24 stundir - 28.12.2007, Blaðsíða 19

24 stundir - 28.12.2007, Blaðsíða 19
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Bílkranar Lyftigeta 2,5 - 85 tm Eigum til á lager PM 3522 LC - 3,5 tm. Mesta lyftigeta: 1100 kg Eigin þyngd: 475 kg Væntanlegur PM 22026 - 22 tm. Mesta lyftigeta: 9000 kg Eigin þyngd: 2825 kg Væntanlegur fljótlega Með spil og glussaslönguhjól GÁLGI 12° yfirhalli JIB 20° yfirhalli 24stundir FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 19 Margt ersagt um hag æðstuembætt- ismanna sem vænk- ast nú meira en hjá öðrum. Hlynur Þór Magnússon blogg- ari segir hina of- urríku ráða för, fimmta valdið sem með öðru hafi yfirtekið fjölmiðlana. „Ástæðulítið virðist að búast við annarri þróun hér en t.d. í Rússlandi, þar sem þing, ríkisstjórn og dómstólar eru í vasa hinna ofurríku. Þar er lýð- ræði í orði en auðræði á borði.“ Samkeppni telur hann ekki skýra laun embættismanna: „Varla trúi ég að það skipti sköpum hvort formaður bankastjórnar Seðla- bankans er með tvö hundruð þúsund krónum meira eða minna í mánaðarlaun, vilji Baugur eða Kaupþing krækja í hann á annað borð.“ Nýjasta blóm-ið í skrúð-garði dóm- stólanna fellur Samfylkingunni ekki vel í geð. Orðið á götunni segir óánægju gríðarlega eftir skipan Árna M. Mathiesen á Þorsteini Davíðssyni í embætti héraðsdóm- ara. Ungir samfylkingarmenn rifji nú upp frumvarp Lúðvíks Berg- vinssonar um samþykki Alþingis við val á dómara í Hæstarétti, en þeir telja sömu prinsipp gilda um dómara í undirrétti líka. Orðið segir þá vilja að ráðherrar Sam- fylkingar yggli sig framan í Sjálf- stæðisflokkinn og setji ráðamönn- um þar stólinn fyrir dyrnar. Deilan um kirkju og skólafór ekki í jólafrí. Kirkj-unnar menn telja mikla kirkjusókn um jólin lýsa stuðningi við sinn málstað í deilunni. En Baldur Þórhallsson pró- fessor sendi séra Geir Waage skeyti á Þorláksmessu. Pró- fessorinn telur prestinn fara rangt með söguna þegar hann man ekki að kirkjan hafi gert neitt á hlut kvenna. Nafngreindir prestar hafi mót- mælt vígslu Auðar Eirar 1974 og einn hafi líkt vígslu kvenpresta við „andlega kynvillu, afbrigðilega en ekki eðlilega“. Baldur telur þjóð- kirkjupresta beita sömu rökum gegn hjónabandi samkynhneigðra nú og þeir gerðu áður gegn vígslu kvenpresta. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Stundum gerist það í opinberri þjóðmálaumræðu að menn beita brögðum sem ætlað er að afvega- leiða lesandann frekar en að upp- lýsa. Tvær aðferðir eru einna al- gengastar í þeirri viðleitni. Sú fyrri felst í að rangtúlka um- mæli viðmælandans, snúa út úr rökum hans og halla svo réttu máli sjálfum sér í vil. Með þessari aðferð komast menn hjá því að takast á við þau rök sem viðmælandinn hafði raunverulega lagt fram máli sínu til stuðnings. Síðan er hjólað í þennan rangt túlkaða málflutning. Stefán Ólafsson, félagsfræðipró- fessor, varð til að mynda fyrir barðinu á þessari aðferð þegar sumir stjórnmálamenn hófu að af- baka rannsóknaniðurstöður hans sem sýndu að afmarkaður hópur fólks á Íslandi bjó við fátæktar- mörk samkvæmt tilteknum alþjóð- legum skilgreiningum. Dæma úr leik Hin aðferðin er sama marki brennd, nefnilega því að komast hjá því að takast á við rök viðmæl- andans. Sú gengur út á að stimpla viðmælandann og dæma þannig úr leik í umræðunni. Það var til að mynda leiðinlegt að sjá um daginn þegar ungur og efnilegur þingmað- ur Framsóknarflokksins kaus að beita þessari aðferð í umfjöllun um gagnrýni Guðmundar Ólafssonar, lektors í hagfræði, á hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs. Þing- maðurinn