24 stundir - 26.01.2008, Blaðsíða 29
24stundir LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 29
MENNING
menning@24stundir.is a
Íranar bera almennt höfuðið hátt
og eru stoltir sem einstaklingar
og sem þjóð með merkilega sögu.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Íranska kvikmyndagerðarkonan
Afsar Sonia Shafie er nú stödd hér
á landi á vegum Reykjavík Docu-
mentary Workshop í tilefni af því
að heimildarmynd hennar, „City
Walls: My Own Private Teheran“
var sýnd í Listasafni Reykjavíkur
síðastliðið fimmtudagskvöld ásamt
því sem hún heldur erindi í safninu
milli klukkan 14 og 16 í dag. Í
myndinni segir Afsar Sonia söguna
af ömmu sinni, móður og sjálfri sér
á afar persónulegan hátt. Upphaf-
lega markmiðið var að gera mynd
um þrjú ungmenni í Teheran sem
öll hefðu ólíkan bakgrunn. „Ég ætl-
aði að fjalla um einn sem hefði ver-
ið alinn upp við veraldleg gildi,
einn sem væri af mjög trúrækinni
fjölskyldu og einn sem væri af
íhaldssamri fjölskyldu og svo ætl-
aði ég sjálf að segja mína sögu með
hliðsjón af því. En þegar ég talaði
við ömmu og mömmu til að læra
meira um æsku mína fóru samtölin
gjarnan fljótt að snúast um þær
sjálfar og ég komst að ýmsu nýju
um þær og niðurstaðan varð sú að
ég ákvað að gera frekar mynd um
okkur sjálfar,“ segir hún. Með
henni í för var svissneskur eigin-
maður hennar, Martin Frei, sem
einnig er staddur hér á landi núna,
en hann var myndatökumaður og
að auki voru einn hljóðmaður og
einn framleiðandi. „Ég sjálf og þrír
svissneskir karlmenn unnum
myndina en enginn annar var með
í för og það gerði andrúmsloftið
mjög afslappað þegar ég tók viðtal
við ömmu og mömmu og þær áttu
betra með að opna sig. Bæði af því
að það voru svo fáir á staðnum og
líka af því að ég var sú eina sem
skildi hvað þær voru að segja á
persnesku,“ segir hún og bætir því
við að þó svo að myndin sé ekki á
nokkurn hátt pólitísk hafi sér alla
tíð verið mjög umhugað um að
fjalla um sögu fólksins í Teheran
sem mótvægi við þann einhliða
fréttaflutning þaðan sem Vestur-
landabúar eru mataðir af. „Það er
stór munur á ráðamönnum þjóð-
arinnar annars vegar og almenn-
ingi hins vegar og mér finnst mjög
mikilvægt að fólk geti fengið tæki-
færi til þess að setja sig í spor
kvenna í Íran. Fólk er alltaf bara
fólk og glímir við sín hversdagslegu
vandamál og úrlausnarefni, hvort
sem það býr í Íran eða í öðrum
löndum. En þessi mynd er líka
hugsuð fyrir íranska áhorfendur
sem ég held að sjái hana í öðru
ljósi. Íranar bera almennt höfuðið
hátt og eru stoltir sem einstaklingar
og sem þjóð með merkilega sögu.
Af því leiðir að fólk á almennt ekki
því að venjast að vera að tala mjög
opinskátt og á persónulegan hátt
um sjálft sig og sín mál, en það er
einmitt það sem við mamma og
amma gerum í myndinni.“
Martin segist sjálfur hafa glímt
við sína fordóma áður en hann
kom fyrst til Írans. „Einhverra
hluta vegna var ég hálfsmeykur til
að byrja með en um leið og ég kom
þangað sá ég að óttinn var ástæðu-
laus. Um leið og ég kynntist fjöl-
skyldu Afsar Soniu var mér tekið
opnum örmum og ég var frá fyrsta
degi hluti af fjölskyldunni. Og alls
staðar þar sem ég kom mætti ég
mikilli gestrisni og fólk vildi allt
fyrir mig gera,“ segir hann og Afsar
Sonia bætir því við að gestrisnin
hafi ávallt verið í hávegum höfð í
sínu heimalandi.
