24 stundir - 26.01.2008, Qupperneq 6
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur
iris@24stundir.is
07:00 Mér tekst að rífamig fram úr og
hafa mig til fyrir daginn, sama
venja og ávallt:
corn flakes, blöðin og sturta.
08:30 Mættur í vinnuna.Ég sé fólk brosandi
og hlæjandi á göngunum og lít á
það sem vísbendingu um að dag-
urinn í dag gæti verið góður á
mörkuðum heima og heiman því
margir hverjir hafa verið fremur
niðurlútir upp á síðkastið. Það er
mér mjög mikilvægt að starfa við
eitthvað sem ég hef ánægju af.
Mikið hefur verið um neikvæðar
fréttir að undanförnu, þá sér-
staklega frá Bandaríkjunum, sem
hefur haft áhrif um allan heim. Í
tilfellum sem þessum er mik-
ilvægt að bretta upp ermarnar og
læra af sveiflunum og koma út
úr tímabilinu reynslunni ríkari.
Ég er mjög ánægður í mínu starfi
og vakna dag hvern fullur af
spennu að takast á við verkefni
dagsins.
17:00 Ákveð að nú sékomið nóg í
vinnunni í dag, enda hefur dag-
urinn verið mjög góður, og fer út
í storminn. Á leiðinni heim býst
ég við því að faðir minn hringi
og spyrji mig, í hæðni, hvort ég
sé fastur í skafli þar sem ég er á
afturhjóladrifnum bíl, en slepp
við það og sjálfrennireiðin fer
létt með snjóinn. Hvort það er-
bílnum að þakka eða hæfileikum
bílstjórans skal ósagt látið.
18:00 Ég hef æft fimleikaí 17 ár og hefði alla
jafna farið á fimleikaæfingu þeg-
ar hér væri komið sögu. Erfiðlega
hefur gengið að finna tíma og
þrótt til að hreyfa sig eftir langa
vinnudaga. Þó verð ég að fara að
taka mig á því ég stefni að því að
taka þátt í fimleikamóti í Banda-
ríkjunum í mars og manni líður
líka svo vel þegar maður hreyfir
sig. Í staðinn fyrir fimleikana fór
ég og aðstoðaði mág minn við að
fylla á lagerinn í fjölskyldufyr-
irtækinu. Þetta voru heilmikil
átök og skemmtilega öðruvísi en
mín hversdagshreyfing.
22:00 Háskólanám stund-aði ég í Bandaríkj-
unum þar sem ég var bæði í hag-
fræðinámi og í fimleikaliði
University of Minnesota. Ég tek
mér eitt og eitt kvöld í það að
vera í sambandi við gamla félaga
mína og varði dágóðum tíma í
það að sjá hvað á daga þeirra
hafði drifið upp á síðkastið.
Fimleikamaður
í fjármálum
24stundir með Dýra Kristjánssyni hjá Eignastýringu Kaupþings
➤ Einkennist af því að Dýri að-stoðar fagfjárfesta í sam-
bandi við verðbréf.
➤ Er ávallt sneisafullt af krefj-andi verkefnum.
STARFIÐ
Árvakur/Árni Sæberg
Dýri Kristjánsson lifir og
hrærist í fjármálaheim-
inum. Í vikunni sveiflaðist
hlutabréfamarkaðurinn
bæði upp og niður, en
Dýra finnst mikilvægast
að læra af sveiflunum.
Rólegur Dýri lætur starfið ekki
stressa sig þótt hlutabréfaverðið
sveiflist upp og niður.
6 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir
Í gærmorgun var samþykkt til-
laga sem Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra
lagði fyrir ríkisstjórn, um að hand-
ritasafn Árna Magnússonar verði
tilnefnt á lista UNESCO, Memory
of the World International Regist-
er.
Tilgangur verkefnisins er að
varðveita andlegan menningararf
veraldar og hófst það árið 1992.
Meðal tilnefninga undanfarinna
ára eru egypskt safn papýrusa og
handrit af Kóraninum.
Handritasafnið er geymt bæði í
Danmörku og hérlendis. Það
geymir fjölda handrita frá miðöld-
um og síðari tímum. Í safninu eru
aðallega íslensk handrit en einnig
annars staðar af Norðurlöndum.
mbl.is
Handritasafn Árna Magnússonar
Tilnefnt á lista
UNESCO
Utanríkisráðuneytið hefur veitt
Rauða krossinum sjö milljónir
króna til neyðaraðstoðar í Kenýa.
