24 stundir - 19.01.2008, Side 66

24 stundir - 19.01.2008, Side 66
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur Halldora@24stundir.is „Það má segja að ég lifi og hrærist í tískunni. Ég fer mikið til Dan- merkur ásamt öðrum löndum til þess að heimsækja hönnuði, skoða gallerí og efla sambandið við fólk í tískugeiranum úti,“ seg- ir Elísabet Ómarsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi hár- greiðslustofunnar KRISTU/Quest. Hún kveðst fara sínar eigin leiðir í fatavali og á það til að klæðast flíkum eða aukahlutum sem vekja undrun annarra. „Ég hef mjög gaman af afbrigðilegri tísku og er ekkert endilega að elta það sem aðrir eru að gera. Ég er til dæmis mjög hrifin af Ditu von Teese, fyrrverandi eiginkonu Marilyn Manson, og eins Vivanne Westwood. Þá kannski fötum sem mér finnst ofboðslega flott en öðrum finnst ónothæft drasl,“ segir Elísabet og bætir við allar öfgar séu henni að skapi. „Ég klæði mig oft í margs konar föt og vil hafa mikinn íburð. Ég nota til dæmis tvennar sokkabuxur, tvö pils eða sokkabuxur og hnésokka saman. Ég nota líka sokkabönd og er óhrædd við að fara í hluti sem sumir myndu kannski ekki þora að nota. Ég set til dæmis íburðarmikil belti utan á kápurnar auk þess sem mér finnst flott að setja nokkurs konar korsilettu utan á kápur og jakka.“ Selur skrautspangir í massavís Elísabet hefur vakið nokkra athygli fyrir eigin hönnun, en hún hefur síðustu misserin hannað skrautlegar hárspangir við góðar undirtektir hér á landi sem erlendis. Viðtökur á erlendri grund hafa ekki brugðist, en hún sendir reglulega spangir til Danmerkur og Bretlands. „Svo bý ég líka til allskonar skóskraut og hálskraga. Þegar ég er ekki að farða fyrir myndatökur eða önnur verkefni er ég eiginlega alltaf að grúska í minni eigin hönnun. Svo seljum við hlutina á hárgreiðslustofunni okkar Nonna, kærasta míns, KRISTU/Quest, ásamt því sem ég sel aðra hönnun líka. Ég hef líka verið að prófa mig áfram í silfurskarti en hef ekki ennþá byrjað að selja það. En það kannski kemur að því,“ segir Elísabet, sem greinilega er með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku. „Það má segja að ég sé tískufrík en þó þannig að ég fer alveg eftir eigin höfði. Ég fylgist mikið með flottri hönnun og er óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. Það þurfa ekki endilega að vera dýrir hlutir því oft má búa til flott dress úr þeim ódýrari ef efni og snið eru falleg. Annars er stíllinn minn almennt fjöl- breyttur. Svarti liturinn er í uppáhaldi, en þegar kemur að skarti, svosem hárskrauti, höttum og öðrum höfuðbúnaði, vel ég mér hins vegar einhverja brjálaða liti.“ Elísabet Ómarsdóttir dressar sig upp Hrifin af af- brigðilegri hönnun Förðunarfræðingurinn Elísabet Ómarsdóttir fer ótroðnar slóðir í fatavali og bryddar upp á ótrúlegustu hlutum. Í MYND 66 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir Ég er með kóngabláan leðurkraga sem ég bjó sjálf til. Ég er búin að vera að hanna kraga í öllum stærð- um og gerðum ásamt hárspöng- unum og skóskarti. Kragi sem þessi gerir að mínu mati mjög mikið fyrir dressið og getur auðvitað poppað upp hversdagsleikann. KRAGI Ég er í klassískum svörtum kjól sem ég keypti fyrir löngu í Oasis. Ég held mikið upp á þennan kjól og hef notað hann rosalega mikið í gegnum tíðina. Ég nota hann eig- inlega aðra hverja viku hið minnsta með hinum og þessum aukahlutum. Hann er hlýralaus og beinsniðinn, svolítið í Twiggy- andanum, og er þeim kostum búinn að hann krumpast aldrei og því alltaf hægt að hoppa í hann. Svo náttúrulega passa svona kjólar eiginlega við allt. KJÓLL Ég keypti þessar leggings í TopShop í London þeg- ar ég var stödd þar fyrir ári síðan. Þær eru voða skemmtilegar og blái lit- urinn hefur líka verið svolítið inn núna. Mér finnst ofboðslega gaman að grípa í litaðar sokka- buxur, sokka eða gammosíur til þess að krydda klæðnaðinn og í rauninni lít ég á sokkabuxur sem skart. Ef þú ert í svörtu dressi er líka flott að poppa þetta aðeins upp með einhverjum skemmtilegum lit. LEGGINGS Þetta eru alveg svartir og klassískir hælaskór sem ég held mikið upp á. Ég keypti þá í versluninni Bi- anco og fannst svona pínulítill Dita von Teese stíll yfir þeim. Botninn á þeim er þykkur og þeir líta svolítið út eins og þeir séu úr plasti, en eru samt úr leðri. Ég hef notað þá rosalega mikið enda ganga þeir al- gjörlega við allt, hvort sem er buxur, kjóla eða pils. Svo eru þeir frekar háir þannig að þeir eru svona í fínni kantinum. SKÓR Eins og síddin á hárinu mínu er núna er ég voðalega hrifin af því að hafa það bara slegið. Annars er ég líka dugleg að flétta það og setja í það krullur til þess að breyta aðeins til. Svo nota ég auðvitað spangirnar mínar mikið og eins hatta í öllum stærðum og gerð- um. Ég er algjör hattasafnari og á alveg aragrúa af höttum sem ég hef keypt út um allan heim. Eins með hárskraut og annan höfuðbúnað. HÁR Á andlitinu er ég með bleikan og svolítið áberandi kinnalit ásamt svörtum augnblýanti og gráum augn- skugga. Ég nota svartan blýant mjög mikið, enda strokar hann út roða í kringum augun og getur gert heilmikið. Eins set ég hann inn í augun. Svo er ég með ljósan túpugloss frá Mac. Ég nota Mac vörurnar mjög mikið og er eiginlega alltaf með annan fótinn þar. Förðunin sem ég er með núna er afskaplega klassísk og flott förð- un sem hentar við flest tilefni. FÖRÐUN 24TÍSKA tiska@24stundir.is a Það má segja að ég sé tískufrík en þó þannig að ég fer alveg eftir eigin höfði. Ég fylgist mikið með flottri hönnun og er óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. Skráning á námskeið Hraðlestrarskólans er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, Náðu forskoti með okkur “Snilldarnámskeið..kom skemmtilega á óvart hversu miklum hraða ég náði.” Guðbjörg Jónsdóttir, 40 ára Framhaldsskólakennari. “Loksins sé ég fram á það að geta klárað lesbækur fyrir próf” Elín Björk Jónsdóttir, 15 ára nemi. “Ég sexfaldaði lestrarhraða minn á 3 vikum! Frábært!” “Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu prófunum.” Jökull Torfason, 15 ára nemi. “Þetta mun nýtast mér alla ævi.” Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi. “...á eftir að spara mér hellings tíma af námsbókalestri.” Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari.Guðjón Bergmann, 34 ára rithöfundur, fyrirlesari og jógakennari. í vetur! Næsta námskeið hefst: 6 vikna hraðnámskeið þriðjudaginn 22. jan. kl. 20 3 vikna hraðnámskeið föstudaginn 01. feb kl. 17

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.