24 stundir - 19.01.2008, Side 48

24 stundir - 19.01.2008, Side 48
48 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir Vín vikunnar Château Musar 1998 Líflegt og opið í nefi með myntu, lakkrís, kakó, cedarvið og nettan fjósakeim. Heitur og rjómakenndur í munni með hindberjum, bökuðum skógarberjum og flauels- mjúk tannín sem endast lengi í munni. Vínið er gerjað í opnum steinsteyptum tönkum, látið liggja á franskri eik í allt að 2 ár og svo á flösku í 4 ár til viðbótar. Château Musar er tilvalið til neyslu 10 ára gamalt og á eftir að batna næstu 12-14 ár. Flott val með nautakjöti, lambi og flestum krydduðum réttum. Château Musar var stofnað árið 1930 af Gaston Hochar en er rekið í dag af syni hans Serge. Fyrirtækið er staðsett í 18. aldar kastala í Ghazir rétt fyrir utan Beirut. Héraðið var í mörg ár í miðpunkti borgarstyrj- aldar og víngarðarnir hættulega nálægir víglínunni. Átökin bárust að görðunum meðan á uppskeru stóð 1983 og þurfti Serge að smygla sér í gegn á litlum bát svo að hann gæti framleitt vínið. Á seinni hluta 8. áratugarins hafði ástandið ekkert batnað og hlaut víngerðin talsverðar skemmdir af völdum sprengjuárása, enda þjónuðu vín- kjallararnir tvennum tilgangi á þessum tíma þar sem þeir voru til- valin sprengjuskýli fyrir bæjarbúa. Þrúgur: Cabernet Sauvignon, Cinsault, Carignan, Grenache & Mourvedre Land: Líbanon Hérað: Bekaa Valley Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn Château Musar 1998 Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Það er óþarfi að setja samasem- merki á milli skyndibita og óholl- ustu þó að margir tengi skyndibit- ann öðru fremur við djúpsteiktan og brasaðan mat. Samhliða auk- inni vitund um heilsusamlegt mat- aræði hefur skyndibitastöðum sem leggja áherslu á léttari matreiðslu fjölgað. Einn af þeim er Culiacan þar sem boðið er upp á mexíkósk- an, heilsusamlegan mat. Ekkert dósajukk „Við leggjum rosalega mikið upp úr því að gera allt frá grunni sjálf. Við búum til allar sósur, salsa og þess háttar á hverjum morgni og notum ferskasta hráefni sem við getum fengið hverju sinni en ekk- ert dósajukk,“ segir Sólveig Guð- mundsdóttir, einn eigenda Culiac- an. „Margir þekkja mexíkóska mat- argerð aðeins af dósamat sem þeir kaupa úti í búð og hella honum svo saman,“ segir hún og tekur undir að fólk fái hugsanlega ranga mynd af mexíkóskri matargerð gegnum dósamatinn. „Það segir sig náttúr- lega sjálft að það sem þú býrð til samdægurs er allt öðruvísi en eitt- hvað sem er sett í niðursuðudós og er svo kannski á hillunni í einhver ár,“ segir Sólveig. Saddur án samviskubits Þó að Sólveig leggi mikið upp úr hollustunni er ekki þar með sagt að maturinn sé ekki saðsamur. „Við höfum talað um að maður verði saddur án samviskubits. Maður verður alveg saddur á þessu og er það allan daginn. Samt er maður að borða rétt, fita er í lágmarki, ekkert majónes og ekkert djúp- steikt. Það besta við þetta er að þetta er ekki þessi dæmigerði heilsumatur sem maður þarf að pína ofan í sig,“ segir Sólveig. Jafngott heitt og kalt Sólveig deilir þremur réttum með lesendum 24 stunda. Þar á meðal er uppskrift að quesadillas með kjúklingi. Hún bendir á að út- búa megi quesadillas á marga vegu og upplagt sé að nota afganga. Tor- tilla og ostur er undirstaðan og svo getur fólk leikið sér með fyll- inguna. „Útkoman ræðst af því hvað maður leggur mikið í þetta. Við erum til dæmis að malla sós- urnar í marga klukkutíma. Þegar maður gerir það er maturinn alveg jafngóður heitur og kaldur,“ segir Sólveig að lokum. Sólveig Guðmundsdóttir eldar heilsusamlegan mexíkóskan mat Skyndibiti getur líka verið hollur Það er ekkert náttúrulög- mál að skyndibiti sé óhollur. Sólveig Guð- mundsdóttir á Culiacan leggur áherslu á að mat- reiða mexíkóskan mat á heilsusamlegan hátt. Ekki dæmigerður heilsumatur Sólveig Guðmundsdóttir segir að maturinn sé ekki þessi dæmigerði heilsumatur sem fólk þurfi að pína ofan í sig. ➤ Sólveig lærði iðnhönnun íBandaríkjunum þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. ➤ Hún hannaði meðal annarsinnréttingar og merki veit- ingastaðarins. ➤ Fyrsta Culican-staðinn opnaðihún árið 2003 og annan 2006. SÓLVEIG Árvakur/Kristinn Ingvarsson LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is  Mögulega er hugarfari hans best lýst í laginu Things Have Changed, frá árinu 2000: I used to care, but things have changed. Svo virtist sem stríðið gegn hryðjuverkum myndi ekki setja mark sitt á tónlist Dylans. Aðrir yrðu að taka upp kyndilinn. » Meira í Morgunblaðinu í dag Laugardagur 19. janúar 2008  Þrettán ára vakti hann heimsathygli. 