Féð rennur til aðgerða Alþjóða
Rauða krossins og er framlag Ís-
lands þá samtals tíu milljónir en
Rauði kross Íslands lagði fram
þrjár milljónir til hjálparstarfsins í
byrjun janúar.
Rauði kross Íslands segir að
ástandið í Kenýa sé ennþá spennu-
þrungið, sérstaklega í Nairóbí,
Rift-dalnum, í Mombassa og í vest-
urhluta landsins.
Þrátt fyrir sáttaumleitanir, nú
síðast með milligöngu Kofí Ann-
ans, fyrrverandi aðalritara Samein-
uðu þjóðanna, eru engin merki um
að ástandið sé að lagast.
Aðgerðir Alþjóða Rauða kross-
ins og Rauða krossins í Kenýa felast
í því að útvega fórnarlömbum
átakanna matvæli og aðrar nauð-
synjar eins og teppi, moskítónet,
hreinlætisvörur og vatn.
Hjálparstarf í Kenýa
Framlög aukin
STUTT
● Fíkniefnasmygl Lögreglu-
embættin á höfuðborgarsvæð-
inu og Suðurnesjum hafa
handtekið og yfirheyrt fimm
manns í tengslum við smygl á
4,6 kílóum af amfetamíni og
600 grömmum af kókaíni.
með hraðsendingu frá Þýska-
landi í nóvember. Þrír hafa ver-
ið úrskurðaður í viku gæslu-
varðhald.
● Kannabisræktun Tveir
karlar og ein kona voru hand-
tekin í Reykjavík í gærkvöld
en í bíl þeirra og í íbúð annars
mannsins fannst talsvert af
fíkniefnum sem talið er að sé
marijúana. Í framhaldinu var
farið í húsnæði á Suðurlandi
en þar reyndist vera kannabis-
ræktun og var lagt hald á bæði
plöntur og tækjabúnað.
Erlendir íbúar í Fljóts-
dalshéraði fá ókeypis
þriggja klukkustunda
tölvunámskeið í vor í boði
Þekkingarnets Austur-
lands og Fljótsdalshéraðs.
Einnig hefur sveitarfélag-
ið komið upp sérstakri
tölvu á Bókasafni Hér-
aðsbúa fyrir upplýs-
ingaleit erlendra íbúa.
Námskeiðið verður alla
mánudaga í húsnæði Þekkingarnets og hefst 11. febrúar. Lögð verður
áhersla á kennslu í upplýsingaleit um allt sem getur hjálpað fólki við
að aðlagast íslensku samfélagi. Einnig verður fólki kennt að nota netið
til að fylgjast með því sem gerist í heimalandinu. „Í dag voru send út
boð til 120 útlendinga sem eru búsettir hér og hafa sótt íslensku-
námskeið hjá okkur. Ég er mjög spennt að sjá hvernig þetta verður,“
segir Laufey Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti. þkþ
Útlendingum kennt á netið
Karlmaður var dæmdur í tveggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi í
Héraðsdómi Suðurlands í gær
fyrir líkamsárás.
Maðurinn sló mann hnefahöggi í
andlitið svo að sá rotaðist og skall
í jörðina, en þá sló hinn ákærði
manninn tvisvar sinnum í andlit-
ið með krepptum hnefa þar sem
hann lá. Fórnarlambið hlaut brot
á andlitsbeinum, heilahristing og
yfirborðsáverka í andliti vegna
árásarinnar, auk þess sem nokkr-
ar tennur brotnuðu.
Ákærði viðurkenndi verknaðinn
fyrir dómi en kvaðst hafa slegið
manninn í sjálfsvörn og því væri
háttsemi hans refsilaus. Þá neit-
aði hann að eiga sök á því að
tennur í brotaþola brotnuðu.
Brotaþoli veittist að hinum
ákærða fyrir utan Rauða húsið á
Eyrarbakka í júlí og tók hann
hálstaki aftan frá og lagði í jörð-
ina. Hinn ákærði bar fyrir dómi
að sér hefði fundist sér ógnað
með þessu háttalagi, en hinn
ákærði er 190 sentimetrar á hæð
og mun stærri en árásarmað-
urinn. Hann sló andstæðinginn í
jörðina eftir að hann hafði sleppt
honum og þeir höfðu báðið stað-
ið upp.
Hinum ákærða var gert að greiða
brotaþola rúmar fjögur hundruð
þúsund krónur í skaðabætur.
aegir@24stundir.is
Sló rotaðan
mann í andlitið