24 stundir


24 stundir - 26.01.2008, Qupperneq 6

24 stundir - 26.01.2008, Qupperneq 6
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is 07:00 Mér tekst að rífamig fram úr og hafa mig til fyrir daginn, sama venja og ávallt: corn flakes, blöðin og sturta. 08:30 Mættur í vinnuna.Ég sé fólk brosandi og hlæjandi á göngunum og lít á það sem vísbendingu um að dag- urinn í dag gæti verið góður á mörkuðum heima og heiman því margir hverjir hafa verið fremur niðurlútir upp á síðkastið. Það er mér mjög mikilvægt að starfa við eitthvað sem ég hef ánægju af. Mikið hefur verið um neikvæðar fréttir að undanförnu, þá sér- staklega frá Bandaríkjunum, sem hefur haft áhrif um allan heim. Í tilfellum sem þessum er mik- ilvægt að bretta upp ermarnar og læra af sveiflunum og koma út úr tímabilinu reynslunni ríkari. Ég er mjög ánægður í mínu starfi og vakna dag hvern fullur af spennu að takast á við verkefni dagsins. 17:00 Ákveð að nú sékomið nóg í vinnunni í dag, enda hefur dag- urinn verið mjög góður, og fer út í storminn. Á leiðinni heim býst ég við því að faðir minn hringi og spyrji mig, í hæðni, hvort ég sé fastur í skafli þar sem ég er á afturhjóladrifnum bíl, en slepp við það og sjálfrennireiðin fer létt með snjóinn. Hvort það er- bílnum að þakka eða hæfileikum bílstjórans skal ósagt látið. 18:00 Ég hef æft fimleikaí 17 ár og hefði alla jafna farið á fimleikaæfingu þeg- ar hér væri komið sögu. Erfiðlega hefur gengið að finna tíma og þrótt til að hreyfa sig eftir langa vinnudaga. Þó verð ég að fara að taka mig á því ég stefni að því að taka þátt í fimleikamóti í Banda- ríkjunum í mars og manni líður líka svo vel þegar maður hreyfir sig. Í staðinn fyrir fimleikana fór ég og aðstoðaði mág minn við að fylla á lagerinn í fjölskyldufyr- irtækinu. Þetta voru heilmikil átök og skemmtilega öðruvísi en mín hversdagshreyfing. 22:00 Háskólanám stund-aði ég í Bandaríkj- unum þar sem ég var bæði í hag- fræðinámi og í fimleikaliði University of Minnesota. Ég tek mér eitt og eitt kvöld í það að vera í sambandi við gamla félaga mína og varði dágóðum tíma í það að sjá hvað á daga þeirra hafði drifið upp á síðkastið. Fimleikamaður í fjármálum 24stundir með Dýra Kristjánssyni hjá Eignastýringu Kaupþings ➤ Einkennist af því að Dýri að-stoðar fagfjárfesta í sam- bandi við verðbréf. ➤ Er ávallt sneisafullt af krefj-andi verkefnum. STARFIÐ Árvakur/Árni Sæberg Dýri Kristjánsson lifir og hrærist í fjármálaheim- inum. Í vikunni sveiflaðist hlutabréfamarkaðurinn bæði upp og niður, en Dýra finnst mikilvægast að læra af sveiflunum. Rólegur Dýri lætur starfið ekki stressa sig þótt hlutabréfaverðið sveiflist upp og niður. 6 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir Í gærmorgun var samþykkt til- laga sem Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn, um að hand- ritasafn Árna Magnússonar verði tilnefnt á lista UNESCO, Memory of the World International Regist- er. Tilgangur verkefnisins er að varðveita andlegan menningararf veraldar og hófst það árið 1992. Meðal tilnefninga undanfarinna ára eru egypskt safn papýrusa og handrit af Kóraninum. Handritasafnið er geymt bæði í Danmörku og hérlendis. Það geymir fjölda handrita frá miðöld- um og síðari tímum. Í safninu eru aðallega íslensk handrit en einnig annars staðar af Norðurlöndum. mbl.is Handritasafn Árna Magnússonar Tilnefnt á lista UNESCO Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum