24 stundir - 26.01.2008, Qupperneq 40
„Þessa dagana hef ég verið, ekki
síst í tengslum við endurskipanir í
nefndir og ráð á vegum borgarinn-
ar, að styrkja grasrót F-listans, sem
hefur veikst mjög í fjarveru minni á
liðnu ári. Ég er að fá fólk til starfa
fyrir okkur úr Frjálslynda flokknum
og Íslandshreyfingunni, auk þeirra
sem eru óháðir og eru á lista hjá
okkur eða störfuðu með okkur. Því
hefur verið haldið fram að ég hafi
ekki mikinn stuðning eða bakland á
bak við mig. Ég held að þetta sé
rækilegasta sönnun fyrir því að svo
er ekki. Ég tel mig vera að ná því að
virkja aftur þá grasrót sem var
megnug þess að fá yfir 10 prósenta
fylgi í síðustu borgarstjórnarkosn-
ingum.“
Í málefnasamningi nýs borgar-
stjórnarmeirihluta er talað um að
varðveita 19. aldar götumynd
Laugavegs og miðbæjarins. Það á þá
ekki bara að vernda tvö hús á Lauga-
vegi?
„Nei. 19. aldar hús eru orðin fá-
tíð hér í borg. Við eigum að varð-
veita heildargötumyndirnar. Lág-
reist hús og einlyft timburhús njóta
sín ekki vel ef sitt hvorum megin
við þau standa stórar steinsteypu-
byggingar. Tækifæri til varðveislu er
sérstaklega mikið neðst á Laugavegi
þar sem er tiltölulega mestur fjöldi
19. aldar bygginga. Ég er mjög
ánægður með að hafa brugðist
rösklega við yfirvofandi niðurrifi á
Laugavegi fyrir fjórum árum og mál
þróuðust þannig að umræðan varð
mjög heit. Ég held að menn hafi
ekki gert sér grein fyrir því fyrr en
fyrir þremur árum að niðurrifið var
tiltölulega mest á elstu húsunum og
afar fá áttu að fá að standa af þeim
tuttugu sem voru eftir. Nokkur eru
farin eins og síðasti hlaðni stein-
bærinn sem stóð við Laugaveg 22A.
Þar sýndum við skort á frumkvæði
en sýnum það núna og ætlum að
halda götumyndinni frá 19. öld
neðst á Laugaveginum. Tillagan
sem nú er verið að samþykkja í
borgarstjórn er nánast samhljóða
tillögu sem ég flutti fyrir tveimur
árum og hlaut ekki stuðning neins
annars borgarfulltrúa. Veður hafa
heldur betur skipast í lofti í þessu
máli. Það hefur orðið hugarfars-
breyting.
Það hefur verið vísað í skoðana-
könnun í Fréttablaðinu þar sem yf-
irgnæfandi meirihluti vill ný hús í
stað þeirra sem eru númer 4 og 6
við Laugaveg en vill ekki friða hús-
in. Það er líka nokkurn veginn það
sem við viljum. Við viljum varð-
veita götumyndina en húsin í
óbreyttri mynd eru nánast ónýt.
Það hefur verið notað gegn okkur í
umræðunni. Það þarf að endurreisa
þessi hús og gera þau nýtileg til að
hafa aðstöðu og þjónustu í þeim og
það er hægt.“
Hef miklu að tapa
Er þetta mál sem þú setur í önd-
vegi?
„Já, ásamt skipulagsmálum og
samgöngumálum almennt. Innan
borgarstjórnar hef ég sérstöðu í
flugvallarmálinu og hafði lengi sér-
stöðu í húsaverndunarmálum.
Varðandi umferðarskipulag hef ég
greinilega haft áherslur sem eru nær
því að vera líkar stefnu Sjálfstæð-
isflokksins en vinstri flokkanna í
borgarstjórn. Hins vegar hafa um-
hverfissjónarmiðin átt mun erfiðara
uppdráttar hjá Sjálfstæðisflokknum
en það virðist vera að breytast. Þar
er verið að svara kalli tímans um
breytt viðhorf. Það hefur verið mik-
ið umrót og þensla í þjóðfélaginu
og þá gerir fólk sér enn betur grein
fyrir því að þessi gildi eru afar þýð-
ingarmikil“.
Ertu búinn að ráða aðstoðar-
mann?
„Nei, það er verið að skoða það
mál. Það er mjög þýðingarmikið að
þar takist vel til því það er alveg ljóst
að í því krefjandi starfi sem ég gegni
þarf að hafa mjög gott fólk til að-
stoðar og kunna að skipta verkum.
Borgarstjóri sem ætlar að taka allt í
fangið á sjálfum sér er fljótur að
hverfa.“
Þú sagðir áðan að þú hefðir gengið
í gegnum erfiða tíma. Ertu ánægður í
dag?
„Það að lenda í skilnaði eftir 37
ára samband er skipbrot af því tagi
að maður verður aldrei fullsáttur
við það. Ég vona að ég geti aftur
fundið hamingju og festu í einkalífi.
En með þessu er ég ekki að segja að
ég sé svo brotinn að ég geti ekki
gegnt þeirri ábyrgð og þeim skyld-
um sem ég hef tekið að mér. Ég ætla
ekki að reisa mér þann minnisvarða
að hafa verið lélegur borgarstjóri
sem tók eigin hagsmuni fram yfir
hagsmuni borgarbúa. Ég ætla að
leggja mig allan fram í þessu starfi.
Ég tel mig hafa átt farsælan og ár-
angursríkan stjórnmálaferil. Ég
sigldi í gegnum mótbyr og storma
og fór ekki hefðbundnar leiðir. Það
má heita ótrúlegt að maður sem
sagði sig á sínum tíma úr stærsta
stjórnmálaflokki þjóðarinnar og fór
ekki í annan stóran stjórnmálaflokk
heldur sérframboð sé nú kominn í
borgarstjórastólinn.
Ég er stoltur af stjórnmálaferli
mínum og vil ekki eyðileggja hann.
Þess vegna vísa ég á bug ásökunum
um að ég sé vegna tækifæris-
mennsku eða einhvers konar eftir-
sóknar eftir vegtyllum að gera það
sem ég er að gera núna. Ég ætla að
standa mig. Ég hef þrátt fyrir allt
miklu að tapa og geri mér grein fyr-
ir að ef ég stend mig ekki þá hefði
betur verið heima setið en af stað
farið.“
Einkalífið Ég vona að ég
geti aftur fundið ham-
ingju og festu í einkalífi.
a
Ég hef ekki verið
fyrirgreiðslu-
pólitíkus eða
skarað eld að eigin köku í
störfum mínum. Ég hef
aldrei fengið á mig spill-
ingarstimpil.
Ég ætla ekki að
reisa mér þann
minnisvarða að
hafa verið lélegur borg-
arstjóri sem tók eigin
hagsmuni fram yfir hags-
muni borgarbúa.
Árvakur/Kristinn
40 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir