24 stundir - 30.01.2008, Page 2

24 stundir - 30.01.2008, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 17 Amsterdam 7 Ankara -7 Barcelona 15 Berlín 7 Chicago -7 Dublin 7 Frankfurt 8 Glasgow 8 Halifax 8 Hamborg 6 Helsinki 2 Kaupmannahöfn 5 London 10 Madrid 16 Mílanó 10 Montreal -11 München 6 New York 1 Nuuk -11 Orlando 8 Osló 7 Palma 20 París 4 Prag 7 Stokkhólmur 8 Þórshöfn 3 Austlæg átt, 5-10 m/s og snjómugga eða él um landið sunnanvert, annars þurrt og bjart að mestu. Gengur í NA 10-18 með snjókomu á Vestfjörðum og á annesjum norðantil. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum á NA-landi. VEÐRIÐ Í DAG 0 -1 -2 -1 -3 Allt að 10 stiga frost Norðlæg átt, 15-20 m/s. Snjókoma eða él N- og A-lands en annars úrkomulaust að mestu. Frost 6 til 14 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 0 -1 -1 -1 -3 Snjókoma fyrir norðan og austan Viðræðum um kjarasamninga milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins var haldið áfram í gær. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands- ins, segir samningsaðila hafa fund- ið ákveðna sameiginlega fjöl að stíga á varðandi forsenduákvæði og samningslengd. „Þetta þokaðist áleiðis í gær. Við náðum að þoka málum áfram varðandi samnings- forsendur og sjáum nokk fyrir end- ann á því. Hvað varðar samnings- lengdina þá eru menn að ná lendingu um að semja til þriggja ára, það er eitt ár til að byrja með og svo framlenging til tveggja ára. Þetta er mjög jákvæður áfangi, en leiðin er löng framundan. Vonandi getum við loksins farið að snúa okkur að viðræðum um launalið kjarasamninganna.“ Erum að finna taktinn Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, tekur ekki alveg jafn djúpt í ár- inni og Kristján. „Við vorum að kasta á milli hugmyndum og þetta er ekki frágengið, en vissulega er kominn meiri samhljómur milli samningsaðila en var. Við erum að finna taktinn í þessum viðræðum og vonandi tekst að ná utan um þessi forsenduákvæði í dag og þeg- ar það er komið þá getum við ein- hent okkur í næsta verkefni. Þá verður hægt að byrja að ræða launaliðinn.“ freyr@24stundir.is Viðræður um kjarasamninga þokuðust áfram í gær Loks farið að ræða laun í dag Fundað stíft SGS og SA fund- uðu hjá sáttasemjara í gær. Tillögur vinnuhóps Öryrkja- bandalags Íslands, ÖBÍ, um útdeil- ingu 2 milljarða framlags ríkis- stjórnarinnar verða lagðar fram á fundi framkvæmdastjórnar banda- lagsins í dag. „Það er ekkert sem kemur á óvart í tillögunum. Þær eru algjörlega byggðar á hugmynd- um vinnuhópsins,“ segir Emil Thoroddsen, varaformaður ÖBÍ. Tillögurnar verða kynntar á aðal- stjórnarfundi ÖBÍ sem haldinn verður í kvöld en bandalagið á að senda tillögurnar frá sér fyrir 1. febrúar. Á dagskrá aðalstjórnarfundar er boðun aukafundar milli aðalfunda, að því er Emil greinir frá. Hægt er að kjósa nýjan formann á slíkum aukafundi. ibs Aðalstjórnarfundur Öryrkjabandalagsins Kynna tillögur um 2 milljarða ríkisins „Það vekur furðu að málið sé ekki komið fram, enda mjög stórt mál sem nauðsynlegt er að góður tími gefist til að ræða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins um ný orkulög iðn- aðarráðherra, sem fjalla meðal annars um eignarhald á auðlindum. Hann telur málið sitja fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Það er merki þess að þau séu ekki sam- mála,“ bætir hann við og vísar á þann af- stöðumun sem kom í ljós á meðal borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í REI-málinu. „Þar voru sumir sem vildu ekki að orkufyrirtæki væru í eigu hins opinbera.“ Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert standa í vegi fyrir að þau samþykki frumvarpið og það verði gert fljótlega. „Við vildum fara almennilega yfir það,“ segir hún og bætir því við að hún búist ekki við að þau geri miklar breytingar á því. elias@24stundir.is Bíður eftir orkufrumvarpi Lögregla hefur í vetrartíðinni haft afskipti af allmörgum öku- mönnum sem skafa ekki snjó og ís af bílrúðunum, en gægjast gegnum lítil göt og setja sjálfa sig og aðra í hættu með því að sjá ekki almennilega út. Skussarnir verða nú sektaðir um fimm þús- und krónur í hvert skipti. bee Sköfuskussar fá 5000 kr. sekt Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Ekki hefur verið formlega kvart- að um kynferðislega áreitni á Al- þingi af hálfu samstarfsmanna frá því að settar voru reglur um við- brögð við slíku í handbók Alþingis fyrir tveimur árum. „Það hefur að minnsta kosti engin formleg kvörtun borist síðan þessar reglur voru settar,“ tekur Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, fram. Hann kveðst ekki geta staðfest hvort óformlegar kvartanir hafi borist, hvorki eftir að reglurnar voru settar né fyrir þann tíma. Þingmenn 40 prósent Samkvæmt könnun tengdri jafnréttismálum sem vísindamað- urinn Hertta Niemi gerði meðal starfsmanna finnska þingsins, ann- arra en þingmanna, hefur þriðj- ungur þeirra orðið fyrir kynferð- islegri áreitni. Í 40 prósentum tilfella voru það þingmenn sem áreittu starfsmenn. Slík könnun hefur ekki verið gerð á Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar. Rangur vettvangur Forseti finnska þingsins, Sauli Niinistö, undrast niðurstöðurnar en bendir á að þær séu ekki frá- brugðnar því sem gerist úti í þjóð- félaginu. „En þetta hús er algjör- lega rangur vettvangur. Hér eiga menn að vera góðar fyrirmyndir,“ segir Niinistö í viðtali við finnska blaðið Helsingin Sanomat. Stuðningsaðilar útnefndir Alls sögðu 15 prósent kvennanna sem þátt tóku í finnsku rannsókninni að reynt hefði verið við þær og káfað á þeim. 12 pró- sent höfðu fengið póst sem ekki snerti starfið eða áreitandi símtöl. Karlkyns starfsmenn finnska þingsins höfðu nær ekkert orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Í kjölfar niðurstöðu skýrslunnar útnefndu allir þingflokkar í finnska þinginu stuðningsaðila sem hægt væri að snúa sér til yrðu menn fyrir kynferðislegri áreitni. Jafnframt hafa verið settar reglur um hvernig bregðast skuli við í slíkum tilfellum. Kynferðisleg áreitni ekki liðin  Reglur í nýrri starfsmannahandbók Alþingis um viðbrögð við kynferðislegri áreitni  Engin formleg kvörtun síðan Á Alþingi Nýju reglurnar eru liður í jafnréttisáætlun meðal starfsmanna. ➤ Kynferðisleg áreitni verðurekki látin viðgangast á skrif- stofu Alþingis. ➤ Sé starfsmanni misboðið ískal hann snúa sér til yf- irmanns eða aðstoð- arskrifstofustjóra. Vitni eru hvött til að vekja athygli á slíkri hegðun. ➤ Yfirmanni ber að grípa til við-eigandi ráðstafana. REGLURNAR UM ÁREITNI STUTT ● Stundaði ekki vinnu Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað erlendan karlmann í gæsluvarðhald til 1. febrúar að kröfu lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Maðurinn var staðinn að verki við innbrot ljósmyndavöruverslun í Hafn- arfirði í nótt en annar maður, sem var með honum, komst undan og er hans leitað. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns hefur maðurinn að mati lögreglu ekki gert næga grein fyrir ferðum sínum hér á landi að undanförnu en ljóst sé að hann hafi ekki stundað hér vinnu. mbl.is Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgarstjóri í Reykjavík, hefur tekið þá ákvörðun að sækja ekki höfuðborgarráðstefnu í Stokk- hólmi um mánaðamótin. Í tilkynningu frá skrifstofu borg- arstjóra segir að Ólafur vilji frek- ar einbeita sér að mikilvægum verkefnum, sem bíða á vettvangi borgarinnar og kynna sér mál þar sem hann sé nýtekinn til starfa. Þýðingarmikið sé að skapa festu og góðan vinnufrið hjá Reykja- víkurborg eftir atburði undanfar- inna daga. mbl.is Borgarstjóri situr heima flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.