24 stundir - 19.01.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is
Prentun: Landsprent ehf.
Kennarar njóta mests trausts starfsstétta, sem spurt var um í könnun
Gallup fyrir Heimsviðskiptaráðstefnuna, sem sagt var frá í fjölmiðlum í
vikunni. 46% Íslendinga treysta kennurum, samanborið við t.d. 18% sem
treysta blaðamönnum og 9% sem treysta stjórnmálamönnum. Aukin-
heldur vilja Íslendingar að kennarar ráði meiru en þeir gera; 30% að-
spurðra í könnuninni vildu auka völd kennara en aðeins 10% vildu auka
völd stjórnmálamannanna.
Þessar niðurstöður eru ekki amalegt veganesti fyrir samtök kennara í
þeim viðræðum um kaup og kjör, sem framundan eru. Það er afar mik-
ilvægt, ekki aðeins fyrir kennara heldur fyrir samfélagið allt, að í þeim við-
ræðum náist fram verulegar kjarabætur fyrir kennarastéttina.
Menntun er undirstaða velgengni þjóðarinnar. Staðan er hins vegar sú,
að fólk flýr úr kennarastétt vegna lágra launa og víða er erfitt að manna
skólana. Það breytist ekki nema launin hækki og skólarnir geti keppt við
fyrirtæki, sem vilja gjarnan nýta starfskrafta kennaramenntaðs fólks.
Hins vegar þurfa kennarasamtökin að breyta um aðferðir ef þau vilja ná
árangri í kjaraviðræðunum. Þau eiga til dæmis að vera miklu opnari fyrir
sveigjanlegra vinnufyrirkomulagi í skólunum. Á gildistíma síðasta kjara-
samnings kennara voru gerðar þrjár tilraunir til að brjótast út úr nið-
urnjörvuðu vinnutímafyrirkomulagi hans, ein í Ísaksskóla, önnur í Norð-
lingaskóla og sú þriðja í Sjálandsskóla. Á móti voru kennurum boðin mun
hærri laun en þeir nutu áður. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lagð-
ist Kennarasamband Íslands fast gegn þessum tilraunum.
Kennarasamtökin þurfa sömuleiðis að vera miklu opnari en þau hafa
verið fyrir fjölgun sjálfstæðra skóla, sem reknir eru með stuðningi sveitar-
félaganna. Aukinn einkarekstur í skólakerfinu eykur
samkeppni um starfskrafta kennara og svigrúm til
kjarabóta, sem vantar í núverandi kerfi.
Sama er að segja um þá aðferð að kennarar semji
við öll sveitarfélögin í heild. Það þýðir í raun að launa-
nefnd sveitarfélaga teygir sig jafnlangt og það sveitar-
félag, sem er verst statt, er reiðubúið til. Kennarar
ættu að reyna að brjóta upp þetta samflot, þannig að
samkeppni skapist milli sveitarfélaganna um kennara.
Leiðin að kjarabótum kennara liggur ekki sízt í því
að kjarasamningar þeirra og vinnuumhverfi færist í
átt til þess, sem tíðkast á almennum vinnumarkaði.
Slík nálgun af hálfu kennarasamtakanna mun áreið-
anlega njóta mikils stuðnings hjá almenningi.
Tækifæri kennara
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Á þessum fáu dögum sem Al-
þingi hefur starfað eftir nýjum
þingsköpum hefur það verið
miklu líflegra og
skemmtilegra.
Það kom mér á
óvart, hvað
breytingarnar
höfðu mikil og
jákvæð áhrif. Það
er tvennt sem
hefur einkum
sett svip sinn á
þingið.
Í fyrsta lagi eru nú óundirbúnar
fyrirspurnir til ráðherra tvisvar
sinnum í viku. Áður voru þær
aðeins tvisvar sinnum í mánuði.
Þetta hefur margvísleg jákvæð
áhrif. Þingmenn hafa tök á miklu
virkara aðhaldi að handhöfum
framkvæmdavaldsins en áður.
Össur Skarphéðinsson
eyjan.is/goto/ossur
BLOGGARINN
Gaman á þingi
Við mat á kostnaði við fram-
kvæmdir gleymast oft kostn-
aðarliðir eða hagræði af fram-
kvæmdunum.
Þegar Vegagerðin
gefur það upp að
Sundagöng kosti
9 milljörðum
meira en brýr og
braut ofanjarðar
er ekki tekið með
í reikninginn
hugsanlegt hag-
ræði af göngum umfram brýr og
brautir. Hefur það verið reiknað
út hve miklu minna svæði á yf-
irborði jarðar fer undir brautina
ef göng eru valin en ef brýr og
brautir eru valdar? Gaman væri
að sjá slíka útreikninga því að
mig grunar að upphæðin […]
kunni að lækka verulega …
Ómar Ragnarsson
omarragnarsson.blog.is
Sundagöng
Það er kaldhæðnislegt að Bobby
Fischer skuli deyja á sama degi
og Davíð Oddsson, fyrrum ut-
anríkis- og for-
sætisráðherra,
fagnar sextugs-
afmæli sínu. Fáir
menn leiddu
betur og af meiri
krafti þá ákvörð-
un í gegnum
stjórnkerfið að
Fischer yrði ís-
lenskur ríkisborgari og kæmi
hingað til lands, yrði hnepptur
úr varðhaldi, en Davíð. [...] og
það má fullyrða að Fischer
hefði varla fengið ríkisborg-
araréttinn með þessum hætti
nema að það hefði verið leitt af
þeim krafti sem einkenndi for-
ystu Davíðs.
Stefán Friðrik Stefánsson
stebbifr.blog.is
Bobby og Davíð
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Harðvítugar deilur innan Ör-
yrkjabandalagsins eru það allra
versta af mörgu slæmu sem getur komið fyrir þann
stóra hóp fólks sem býr við örorku vegna sjúkdóma
eða fötlunar. Hátt í fjórtán þúsund Íslendingar eru
þannig staddir og þeirra helsta hagsmunamál er að í
þjóðfélaginu ríki réttlæti, samstaða og samkennd.
Gengið á undan með slæmu fordæmi
Það er algjört lífsspursmál fyrir öryrkja að allir
sem valdir hafa verið til að gæta hagsmuna hóps sem
býr við erfiðari aðstæður en allur þorri almennings,
sinni því hlutverki sínu en skelli sér ekki í valdabar-
áttu fyrir eigin hagsmunum.
Í nokkur ár hefur valdatogstreita innan Ör-
yrkjabandalagsins síst aukið hróður sambandsins.
Flestir muna eftir skyndilegum brottrekstri Arnþórs
Helgasonar úr framkvæmdastjórastóli hjá bandalag-
inu og tárvotu sjónvarpsviðtali í kjölfarið. Brottrekst-
urinn minnti mest á skyndileg starfslok toppanna í
einverju Group-fyrirtækinu. Þetta finnst mörgum að
eigi ekki við í öryrkjabandalagi. Svo virðist hins veg-
ar sem viðskiptasjónarmið, valdablokkir, launaleynd
og ýmislegt fleira sem almenningur tengir frekar við
fyrirtæki í harðvítugum samkeppnisrekstri en stuðn-
ingssamtök öryrkja hafi einkennt umræðu tengda ör-
yrkjum síðustu misserin. Það eiga þeir ekki skilið,
segja talsmenn þeirra, sem þó kenna hverjir öðrum
um ástandið.
Núverandi framkvæmdastjóri er ekki við og í gær
var verið að ganga frá starfslokasamningum bæði við
Hafdísi Gísladóttur framkvæmdastjóra og Sigurstein
Másson, fráfarandi formann. Þetta þýðir væntanlega
að skútan er stjórnlaus þar til nýir menn komast til
valda.
Klofið í herðar niður
Félög innan Öryrkjabandalagsins eru 32. Þau
skiptast í tvær nærri jafnstórar fylkingar í baráttunni
um völd og stefnu. Félögin hafa sama vægi í at-
kvæðagreiðslum innan bandalagsins hvort sem þau
eru stór eða smá. Þetta þykir í anda jafnræðis til þess
að tryggja rétt hinna litlu félaga sem minna mega
sín.
Átök sem skemmta skrattanum
SKÝRING