24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 49

24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 49
24stundir LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 49 Leður sófasett Hornsófasett Sófasett með skemli Tungusófar Tungu hornsófar Stakir sófar Borðstofuborð og stólar Skenkar Sófaborð Eldhúsborð Rúmgaflar Leðursófasett áður 239,000 Nú 119,900 Hornsófar tau áður 198,000 Nú 103,000 Hornsófar leður áður 249,000 Nú 149,000 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - L AG ER SA LA HÚSGAGNA LAGERSALA VERÐDÆMI Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 ALLTAF FRÁBÆRT VERÐ! Elísabet Alba mælir með Concha Y Toro Late Harvest Sauvignon Blanc 2003. Þroskaðar perur, papaya og þurrkuð apríkósa í nefi greiða leiðina fyrir silkimjúk bökunarkrydd og hunangsgljáðar melónur sem gefa flotta byggingu og þægilegan sætleika sem situr lengi eftir. Þrúga: Sauvignon Blanc Land: Chile Svæði: Maule Valley Skyrkaka Hráefni: 1 pakki kanilkex frá Lu, mulið (Bastogne) 80 g brætt smjör 5 dl rjómi, þeyttur 500 g KEA vanilluskyr 3 msk. bláberjasulta 150 g bláber 200 g jarðarber Aðferð: Blandið kexmylsnunni og smjör- inu saman og þrýstið á botninn á vel smurðu smelluformi. Hrærið rjómann varlega saman við van- illuskyrið og hellið ofan á kexbotn- inn. Setjið bláberjasultuna gætilega ofan á, ásamt bláberjum og jarð- arberjum sem hafa verið skorin í bita. Það er í góðu lagi að útbúa skyrtertuna daginn áður, en hún þarf allavega að standa í kæli í 3-4 klukkustundir áður en hún er bor- in fram. EFTIRRÉTTUR Alvöru skyrkaka í lokin Quesadillas með kjúklingi (má nota annað kjöt í staðinn). Hægt er að útbúa quesadillas á marga vegu og tilvalið að nota afganga. Tortilla og ostur er undirstaðan en svo er hægt að leika sér með fyllinguna. Ef útbúið fyrir krakka er nóg að setja bara ost og til dæmis nautahakk. Hráefni: Tortilla stór (helst frosna, þær eru miklu betri en þær sem eru í hillunum) Ostur, rifinn Salsasósa (sterk eða mild eftir smekk) Græn paprika, rauðlaukur og sveppir steikt á pönnu Kjúklingabringur (grillaðar og kryddaðar) skornar í bita (eða annað kjöt að eigin vali) Aðferð: Dreifið salsasósunni á tortilluna, setjið rifinn ost, steikta grænmetið og kjúklinginn á helminginn. Ost svo aftur ofan á og brjótið tortillu saman. Betra er að hafa minna í hverri tortillu en meira því þá hitnar hún auðveldlega í gegn. Einnig er mikilvægt að jafnvægi sé á milli brauðs, osts og fyllingar. Hitið í ofni eða á þurri pönnu þar til osturinn er bráðnaður og tor- tillan er stökk. Skerið í sneiðar og berið fram með sýrðum rjóma og guacamole. Það er voða gott að hafa nachos-flögur og ostasósu með þessu. Veljið nachos sem er ekki mikið kryddað, helst bara saltað. Krydduðu flögurnar taka alltof mikið frá matnum. Guacamole Hráefni: 2 avocado stöppuð ¼ laukur (smátt saxaður), 2 msk. kóriander ferskt smátt saxað ½-1 rauður chili smátt saxaður lime-safi salt og pipar eftir smekk Aðferð: Blandið saman og smakkið til. AÐALRÉTTUR Quesadillas með kjúk- lingi og Guacamole Elísabet Alba mælir með Montes Alpha Chardonnay 2006. Mikill sítrus í nefi með melónu og vott af vanillu. Perur, karamelluð epli, an- anas og bananar eru þétt í munni með rjómakennda kókosáferð. Langur endir með frískandi sýru. Þrúga: Chardonnay Land: Chile Hérað: Casablanca Hot́n sweet salat Hráefni: Icebergkál klettasalat dressing (salatdressing að eigin vali) kornsalsa (mais, chili, kóriander, ristuð rauð paprika, limesafi, salt og pipar) sweet chili-sósa sýrður rjómi (smá sletta) nachos-flögur Aðferð: Öllu blandað saman og flögurnar kramdar yfir. FORRÉTTUR Salat undir mexíkóskum áhrifum Árvakur/Kristinn Ingvarsson Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Villa María Private Bin Riesling 2006. Ferskt og hreint í nefi, blómlegt með áberandi lime og melónu. Sí- trónubörkur, steinefni og gul epli í munni með létt krydd í bak- grunninum. Hálfþurrt með bleikum greipaldin í lokin. Þrúga: Rieslin, Land: Nýja Sjáland, Hérað: Marlborough Veitingastaður Hótels Holts hef- ur verið opnaður á ný eftir end- urnýjun. Staðurinn nefnist nú Gallery og státar af stærstu og fullkomnustu eldavél landsins. Yfirmatreiðslumaður Gallerys er Friðgeir Ingi Eiríksson sem hefur stjórnað eldhúsi Michelin- staðarins Clairefontaine í Lyon í Frakklandi undanfarin ár. Skarp- ari skil verða milli hádegisstaðar og kvöldverðarstaðar en verið hefur. Nýr og endurbættur veitinga- staður verður opnaður um miðj- an næsta mánuð á Hótel Óðins- véum en staðnum hefur nú verið lokað vegna breytinga. Veitingastaðurinn hefur verið kenndur við Sigga Hall und- anfarin ár en hann segir nú skilið við staðinn. Eyþór Rúnarsson landsliðskokkur verður eftir sem áður yfirmatreiðslumeistari veit- ingastaðarins. Breytingar á veitingastöðum Auglýsingasíminn er 510 3744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.