24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Konur verða áfram í meirihluta í
fagráðum Reykjavíkurborgar og
stjórnum helstu fyrirtækja í eigu
hennar. Alls er 81 slíkt sæti til skipt-
anna og skipa konur 42 sætanna.
Karlarnir eru jafnmargir og þeir
voru í stjórnartíð fráfarandi meiri-
hluta, eða 39.
Fagráð borgarinnar eru tíu tals-
ins, en sú breyting var gerð fyrir
skemmstu að mannréttindanefnd
varð gerð að fagráði. Við það fjölg-
aði fulltrúum hennar úr fimm í sjö.
Bæði sætin sem bæst hafa við eru
skipuð konum.
Sjálfstæðismenn allsráðandi
Til stendur að tveir menn muni
gegna embætti borgarstjóra á þeim
tíma sem eftir lifir af þessu kjör-
tímabili. Þeir eru karlmennirnir
Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson. Sá þeirra sem situr
ekki í borgarstjórastólnum hverju
sinni fer með embætti formanns
borgarráðs og staðgengils borgar-
stjóra. Eina konan í yfirstjórn borg-
arinnar er því Hanna Birna Krist-
jánsdóttir, forseti borgarstjórnar.
Í þeim tólf formannsstólum ráða
og stjórna sem tilgreind eru hér til
hliðar sitja fimm karlmenn og fjórar
konur. Þau Júlíus Vífill Ingvarsson,
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Jór-
unn Frímannsdóttir gegna öll for-
mennsku í tveimur ráðum eða
stjórnum. Allir formenn fagráð-
anna koma úr röðum D-listans.
Tveir af feitustu bitunum í skipt-
ingu valdaembættanna milli hinna
ráðandi afla eru stjórnir stærstu fyr-
irtækjanna sem eru í eigu borgar-
innar, Orkuveitu Reykjavíkur (OR)
og Faxaflóahafna. Í hvoru fyrir sig er
fimm manna stjórn. Ásta Þorleifs-
dóttir situr í báðum sætum F-lista í
þessum fyrirtækjum og er þess utan
orðin varaformaður stjórnar OR.
Vandi F-listans í meirihluta
Ástæða formannsleysis F-listans
er einföld, Ólafur F. Magnússon er
sá eini sem má gegna slíku hlutverki
af þeim sem sitja sem fulltrúar hans
í meirihluta.
Í samþykktum borgarinnar
stendur nefnilega að einungis borg-
arfulltrúar og varaborgarfulltrúar
megi vera formenn fagráða. Þar sem
Ólafur gegnir valdamesta embætti
borgarinnar um þessar mundir lá
beint við að hann myndi ekki sitja
sjálfur sem formaður nefnda til við-
bótar við það annasama starf. Fólk-
ið sem mun starfa með Ólafi sem
fulltrúar F-listans í nýja meirihlut-
anum er hvorki borgarfulltrúar né
varaborgarfulltrúar og því lá ljóst
fyrir að allir formenn fagráða yrðu
úr röðum sjálfstæðismanna. Sama
gildir um stjórnarformenn stóru
fyrirtækjanna tveggja. Auk þess fær
F-listi engan fulltrúa í borgarráði á
meðan Ólafur er borgarstjóri.
Fólk úr Íslandshreyfingunni
F-listinn er bæði í meirihluta og
minnihluta í hinu nýja stjórnar-
mynstri þrátt fyrir að hafa einungis
fengið einn mann kjörinn í síðustu
borgarstjórnarkosningum. Það er
vegna þess að Margréti Sverrisdótt-
ur og Guðrúnu Ásmundsdóttur var
boðið að starfa áfram með Tjarn-
arkvartettinum svokallaða í minni-
hluta. Aðrir í því samstarfi gáfu því
eftir þrjú nefndarsæti til að koma
þeim að.
F-listi Ólafs fær alls ellefu þeirra
46 sæta í ráðum og stjórnum sem
tilheyra meirihlutanum, eða rétt
tæpan fjórðung. Sjö einstaklingar
sitja í þeim sætum fyrir F-listann.
Þar af voru fjórir á framboðslista
flokksins í kosningunum 2006; Ásta
Þorleifsdóttir (4. sæti), Kjartan Egg-
ertsson (6. sæti), Egill Örn Jóhann-
esson (9. sæti) og Gunnar Hólm
Hjálmarsson (10. sæti). Ásta og Eg-
ill voru bæði á framboðslista Ís-
landshreyfingarinnar í síðustu al-
þingiskosningum, Egill í
Reykjavíkurkjördæmi en Ásta leiddi
lista á Suðurlandi.
Hinir þrír sem sitja fyrir F-lista
eru Jakob Frímann Magnússon
(leiddi lista Íslandshreyfingarinnar í
Suðvesturkjördæmi), Elvira Men-
dez Pinedo ( 4. sæti á lista Íslands-
hreyfingarinnar í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður) og Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir (fyrrum varaþing-
maður Framsóknarflokksins).
Konur
fleiri en
karlar
➤ Þegar meirihluti Tjarnar-kvartettsins var myndaður í
október síðastliðnum voru
konur fleiri en karlar í fagráð-
um borgarinnar og í stjórnum
helstu fyrirtækja hennar.
