24 stundir - 28.12.2007, Blaðsíða 45

24 stundir - 28.12.2007, Blaðsíða 45
24stundir FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 45 MENNING menning@24stundir.is a Þrátt fyrir ýmsar hindranir gerir hann raunhæfar kröfur og setur sér metnaðarfull markmið. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Malcolm nokkur Mays er 17 ára bandarískur piltur, búsettur í einu af fátækari úthverfum Los Angeles. Þegar hann var í áttunda bekk sagði hann öllum sem heyra vildu að hann ætlaði að verða ríkur og frægur á kvikmyndagerð og að hann stefndi að því að vera búinn að gera sína fyrstu mynd þegar hann næði 18 ára aldri. Margir sem hlógu að þessari brjáluðu hug- mynd drengsins þá eru hættir að hlæja nú. Undanfarnar vikur hefur hann unnið myrkranna á milli við gerð sinnar fyrstu kvikmyndar í fullri lengd. Myndin nefnist Trouble og er byggð á sannsögu- legum atburðum úr hans eigin skólagöngu en hann bæði leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið sjálfur. Átök kynþátta Í myndinni segir frá þeldökkum strák sem stundar nám í gagn- fræðiskóla í Los Angeles. Pilturinn er vel meinandi en virðist alltaf takast að lenda í klandri og taka rangar ákvarðanir af réttum ástæð- um. Hann fellur fyrir stúlku einni sem er systir mexíkósks klíkufor- ingja en skólinn logar af illdeilum og ofbeldi á milli þeldökkra og spænskættaðra nemenda. Mays sjálfur upplifði slíkt í sinni eigin skólagöngu og létu þrír af bestu vinum hans lífið í slíkum átökum. Aðstandendur hans forðuðu hon- um frá ofbeldinu með því að láta hann skipta um skóla en hann vildi varpa ljósi á þessa sögu og skrifaði því handritið að kvikmyndinni Trouble og fór með það til fram- leiðenda. Nú standa tökur á mynd- inni yfir og ólíkt því sem ýmsir kynnu að halda er ekki um til- raunaverkefni að ræða heldur eru miklar vonir bundnar við myndina og leikstjórann unga. Meðal þeirra sem hafa veitt Mays athygli er Todd Black, framleiðandi myndanna „The Pursuit of Happyness“ og „The Great Debaters“. Black segist þegar í stað hafa sannfærst um að drengurinn ætti framtíðina fyrir sér. „Ég hef aldrei hitt neinn á þess- um aldri jafnsjálfsöruggan og -fag- mannlegan. Hann veit nákvæmlega hvað hann vill og hvernig hann á að öðlast það. Þrátt fyrir ýmsar hindranir gerir hann raunhæfar kröfur og setur sér metnaðarfull markmið,“ segir hann. Hæfileikaríkur unglingspiltur í Los Angeles Upprennandi leikstjóri Þrátt fyrir ungan aldur er Malcolm Mays að vinna að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd en myndin fjallar um sannsögulega atburði. Fagmannlegur ungling- ur Malcolm Mays á töku- stað ásamt leikkonunni Misty Alli. ➤ Hefur frá 15 ára aldri veriðaðstoðarleikstjóri fjölmargra stuttmynda. ➤ Kláraði handritið að mynd-inni Trouble fyrir ári síðan, þá einungis 16 ára gamall. MALCOLM MAYS Aðalsteinn Ingólfsson verður með leiðsögn um sýninguna Fal- inn fjársjóður á Kjarvalsstöðum næstkomandi sunnudag, þann 30. desember klukkan 15, en nú eru síðustu forvöð að sjá sýn- inguna. Hið umtalaða verk Kjar- vals, Hvítasunnudagur, hefur lað- að að sér fjölmarga gesti frá því að sýningin var opnuð. Leiðsögn um Falinn fjársjóð Hljómsveitin Jack London heldur brottfarar- tónleika í safn- aðarheimili Fíla- delfíukirkjunnar í kvöld, 28. des- ember klukkan 21. Tilefnið er ferð hljómsveit- arinnar til Chicago í janúar þar sem hún hyggst taka upp sína fyrstu plötu. Aðgangseyrir er 1500 krónur og miðasala við inn- ganginn. Jack London í Fíladelfíu kökur með 1” til 2” hólkum bomba.is Þetta er sú minnsta Sprengjukóngurinn verður á staðnum 49 skota 100 skota 300 skota 600 skota Víkurhvarf 6, Kópavogi Eingöngutertur Flugeldasala fagmannsins Við hjálpum þér að gera áramótin eftirminnileg Flugeldasala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.