb- anna mætti ekki til vinnu. Talið er að fórnarlömbin hafi verið skyld. Voru tvö þeirra á sextugsaldri, tvö á fertugsaldri og tvö börn. Talið er að annað hinna grunuðu sé skylt fórn- arlömbunum. aij Stjórnarher Srí Lanka segist hafa eyðilagt tugi báta Tamíl- tígranna og drepið allt að 40 uppreisnarmenn í bardaga undan norðvesturströnd Srí Lanka á miðvikudag. Í gær gerði stjórnarherinn svo loft- árás á hafnarlægi tígranna á sama svæði. Aðgerðirnar eru ekki sér- aðgerð, heldur hluti af herferð stjórnar Srí Lanka til að þvinga Tamíl-tígrana að samningaborðinu, segir Uda- ya Nanayakkara, talsmaður stjórnarhersins. aij Umdeildur flutningur Gyðingar flytj- ast frá Íran Washington-ríki Í haldi vegna sex morða Srí Lanka Hart barist á sjó og landi Lögregla í Skotlandi hefur haft afskipti af börnum á barnaskólaaldri vegna ölvunar og telja fagaðilar unglingadrykkju vera stærra vandamál í dag en fyrir áratug. Þetta kom í ljós við könnun The Scotsman á drykkjusiðum unglinga. Undanfarin fimm ár hefur lögregla hneppt ríflega 2.000 unglinga í varðhald vegna óláta og ölvunar. Í þeim hópi eru 34 börn undir tólf ára aldri og yngsta barnið var aðeins 10 ára. Þessar tölur endurspegla þó ekki nema hluta vandans, þar sem fjölda barna er komið til síns heima án þess að þau séu handtekin. Dave Smith, varðstjóri í Strathclyde-um- dæmi, þar sem flest tilvikin eiga sér stað, stað- festir þetta. Segist hann undanfarin ár hafa séð aukningu á háskalegri ölvun almennings. „Út- breiðsla áfengis hefur aukist og aldursmörkin færst neðar,“ segir Smith. „Það er meira áfengi á boðstólum og það er ódýrara en nokkru sinni fyrr.“ Áfengisvarnarsamtök segja ástandið kalla á hertar reglur um áfengissölu. „Við viljum ekki gera ungt fólk að glæpamönnum að ástæðu- lausu, en reglur um áfengissölu verða að tryggja að reglum um lágmarksaldur sé framfylgt. Starfsmenn áfengisverslana ættu að hljóta þjálf- un í að takast á við unga drykkjumenn,“ segir Frank Soodeen, talsmaður Alcohol Concern. Verstu tilfellin koma ekki inn á borð lögregl- unnar, heldur starfsfólks heilbrigðiskerfisins, segir George Crooks, framkvæmdastjóri NHS 24. Segir hann að hjálparlínu samtakanna berist fjöldi símtala frá foreldrum barna allt niður í átta ára aldur. andresingi@24stundir.is Unglingadrykkja vaxandi vandamál í Skotlandi Lögreglan tekur tíu ára fyllibyttur Sviðsett mynd Unglingar að drekka landa , brugg. Mynd úr safni , fyrst birt 19931210 á síðu c4 (Áfengis- og fíkniefni 1 , síða 21 röð 1b) á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi og í Keflavík um jól og áramót 2007 * Skv. áfengislögum er óheimilt að hafa opið á sunnudögum. E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 9 3 8 Afgreiðslutíma vínbúða um allt land má sjá á www.vinbud.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.