➤ Þær verða áfram fleiri eftiruppstokkun síðustu daga.
➤ Allir formenn ráða og stjórnakoma úr röðum Sjálfstæð-
isflokksins.
RÁÐ OG STJÓRNIR
SKIPTING EMBÆTTA OG SKIPAN Í HELSTU RÁÐ OG NEFNDIR REYKJAVÍKURBORGAR
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
staðgengill borgarstjóra
Hanna Birna Kristjánsdóttir
forseti borgarstjórnar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
formaður borgarráðs
Borgarráð
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon
Svandís Svavarsdóttir
Dagur B. Eggertsson
Óskar Bergsson 2 5/
Framkvæmdaráð
Jórunn Frímannsdóttir, formaður
Kristján Guðmundsson
Ólafur R. Jónsson
Kjartan Eggertsson
Stefán Jóhann Stefánsson
Sigrún Elsa Smáradóttir
Sóley Tómasdóttir 3 4/
Umhverfis- og samgöngur.
Gísli Marteinn Baldursson, form.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Helga Jóhannsdóttir
Ásta Þorleifsdóttir
Dofri Hermannsson
Þorleifur Gunnlaugsson
Margrét Sverrisdóttir 4 3/
Leikskólaráð
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, form.
Áslaug Friðriksdóttir
Ragnar Sær Ragnarsson
Egill Örn Jóhannesson
Sigrún Elsa Smáradóttir
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Sóley Tómasdóttir 5 2/
Menningar- og ferðamálaráð
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, form.
Marta Guðjónsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir
Jakob Frímann Magnússon
Guðrún Erla Geirsdóttir
Dofri Hermannsson
Guðrún Ásmundsdóttir 5 2/
Menntaráð
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður
Bolli Thoroddsen
Marta Guðjónsdóttir
Egill Örn Jóhannesson
Oddný Sturludóttir
Helga Björg Ragnarsdóttir
Margrét Sverrisdóttir 4 3/
Velferðarráð
Jórunn Frímannsdóttir, formaður
Björn Gíslason
Elínborg Magnúsdóttir
Gunnar Hólm Hjálmarsson
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Benediktsson
Þorleifur Gunnlaugsson 3 4/
Mannréttindanefnd
Sif Sigfúsdóttir, formaður
Marta Guðjónsdóttir
Andri Óttarsson
Maria Elvira Mendez Pinedo
Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh
Jóhann Björnsson 4 3/
Skipulagsráð
Hanna Birna Kristjánsdóttir, form.
Gísli Marteinn Baldursson
Jórunn Frímannsdóttir
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
Stefán Benendiktsson
Björk Vilhelmsdóttir
Svandís Svavarsdóttir 5 2/
Faxaflóahafnir
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður
Jórunn Frímannsdóttir
Ásta Þorleifsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Óskar Bergsson
3 2/
Orkuveita Reykjavíkur*
Kjartan Magnússon, formaður
Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður
Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigrún Elsa Smáradóttir
Svandís Svavarsdóttir
3 2/* Akranesbær á einnig einn fulltrúa
42 39/Alls 81stöður og embætti.Hlutfall kynjanna:
= Fulltrúar F-lista, frjálslyndra og óháðra
Íþrótta- og tómstundaráð
Bolli Thoroddsen, formaður
Kjartan Magnússon
Björn Gíslason
Egill Örn Jóhannesson
Stefán Jóhann Stefánsson
Oddný Sturludóttir
Hermann Valsson 1 6/
Konur í meirihluta í ráðum borgarinnar
F-listi með fjórðung sæta meirihlutans
því að settur verði stokkur bæði á
Miklubraut og Kringlumýrarbraut.
Ekki liggur endanlega fyrir hversu
mikið framkvæmdin muni kosta, en
nefndir hafa verið 11 milljarðar í því
samhengi. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdin taki um tvö ár.
Fyrri meirihluti hafði áhyggjur
af því að framkvæmdin ógnaði lífs-
gæðum íbúanna á svæðinu. Að
sögn Gísla Marteins Baldurssonar,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks,
telur flokkurinn þvert á móti að
lífsgæði fólks t.d. í Hlíðunum muni
aukast mikið með stokkunum. Þeir
muni draga úr hljóðmengun, bún-
aður í stokkunum muni minnka
svifryksmengun, og aðgengi hjól-
andi og gangandi vegfarenda á
svæðinu muni batna.
Strætó Meirihlutinn ætlar að
fella niður strætófargjöld barna að
18 ára aldri. Gert er ráð fyrir því að
viðbótarniðurfellingin muni kosta
borgina 200 til 300 milljónir ár
hvert.
