24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Ég held að fatahönnuðir hafi sýnt það og sannað að í fatahönnun felast viðskiptatækifæri. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Ég lít á þetta sem sigur fyrir ís- lenska hönnunarsamfélagið,“ segir Steinunn Sigurðardóttir fatahönn- uður, en hún hlaut í fyrradag árlega viðurkenningu Félags kvenna í at- vinnurekstri (FKA). Steinunn hefur hlotið ýmis verð- laun á ferlinum og fékk til að mynda norrænu fatahönnunar- verðlaunin Ginen sl. haust. Henni þykir þó sérstaklega vænt um við- urkenninguna frá FKA. Með þessu séu konur í atvinnurekstri að við- urkenna fatahönnun sem atvinnu- grein. Viðskiptatækifæri í hönnun „Mér finnst það skipta miklu máli að atvinnulífið almennt sjái tækifærin sem liggja í hönnunar- tengdum viðskiptum. Ég held að fatahönnuðir hafi sýnt það og sannað að í fatahönnun felast við- skiptatækifæri,“ segir Steinunn. Hún segir mikla gerjun hafa ver- ið í íslenskri fatahönnun undanfar- in ár og að margir ungir fatahönn- uðir hafi stigið fram á sjónarsviðið. „Mér finnst það bara frábært og ég vona að margir hönnuðir eigi eftir að feta í mín fótspor og halda þessu áfram. Mér finnst það ekki spurn- ing að fatahönnun og öll hönnun á Íslandi sé það hugvit sem við eigum að flytja út. Og stjórnvöld virðast loksins vera búin að átta sig á því.“ STEiNUNN sigrar heiminn Steinunn selur hönnun sína undir merkinu STEiNUNN í búð sinni á Laugavegi og í ýmsum fata- verslunum erlendis. Fyrir einu og hálfu ári var hún ein í rekstrinum. Nú eru þær orðnar fjórar og segir Steinunn fyrirtækið vaxa jafnt og þétt. Aðspurð hvort fyrirtækið standi vel fjárhagslega segir Steinunn: „Merkið er komið inn í búðir á öll- um Norðurlöndunum, í Bretlandi, Japan og Bandaríkjunum, þannig að það er komin ágætis velta. En þegar maður á sitt eigið fyrirtæki vinnur maður líka allan sólar- hringinn.“ Aðspurð segir Steinunn að sér hafi ekki fundist það vekja sérstaka athygli erlendis að hún sé Íslend- ingur. „Erlendir blaðamenn sjá þetta ekki sem íslenska hönnun, heldur norræna.“ Hún segir ákveðna þætti ein- kenna norræna hönnun. Meira sé t.d. um tilvísun til landslagsins heldur en í suðurevrópskri hönnun og formið lífrænna. Unnið með Klein og Lauren Steinunn hefur unnið náið með ýmsum þekktum hönnuðum, en hún vann til að mynda um árabil með Calvin Klein, Ralph Lauren og Tom Ford hjá Gucci. Hún segir að tískurisar þessir hafi verið drifnir áfram af metnaði fyrir hönnun fremur en gróðasjónarmiðum. „Ég vil meina að með slík viðhorf muni fyrirtæki pottþétt á endanum ná að búa til viðskipti úr hönnuninni.“ Tækifæri í ís- lenskri hönnun  Fatahönnuður fær viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri Steinunn Sigurð- ardóttir Hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir hönnun sína. ➤ Steinunn Sigurðardóttirhannar undir merkinu STEiN- UNN og selur föt sín hér heima og erlendis. ➤ Hún fékk í fyrradag við-urkenningu frá Félagi kvenna í atvinnurekstri. FARSÆLL HÖNNUÐUR MARKAÐURINN Í GÆR             !""                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                        : -   0 -< = $ ' >?@A>3BC >3555AC4> >3DBA4@4? AB?A>@543 43DCCCA55 A35>3DBA 3D@5A?>D @5>B5?3D@ >CDD5@AB4 AD????? CC??BBB@ A3B5DDB44 BDD?>C?A , >5335?? ? A4A4>5 @5DD?B@ >C533C3D >BA5?? A>A@453 , , , , CCC?4??? , , BE?A 53E?? >DEB5 >?E44 A?E?5 3>E>5 A4EB5 CD@E?? 3AE>? >??E?? CE3D >3ED5 5EB@ B4E?? >EBB 4EC3 >@?E?? >33?E?? D5CE?? ?E55 >DAE?? 3E53 A3EA? , , ACB5E?? , , BE>5 53E3? >5E?? >?EC3 A?E>5 3>E5? ACEA? C5?E?? 3AEA? >?>E?? CED? >3ED4 4E?3 B4E5? AE?> 4EC@ >@AE5? >3DBE?? D@?E?? ?E54 >D@E?? 3E5@ , , , A@A?E?? , 4E5? /   - 5 AC A5 5> 5@ C C C@ AC 3 A> 3> >B , D , > >@ >5 > C , , , , B , , F#   -#- >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >C>A??