24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 1
24stundirmiðvikudagur30. janúar 200820. tölublað 4. árgangur Jón G. Friðjónsson prófessor segir að nýja biblíuþýðingin sé með óteljandi villum og hann gerir athuga- semdir við málfar hennar og framsetningu. Jón sannar mál sitt í fyrirlestri. Biblía með villum KOLLA»20 Hrafnhildur Schram listfræðingur er ánægð með að listasöfn í borg- inni hafi lagt niður aðgangseyri og telur hún að það muni auka að- sókn að söfnunum, jafnt ungra sem aldinna. Eykur aðsókn MENNING»22 Engin formleg kvörtun hefur bor- ist frá starfsmönnum Alþingis um kynferðislega áreitni af hálfu sam- starfsmanna frá því að settar voru reglur um viðbrögð við slíku fyrir tveimur árum. Ekki kynferðis- áreitni á Alþingi »2 Ákveðið var fyrir rúmum mánuði hvaða stofnanir fengju fé til hús- næðisendurbóta samkvæmt mót- vægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Forstjórar höfðu ekki frétt af því. Mótvægisaðgerð sem fer hljótt »4 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Maður er hálfsjokkeraður yfir sinnaskiptum bankanna,“ segir Einar Páll Kjærnested, löggilt- ur fasteignasali, um skyndilega stefnubreytingu viðskiptabankanna í útlánum til nýbygginga. Erfiðleikar með að fá lánsfé fyrir stórum ný- framkvæmdum eru farnir að koma illa við verk- taka, sem margir hverjir hafa þurft að hætta við fyrirhuguð verk. Einnig eru dæmi þess að ein- staklingar, sem hafa fengið lánað í áföngum fyrir nýbyggingum, til dæmis fyrir stórum einbýlis- húsum, séu nú í vandræðum með að fjármagna síðustu áfanga verkanna. Einar Páll gagnrýnir bankana fyrir skort á jafnvægi í útlánum. Farið hafi verið of geyst af stað í lánveitingar til húsnæðiskaupa og nú bregðist bankarnir aftur of harkalega við án við- unandi skýringa. „Þetta er eins og að vera í flug- vél og sjá ekkert fram fyrir sig, en svo er allt í einu snarhemlað. Þá er mjög gott að fá skýringu frá flugstjóranum á því sem er að gerast.“ Hverjir eiga að búa í öllum þessum húsum? Tregða bankanna til að lána til nýfram- kvæmda stafar annars vegar af spám greining- ardeilda um offramboð á nýju húsnæði. „Sá sem fær sér bíltúr í úthverfi Reykjavíkur hlýtur að velta því fyrir sér hverjir eigi að búa í öllu þessu húsnæði,“ segir Elín Sigfúsdóttir, framkvæmda- stjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. „Við horf- um auðvitað á framboðsþáttinn því við viljum að kúnnar okkar geti selt það sem þeir byggja.“ Hins vegar stafar tregðan af erfiðleikum bankanna með að sækja sér fé á alþjóðlega markaði, sem veldur því að þeir fara sérlega var- lega með það fé sem þeir hafa úr að spila. „Við verðum að geta klárað að fjármagna það sem við erum búin að lofa, standa skil á endurgreiðslum á okkar eigin lánum og standast þær lauafjár- kröfur sem á okkur eru lagðar. Þess vegna höld- um við að okkur höndum nú,“ segir Elín. „Þessi viðsnúningur innan bankakerfisins hefur áhrif til langs tíma,“ segir Árni Jón Jó- hannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. „Það má búast við því að verktakar finni fyrst virkilega fyrir viðsnúningn- um í sumar.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Óklárað Bankar og verktakar kunna að hafa farið of geyst í nýbyggingar. ➤ Vegna spádóma um offramboð á nýju hús-næði eru bankarnir tregir til að lána til ný- framkvæmda. ➤ Þá halda þeir að sér höndum vegna erf-iðleika með að ná í fé á alþjóðamörkuðum. HALDA AÐ SÉR HÖNDUM Bankarnir bremsa  Bankarnir draga mjög úr lánum til nýbygginga  Reyna að stýra framboði húsnæðis með því að takmarka útlán  Erfiðleikar hjá verktökum þegar kemur fram á sumar Árvakur/Golli Ofbeldisglæpum mætti fækka um þriðjung með bættu mat- aræði. Þetta er kenning sem vísindamenn við Oxford- háskóla munu rannsaka nánar á næstu árum á vegum breska dómsmálaráðuneytisins. Frumathuganir vísindamann- anna leiddu í ljós að draga mætti úr ofbeldi innan fang- elsismúra með því að gefa föngum vítamín og bætiefni. Er talið að bætiefnaskortur dragi úr sjálfsstjórn fólks. aij Rustar borða ruslfæði Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! fitnesskort TILBOÐ Brautarholti 20 • 105 Rvk • Sími 561 5100 • www.badhusid.is Málefnasamningur F-lista og Sjálf- stæðisflokks felur í sér 70 prósent af stefnumálum F-listans, en 30 prósent af stefnumálum Sjálfstæð- isflokks. 24 stundir báru saman málefnaskrárnar. Málefni F-lista ríkja í samstarfi »6 Umhverfissvið borgarinnar óskar eftir því að heilbrigðisráðherra út- skýri hvernig borgin geti gripið til þvingunarúrræða vegna reyk- herbergis á Barnum við Laugaveg. Borgin ráðalaus vegna reykklefa »10 0 -1 -2 -1 -3 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 126,21 ÚRVALSVÍSITALA 5.552,98 SALA % USD 65,04 -0,20 GBP 129,26 -0,09 DKK 12,88 -0,09 JPY 0,60 -0,35 EUR 96,02 -0,09 -0,08 2,57 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG Mikill munur á klippingu NEYTENDAVAKTIN 16

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.