Aldraðir Fjölga á hjúkrunar- og
þjónusturýmum í borginni. Að
sögn Jórunnar Frímannsdóttur,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks,
verður í þeim efnum haldið áfram
með það sem lagt var upp með vor-
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Í málefnasamningi nýs meirihluta í
borginni er að finna kunnugleg stef
úr stefnuskrám Sjálfstæðisflokks og
F-lista. Ýmsar nýjungar er þar
einnig að finna, en flest málanna
koma vel heim og saman við þau
mál sem Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkur lögðu upp með
í samstarfi sínu vorið 2006
Flugvöllurinn Ekki verður tekin
ákvörðun um Reykjavíkurflugvöll
á þessu kjörtímabili. Þorbjörg
Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, viðurkennir að
ekkert nýtt sé um að ræða í þeim
efnum, en í málefnasamningnum
segir einfaldlega að flugvöllurinn
verði á sínum stað á meðan önnur
flugvallarstæði eru könnuð.
Orkuveitan Um Orkuveitu
Reykjavíkur segir að veitan ásamt
orkulindum hennar verði áfram í
eigu almennings. „Ekki hefur verið
kveðið jafn skýrt á um þetta atriði
áður, enda hefði Framsóknarflokk-
urinn ekki verið tilbúinn til að skrifa
undir það,“ segir Þorbjörg Helga.
Skattarnir Í borgarráði á
fimmtudag var samþykkt að lækka
fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði
um 5%, sem þýðir að þeir lækka úr
0,225% í 0,214%. Mun það kosta
135 milljónir króna á ári, að sögn
Birgis Björns Sigurjónssonar, fjár-
málastjóra borgarinnar.
Þá hefur meirihlutinn nýi lofað sér-
tækum lækkunum fasteignaskatta
ákveðins tekjuhóps. Enn á eftir að
ákveða við hvaða tekjur verði mið-
að, en sérstaklega verður horft til
elli-, örorku- og lífeyrisþega.
Götumynd og menning Í mál-
efnasamningnum er kveðið á um
að 19. aldar götumynd Laugavegar
og miðborgarinnar verði varðveitt
eins og kostur er.
Sundabraut Um Sundabrautina
segir einfaldlega að staðarvali og
undirbúningi eigi að ljúka sem
fyrst svo framkvæmdir geti hafist.
Ennþá er verið að vinna frum-
skýrslur um umhverfisáhrif vegna
framkvæmdanna og áhrif á íbúa
nærliggjandi svæða.
Gatnamót Eitt það sem helst
greinir þann meirihluta sem nýtek-
inn er við frá þeim sem á undan
var, er útfærslan á mislægum
gatnamótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar. Sú leið sem
núverandi meirihluti boðar felst í
ið 2006. Þannig verða byggðar
þjónustuíbúðir við Sléttuveg og
Mörkina, en þær eiga að verða 210
talsins. Þá sé á teikniborðinu bygg-
ing íbúða fyrir eldri borgara við
Gerðuberg og Skógarbæ. Félag
eldri borgara mun byggja blokkirn-
ar, en borgin leggja til þjónustuna.
Þá verður heimahjúkrun og
heimaþjónusta sameinuð, en hing-
að til hafa þetta verið tvö aðskilin
þjónustusvið innan borgarinnar
þótt samþætting sviðanna hafi
staðið yfir undanfarin ár.
Félagsaðstoð Meirihlutinn sem
nú er við völd ákvað þegar hann
tók við 2006 að fjölga kaupum á
íbúðum, til að leigja út sem fé-
lagslegar íbúðir, úr 50 á ári í 100.
Samkvæmt málefnasamningnum
verður haldið áfram með verkefn-
ið, sem þegar er farið af stað og er á
núverandi fjárhagsáætlun.
Lóðir Þá segir í samningnum að
framboð lóða fyrir fjölskyldur og at-
vinnurekstur verði tryggt. Ýmsir
hafa bent á að nú þegar sé of mikið
framboð, en Þorbjörg Helga segir
líkur á að það muni breytast ef ekki
verði að gætt.
Menntun Um menntamál segir
að þjónusta leik- og grunnskóla
verði aukin og faglegt og fjárhags-
legt sjálfstæði þeirra verði styrkt.
„Það hefur verið tilhneiging til
ákveðinnar miðstýringar,“ segir
Þorbjörg Helga. „Flestir eru sam-
mála um að losa um það, þannig að
stjórnendur hvers skóla fyrir sig fái
meira sveigjanleika.“
Öryggið Auka á öryggið í mið-
borginni, sem verður að sögn Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita
Sjálfstæðisflokks í borginni, gert
með því að fjölga öryggismynda-
vélum, auka lýsingu og halda áfram
„góðu samstarfi við lögregluna á
höfuðborgarsvæðinu.“
Mengun Þá er stefnt að því að
minnka mengun í borginni, en að
sögn Gísla Marteins verður það
fyrst og fremst gert með því að
draga úr notkun einkabíla. Það
verði gert með því að fjölga farþeg-
um strætó, en einnig með stokka-
lausnum um gatnamót Kringlu-
mýrarbrautar og Miklubrautar, og
öðrum aðgerðum til að auðvelda
mönnum að fara um borgina hjól-
andi eða gangandi.
Þá stendur til að fara í fræðsluátak
um nagladekkjanotkun, og þá svif-
ryksmengun sem af henni stafar,
segir Gísli Marteinn.
Málefnasamningur nýs meirihluta