Amman
Þegar amma Afsar Sofie var 13
ára gömul giftist hún 22 ára göml-
um lestarstjóra í Teheran sem
henni fannst hvorki vera aðlaðandi
né spennandi. Hún tók strax eftir
því að hann var alltaf að neyta ein-
hvers efnis sem hún vissi ekki hvað
var fyrr en hún varð aðeins eldri og
komst að því að var ópíum. Þegar
hún gifti sig geisaði seinni heims-
styrjöldin og landið var hersetið af
Bretum og Rússum. Mikil hung-
ursneyð og fátækt ríkti í landinu og
maður hennar missti fljótt vinn-
una. Þau bjuggu í þorpi fyrir utan
Teheran og einn daginn hélt eig-
inmaðurinn af stað til borgarinnar
í atvinnuleit og hvarf þar. Amman,
sem var einungis táningur, fór þá í
borgina að leita að honum og fann
hann þar á kaffihúsi þar sem hann
reykti ópíum. Hún hjálpaði hon-
um að finna vinnu sem bygging-
arverkamaður og fljótlega eignaðist
hún sitt fyrsta barn, sem lést síðar
vegna veikinda. Hjónin höfðu eng-
an fastan dvalarstað og þvældust
því á milli og bjuggu um tíma í ný-
byggingu sem maður hennar vann
að. Þar voru engir gluggar og engar
hurðir og einn daginn kom ræningi
að þeim þar sem þau lágu á dýnu
með litla barnið á milli sín og
rændi því litla sem þau áttu. Eig-
inmaðurinn hélst illa í vinnu og
unga stúlkan þurfti því fljótlega að
gerast fyrirvinna fjölskyldunnar.
Hún keypti te og fleiri nauðsynjar
ódýrt og seldi svo aðeins dýrara,
tók að sér brjóstagjöf gegn greiðslu
fyrir mæður sem mjólkuðu ekki og
gerðist húshjálp hér og þar. Þótt
hún væri fyrirvinna fjölskyldunnar
gat hún ekki stofnað bankareikn-
ing nema með leyfi og undirskrift
eiginmanns síns þannig að hún brá
á það ráð að safna peningum í bauk
sem hún gróf í jörðina til að forða
þeim frá því að ópíumfíkillinn eig-
inmaðurinn hennar kæmist í þá.
Smám saman náði hún að safna
nóg fyrir sinni fyrstu íbúð.
Mamman
Móðir Afsar Soniu skildi við
föður hennar þegar hún og systir
hennar voru börn, en hann var
alkóhólisti. Hún þurfti að berjast
fyrir því að fá að halda forræði yfir
dætrum sínum og til þess varð hún
að giftast aftur, en þá giftist hún
hálfbróður fyrri eiginmanns síns
og átti með honum tvö börn til
viðbótar.
Afsar Sonia
Hún var 11 ára þegar íslamska
byltingin átti sér stað í landinu. En
þvert á það sem almennt er talið
hafði hún ekki bara neikvæðar af-
leiðingar fyrir íranskar konur. „Í
kjölfar byltingarinnar jókst mennt-
unarstig kvenna til muna. Ástæðan
er sú að háskólarnir urðu íslamskir
og fyrir vikið fóru íhaldssamar og
fátækar fjölskyldur í auknum mæli
að senda dætur sínar í nám. Í orði
kveðnu voru réttindi kvenna meiri
fyrir byltinguna en reyndin var sú
að fólk var almennt ekki mjög upp-
lýst um réttindi sín og skyldur,“
bendir hún á og bætir því við að í
dag séu um 70 prósent háskóla-
nema á framhaldsstigi í Íran konur.
Sjálf fór hún í háskóla ólíkt móður
sinni og ömmu og þegar hún skildi
við íranskan eigimann sinn naut
hún fulls stuðnings móður sinnar
sem gat fyllilega sett sig í hennar
spor. „Karlar hafa vissulega meiri
rétt en konur í Íran eins og frægt er
en það er ekki þar með sagt að þeir
græði alltaf á því. Til þeirra eru
gerðar miklar kröfur um að þeir
gerist fyrirvinnur og fari snemma á
vinnumarkaðinn og því geta færri
karlar en konur stundað fram-
haldsnám,“ bendir Martin á.
„Ég myndi segja að íranskar
konur væru almennt framsæknari
en karlar af þessari ástæðu og þar
sem þjóðin er ung leyfi ég mér að
vera vongóð um framtíðina,“ segir
Afsar Sonia að lokum.
Samhent hjón Afsar Sofia
Shafie og Martin Frei á
köldum degi í Reykjavík.
Mynd um þrjár kynslóðir kvenna í Íran
Mín eigin
Teheran
Afsar Sonia Shafie segir
sögu þriggja kvenna,
ömmu sinnar, mömmu og
sjálfrar sín í heimild-
armyndinni „City Walls:
My Own Private Teher-
an“. Hún er stödd hér á
landi og ætlar að halda
erindi í Hafnarhúsinu í
dag.
➤ Fæddist í Teheran árið 1968.
➤ Lauk gráðu í félagsvísindumog hagfræði frá Fatemieh-
skólanum í Teheran árið 1988
og BA-gráðu í heimspeki frá
Tabriz háskólanum 1992.
➤ Lærði kvikmyndafræði í Laus-anne í Sviss þar sem hún býr
nú ásamt manni sínum.
➤ Gaf út sína fyrstu heimild-armynd árið 1997.
AFSAR SONIA SHAFIE
a
Fólk er alltaf bara
fólk og glímir við
sín hversdagslegu vanda-
mál og úrlausnarefni,
hvort sem það býr í Íran
eða í öðrum löndum.
Árvakur/Kristinn Ingvarsson