1972 sigr- aði hann sovésku maskínuna í einvígi aldarinnar í Reykjavík. Árið 1992 tefldi hann aftur við Boris Spassky í Júgóslavíu, braut viðskiptabann Samein- uðu þjóðanna og komst upp á kant við bandarísk stjórnvöld. Hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Fischer lést í fyrradag. » Meira í Morgunblaðinu Bobby Fischer látinn  Rokk og ról, erfiðisvinna, framandi slóðir og þau klæðahöft sem konur hafa sætt sig við voru meðal þess sem fatahönnuðir á borð við Miuccia Prada og Alexander McQueen nýttu sem innblástur fyrir haust- og vetrartísku karla 2008, sem sýnd var í Mílanó í vikunni. » Meira í Morgunblaðinu Rokk, rómantík og notagildi Bob Dylan í skugga stríða Myndin töfrar fram heillandi sögu og magnaða stúdíu um samband skáld- skapar og veruleika KVIKMYNDIR» Fimm stjörnu ástarsaga TÓNLIST» Íslensk krútt leggja Evrópu að fótum sér reykjavíkreykjavík ÍÞRÓTTIR» Ólafur úr leik í bili Sundsvall spennt fyrir Sverri Garðarssyni Hólmfríður hafnaði Malmö og Hamburger Erum ekki í liðinu til að horfa á Ólaf Það er meira í Mogganum. Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 » Meira í Morgunblaðinu Laugardagur 19. 1. 200881. árg. lesbók DYLAN OG PÓLITÍKIN DYLAN GAFST UPP Á BOÐSKAPNUMOG NÚ ER LEITAÐ AÐ ARFTAKANUM, EINHVERJUM SEM SYNGUR UM HEIMINN Í DAG » 3 Þrjátíu ár frá útkomu fyrstu breiðskífu Van Halen » 7 Morgunblaðið/Golli Ekkert öruggt „Ef einhver í leikhúsinu væri búinn að finna verkefnaval sem er öruggt, þá væri bara einn leikhússtjóri í heiminum,“ segir Guðjón Pedersen í viðtali við Jóhann Bjarna Kolbeinsson en Guðjón hættir sem leikhússtjóri Borgarleikhússins 1. ágúst. » 4 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Þ að leikur enginn vafi á því að íslensk kvik-myndagerð er í mikilli sókn. Fagmennskahefur orðið meiri við vinnslu myndanna ogíslenskir handritshöfundar og leikstjórar hafa fundið leið til þess að vekja áhuga bíógesta. Segja má að þeir hafi farið að fordæmi krimmans. Lykillinn að vinsældum hans er sá að umfjöllunar- efnin eru samfélagsleg og sprottin úr samtímanum. Hið sama á við um vinsælustu íslensku kvikmynd- irnar á síðustu árum. Mýrin eftir Baltasar Kormák sló auðvitað í gegn en hún byggist reyndar á sam- nefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar. Blóðbönd eftir Árna Ólaf Ásgeirsson gerist í reykvískum sam- tíma og fjallar um upplausn fjölskyldu. Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason gerir slíkt hið sama og systurmynd hennar, Foreldrar, eftir sama höfund. Þetta á einnig við um Astrópíu þó að þar sé nálgunin ekki jafn raunsæisleg og fleiri mætti telja. Allt eru þetta frábærar bíómyndir sem vakið hafa mikla at- hygli. Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Brúðgum- inn, sprettur úr íslenskum samtíma þótt handritið sé byggt á leikritinu Ívanov eftir Tsjekov. Hið sama á reyndar við um uppfærslu Baltasars á Ívanov í Þjóð- leikhúsinu en verkin vann leikstjórinn samhliða með sama hópi leikara. Þó er ekki sama sagan sögð. Brúð- guminn bregður á leik með frumtextann, snýr upp á hann þannig að hinn vonlausi, týndi, óþarfi maður Tsjekovs fær jafnvel uppreisn æru. Hér hefur í raun tekist að breyta þunglamalegu rússnesku drama í ljúfsára gamanmynd sem sækir kraft í skopstælingu á mörgum þeim hugmyndum sem frumverkið varpar fram og á íslenskum samtíma. Myndin er frábær skemmtun sem er ekki síst þétt- um leikhópi að þakka. Lengi háði allt of stílfærður og stór leikur íslenskum kvikmyndum. Þetta er í raun og veru enn þá einn af helstu göllum íslensks leikhúss en kvikmyndaleikur hefur snarbatnað á undanförnum árum einhverra hluta vegna. Leikstjórar og leikarar virðast hafa betri tilfinningu fyrir þessum grimmilega raunsæja miðli.Í hausthefti kvikmyndatímaritsins Filmmaker fjallar Howard Feinstein gagnrýnandi um Mýrina og segir að Baltasar Kormákur hafi ein „bestu augun“ í kvikmyndagerð nú um stundir. Ég veit ekki nákvæm- lega hvað það þýðir en af Brúðgumanum að dæma er Baltasar alveg örugglega ekki að missa sjón. Snúið uppá ÍvanovMENNINGARVITINN Brúðguminn Ljúfsár gamanmynd.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.