@ >@>A??@ >C>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >@>A??@ >C>A??@ B>A??@ 4>AA??C AA@A??C >@>A??@ >?>A??@ >D>A??@ ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi banka, fyrir 740 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Teymi eða um 2,03%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Century Aluminium, 8,47%. Bréf í P/F Atlantic Petroleum lækkuðu um 4,05% og bréf í FL Group um 1,47%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,45% og stóð í 5.539,27 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 0,88% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 1,49 %. Breska FTSE- vísitalan hækkaði um 1,4% og þýska DAX-vísitalan hækkaði um 0,5%. Kínverjar hafa sýnt sérstakan áhuga á Íslandi að undanförnu sökum áhuga þeirra á Norður- Íshafi sem framtíðarsiglingaleið. Þetta segir Rober Wade, prófessor við The London School of Econo- mics, í grein í Financial Times. Hann bendir á að ýmislegt bendi til þess að árið 2015 geti hefð- bundin skip siglt um Norður- Íshaf allt árið um kring. Ísland muni þá gegna mikilvægu hlutverki fyrir vöruflutninga á hafi, en það sé sérstakt hagsmunamál fyrir Kín- verja að geta siglt stórum fragtskipum sínum um Íshafið. Bendir prófessorinn jafnframt á að ekkert annað land reki stærra sendiráð á Íslandi en Kínverjar, og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið einstakar viðtökur er hann heimsótti Kína. Þá hafi Kínverjar verið Íslandi innan handar í baráttunni fyrir sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. hos Lega Íslands mikilvæg Pólitísk samstaða er um það í Bandaríkjunum að dæla enn meira fé inn í efnahagskerfið til að bregðast við þeim nið- ursveiflum sem verið hafa á mörkuðum, en Dow Jones- vísitalan hefur t.d. fallið um tæp 10% frá áramótum. Talið er að meira en 100 millj- arðar dollara muni skila sér inn í hagkerfið með ýmsum stjórn- valdsaðgerðum, svo sem skatta- lækkunum og afskriftum skulda. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er von á aðgerðum mjög fljótlega. The New York Times segir að fjárfestar hafi ekki tekið mikið mark á orðum Ben S. Bernanke, bankastjóra bandaríska seðla- bankans, sem sagði markaði mundu glæðast á næstunni, enda væri hagkerfið „einstaklega seigt“. hos Brugðist við vanda vestra Penninn hefur keypt 51% hlut í írsku kaffihúsakeðjunni In- somnia, samkvæmt frétt á írskum viðskiptavef, RTÉ. Að sögn Kerr er stefnt að því að opna 20 ný In- somnia kaffihús á Írlandi og með tilkomu Pennans verði horft til útrásar Insomnia annars staðar í Norður-Evrópu á næsta ári. Alls starfa 200 manns hjá Insomnia. mbl.is Penninn kaupir írsk kaffihús Niðurstöður könnunar Creditinfo Íslands á vanskilum fyrirtækja sýna ótvírætt að fyrirtæki með konur í stjórn eru hlutfallslega áhættuminni. 27.000 fyrirtæki voru skoðuð. Niðurstöðurnar sýndu að í stærri fyr- irtækjum þar sem fjöldi stjórnarmeðlima var 3 eða fleiri, eru fyrirtæki með eingöngu konum í stjórn til muna ólíklegri til að lenda í alvar- legum vanskilum en fyrirtæki þar sem sem sitja þrír eða fleiri karl- menn í stjórn. Munurinn er 0,75% á móti 2,21%. Í niðurstöðum út- tektarinnar má sjá að fyrirtæki eru alltaf líklegri til að lenda í vanskilum þar sem engar konur eru í stjórn. Fyrirtæki með færri stjórnarmenn en þrjá þar sem eingöngu konur eru í stjórn eru líklegri til að lenda í vanskilum en þar sem er blönduð stjórn. Úttektin var gerð á 27.000 fyrirtækjum sem skiluðu ársreikningi fyrir árin 2005- 2006. bee Öruggara að hafa konur í stjórn Actavis hefur samið við lyfjafyr- irtækið Pfizer um kaup á lyfja- verksmiðju sem sérhæfð er í framleiðslu krabbameinslyfja. Verksmiðjusvæðið er um 300.000 fermetrar og fastir starfsmenn um 340 talsins. mbl.is Actavis kaupir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.