sjö milljónir króna til neyðaraðstoðar í Kenýa. Féð rennur til aðgerða Alþjóða Rauða krossins og er framlag Ís- lands þá samtals tíu milljónir en Rauði kross Íslands lagði fram þrjár milljónir til hjálparstarfsins í byrjun janúar. Rauði kross Íslands segir að ástandið í Kenýa sé ennþá spennu- þrungið, sérstaklega í Nairóbí, Rift-dalnum, í Mombassa og í vest- urhluta landsins. Þrátt fyrir sáttaumleitanir, nú síðast með milligöngu Kofí Ann- ans, fyrrverandi aðalritara Samein- uðu þjóðanna, eru engin merki um að ástandið sé að lagast. Aðgerðir Alþjóða Rauða kross- ins og Rauða krossins í Kenýa felast í því að útvega fórnarlömbum átakanna matvæli og aðrar nauð- synjar eins og teppi, moskítónet, hreinlætisvörur og vatn. Hjálparstarf í Kenýa Framlög aukin STUTT ● Fíkniefnasmygl Lögreglu- embættin á höfuðborgarsvæð- inu og Suðurnesjum hafa handtekið og yfirheyrt fimm manns í tengslum við smygl á 4,6 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni. með hraðsendingu frá Þýska- landi í nóvember. Þrír hafa ver- ið úrskurðaður í viku gæslu- varðhald. ● Kannabisræktun Tveir karlar og ein kona voru hand- tekin í Reykjavík í gærkvöld en í bíl þeirra og í íbúð annars mannsins fannst talsvert af fíkniefnum sem talið er að sé marijúana. Í framhaldinu var farið í húsnæði á Suðurlandi en þar reyndist vera kannabis- ræktun og var lagt hald á bæði plöntur og tækjabúnað. Erlendir íbúar í Fljóts- dalshéraði fá ókeypis þriggja klukkustunda tölvunámskeið í vor í boði Þekkingarnets Austur- lands og Fljótsdalshéraðs. Einnig hefur sveitarfélag- ið komið upp sérstakri tölvu á Bókasafni Hér- aðsbúa fyrir upplýs- ingaleit erlendra íbúa. Námskeiðið verður alla mánudaga í húsnæði Þekkingarnets og hefst 11. febrúar. Lögð verður áhersla á kennslu í upplýsingaleit um allt sem getur hjálpað fólki við að aðlagast íslensku samfélagi. Einnig verður fólki kennt að nota netið til að fylgjast með því sem gerist í heimalandinu. „Í dag voru send út boð til 120 útlendinga sem eru búsettir hér og hafa sótt íslensku- námskeið hjá okkur. Ég er mjög spennt að sjá hvernig þetta verður,“ segir Laufey Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti. þkþ Útlendingum kennt á netið Karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir líkamsárás. Maðurinn sló mann hnefahöggi í andlitið svo að sá rotaðist og skall í jörðina, en þá sló hinn ákærði manninn tvisvar sinnum í andlit- ið með krepptum hnefa þar sem hann lá. Fórnarlambið hlaut brot á andlitsbeinum, heilahristing og yfirborðsáverka í andliti vegna árásarinnar, auk þess sem nokkr- ar tennur brotnuðu. Ákærði viðurkenndi verknaðinn fyrir dómi en kvaðst hafa slegið manninn í sjálfsvörn og því væri háttsemi hans refsilaus. Þá neit- aði hann að eiga sök á því að tennur í brotaþola brotnuðu. Brotaþoli veittist að hinum ákærða fyrir utan Rauða húsið á Eyrarbakka í júlí og tók hann hálstaki aftan frá og lagði í jörð- ina. Hinn ákærði bar fyrir dómi að sér hefði fundist sér ógnað með þessu háttalagi, en hinn ákærði er 190 sentimetrar á hæð og mun stærri en árásarmað- urinn. Hann sló andstæðinginn í jörðina eftir að hann hafði sleppt honum og þeir höfðu báðið stað- ið upp. Hinum ákærða var gert að greiða brotaþola rúmar fjögur hundruð þúsund krónur í skaðabætur. aegir@24stundir.is Sló rotaðan mann í andlitið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.