24 stundir - 26.01.2008, Síða 41

24 stundir - 26.01.2008, Síða 41
24stundir LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 41 Árvakur/ÓmarStarrar Ljósmyndarinn rakst á þessa starra í Austurstræti einn dag þegar vorið var á næsta leiti og fuglar taka að huga að hreiðurgerð. Kannski hafa þessir starrar einmitt verið í slíkum hugleiðingum. Skarfar í fjöru Allan ársins hring er líflegt um að litast í fjörum landsins þar sem fuglar koma saman í leit að æti og taka sumir góðan sundsprett meðan aðrir láta sér góðan félagsskap nægja. Starri Þessi starri brá sér í skoðunarferð í Hafnarfjarðarhöfn og virðist ansi forvitinn um umhverfi sitt. Álftir Tvær álftir horfa öfundaraugum á vinkonu sína, sem með kjark og þor að vopni nældi sér í vænan brauðbita. „Mér finnst fuglarnir vera lífríki Íslands og þegar ég leita að feg- urð í náttúrunni finnst mér ég helst finna hana í fuglunum,“ segir Ómar Óskarsson ljósmynd- ari sem hefur tekið þó nokkuð mikið af fuglamyndum á löngum ferli sínum. Myndirnar sem hér birtast eru teknar á síðustu árum. „Sumir safna fuglamyndum og reyna að eiga allar fuglategundir á myndum, en ég reyni að taka fallegar fuglamyndir og taka myndir af fuglum í sínu rétta um- hverfi. Ég er sennilega enginn sérstakur fuglaáhugamaður, það er fegurðin í fuglunum sem heillar mig. Ég á svosem engan eftirlætisfugl en mig langar að komast í tæri við himbrimann við tækifæri,“ segir Ómar. Fegurð fuglanna Í GEGNUM LINSUNA frettir@24stundir.is a Þegar ég leita að fegurð í náttúrunni finnst mér ég helst finna hana í fuglunum. Mávar Mávahópur flýgur frá Seltjarnarnesi í átt að Skarðsheiði. Margæsir Þessi hópur var á fjörugu flugi á Seltjarnarnesi þegar ljósmyndarinn var þar á ferð. Þær hafa viðkomu á Íslandi vor og haust. Varpstaöðvar þeirra eru í Kanada.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.