24 stundir


24 stundir - 26.01.2008, Qupperneq 58

24 stundir - 26.01.2008, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 24stundir Ég er í síðri peysu úr versluninni H&M. Ég var nú svo heppin að mamma mín keypti þessa peysu fyrir sig en svo notaði hún hana ekki neitt þannig að ég fékk að nota hana. Þetta er ein af fáum peysum úr ullarefni sem ég get notað án þess að klæja. Annars á ég mjög erfitt með að vera í svona efni og verð frekar að vera í mjúkum og þægilegum peysum sem mig klæjar ekkert undan. En þessi er voðalega hlý og góð. PEYSA Jakkinn er frá Miss Sixty og ég keypti hann í Banda- ríkjunum. Þetta er örugglega mest notaði jakkinn minn enda get ég notað hann við hvað sem er. Ég er ofboðslega veik fyrir jökkum, stíg- vélum, töskum og öllu svoleiðis þegar ég fer í búðir. Svo finnst mér mjög gaman að jökkum með alls kyns loðköntum og skemmtilegu dóti. En ég er rosalega ánægð með þennan jakka og nota hann bæði við kjóla, buxur og annað. JAKKI Ég er nú bara í svörtum, venjulegum og ódýrum leggings sem ég keypti í Bandaríkjunum. Ég nota leggings voðalega mikið við casual kjóla, víðar peysur og annað slíkt. Ég á leggings í nokkrum litum, en yfirleitt nota ég þessar svörtu langmest. Það er eiginlega orðinn vani hjá mér að fara frekar í leggings en sokkabuxur og svo finnst mér það líka smartara ef ég er í lág- botna skóm. Svo eru leggings oft þykkari en sokka- buxurnar og því hlýrri. LEGGINGS Ég er í stígvélum sem ég keypti í Ameríku fyrir stuttu. Þeir eru frá Aldo og ég hef not- að þá rosalega mikið. Reyndar eru þeir mjög háir þannig að ég er alveg að drepast í löpp- unum eftir smástund, en maður lætur sig bara hafa það. Annars er ég mikið stígvélafrík og þetta eru bara ein stígvél af allavega tíu pörum sem ég á. Ég nota stígvélin mikið yfir gallabuxur, við síðar peysur og allskonar kjóla og eig- inlega bara hvað sem er. SKÓR Ég er alveg rosalega ófrumleg þegar kemur að hárinu og geri eiginlega aldrei neitt við það. Ég greiði kannski aðeins í gegnum það og þvæ það reglulega, en annað ekki. Ég vil helst hafa það nátt- úrulegt og fíla mig best þannig. Mér finnst ég til dæmis frekar asnaleg ef ég slétti það eða geri eitt- hvað svoleiðis. Stundum nenni ég ekki einu sinni að greiða það. HÁR Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is „Ég er frekar lengi fyrir framan spegilinn á morgnana, en það er aðallega vegna þess að ég er svo hægvirk í öllu. Ann- ars mála ég mig ekki mikið og er oft með svona grýlu- greiðslu í hárinu þar sem ég vil síður gera eitthvað mikið við það,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, en hún kann illa við að vakna á morgnana og taka sig til í hendingskasti. „Ég þarf góðan tíma til að taka mig til og hreinlega þoli ekki að vakna í látum. Ég verð að taka því rólega.“ Aðspurð kveðst Jóhanna lítið fylgjast með tískunni en viðurkennir þó að tískustraumar hvers tíma hafi óneit- anlega alltaf einhver áhrif. „Ég er alls ekki að lesa tískublöð eða spá mikið í þetta þó svo að maður tíni alltaf ósjálfrátt eitt- hvað úr umhverfinu. Ég fer annars bara í það sem mér finnst flott og er kannski allt öðruvísi klædd en allar vin- konur mínar án þess að það sé eitthvað öskrandi áberandi,“ segir söngkonan og bætir því við að verslunarferðir sínar á erlendri grund geri það að verkum að hún sé oft öðruvísi klædd en aðrar í vinkonuhópnum. „Þetta er náttúrlega bara af því að ég versla mikið erlend- is. Hérna heima er rosalega mikið um að fólk sé í svip- uðum fötum af því að við erum lítil þjóð og framboð ekki eins mikið. En það hefur reyndar verið að breytast svolítið að mínu mati og fólk er farið að vera meira spes.“ Ekki upptekin af merkjavöru Jóhanna kveðst kappkosta að velja föt sín eftir þægindum og útliti án þess að leggja áherslu á flottustu merkin. „Ég hef aldrei verið upptekin af merkjum. Ég klæði mig einfaldlega eftir því sem mér finnst flott og á svosem engar uppáhaldsbúðir. Ég pikka upp fötin mín hér og þar án þess að velta fyrir mér hvaðan þau koma eða hvar þau fást,“ segir hún og bætir við að svarti liturinn sé í hávegum hafð- ur í fataskápnum. „Ég er eiginlega alltaf í svörtu. Svartur hentar einhvern veginn alltaf og það er auðvelt að setja saman föt í þeim lit. En stundum bæti ég við kannski rauðum eða bláum, en rautt og svart finnst mér sérstaklega flott saman. Annars er dagsdaglega dressið yfirleitt gallabuxur, plain bolur, stígvél og jakki, eða síð peysa eða kjóll við leggings og flott stíg- vél,“ segir söngkonan að lokum. Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir gluggar lítið í tískutímaritin Grýlu- greiðslan í uppáhaldi Jóhanna Guðrún lætur tískutímaritin lönd og leið og fer sínar eigin leiðir í fatavali. Mikil förðun á ekki upp á pallborðið hjá söngkonunni og hárgreiðslan á það til að minna á sjálfa Grýlu. Í MYND Dagsdaglega farða ég mig alls ekki mikið. Oftast er ég með bara sólarpúður og maskara, en stundum nota ég létt, litað dagkrem frá Estée Lauder. Núna er ég með dagkremið, sól- arpúður og maskara frá Co- ver Girl, en annars nota ég mikið maskara frá Helenu Rubenstein. Ég er voða lítið fyrir eye-liner eða mikinn augnskugga, enda er ég alls ekki nógu góð í að mála mig sjálf og finnst ég oft líta kerlingarlega út ef ég er of mikið máluð. Það fer mér bara alls ekki vel. FÖRÐUN 24TÍSKA tiska@24stundir.is a Ég er eiginlega alltaf í svörtu. Svartur hentar einhvern veginn alltaf og það er auðvelt að setja saman föt í þeim lit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.