ungi féll því miður í þann grautfúla pytt að dylgja um fræðilegan heiður Guðmundar og pólitískar hvatir í stað þess að ein- beita sér að hinum efnislega mál- flutningi. Líkast til hef ég sjálfur einhverntímann fallið í þennan sama leiðindapytt en það er ekki gott að svamla lengi í forinni. Útúrsnúningur Stundum er báðum þessum að- ferðum beitt samtímis. Sjálfur fékk ég svoleiðis jólakveðju frá Bjarna Harðarsyni, þingmanni Framsókn- arflokksins, fyrst á þessum vett- vangi á laugardaginn síðastliðinn og svo aftur í Morgunblaðinu á að- fangadag (tekin af vef þingmanns- ins). Forsaga málsins er sú að ég hafði verið fenginn til að skýra frá nýjum sáttmála ESB í Silfri Egils helgina áður. Í stað þess að gagn- rýna málflutning minn efnislega fór þingmaðurinn í þann leiðangur að snúa út úr máli mínu. Raunar er engu líkara en að hann hafi ekki einu sinni heyrt þá gagnrýni sem ég færði fram á stjórnsýslu ESB í þætt- inum en það get ég ekki vitað um. Þvínæst hóf þingmaðurinn stimp- ilinn á loft og þar með átti að dæma mig úr leik sem ómarktækan í málinu. Raunar gekk þessi þing- maður lengra en ég hef áður séð því hér var vísvitandi farið með rangt mál. Í grein sinni hér í blaðinu fullyrti þingmaðurinn að ég sé formaður Evrópusamtak- anna. Þegar ég benti honum á að þá vegtyllu hefði ég aldrei hlotið og raunar aldrei sóst eftir breytti hann mér í talsmann þessara sömu sam- taka í Morgunblaðsgreininni. Samt veit þingmaðurinn fullvel að ég hef fyrir löngu látið af pólitískum af- skiptum og starfa í dag sem for- stöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Eigi að síður kaus þingmaðurinn að halla réttu máli í stað þess að takast á við mál- efnið og tókst svo á einhvern stór- undarlegan hátt að blanda þeim Hitler og Stalín inn í málið. Vandi minn er sá að ég myndi gjarnan vilja rökræða við þingmanninn um ríkjasamvinnu í Evrópu og stöðu Íslands í alþjóðlegu samstarfi en grein hans var svo yfirfull af gíf- uryrðum, fordæmingum, rausi og rangfærslum að það er tæpast hægt. Það er sjálfsagt að gagnrýna mál- flutning manna harkalega en ég held að flestu fólki leiðist að ræða við menn sem hafa meira fyrir því að snúa út úr og halla réttu máli heldur en að takast á með rökum. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst Hugleiðing um þjóðmálaumræðu VIÐHORF aEiríkur Bergmann Einarsson Þingmað- urinn ungi féll því miður í þann graut- fúla pytt að dylgja um fræðilegan heiður Guðmundar og pólitískar hvatir í stað þess að einbeita sér að hinum efnislega mál- flutningi. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is frá kr. 73.560 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 14 nátta ferð til Dóminíska lýðveldisins 18. janúar. Njóttu lífsins við ótrúlegar aðstæður í Karíbahafinu á þessari fögru paradísareyju sem býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn. Heimsferðir bjóða einstakt tækifæri til að upplifa stórkostlegar strendur, frábæra tónlistarmenningu, fjölbreytta afþreyingu og einstakt mannlíf. Athugið mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði! 18. janúar 2. janúar 9. janúar 16. janúar Verð kr. 73.560 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn (2-11 ára í 14 nætur á Tropical Casa Laguna *** með “allt innifalið”, 18. janúar. Verð kr. 89.790 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 14 nætur á Tropical Casa Laguna *** með “allt innifalið”, 18. janúar. Takmörkuð gisting í boði! Dóminíska lýðveldið Ótrúlegt tilboð - 14 nátta ferð - með allt innifalið ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.