24 stundir - 26.01.2008, Side 8

24 stundir - 26.01.2008, Side 8
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Fjórtán glæpagengi eru undir eft- irliti lögreglunnar í ýmsum borg- um og bæjum Danmerkur, að því er kemur fram í ársskýrslu ríkislög- reglustjóraembættisins í Dan- mörku sem ekki tekur sérstaklega til glæpagengjanna Vítisengla og Bandidos. Gengin stýra glæpastarfsemi eins peningaþvætti, fjárkúgun, við- skiptum með fíkniefni og vopn og þau fremja ofbeldisverk af öllu tagi, þar með talin morð. Það er mat sérfræðinga danskra lögregluyfirvalda að starfsemi glæpagengjanna fari vaxandi og að hættan á skotárásum á götum úti aukist. Í fyrra var gripið til skot- vopna 28 sinnum á opinberum stöðum. Félagar í glæpagengjum tengdust 12 skotárásanna sem voru meðal annars vegna stríða um fíkniefnaviðskipti. Black Cobra stærsta gengið Black Cobra er stærst af gengj- unum 14 en meirihluti félaganna er af erlendum uppruna. Það er mat dönsku lögreglunnar að Black Cobra hyggi á landvinninga utan Danmerkur, til dæmis í Svíþjóð. Bæði Black Cobra og gengi sem kallar sig Den Internationale Klub eru í tengslum við Bandidos, að því er greint er frá á fréttavef Jyllands Posten. Vítisenglar eru sagðir hafa fengið harða samkeppni frá inn- flytjendagengjunum og telur lög- reglan að árekstrum milli gengj- anna eigi eftir að fjölga á þessu ári. Aðgangur að sprengiefnum Glæpagengin 14 sem eru undir eftirliti lögreglunnar hafa aðgang að vopnum og sprengiefnum og þau hika ekki við að nota þau í stríðinu um fíkniefnaviðskiptin og til að verja heiður sinn, samkvæmt upplýsingum ríkislögreglustjóra- embættisins í Danmörku. „Við óttumst að einhverjir eigi eftir að láta lífið. Þeir hafa sýnt að þeir eru reiðubúnir til að skjóta hverjir aðra og beita hnífum. Haldi menn slíku áfram er það bara spurning hvenær einhver lætur líf- ið,“ segir einn yfirmanna lögregl- unnar, Jørgen Isalin, í viðtali við Ritzau fréttastofuna. Kortlögðu 14 glæpagengi  Glæpagengi eru undir eftirliti dönsku lögreglunnar  Ýmist í samvinnu eða stríði við Vítisengla og Bandidos  Vaxandi starfsemi ➤ Í glæpagengjunum 14 er alls141 félagi. ➤ Í fyrra féllu 39 dómar gegn fé-lögum í glæpagengjunum vegna alvarlegra afbrota. ➤ 19 félagar í glæpagengjunumvoru dæmdir í fangelsi. GLÆPAGENGIN Árvakur/Sverrir Í Leifsstöð Félagar í Vítisenglum í Leifsstöð fyrir nokkrum árum. 8 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir Barnate róandi og sefandi jurtablanda fyrir börn. Breytingaskeiðste jurtablanda sem hefur bætandi áhrif og eykur jafnvægi. Meðgöngute jurtablanda sem hefur góð áhrif á verðandi mæður. Brjóstagjafate jurtablanda sem örvar mjólkurmyndun. Lífræn te fyrir konur og börn Salus te sérlega bragðgóð, úr lífrænni ræktun, án allra aukaefna. Fæst í heilsubúðum og apótekum www.fi.is Ferðaáætlun 2008 Hinrik prins, eiginmaður Dana- drottningar, vill breyta um lífsstíl og draga úr neyslu sinni á gæsalifur og sult- uðum, frönskum andalærum, að því er greint er frá á vefnum bt.dk. Prinsinn er nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann fékk ráð hjá grasalækninum Alain Mességué. Bæði Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bret- lands, og Adenauer, fyrrverandi Þýskalandskanslari, voru hjá fjöl- skyldu Alains Mességués. Nýr lífsstíll Hinriks prins Í kúr hjá ítölsk- um grasalækni Fyrrverandi kanslari Þýskalands, Helmut Schmidt, sem er 89 ára, hefur verið kærður fyrir að reykja í móttöku í leikhúsi