24 stundir - 26.01.2008, Side 39

24 stundir - 26.01.2008, Side 39
24stundir LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 39 Ó lafur F. Magnússon er nýr borgarstjóri Reykvíkinga. Á sínum tíma sagði hann sig úr Sjálfstæðisflokknum og fór í sérframboð en myndaði á dögunum alls óvænt nýjan borgar- stjórnarmeirihluta með Sjálfstæðis- flokknum. Fyrsti dagur Ólafs í embætti var síðastliðinn fimmtu- dag. Á áheyrendapöllum borgar- stjórnar urðu gríðarleg læti og hróp og köll voru gerð að hinum nýja borgarstjóra. Blaðamaður hitti Ólaf á skrifstofu hans daginn eftir og spurði eftir að hafa tekið í hönd borgarstjóra hvort þessi stund í Ráðhúsinu hefði ekki verið erfið. „Að sumu leyti var þetta erfið stund en mér ofbauð eins og fleir- um. Háreystin var slík að það var ekki fundarfært og ég held að mót- mæli falli um sjálf sig þegar þau fara svo gjörsamlega úr böndunum. Ég veit að mjög margir sem horfðu á þessa uppákomu í sjónvarpi voru einfaldlega hneykslaðir,“ segir Ólaf- ur. „Ég var að vissu leyti undir þetta búinn. Ég hafði séð upptaktinn að þessu á netinu og víðar og vissi að það var mikið af sms-skilaboðum í gangi. Þetta var keyrt áfram af póli- tískum öflum og hópum sem eru nokkuð vel æfðir á þessu sviði. Ég vissi að eitthvað myndi gerast og gat því að einhverju leyti leitt þetta hjá mér.“ Hef miklar mætur á Degi Hvernig finnst þér viðbrögð fyrr- um félaga þinna í borgarstjórn hafa verið við því að þú myndaðir nýjan meirihluta með sjálfstæðismönnum? „Mér finnst viðbrögð oddvita fráfarandi meirihluta skiljanleg, sérstaklega Dags B. Eggertssonar sem var sá einstaklingur í samstarf- inu sem reyndi helst að koma til móts við aðila og styrkja samstarf- ið. Þegar ég kom úr veikindafríi þá var staðan sú að stefnumál F-listans og áhrif hans í ráðum og nefndum í meirihlutanum voru ekki með við- unandi hætti. Ég sagði að þetta þyrfti að lagfæra. Ég held að í hópn- um hafi Dagur sýnt því mestan skilning en það var hins vegar erfitt að ná fram lagfæringu, kannski ekki síst vegna þess sem komið hefur æ betur á daginn að ég hafði vara- borgarfulltrúann minn ekki á bak við mig eins og nauðsynlegt var. Það hefur komið skýrt fram í um- mælum Margrétar Sverrisdóttur í fjölmiðlum að undanförnu. Þarna var trúnaðarbrestur í gangi sem veikti stöðu mína og F-listans inn- an samstarfsins.“ Var þér þá ljóst þegar þú fórst í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn að þú gætir ekki haft Margréti með þér? „Þetta var ekki svo einfalt. Þetta voru engar formlegar viðræður fyrr en undir blálokin, aðeins var um þreifingar að ræða. Það var alveg ljóst að sjálfstæðismenn höfðu ver- ið með þreifingar í gangi gagnvart oddvitum allra meirihlutaflokk- anna nema Samfylkingar á þeim þremur mánuðum sem meirihlut- inn var við völd. Það var enginn blekktur af minni hálfu í þessum viðræðum. Ég hefði aldrei gert það sem ég gerði ef ég hefði ekki verið viss um að þau stefnumál sem ég hef barist fyrir gætu náð fram að ganga með afgerandi hætti og að nýr meirihluti myndi hafa málefnaskrá sem end- urspeglaði skýrt stefnumál F- listans.“ Heldurðu að þetta samstarf muni halda? „Ég færi varla út í þetta hefði ég ekki trú á því. Málefnin eru sett á blað til að þau nái fram að ganga. Ef þau eru orðin tóm þá eru þau einskis virði.