24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 15
Atli segir að ástandið sé kreppukennt og þá tali menn um klæki. En þeir séu aldrei annað en birting- armynd kreppunnar og innanmeina í flokkunum sjálf- um. Þess vegna séu Framsókn og F-listi verst settir núna. Sjálfstæðismenn eru óráðin gáta. Atli Rúnar seg- ir að hvort sem sjálfstæðismenn glími enn við sömu innanmein og augljós urðu í vetur eða ekki, haldi þeir andlitinu betur nú. Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið mikla en skiljanlega áhættu. „Ég ætla ekki að gefa mér kreppu í Sjálfstæðisflokknum en traustur og einarður er hann ekki. Meðan þeir halda hópinn og lafa getur ýmislegt gerst, en ef þessi meirihluti splundrast þarf enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að huga að framhaldslífi í pólitík út yfir þetta kjörtímabil.“ Beinar útsendingar betri en útskýringar Þegar framkvæmdastjórar, eða starfsmenn flokka svara hvaða eiginleikar þurfi að prýða góða stjórn- málamenn til að komast í gegnum ólgusjó, eins og nú hefur í tvígang riðið yfir Reykjavík, svara flestir eins. Þeir þurfa að vera heiðarlegir, halda fast í siðferðið og setja hagsmuni heildarinnar ofar eigin. Stjórn- málamaður má alls ekki vera ósannsögull og gráðugur fyrir sjálfan sig. Þegar spurt var um hver hefði staðist prófið kom kreppan í ljós. Því undantekningarlítið töldu menn eigin flokk hafa komið vel fram, þar sjá þeir annað en almenningur og eru kannske slegnir pólitískri blindu. Sumum þeirra varð þó svaravant um hverjir hefðu sagt ósatt. Var Sjálfstæðisflokkurinn í þreifingum við Vinstri græna eða ekki? Hverjir vissu um klofning F-lista? En hvað sem menn segja, satt eða ósatt, þá sést margt nú, sem hvorki sást í Gúttóslagn- um, né í gömlum stjórnarmyndunum. Þökk sé beinum útsendingum sjónvarps. Minna máli skiptir hvaða út- skýringar eru gefnar. Fólk sér það sem það sér. Og getur dæmt sjálft. beva@24stundir.is aBjörg Eva Erlendsdóttir Framsóknarflokkurinn er víkingaútgerð en F-listinn, frjálslyndir, óháðir Íslands- hreyfingin eða hvað á að kalla það, er eins konar stjörnuþoka í upplausn sem erfitt er að skilja. 24stundir LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 15 Stundum verða stjórnmálin okkur öllum sem við þau störf- um til minnkunar. Þá er eins og síðri hvatir okkar verði allsráð- andi, svo sem hégómleiki, hefni- girni, sviksemi og græðgi. Rógs- herferðir og persónuníð skreyta svo drullukökuna. Það var annarskonar og betri kaka í boði þegar Davíð Oddsson hélt hátíð sína í Tjarnarsal ráð- hússins á fimmtudag í síðustu viku. Þar á hann að hafa þakkað þáverandi forseta borgarstjórnar, Ólafi F. Magnússyni, fyrir að veita sér og sínum afnot af ráð- húsinu á afmælinu, enda gott að eiga góða að. Bankastjórinn hef- ur nokkrum dögum síðar orðið jafn hissa og aðrir þegar í ljós kom hver áhrínsorð þetta voru. Dramatískur fyrirboði í anda Ís- lendingasagnanna eins og annað þessa dagana. Það þarf ástæðu Viku síðar gekk reiðialda yfir ráðhúsið og um kvöldið komst ég að því að dóttir mín hafði með menntaskólafélögum sínum farið þangað að mótmæla. Hún vildi að ég setti lög um það að menn þyrftu að hafa ástæðu til að rjúfa stjórnarsamstarf. Hún er föðurbetrungur, því sjálfur hafði ég verið upptekinn af ýmsum aukaatriðum málsins. Því þó á slíkri lagasetningu séu augljós vandkvæði er mergurinn málsins sá að Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarstjóri, hefur ekki með sannfærandi hætti fært fram neinar gildar ástæður fyrir því að svíkja samstarfsmenn sína. Fyr- irvaralaust og án þess að gera grein fyrir alvarlegum málefna- ágreiningi eða úrbótum sem hann krefðist, sveik hann sitt heit. Það verður ekki réttlætt með því að kannski hafi aðrir ætlað að svíkja. Og samábyrgir þessu urðu sjálfstæðismenn með því að launa honum brest sinn með æðsta og mikilvægasta emb- ætti Reykjavíkurborgar, óverð- skuldað. Það var gott að eiga Dag að oddvita þegar óheilindin voru af- hjúpuð, svo saklaus sem hann augljóslega var af þeim. Það gaf ungu fólki einhver ærlegheit að trúa á mitt í ruglinu og það er mikilvægt. Alvarleiki málsins er nefnilega trúnaðarbrestur stjórn- mála við almenning sem enn rýr- ir tiltrú á stjórnmálum og var ekki á bætandi. Við þurfum að hafa í huga að í löndum þar sem traust á stjórn- málin hverfur fylgir almennt sið- ferði og traust manna á meðal fljótt á eftir. Mestu forréttindin við að vera Íslendingur eru ein- mitt það traust, gagnkvæm virð- ing, umburðarlyndi og samkennd sem þetta litla samfélag á og um það þurfum við að standa vörð. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð bundu margir vonir við að nýtt skeið væri runnið upp í íslensk- um stjórnmálum. Breiður og sterkur meirihluti styrkti miðj- una í stjórnmálunum og starfaði að hagsmunum venjulegs fólks. En víkjandi yrðu gömlu átaka- stjórnmálin og sérhagsmuna- bröltið. Bingi Á hinum sögulega borgar- stjórnarfundi axlaði Björn Ingi Hrafnsson, Framsóknarflokki, skinn sín og hætti í borgarstjórn. Í stuttri viðdvöl hans þar hefur ítrekað verið rætt um óheilindi, refskap, spillingu og þess háttar þegar hann hefur verið annars- vegar. Það hefur þó farið nokkuð eftir því með hverjum hann hef- ur starfað hverju sinni, hvernig menn í öllum flokkum hafa um hann talað og oft ótrúlegur við- snúningur hjá sama fólkinu í ummælum eftir því hvort hann var að vinna með þeim eða ekki. Ræður sjálfstæðismanna á fund- inum voru þannig næsta ótrúlegt lof eftir lastið síðustu 100 daga. Kannski brottför Binga eigi að verða okkur stjórnmálamönnum nokkur lærdómur um að af meiri hófsemi og stillingu megum við stundum fjalla hver um annan. Það yrði kannski til að auka eitt- hvað tiltrú þá sem brýnast er að reisa. Höfundur er alþingismaður Harður leikur VIÐHORF aHelgi Hjörvar Alvarleiki málsins er nefnilega trúnaðar- brestur stjórnmála við almenn- ing sem enn rýrir tiltrú á stjórnmálum og var ekki á bætandi. DUSTAÐU RYKIÐ AF DRAUMUM ÞÍNUM Alþjóðlegt Avatarnámskeið í Flórida 16. - 24. febrúar Nánari upplýsingar í síma 8942012 og á www.avatar.is Sigurður Bárðarson, Avatarmeistari upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Bilablad Serblad 24 stunda5.FEB.2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.