í Hamborg. Kona kanslarans, Loki, sem er 88 ára, reykti einnig. „Þau reykja alltaf og taka ekki tillit til ann- arra,“ segir Horst Keiser, formað- ur samtaka gegn reykingum, í viðtali við Hamburger Abend- blatt. Reykti á opinberum stað Kanslari kærður Rússar og Serbar hafa undirritað nýjan orkusamning sem hljóðar upp á tugi milljarða króna. Sam- kvæmt samn- ingnum mun Serbía tengjast nýrri gasleiðslu Rússa sem flytur náttúrugas til Suður-Evrópu. Samningurinn heimilar einnig risaorkufyrirtæk- inu Gazprom, sem er í eigu rúss- neska ríkisins, að kaupa 51 pró- sent hlutanna í serbneska olíufélaginu NIS. Við undirritun samningsins hét Pútín Rúss- landsforseti Serbum stuðningi í stríðinu um Kosovo. Styðja Serba gegn Kosovo Semja um orku Stjórnmálamenn og embættis- menn í Kína eiga að gera grein fyrir persónulegum eignum sínum. Hið sama eiga ættingjar þeirra að gera. Og einnig forseti landsins, Hu Jintao. Þetta er tillaga hóps kín- verskra menntamanna sem hvetja kommúnistastjórnina til að læra af opnum stjórnmálakerfum Vestur- landa í baráttunni gegn spillingu. Forseti Kína hefur nokkrum sinnum lofað að berjast gegn spill- ingunni í landinu sem hefur vaxið í takt við hagvöxtinn undanfarin 25 ár. Gagnrýnendur segja að spilling- in rýri traust kínverska kommún- istaflokksins. Margir hafa verið teknir af lífi og hundruð sett í fang- elsi vegna spillingar. Tillagan þykir þess vegna vera í anda stefnu forsetans en óvenjulegt er að menn þori að vísa til gagn- legrar reynslu Vesturlanda á kostn- að kínversku stjórnarinnar. Tillaga kínverskra menntamanna Háttsettir geri grein fyrir eigum sínum STUTT ● Hafnað New York Times vill ekki fyrrverandi borgarstjóra New York, Rudy Giuliani, í Hvíta húsið. Leiðarahöfundar vilja að John McCain og Hillary Clinton heyi lokabar- áttuna. ● Nýtt gat Egypskum landa- mæravörðum tókst að hindra umferð þúsunda Palest- ínumanna frá Gaza til Egypta- lands um stundarsakir í gær. Hamas-samtökin létu þá rjúfa múrinn á öðrum stað. ● Í mál Spánverji hefur höfðað mál gegn foreldrum 17 ára pilts sem hann ók á með þeim af- leiðingum að pilturinn lést. Spánverjinn krefst 2 milljóna vegna skemmda á Audi A8 bif- reið sinni sem hann segir lík- ama drengsins hafa valdið. Getnaðarvarnarpillur vernda konur gegn krabbameini í eggja- stokkum áratugum saman eftir notkun. Breskir krabbameinssér- fræðingar, sem starfa við Háskól- ann í Oxford, leggja til að getn- aðarvarnarpillur verði seldar án lyfseðils. Pillan hefur þegar bjargað lífi 100 þúsund kvenna í þau 50 ár sem hún hefur verið notuð sem getnaðarvörn. Pillan getur bjargað lífi 30 þúsunda á ári, að því er kem- ur fram í grein vísindamannanna í ritinu The Lancet. Þessa ályktun draga vísinda- mennirnir af rannsóknum á nið- urstöðum 45 krabbameinsrann- sókna frá 21 landi sem ná til 110 þúsunda kvenna. Af þessum hópi höfðu 23 þúsund fengið krabba- mein í eggjastokka. 31 prósent þeirra hafði notað getnaðarvarnar- pillur en 37 prósent í samanburð- arhópnum. Báðir hóparnir höfðu notað pilluna að meðaltali í 4 til 5 ár. Því lengur sem konur höfðu notað pilluna, þeim mun minni varð hættan á krabbameini í eggja- stokkum. Notkun pillunnar eykur hins vegar hættuna á brjóstakrabba- meini og krabbameini í legi, að því er talið er. Pillan eykur auk þess hættuna á blóðtappa, mígreni og háum blóðþrýstingi. Pillan verndar gegn krabba í eggjastokkum Seljist án lyfseðils

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.