“ Er það rétt að það sé áralöng vin- átta milli fjölskyldu Dags B. Eggerts- sonar og þín? „Eiginkona Dags og dóttir mín eru æskuvinkonur. Ég og fjölskylda mín ásamt tengdaforeldrum Dags vorum á sama tíma í framhalds- námi í Svíþjóð og þar myndaðist góð vinátta. Ég hef alltaf haft, og hef enn, miklar mætur á Degi B. Egg- ertssyni þannig að gagnvart honum eru þessi skref mér mjög erfið og hefðu aldrei verið tekin ef ég teldi það ekki skyldu mína sem stjórn- málamanns gagnvart þeim mikla fjölda sem kaus mig í síðustu kosn- ingum.“ Langt niðri á tímabili Það hefur verið rætt nokkuð um veikindi þín. Hvernig hefur þér fund- ist sú umræða? „Hún hefur verið mjög neikvæð, einhæf og stundum einkennst af ótrúlegri illgirni í minn garð. Ein- hverjir fara þar offari og ég er ekki einn um þá skoðun.“ Hvaða veikindi eru þetta? „Ég hef viljað eiga rétt á því að halda veikindum mínum fyrir mig vegna þess að mér finnst það vera réttur stjórnmálamanna að eiga sitt persónulega líf fyrir utan kastljósið, svo fremi sem þeir gegni störfum sínum vel og eru heiðarlegir. Ég held að það hafi ekki verið umdeilt hvað mig varðar. Ég hef ekki verið fyr- irgreiðslupólitíkus eða skarað eld að eigin köku í störfum mínum. Ég hef aldrei fengið á mig spillingarstimpil. Það er rétt að ég hef lent í heilsu- farslegum mótbyr og erfiðleikum í einkalífi sem hafa ekki verið til þess að auka gleði mína heldur þvert á móti. Ég var nokkuð langt niðri á tímabili, en sótti mér viðeigandi aðstoð og aðhlynningu til að sigrast á þessum veikindum. Þúsundir Ís- lendinga lenda í svipuðum erfið- leikum á hverju ári, en snúa full- frískir aftur út í samfélagið. Mér finnst hvorki ég né aðrir eiga skilið að brugðist sé við andlegum veik- indum með jafn neikvæðum hætti og við höfum séð sums staðar und- anfarna daga. Lastu umfjöllun DV um þig í dag? „Já, þar er á ferð aðför að mann- orði mínu, flest í þeirri grein sem er ekki bein tilvitnun í heimildir og heimildarmenn er hrein lygi. Þessi skrif eru ekki svaraverð.“ Er að styrkja grasrótina Því er haldið fram að þú hafir ekk- ert bakland í stjórnmálum. Er það ekki rétt? HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Ég hef alltaf haft, og hef enn, miklar mætur á Degi B. Eggertssyni þann- ig að gagnvart honum eru þessi skref mér mjög erfið og hefðu aldrei ver- ið tekin ef ég teldi það ekki skyldu mína sem stjórnmálamanns gagn- vart þeim mikla fjölda sem kaus mig í síðustu kosningum. WWW.N1.ISN1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA 27 79 / T A 1 0. 20 07 SUPER SWAMPER GROUND HAWG DEKK OG FELGUR FYRIR JEPPA Fellsmúla 24, Rvk. s: 530 5700 Réttarhálsi 2, Rvk. s: 587 5588 Ægisíðu 102, Rvk. s: 552 3470 Langatanga 1, Mos. s: 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hfj. s: 555 1538 Dalbraut 14, Akranes. s: 431 1777 EAGLE ALLOYS POLISHED DOTZ LUXOR U.S. WHEEL SILVER TRACKER U.S. WHEEL CHROME TRACKER COOPER DISCOVERER ATR JEPPA OG JEPPLINGADEKK COOPER DISCOVERER M+S JEPPA OG JEPPLINGADEKK GROUND HAWG II FÁANLEGT Í 36 - 44" 15 -16,5" FELGUR SUPER SWAMPER SSR FÁANLEGT Í 35 - 38" 15 -18" FELGUR SUPER SWAMPER IROK FÁANLEGT Í 33 - 49" 15 -18" FELGUR EAGLE ALLOYS 1144

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.